Búinn að halda framhjá þrisvar

Maðurinn segist elska konuna en heldur samt fram hjá.
Maðurinn segist elska konuna en heldur samt fram hjá. mbl.is/Thinkstockphotos

„Kæra Deidre, kærastan mín er búin að vera bíða eftir því að ég biðji hennar en ég stundaði kynlíf með annarri um daginn, og þetta var ekki í fyrsta skipti sem ég hélt fram hjá,“ skrifaði maður sem getur ekki hætt að halda fram hjá og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

„Ég og guðdómlega kærastan mín fögnuðum fimm ára sambandsafmæli á dögunum. Ég er 24 ára og hún er 26 ára. Sambandið okkar er frábært, við rífumst sjaldan og ég elska hana mikið. Hún er ólm í að gifta sig og eignast börn og finnst eins og við ættum að vera skipuleggja brúðkaupið.“

„Hún fer og heimsækir foreldra sína einu sinni í mánuði yfir helgi og þá nýt ég þess að vera einn, hangi með vinunum og drekk eins mikið og ég vil. Síðast hitti vinur minn stelpu á bar og mér fannst vinkona hennar sæt og við döðruðum. Hún var 22 og við tókum leigubíl heim til félaga hennar. Hún var mjög heit og við enduðum á því að stunda kynlíf. Það var ekki vegna þess að ég var drukkinn, ég vissi hvað ég var að gera. Þetta var í þriðja skiptið sem ég hélt fram hjá.“

Kærustuna grunar ekkert.
Kærustuna grunar ekkert. mbl.is/Thinkstockphpotos

„Ég hef hugsað um að enda sambandið af því ég vil vera með einhverjum sem ég held ekki fram hjá, jafnvel þó svo að vinir mínir haldi stanslaust fram hjá kærustum sínum. Kærastan mín hefur enga hugmynd um að eitthvað sé að og hefur enga ástæðu til þess að gruna framhjáhald. Get ég breyst fyrir hana eða er hún ekki sú rétta fyrir mig? Ég vil börn og hjónaband einn daginn. Er ég bara of hræddur við skuldbindingu?“

„Hvað liggur að baki efasemda þinna er ekki jafn mikilvægt núna og að þú sérst hreinskilin við sjálfan þig og kærustuna þína varðandi það hvernig þér líður. Hún er að pressa svo mikið á þig að það lætur þig vilja hætta við,“ skrifar ráðgjafinn.

„Stingdu upp á að minnast ekki á hjónaband í sex mánuði svo þið getið bara notið sambandsins. Þinn hluti af samkomulaginu, þó svo hún viti það ekki, er að þú munir ekki halda fram hjá. Ef þig langar enn að vera einhleypur eftir þann tíma er hún greinilega ekki sú rétta fyrir þig. Ef svo færi væri betra fyrir ykkur bæði að ljúka sambandinu og halda áfram með líf ykkar svo þú getur komist að því hvað þú virkilega vilt og hún fundið einhvern til að skuldbindast sér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál