Af hverju setur þú þig ekki í fyrsta sæti?

Þegar að þú setur þig í fyrsta sætið þá muntu …
Þegar að þú setur þig í fyrsta sætið þá muntu brosa meira og geta gefið meira af þér til annarra. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Þær kröfur sem gerðar eru til okkar í samfélaginu í dag eru allskonar. Við eigum helst að vinna fullan vinnudag. Hugsa um börnin, foreldra og vera til staðar fyrir þá sem þurfa aðstoð. Halda húsinu hreinu, elda hollan og góðan mat. Rækta líkama og sál í það minnsta nokkrum sinnum í viku. Koma börnunum í tómstundir og svo mætti lengi áfram telja.

Í þessu kapphlaupi við tímann eru margir orðnir þreyttir. Svo þreyttir að þeir fara hálfsofandi í gegnum daginn. Þeir setja bara í fyrsta gír á morgnana og parkera líkamanum ekki fyrr en allir eru sofnaðir seint á kvöldin. Þá er rúmið sá griðarstaður sem fólk fær aldrei nóg af.

Til að geta notið lífsins og orðið ástfangin af lífinu og öðru fólki er nauðsynlegt að þú elskir þig. Það ætti í raun að vera mantra þín yfir daginn. Ekki síst vegna þess að um leið og við erum vel nærð og ánægð, þá fyrst höfum við eitthvað að gefa öðrum.

Eftirfarandi eru fimm atriði eru að finna á MindBodyGreen um málefnið. 

Þegar þú setur þig í fyrsta sætið þá verður þú …
Þegar þú setur þig í fyrsta sætið þá verður þú betri félagsskapur fyrir sjálfan þig og aðra. Ljósmynd/Thinkstockphotos

1. Vinnan þín getur beðið

Þegar að þú setur þig í fyrsta sætið, þá verður þú miklu betri starfskraftur til lengri tíma litið. Þú verður ánægðari, meira skapandi og mun fljótari að framkvæma hlutina. Þegar þú setur ekki mörk í vinnunni, þá hættir fólk að bera virðingu fyrir þér og þínu framlagi. Það getur oft verið auðveld leið að sitja bara við tölvuna fram á kvöld og reyna að komast yfir öll verkefnin. En vittu til, þau safnast saman á þínu skrifborði á miklum hraða ef þú tekur ekki samtal um vinnuálag og framlag. Það að fá góðan nætursvefn er einnig mikilvægt í þessu samhengi. Að gefa sér tíma til að biðja og hugleiða fyrir og eftir daginn gerir þér kleift að stíga betur inn í það hlutverk að vera þú. Yfirmaður þinn kann að meta betur jafnan góðan vinnuhraða, hreinskilni og skýr mörk heldur en ef þú vinnur allan sólarhringinn í ákveðinn tíma og upplifir svo kulnun eða óánægju sem brýst út í gremju seinna.

2. Heilsa þín gengur fyrir

Þegar þú setur þig í fyrsta sætið þá verður heilsan betri. Þessi punktur vegur þungt í lífinu. Til að hjálpa þér að tengja við þennan punkt hugsaðu þér þá viku eða tímabil þar sem þú hefur keyrt þig út í vinnu. Við höfum öll upplifað slíka tíma. Síðan þegar við ætlum að byggja upp orkuna aftur þá legst maður í veikindi.

Málið er nefnilega að ef þú setur þig ekki í fyrsta sætið, þá gerir líkaminn þinn það fyrir þig. Streita og skortur á svefni veikir líkamann og ónæmiskerfið sem gerir þig viðkvæmari fyrir allskonar veikindum. Ekki taka áhættuna á því. 

3. Persónuleg sambönd þín munu blómstra

Þegar þú setur þig í fyrsta sætið munu öll samskipti þín við aðra blómstra. Hvort heldur sem að um ræðir maka, börn eða vinnufélaga.

Þegar við setjum okkur í fyrsta sætið þá gefum við fólkinu í kringum okkur rými til að gera hið sama. Í öðru lagi þá erum við miklu skemmtilegri þegar við erum úthvíld, róleg og vel nærð. Það er allt í lagi þó að maki þinn sakni þín eina kvöldstund af því þú þarft að fara í jóga, vilt fara í göngutúr eða fara í bað. Þegar þú tekur tíma fyrir þig, þá byrja þeir sem elska þig að kunna að meta þig betur. Það er aldrei gott að vera til staðar fyrir fólk alltaf, þá kann það ekki að meta hvað við höfum fram að færa. Eins höfum við oft svo lítið fram að færa þegar við erum útkeyrð og þreytt. 

4. Fjölskylda og vinir munu njóta góðs af

Þegar þú setur þig í fyrsta sætið þá ertu orðin fyrirmynd fyrir börnin þín og fjölskyldu um hvernig maður hugsar vel um sig.

Málið er nefnilega að þeir sem þekkja okkur best þeir skynja þegar við erum þreytt og pirruð og vanalega þá taka þau því persónulega og misskilja okkur.

Jafnvel þó að fólkið okkar sjái aðeins minna af okkur þá fá þau meiri gæðastundir með okkur þegar við höfum orku og gleði að gefa öðrum.

Þú hefur meira að gefa og kemur með skemmtileg ný innlegg þar sem þú veist hver þú ert, hverju þú stendur fyrir og kemur með þína orku inn í samræðurnar.

5. Þú byrjar að brosa meira

Þegar þú setur þig í fyrsta sætið verður þú ánægðari og brosir meira. Í raun ættum við öll að setja okkur það markmið að vera eins hamingjusöm og við getum á hverjum degi. Ekki vera með samviskubit yfir því að líða vel. Ekki óttast að elska þig. Ef við gerum það ekki, þá myndast tómleikatilfinning inn í okkur og við munum reyna að fylla í það með fólki, hlutum eða jafnvel áfengi eða mat. Ef þú ert fullur/full af kærleika, getur þú mætt öðrum með ást og kærleika og bros á vör. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál