Spurningar sem eru bannaðar á fyrsta „deiti“

Ekki koma illa fyrir á fyrsta stefnumótinu.
Ekki koma illa fyrir á fyrsta stefnumótinu. mbl.is/Thinkstockphoto

Það borgar sig að koma vel fyrir á fyrsta stefnumótinu, það er að segja ef þú vilt komast á stefnumót númer tvö. Stundum er hreinlega betra að bíða með að plana barneignir áður en að aðalrétturinn kemur á borðið eins og Business Insider fór yfir. 

„Af hverju ertu einhleyp/ur?“

Einhverjir gætu haldið að þessi spurning væri hrós en hún er það í rauninni ekki. Hún bendir til þess að það sé eitthvað að því að vera ekki í sambandi og jafnvel eins og það sé eitthvað að manneskjunni. Auk þess eru ekki allir sem vilja vera í samböndum. 

„Viltu eiga börn? Gifta þig?“

Það er aðeins of mikið að byrja að huga að barneignum og brúðkaupi á fyrsta stefnumóti. Af hverju að flýta sér? Ef allt gengur vel ættu pör að hafa nægan tíma til þess að finna út úr þessu. 

„Hvað færðu í laun?“

Það er dónalegt að spyrja að þessu auk þess sem reynir að komast að því hvað er inn á bankabók mögulegs maka á fyrsta stefnumóti virkar grunnhyggið. 

Fysta stefnumótið þarf ekki að vera alvarlegt.
Fysta stefnumótið þarf ekki að vera alvarlegt. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál