Kynlífsráð fyrir fólk í langtímasamböndum

Prófið eitthvað nýtt.
Prófið eitthvað nýtt. mbl.is/Thinkstockphotos

Fólk kemur ekki að tómum kofunum hjá kynlífssérfræðingnum Tracey Cox. Í nýjum pistli sínum á Daily Mail fer hún yfir sín 20 bestu ráð þegar kemur að því að bæta kynlífið verulega. Cox segir það erfitt að að gera kynlífið spennandi í langtímasamböndum, því séu þessi ráð tilvalin. 

Hreyfðu þig

Cox ráðleggur fólki frá því að liggja bara í kynlífi og mælir frekar með því að fólk taki af skarið og hreyfi sig með því að breyta um stellingu, færa hendur þar sem það vill hafa þær og svo framvegis. 

Dónaskapur 

Rómantískt kynlíf er ekki spennandi til lengdar. Cox segir að því dónalegra sem kynlífið er því betra. Pör ættu að prófa eitthvað aðeins grófara en það getur verið allt frá því að rassskella yfir í að binda hvort annað. 

Frábær munnmök

Cox mælir með að fólk æfi sig í að veita frábær munnmök og hvetur fólk til þess að leita ráða á netinu. 

Munnmök í stað samfara

Til þess að hrista upp í hinu venjulega kynlífi telur Cox það sterkan leik að koma makanum á óvart með því að velja áhugaverðan stað og stellingu annars staðar en í rúminu og veita munnmök. 

Hælar og stígvél

Bæði getur það gert kynlífið meira spennandi ef annar aðilinn fer í háa hæla eða stígvél en einnig getur það gert fólki kleift að stunda kynlíf í stellingum sem voru áður óþægilegar vegna þess að annar aðilinn er minni en hinn. 

Ekki allt klám er slæmt

Þrátt fyrir að margt klám sé ekki af hinu góða segir kynlífssérfræðingurinn Cox sumt klám sem búið er til af konum geta gert mikið fyrir lélega kynhvöt. 

Skipuleggja kynlíf

Eins óspennandi og það hljómar mælir Cox með því að fólk sem hefur mikið að gera eða á ung börn skipuleggi hvenær kynlíf er stundað. 

Stundum þarf hreinlega að skipuleggja kynlífið.
Stundum þarf hreinlega að skipuleggja kynlífið. mbl.is/Thinkstockphotos

Ekki slæmt að segja nei

Þegar fólk er gift eða býr saman verður kynlíf stundum eins og hvert annað húsverk. Það er þó í góðu lagi að neita kynlífi. Þegar svarið er já þá veit hinn aðilinn að þú virkilega vilt það. 

Kynlífsleikföng

Cox segir að kynlífstæki lagi margt, konur eigi til dæmis oft auðveldara með að fá fullnægingu með hjálp hjálpartækja ástarlífsins. Hún mælir með því að fólk í langtímasamböndum prófi hin ýmsu kynlífsleikföng. 

Fullnæging kvenna

Kynlífssérfræðingurinn segir að karlar fái það frekar í samförum. Það sé því mikilvægt að gleyma ekki fullnægingu kvenna og bendir fólki á að muna eftir að nota fingur og fleira sem hjálpar konum að fá fullnægingu. 

Helgarferð

Cox mælir með að fólk fari í burtu eina helgi á sex vikna fresti. Ástæðan fyrir að hún ráðleggur helgarferðir er sú að ráðgjafar segja að í flestum tilvikum geti frí þar sem fólk er út af fyrir sig hjálpað fólki að finna neistann aftur. 

Ekki byrja og enda á sama staðnum.
Ekki byrja og enda á sama staðnum. mbl.is/Thinkstockphotos

Ekki klára þar sem þú byrjaði og ekki gera það sama og síðast

Fólk ætti að setja sér tvær reglur að mati Cox. Annar vegar að klára ekki kynlífið þar sem það byrjaði það hvort sem það felur í sér að skipta um herbergi í miðjum klíðum eða bara færa sig til í rúminu. Hins vegar ráðleggur hún fólki að gera eitthvað sem það gerði ekki síðast þegar það stundaði kynlíf, til dæmis ef kynlífið tók langan tíma síðast ætti fólk að reyna að taka einn stuttan næst. 

Raunsæi

Fólk ætti að vera raunsætt þegar kemur að kynlífi. Kynlífið þarf ekki að vera frábært og er reyndar ekki alltaf frábært. Fólk sem telur kynlífið sitt vera frábært viðurkennir að aðeins annað eða þriðja hvert skipti af hverjum tíu skiptum sem það stundar kynlíf sé frábært. 

Prófið allt einu sinni

Cox mælir með því að fólk prófi allt einu sinni, meira segja það skrítna sem makinn biður um. Þannig hættir hann ekki að stinga upp á einhverju nýju. 

Ekki bara leikfimi

Þrátt fyrir að kynlíf líti út fyrir að vera bara líkamlegt er það ekki síður sálfræðilegt. Það þarf að örva heilann til þess að kynlífið sé gott og mælir hún með að fólk eyði meiri tíma í heilakynlíf eins og fantasíur, hlutverkaleiki og að koma hinum aðilanum á óvart. 

Æva grindarbotninn

Cox mælir með því að fólk geri grindarbotnsæfingar. Eftir því sem fólk æfir grindarbotnsvöðvana er það í betri tengslum við taugaenda. 

Kynlíf ætti að stunda reglulega.
Kynlíf ætti að stunda reglulega. mbl.is/Thinkstockphotos

Reglulegt kynlíf

Cox mælir ekki með því að fólk stundi kynlíf á hverjum degi í heila viku og svo ekkert í mánuð. Fólk er líklegra til þess að vilja stunda kynlíf aftur eftir því sem styttri tími líður á milli skipta, eftir því sem lengra líður á milli skipta minnkar löngunin. 

Ekki hætta að rífast

Cox hefur áhyggjur af fólki sem rífst aldrei. Hún hvetur fólk sem er snöggt upp að nýta sér það í bólinu. 

Ráðgjafi

Ef upp er komið vandamál mælir Cox líka með að fólk fari til ráðgjafa sem getur hjálpað við að leysa úr vandamálinu. 

Ekki hlusta á það sem þú heyrir

Cox segir þau pör ljúga sem segjast enn stunda frábært kynlíf á hverjum degi eftir áratugi saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál