Ný verkfæri til að laga sambandið

Raunveruleg nánd í samböndum er ekki sjálfgefin.
Raunveruleg nánd í samböndum er ekki sjálfgefin. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ef þú ert í góðu sambandi við maka þinn þá getið þið tekist á um hvað sem er saman. Hins vegar getur það verið ákaflega heftandi að vera í slæmu sambandi vegna þess að hæfileikar fólks og orka fara þá í hluti sem bera lítinn ávöxt. 

„Five dates“, er vinnuhandbók sem hjálpar fólki að upplifa draumasambandið með maka sínum. Þetta er ekki bók til að krydda stefnumótin með maka þínum, heldur vinnubók sem kemur þér á rétta leið til að virkilega vinna í hlutunum. Unnið er í 5 atriðum sem skipta hvað mestu máli í samböndum.

Höfundar Five dates eru Mike og Jennifer Foster. Þau hafa verið hjón í 23 ár. Eftirfarandi  er þema hvers stefnumóts. 

Fyrsta stefnumótið

Á þessu stefnumóti lærið þið að upplifa augnablikið saman. Í vinnubókinni er talað um að Guð sé að gera eitthvað nákvæmlega hér og nú fyrir ykkur í sambandinu. Fyrsta stefnumótið hjálpar ykkur að læra að sjá, heyra og skilja þann sem þið eruð í sambandi með og að færa ykkur saman inn á tíðni ástarinnar. Of oft dvelja pör annað hvort í fortíðinni eða eru að stressa sig á morgundeginum. Á fyrsta stefnumótinu er ykkur kennt að slaka á, sjá hvort annað og finna hvernig æðri máttur er að vinna í ykkur í dag.

Annað stefnumót

Á öðru stefnumóti fáið þið í hendurnar leiðarvísir sem kennir ykkur að tala saman svo þið skiljið hvort annað betur. Við erum öll með ólíkar leiðir til að tjá okkur og ef við lesum í það sem aðrir segja út frá okkur erum við að varpa okkur yfir á aðra í staðinn fyrir að hlusta og taka eftir því hvað maki okkar er raunverulega að segja. Vinnubækurnar kenna pörum að tjá sig í tilgangi.

Þriðja stefnumót

Á þessu stefnumóti fáið þið verkfæri í hendurnar í gegnum vinnubókina sem kennir ykkur þakklæti. Þið fáið tækifæri til að færa ykkur frá því sem vantar í sambandið yfir í það sem er til nóg af í ykkar sambandi og veröldinni allri. Þessi hluti vinnunnar minnkar streytu í sambandinu og rifrildi og hjálpar ykkur að sjá blessunina við sambandið og hvort annað.

Fjórða stefnumót

Á fjórða stefnumóti fáið þið verkfæri til að skilja hvort annað betur og farið í einskonar sögu safarí. Þið farið ofan í ættarsögu hvors annars og lærið hluti um maka ykkar sem þið ekki vissuð áður. Þegar pör þekkja alla sögu hvors annars læra þau að sýna samkennd og forvitni gagnvart hvort öðru. Það er fallegur fjársjóður að finna slíkt í samböndum að mati höfundar.

Fimmta stefnumót

Nú er kominn tími á að finna drauminn. Í þessum stefnumóta hluta þróið þið sem par ykkar eigin drauma og svo ykkar drauma saman. Að eiga eitthvað til að hlakka til og að eiga sameiginleg markmið er mjög mikilvægt. Hér lærið þið einnig að styðja við drauma hvors annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál