„Gerist eitthvað skrítið þegar ég drekk“

Það getur verið að allt líti vel út á yfirborðinu ...
Það getur verið að allt líti vel út á yfirborðinu hjá okkur, en undir niðri kraumi tilfinningar sem við eigum eftir að vinna úr. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Á Smartlandi starfa nokkr­ir ráðgjaf­ar sem leit­ast við að gefa les­end­um góð ráð. Eft­ir­far­andi bréf barst eftir helgina frá lesanda sem er að spá í hvað gerist þegar hún drekkur áfengi. Ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjaf­inn El­ín­rós Lín­dal gef­ur ráð.

Hæ Elínrós.

Fyrst vil ég þakka fyrir að geta sent bréf á Smartlandið, ég les mikið af greinum ykkar og finnst þið raunverulega vera að spá í velferð fólks í bland við áhugaverðar fréttir.

En ég er með spurningu. Hvað gerist þegar ég drekk? Málið er að ég drekk eiginlega aldrei áfengi. Kannski þrisvar á ári eða svo. Ég er það sem kallast mjög fanatísk á áfengi og vil ekki hafa það heima eða nálægt mér yfir höfuð. En svo nokkrum sinnum á ári leyfi ég mér að fá mér í glas og þá er bara eins og skrattinn sé laus.

Ég veit að ég er ekki alkóhólisti, því þá myndi mig langa í áfengi reglulega. Ég gæti vel sleppt því en það sem gerist er að ég drekk venjulega bara nokkur glös og svo er eins og komi í mig púki og ég fer í rosalegt stuð. Enda stundum upp á borðum að dansa og fleira í þeim dúr. Síðan man ég lítið hvað gerist í lok kvöldsins en maðurinn minn og vinir eru duglegir að rifja upp fyrir mér. Þau vildu helst hafa mig drukkna alltaf, svo skemmtileg er ég víst með víni. En mér finnst þetta ekki þægilegt sjálfri. Ég þori ekki að ræða þetta við neinn og hef aldrei heyrt af neinum í svona stöðu.

En þú?

Kærar kveðjur, áhyggjufull úr takti nokkrum sinnum á ári.

Elínrós Líndal er ráðgjafi með meðvirkni og fíknisjúkdóma sem sérgrein.
Elínrós Líndal er ráðgjafi með meðvirkni og fíknisjúkdóma sem sérgrein. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

Sæl kæra áhyggjufull úr takti stundum!

Þú ert svo sannarlega ekki ein á þessum báti mín kæra en þvílíkt hugrekki hjá þér að leita áfram með þetta mál. Ég er svo glöð að fá svona bréf á borð til mín þar sem mér finnst svo margt sem við þurfum að ræða í þessu samhengi opinskátt í samfélaginu. 

Ég hef heyrt margar sögur eins og þínar og ef þú skiptir út áfengi fyrir köku eða mat og setur söguna upp í formið: Ég er öguð í mataræði mínu en svo þegar ég fæ mér kökur eða sætindi, þá er eins og ég geti ekki stoppað. Þá hefur þú heyrt þá sögu ótal oft ekki satt?

Ef við tökum til hliðar hugtök eins og fíkn eða alkóhólisma og skoðum bara það sem er að gerast hjá þér með kærleika og án fordóma þá lýsir þú ákveðnu stjórnleysi þegar kemur að áfengi. Dragðu inn andann og slepptu öllum gömlum hugmyndum. Það er nefnilega þessi andlegi hernaður sem við upplifum rétt áður en við ákveðum að standa í ljósinu og skoða lífið okkar sem hindrar okkur stundum af stað í þá vinnu sem lífið er að kalla okkur í. Við öll upplifum stjórnleysi á einhverju augnabliki í okkar lífi. En því miður þá höfum við ekki öll þor til að skoða hvaðan það kemur.

Ég væri til í að skoða þessi mál með þér betur. Sem dæmi hvað upplifðir þú í æsku sem gerir það að verkum að þú vilt ekki hafa áfengi nálægt þér? Er það sársauki tengt foreldri sem drakk of mikið? Hversu oft hugsar þú um þennan sársauka? Hefurðu unnið úr honum? 

Ég þekki svo vel þetta samfélagslega samþykki með hegðun sem okkur líkar kannski ekki við sjálf. Ekki gera eitthvað af því öðrum finnst það gaman. Um leið og einhver segir: Þú ert svo skemmtileg drukkin! Þá er eðlilegt að hugsa: Er ég leiðinleg edrú? Ég er handviss um að þú ert ekki leiðinleg edrú, eins er ég viss um að það séu til betri skemmtiatriði en kona sem man ekki hvað hún er að gera. Sama hversu fallegt og saklaust það er.

Ég er alveg laus við fordóma tengda fíkn. Það færði mér frelsi. Það færði mér einnig tækifæri til að skoða svo margt í mínu lífi sem ég vildi gera betur eða öðruvísi.

Ein leið sem maður getur farið í lífinu, er bara að hætta að gera það sem maður hefur stjórn á. En hefurðu fundið hvað hugsanirnar tengt því fara ekki þó maður hættir að ástunda hegðunina?

Ástæðan er sú að hugsunin framkallast út frá tilfinningum í undirmeðvitund okkar. Sumar eru þekktar okkur aðrar þarf að rifja upp eða koma þegar við erum afslöppuð og tilbúin að leyfa þeim að koma. Þetta er best að gera með öðrum sem hefur gert slíkt hið sama.

Ég finn að þú hefur hugrekki til að leggja af stað í þetta ferðalag og fá heilbrigðara samband við fólk, drykk, mat eða hvaðeina sem mun koma upp.

Þú myndir ekki trúa því hvað við mannfólkið erum dugleg að deyfa okkur með alls konar leiðum. Ég hef meira að segja prófað leiðina að labba í burtu frá vandamálunum mínum. Það var áhugavert, ég gekk 4 tima á dag og komst í frábært form. En sú aðferð tók mig frá því sem er það dýrmætasta í mínu lífi í dag, sem er ég sjálf. Og já, ég er í betra formi í dag, þó ég gangi voðalega lítið. Eins er ég með meiri tíma aflögu fyrir börnin mín sem ég kann að meta.

Hlakka til að heyra frá þér betur um þetta og leggja af stað með þér inn í framtíðina í átt að kærleiksríku og innihaldsríku lífi á þínum forsendum. Þegar rétti tíminn er kominn fyrir þig.

Elínrós Líndal er NLP-ráðgjafi og fíkniráðgjafi. Með grunnmenntun í sálfræði, fjölmiðlafræði og MBA. Hefur sérhæft sig í meðvirkni og er blaðamaður Smartlands.

mbl.is

„Fíkillinn rændi systur minni“

11:00 Diljá Mist Einarsdóttir segir frá því hvernig er að missa systur sína, Susie Rut Einarsdóttur.   Meira »

Orðsporið það eina sem þú tekur með þér

05:00 Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, sem fagnaði 90 ára afmæli á dögunum, hefur verið áberandi í FKA síðan félagið var stofnað fyrir 20 árum. Margrét er FKA-viður­kenn­ing­ar­hafi 2019 og segir hún að félagið hafi breytt mjög miklu í íslensku samfélagi og það sé dýrmætt fyrir konur að hafa gott tengslanet. Það þýði ekkert að vera á tossabekk þegar kemur að jafnréttismálum. Meira »

Svona lærir Meghan förðunartrixin

Í gær, 22:30 Meghan hertogaynja er ekkert öðruvísi en hinn venjulegi unglingur í dag og aflar sér þekkingar á Youtube.   Meira »

Aldrei heitari eftir breytt mataræði

Í gær, 18:00 „Á innan við 24 tímum breytti ég mataræði mínu og hef ekki séð eftir því. Þér líður betur, þú lítur betur út,“ sagði Simon Cowell um nýtt mataræði sitt. Meira »

Áfall að koma að unnustanum látnum

Í gær, 13:08 Kristín Sif Björgvinsdóttir boxari og útvarpskona á K100 prýðir forsíðu Vikuna. Í viðtalinu talar hún opinskátt um lát unnusta síns og barnsföður, Brynjars Berg Guðmundssonar, sem framdi sjálfsvíg í október. Hún segir í viðtalinu að hún ætli ekki að láta þessa reynslu buga sig. Meira »

Er eðlilegt að fyrrverandi gangi inn og út?

í gær „Ég kynntist manni fyrir ári síðan og við stefnum á að fara að búa saman á hans heimili. Er eðlilegt að fyrrverandi konan hans gangi inn og út af heimilinu þeirra gamla þegar við erum ekki heima til að hitta krakkana sem vilja alls ekki fara til hennar?“ Meira »

Fimm skref í átt að einfaldari þvottarútínu!

í gær „Stundum líður mér eins og þvotturinn vaxi í þvottakörfunni.Ég hef oft pirrað mig á þvottinum sem fylgir stóru heimili. Reyndar var ég pirruð yfir þvottinum áður en við eignuðumst svona mörg börn.“ Meira »

Heiðruðu Margréti með stæl

í fyrradag Það var gleði og glaumur í versluninni Pfaff þegar Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins og FKA viðurkenningarhafi 2019 tók á móti gestum og fór yfir 90 ára sögu Pfaff. Heimsóknin fór fram 9. apríl en þann dag fyrir 20 árum, eða árið 1999. Margrét er ein af prímusmótorum FKA og hefur alltaf verið hamhleypa til verka. Meira »

Gunnar og Jónína Ben. hvort í sína áttina

í fyrradag Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson oft kenndur við Krossinn eru farin hvort í sína áttina eftir að hafa verið gift í áratug. Meira »

Einhleyp í 16 ár og langar í kærasta

í fyrradag „Ég hef verið mjög lítið á „date“ markaðinum og hef í raun lítið gefið færi á mér. Mín tilfinning hefur verið sú að í þau fáu skipti sem ég hef slegið til og hitt einhvern hafa málin iðulega farið í sama farið. Ég virðist draga að mér menn sem henta ekki mínum persónuleika og eru alls ekki á sama stað og ég í lífinu.“ Meira »

Burðastu með „tilfinningalega“ þyngd

23.4. „Algengustu setningarnar sem ég heyri frá konum sem ég hef verið með í heilsumarkþjálfun er: „Mér var sagt að það sé næstum ómögulegt fyrir mig að grennast út af aldrinum, efnaskiptin verða svo hæg.“ „Ég get bara ekki losnað við aukakílóin síðan ég eignaðist börn og það er víst mjög algengt.” Meira »

Tók hús systur sinnar í nefið

23.4. Ofurfyrirsætan Kate Upton ákvað að koma stóru systur sinni á óvart með því að gera upp hús hennar í Flórída ásamt innanhúshönnuði. Meira »

Gefandi að hjálpa fólki að finna sér heimili

22.4. Guðbjörg Guðmundsdóttir rekur fasteignasöluna Fjölhús ásamt Thelmu Víglundsdóttur. Þær eru engir venjulegir fasteignasalar því þær taka að sér að stílisera íbúðirnar fyrir sölu. Meira »

Svona býr einn frægasti arkitekt í heimi

22.4. Einn frægasti arkitekt í heimi, Frank Gehry, flutti nýverið í nýtt hús enda níræður. Húsið er þó ekki hefðbundið frekar en annað sem Gehry kemur að. Meira »

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

22.4. Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »

Hvað þarftu að eiga til að geta keypt?

22.4. Það getur verið snjallt að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að brúa bilið í fasteignakaupum. Með smá aga og góðri yfirsýn ætti flestum að takast að spara fyrir innborgun á nokkrum árum. Meira »

Armbeygjurnar sem koma Hudson í form

22.4. Leikkonan Kate Hudson gerir armbeygjur sem fær fólk til að svitna við það eitt að horfa á hana framkvæma þær. Þjálfarinn kallar æfinguna nöðruna. Meira »

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

21.4. Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

21.4. „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

21.4. Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

21.4. Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »