Er í lagi að kalla samstarfsaðila sexý?

Eftir að hafa lesið skilaboð eiginkonu sinnar við yfirmann sinn ...
Eftir að hafa lesið skilaboð eiginkonu sinnar við yfirmann sinn varð hann að leita ráða hjá Valdimar Þór Svavarssyni ráðgjafa hjá Fyrsta skrefinu. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefið svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá óöruggum eiginmanni sem finnst yfirmaður eiginkonunnar vera að fara yfir mörk. 

Sæll Valdimar

Ég komst að því um daginn að konan mín er búin að vera í samskiptum við yfirmann sinn. Hann er 20 árum eldri og hafa þau samskipti átt sér staði í gegnum samfélagsmiðla í laumi. Ég sá eitthvað af þessum skilaboðum og flest voru bara um daginn og veginn. Eitt sinn sendi hún honum mynd af sér í sundfötum og hann svarað henni til baka að myndin væri „töff og sexý“. Hún leggur áherslu á að hann sé að meina að myndin sé það, ekki hún sjálf. Síðan sendir hann henni að hann sakni hennar þegar hún er ekki í vinnunni og hlakki til að sjá hana og hún segir sömuleiðis. Hún segir að þau séu bara vinir og ég sé að gera of mikið úr þessu og þess vegna hafi hún leynt þessu. Þarf ég að hafa áhyggjur af þessu? Eru þetta heilbrigði samskipti?

Kveðja, X

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu. mbl.is/Árni Sæberg

Góðan daginn og takk fyrir þessa áhugaverðu spurningu.

Stutta svarið við spurningunni er já, þetta er eitthvað sem er eðlilegt að hafa áhyggjur af og nei, þetta eru ekki eðlileg samskipti. Miðað við þína hlið á málinu þá er hægt að tala um framhjáhald eða í það minnsta fyrstu skrefin í þá átt. Það er mismunandi hvað fólk telur vera framhjáhald og mjög mismunandi hvað hver og einn telur að sé eðlilegt eða í lagi í sambandi við samskipti við aðra utan sambandsins sem þeir eru í. Sumir vilja meina að eingöngu sé um framhjáhald að ræða þegar samband aðila verður líkamlegt á einhvern hátt. Aðrir líta svo á að um leið og einhver samskipti eru farin að eiga sér stað þar sem verið er að ýja að einhverju sem snýr að kynlífi, sambandi eða öðru sem snýr að nánum samböndum, þá sé um framhjáhald að ræða. Skiptir þá ekki  máli hvort þessi samskipti eigi sér stað maður á mann eða á rafrænan hátt, t.d. á Facebook, Skype, Snapchat eða öðrum miðlum. Þegar talað er um framhjáhald þá er það einfaldlega þannig að ef þú átt í sambandi við einhvern aðila og ákveður að leyna því fyrir maka þínum, þá er það trúnaðarbrot og framhjáhald ef samskiptin eru á þeim nótum.

Þú segir að samskiptin hafi verið „í laumi“ og að konan þín hafi valið að leyna samskiptunum fyrir þér, þetta eru hvoru tveggja gildar ástæður til að segja að þarna sé um framhjáhald að ræða. Trúnaðarbrot í samböndum eru afar slæm og valda öllu jafnan miklum sársauka hjá þeim sem upplifa slíkt. Ekkert getur réttlætt framhjáhald. Ef sambandið okkar er ekki eins og við viljum hafa það, þá er eðlilegast að gera sitt besta til að vinna í því og leita leiða til þess að það sé innihaldsríkt og gott. Ef allar leiðir bregðast í slíkri vinnu er eðlilegt að skoða þann möguleika að ljúka sambandinu og gera það þá á heiðarlegan hátt, áður en farið er að skoða aðra möguleika. Í hinum fullkomna heimi væri þetta almenn regla en raunveruleikinn er sá að trúnaðarbrestir og framhjáhöld eru mjög algeng í umræðunni þegar kemur að erfiðleikum og áföllum í samböndum.

Það er siðferðilega rétt að gæta trúnaðar í parasambandi og að bera virðingu fyrir samböndum annarra. Það ríkir sérstök ábyrgð á herðum þeirra sem eru yfirmenn, stjórnendur og allir fagaðilar sem vinna með fólki, að fylgja ýtrustu siðareglum á þessu sviði og koma fram af heiðarleika. Konan þín ber alfarið ábyrgð á sínum þætti í málinu og sjálfsagt að setja spurningarmerki við það að senda yfirmanni sínum mynd af þessu tagi. Yfirmaðurinn ætti líka að setja skýr mörk á öll slík samskipti og taka ekki þátt í þeim.

Spurningin sem eftir situr er hvað þú vilt gera í þessari stöðu og hvort þú sættir þig við trúnaðarbrot af þessu tagi. Allir geta gert mistök og ekkert því til fyrirstöðu að vinna að sambandinu þó svo að svona mál hafi komið upp. Ég mæli með að fá aðstoð pararáðgjafa í slíka vinnu. Til þess að vinnan skili árangri þarf vilji beggja að vera til staðar til þess að sinna sambandinu, samkomulag þarf að vera um hvað er rétt og rangt í samskiptum við aðra og fullkominn heiðarleiki þarf að ríkja í framhaldinu.

Gangi ykkur vel í framhaldinu!

Kær kveðja,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

22:30 Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

20:00 Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

17:00 Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

16:00 Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

13:03 Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

12:00 Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

09:05 Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

Í gær, 23:59 Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

í gær Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í gær Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

í gær Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

í gær Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

í gær Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

í gær Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

19.9. Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

19.9. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

19.9. Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

19.9. „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

19.9. Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

19.9. Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

18.9. Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »