Því meiri fiskur því meira kynlíf

Það er ekki bara hollt að borða fisk.
Það er ekki bara hollt að borða fisk. mbl.is/Thinkstockphotos

Það borgar sig að borða fisk ef fólk vill halda kynlífinu góðu en ný rannsókn sýnir fram á að fólk sem borðar oft fisk og annað sjávarfang stundar meira kynlíf og á auðveldara með að geta barn. 

Mirror greinir frá rannsókn þar sem fræðimenn við Harvard-háskóla skoðuðu tengsl þess að borða sjávarrétti og að verða óléttur en lagt var áherslu á að mataræði karlmannanna skipti líka máli. Einn höfundur rannsóknarinnar segir að með því að borða það sem finnst í sjónum tæki það fólk styttri tíma í að verða þungað og það stundaði meira kynlíf. 

„Rannsóknin komst að því að pör sem borða sjávarrétti oftar en tvisvar í viku á meðan það var að reyna að verða þungað, hafði mun hærri tíðni samfara og tók styttri tíma að verða þunguð.“

Rannsakað voru 500 pör yfir heilt ár þar sem skoðað var hversu mikið af sjávarréttum fólk borðað og borið saman við kynlíf og þungun. 92 prósent þess fólks sem borðaði sjávarrétti oftar en tvisvar í viku var orðið ólétt eftir ár á móti 79 prósent þeirra sem borðuðu minna. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál