Er í lagi að kalla samstarfsaðila sexý?

Eftir að hafa lesið skilaboð eiginkonu sinnar við yfirmann sinn ...
Eftir að hafa lesið skilaboð eiginkonu sinnar við yfirmann sinn varð hann að leita ráða hjá Valdimar Þór Svavarssyni ráðgjafa hjá Fyrsta skrefinu. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefið svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá óöruggum eiginmanni sem finnst yfirmaður eiginkonunnar vera að fara yfir mörk. 

Sæll Valdimar

Ég komst að því um daginn að konan mín er búin að vera í samskiptum við yfirmann sinn. Hann er 20 árum eldri og hafa þau samskipti átt sér staði í gegnum samfélagsmiðla í laumi. Ég sá eitthvað af þessum skilaboðum og flest voru bara um daginn og veginn. Eitt sinn sendi hún honum mynd af sér í sundfötum og hann svarað henni til baka að myndin væri „töff og sexý“. Hún leggur áherslu á að hann sé að meina að myndin sé það, ekki hún sjálf. Síðan sendir hann henni að hann sakni hennar þegar hún er ekki í vinnunni og hlakki til að sjá hana og hún segir sömuleiðis. Hún segir að þau séu bara vinir og ég sé að gera of mikið úr þessu og þess vegna hafi hún leynt þessu. Þarf ég að hafa áhyggjur af þessu? Eru þetta heilbrigði samskipti?

Kveðja, X

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu. mbl.is/Árni Sæberg

Góðan daginn og takk fyrir þessa áhugaverðu spurningu.

Stutta svarið við spurningunni er já, þetta er eitthvað sem er eðlilegt að hafa áhyggjur af og nei, þetta eru ekki eðlileg samskipti. Miðað við þína hlið á málinu þá er hægt að tala um framhjáhald eða í það minnsta fyrstu skrefin í þá átt. Það er mismunandi hvað fólk telur vera framhjáhald og mjög mismunandi hvað hver og einn telur að sé eðlilegt eða í lagi í sambandi við samskipti við aðra utan sambandsins sem þeir eru í. Sumir vilja meina að eingöngu sé um framhjáhald að ræða þegar samband aðila verður líkamlegt á einhvern hátt. Aðrir líta svo á að um leið og einhver samskipti eru farin að eiga sér stað þar sem verið er að ýja að einhverju sem snýr að kynlífi, sambandi eða öðru sem snýr að nánum samböndum, þá sé um framhjáhald að ræða. Skiptir þá ekki  máli hvort þessi samskipti eigi sér stað maður á mann eða á rafrænan hátt, t.d. á Facebook, Skype, Snapchat eða öðrum miðlum. Þegar talað er um framhjáhald þá er það einfaldlega þannig að ef þú átt í sambandi við einhvern aðila og ákveður að leyna því fyrir maka þínum, þá er það trúnaðarbrot og framhjáhald ef samskiptin eru á þeim nótum.

Þú segir að samskiptin hafi verið „í laumi“ og að konan þín hafi valið að leyna samskiptunum fyrir þér, þetta eru hvoru tveggja gildar ástæður til að segja að þarna sé um framhjáhald að ræða. Trúnaðarbrot í samböndum eru afar slæm og valda öllu jafnan miklum sársauka hjá þeim sem upplifa slíkt. Ekkert getur réttlætt framhjáhald. Ef sambandið okkar er ekki eins og við viljum hafa það, þá er eðlilegast að gera sitt besta til að vinna í því og leita leiða til þess að það sé innihaldsríkt og gott. Ef allar leiðir bregðast í slíkri vinnu er eðlilegt að skoða þann möguleika að ljúka sambandinu og gera það þá á heiðarlegan hátt, áður en farið er að skoða aðra möguleika. Í hinum fullkomna heimi væri þetta almenn regla en raunveruleikinn er sá að trúnaðarbrestir og framhjáhöld eru mjög algeng í umræðunni þegar kemur að erfiðleikum og áföllum í samböndum.

Það er siðferðilega rétt að gæta trúnaðar í parasambandi og að bera virðingu fyrir samböndum annarra. Það ríkir sérstök ábyrgð á herðum þeirra sem eru yfirmenn, stjórnendur og allir fagaðilar sem vinna með fólki, að fylgja ýtrustu siðareglum á þessu sviði og koma fram af heiðarleika. Konan þín ber alfarið ábyrgð á sínum þætti í málinu og sjálfsagt að setja spurningarmerki við það að senda yfirmanni sínum mynd af þessu tagi. Yfirmaðurinn ætti líka að setja skýr mörk á öll slík samskipti og taka ekki þátt í þeim.

Spurningin sem eftir situr er hvað þú vilt gera í þessari stöðu og hvort þú sættir þig við trúnaðarbrot af þessu tagi. Allir geta gert mistök og ekkert því til fyrirstöðu að vinna að sambandinu þó svo að svona mál hafi komið upp. Ég mæli með að fá aðstoð pararáðgjafa í slíka vinnu. Til þess að vinnan skili árangri þarf vilji beggja að vera til staðar til þess að sinna sambandinu, samkomulag þarf að vera um hvað er rétt og rangt í samskiptum við aðra og fullkominn heiðarleiki þarf að ríkja í framhaldinu.

Gangi ykkur vel í framhaldinu!

Kær kveðja,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Lærðu að klassa þig upp

18:00 Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

15:00 Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

12:00 „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

09:00 Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

05:30 Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

Í gær, 23:00 „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

í gær Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

í gær Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

í gær Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

í gær „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

í gær Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

í fyrradag Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

í fyrradag Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

15.11. Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15.11. Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

15.11. Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

15.11. Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

15.11. Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

14.11. Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

14.11. „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

14.11. Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »