Sex stellingar fyrir sturtuna

Kynlíf í sturtunni.
Kynlíf í sturtunni. mbl.is/thinkstockphotos

Það er gott fyrir alla að fara út fyrir þægindarammann og stunda kynlíf öðru hvoru á öðrum stað en uppi í rúmi. Sturtan er einn af þeim stöðum sem tilvalið er að prófa að stunda kynlíf. Sturtukynlíf getur þó verið snúið en Women's Health fór yfir nokkrar stellingar sem hafa virkað í sturtunni. Stórar og rúmgóðar sturtur henta betur en litlir sturtuklefar. 

Standandi

Konan hallar sér fram og stendur í báðar fætur, maðurinn kemur sér svo fyrir fyrir aftan hana. Er stellingin sögð góð ekki bara vegna þess að auðvelt er að örva snípinn í stellingunni heldur er stellingin einnig sögð stöðug sem skiptir máli þegar sturtubotninn er sleipur. 

Sitjandi 

Í sumum sturtum er að finna sæti eða jafnvel bara góðan bakka sem hægt er að setjast á. Ef slíkt er í sturtunni er tilvalið að setjast niður og eru þá tvær stellingar í boði. Annars vegar þar sem konan situr ofan á manninum og snýr frá honum og hins vegar getur hún snúið að manninum. 

Halda á konunni

Maðurinn getur staðið upp við vegg og haldið á konunni. Konan getur svo krosslagt fætur sínar utan um manninn. Ef sturtubotninn er of sleipur er mælt með því að maðurinn sleppi öðrum fæti konunnar. 

Ballettdansarinn

Þessi stelling er keimlík þeirri sem er lýst að ofan en reynir þó ekki jafnmikið á jafnvægi mannsins þar sem konan stendur á öðrum fæti. Mælt er með því að konan vefji lausa fætinum utan um manninn og getur hún nýtt sér endann á baðinu eða vegginn í sturtunni sér til stuðnings. 

Munnmök

Auðveldasta stellingin og jafnframt líklega sú öruggasta er að stunda munnmök í sturtunni enda þarf kynlíf ekki alltaf að snúast um samfarir. Fólk skiptist á að veita hvort öðru unað og er hægt að leika sér með hita og kraft á sturtuhausnum. Einnig er mælt með því að fólk prófi sig áfram með vatnsheldan titrara. 

Gott er að fara varlega þegar kynlíf er stundað í …
Gott er að fara varlega þegar kynlíf er stundað í sturtu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál