Merking 5 algengra kynlífsdrauma

Ekki er óalgengt að dreyma kynlíf með vinnufélaga.
Ekki er óalgengt að dreyma kynlíf með vinnufélaga. mbl.is/Thinkstockphotos

Hver hefur ekki vaknað upp við blautan draum og viljað helst gleyma honum sem fyrst? Draumar eru oft lítil mynd af löngunum okkar, áhyggjum og líðan okkar hverju sinni. Men's Health fékk draumagreinandann Lauri Quinn Loewenberg til þess að fara yfir merkingu fimm algenga kynlífsdrauma. 

„Þeir eru yfirleitt speglun á það hvað okkur vantar í líf okkar,“ sagði Loewenberg um drauma. Hún vill þó ekki meina að við viljum stunda kynlíf með manneskju sem okkur dreymir í kynlífsdraumi. Það gæti hins vegar þýtt að við viljum eitthvað frá manneskjunni, eða við dáumst að einhverju í fari þeirra. 

Kynlíf með vinnufélaga

Ef þig dreymir kynlíf með vinnufélaga getur það þess vegna þýtt það að þú værir til í að búa yfir einhverjum hæfileikum sem vinnufélaginn býr yfir. 

Kynlíf með yfirmanninum

Þú ert líklega að leitast eftir því ráða eða leita eftir valdi ef þig dreymir yfirmann þinn. Kynlífsdraumar snúast ekki endilega um manneskjuna heldur þeim eiginleikum sem hún býr yfir. 

Hver er sá ókunnugi í draumnum?
Hver er sá ókunnugi í draumnum? mbl.is/thinkstockphotos

Kynlíf með frægu fólki

Það er ekki óalgengt að dreyma kynlíf með Hollywood-stjörnu. Draumurinn getur tengst mynd sem stjarnan lék í og þú tengir við. Hugsaðu um söguþráð myndarinnar og hvernig hún tengist lífi þínu núna. Ef þetta er ekki raunin getur ástæðan auðvitað verið kynþokki stjörnunnar. 

Kynlíf með ókunnugum

Loewenberg segir þetta vera algengasta kynlífsdrauminn og segir að sálufélaginn sem bíður þarna út einhversstaðar ekki vera að birtast fólki í draumi. Dularfulla manneskjan í drauminum er ímynd fyrir kosti þess sem við tengjum við mismunandi kyn. Ef þig dreymir til dæmis kynlíf með karlmanni er líklegt að þú sért að sækjast eftir valdi, metnað eða sókndirfsku. 

Kynlíf með fyrrverandi

Þrátt fyrir að mörg ár séu liðin er ekki skrítið að dreyma fyrrverandi kærasta eða kærustu. Skilaboðin eru ekki þau að þú eigir að reyna að byrja með manneskjunni aftur heldur frekar að endurvekja spennuna í líf þitt.

Að dreyma kynlíf með manneskju sem skildi þann sem dreymdi drauminn eftir í ástarsorg getur þó þýtt að manneskjan sé föst tilfinningalega séð og hefur ekki leyft sér að halda áfram með lífið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál