„Gerist eitthvað skrítið þegar ég drekk“

Það getur verið að allt líti vel út á yfirborðinu ...
Það getur verið að allt líti vel út á yfirborðinu hjá okkur, en undir niðri kraumi tilfinningar sem við eigum eftir að vinna úr. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Á Smartlandi starfa nokkr­ir ráðgjaf­ar sem leit­ast við að gefa les­end­um góð ráð. Eft­ir­far­andi bréf barst eftir helgina frá lesanda sem er að spá í hvað gerist þegar hún drekkur áfengi. Ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjaf­inn El­ín­rós Lín­dal gef­ur ráð.

Hæ Elínrós.

Fyrst vil ég þakka fyrir að geta sent bréf á Smartlandið, ég les mikið af greinum ykkar og finnst þið raunverulega vera að spá í velferð fólks í bland við áhugaverðar fréttir.

En ég er með spurningu. Hvað gerist þegar ég drekk? Málið er að ég drekk eiginlega aldrei áfengi. Kannski þrisvar á ári eða svo. Ég er það sem kallast mjög fanatísk á áfengi og vil ekki hafa það heima eða nálægt mér yfir höfuð. En svo nokkrum sinnum á ári leyfi ég mér að fá mér í glas og þá er bara eins og skrattinn sé laus.

Ég veit að ég er ekki alkóhólisti, því þá myndi mig langa í áfengi reglulega. Ég gæti vel sleppt því en það sem gerist er að ég drekk venjulega bara nokkur glös og svo er eins og komi í mig púki og ég fer í rosalegt stuð. Enda stundum upp á borðum að dansa og fleira í þeim dúr. Síðan man ég lítið hvað gerist í lok kvöldsins en maðurinn minn og vinir eru duglegir að rifja upp fyrir mér. Þau vildu helst hafa mig drukkna alltaf, svo skemmtileg er ég víst með víni. En mér finnst þetta ekki þægilegt sjálfri. Ég þori ekki að ræða þetta við neinn og hef aldrei heyrt af neinum í svona stöðu.

En þú?

Kærar kveðjur, áhyggjufull úr takti nokkrum sinnum á ári.

Elínrós Líndal er ráðgjafi með meðvirkni og fíknisjúkdóma sem sérgrein.
Elínrós Líndal er ráðgjafi með meðvirkni og fíknisjúkdóma sem sérgrein. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

Sæl kæra áhyggjufull úr takti stundum!

Þú ert svo sannarlega ekki ein á þessum báti mín kæra en þvílíkt hugrekki hjá þér að leita áfram með þetta mál. Ég er svo glöð að fá svona bréf á borð til mín þar sem mér finnst svo margt sem við þurfum að ræða í þessu samhengi opinskátt í samfélaginu. 

Ég hef heyrt margar sögur eins og þínar og ef þú skiptir út áfengi fyrir köku eða mat og setur söguna upp í formið: Ég er öguð í mataræði mínu en svo þegar ég fæ mér kökur eða sætindi, þá er eins og ég geti ekki stoppað. Þá hefur þú heyrt þá sögu ótal oft ekki satt?

Ef við tökum til hliðar hugtök eins og fíkn eða alkóhólisma og skoðum bara það sem er að gerast hjá þér með kærleika og án fordóma þá lýsir þú ákveðnu stjórnleysi þegar kemur að áfengi. Dragðu inn andann og slepptu öllum gömlum hugmyndum. Það er nefnilega þessi andlegi hernaður sem við upplifum rétt áður en við ákveðum að standa í ljósinu og skoða lífið okkar sem hindrar okkur stundum af stað í þá vinnu sem lífið er að kalla okkur í. Við öll upplifum stjórnleysi á einhverju augnabliki í okkar lífi. En því miður þá höfum við ekki öll þor til að skoða hvaðan það kemur.

Ég væri til í að skoða þessi mál með þér betur. Sem dæmi hvað upplifðir þú í æsku sem gerir það að verkum að þú vilt ekki hafa áfengi nálægt þér? Er það sársauki tengt foreldri sem drakk of mikið? Hversu oft hugsar þú um þennan sársauka? Hefurðu unnið úr honum? 

Ég þekki svo vel þetta samfélagslega samþykki með hegðun sem okkur líkar kannski ekki við sjálf. Ekki gera eitthvað af því öðrum finnst það gaman. Um leið og einhver segir: Þú ert svo skemmtileg drukkin! Þá er eðlilegt að hugsa: Er ég leiðinleg edrú? Ég er handviss um að þú ert ekki leiðinleg edrú, eins er ég viss um að það séu til betri skemmtiatriði en kona sem man ekki hvað hún er að gera. Sama hversu fallegt og saklaust það er.

Ég er alveg laus við fordóma tengda fíkn. Það færði mér frelsi. Það færði mér einnig tækifæri til að skoða svo margt í mínu lífi sem ég vildi gera betur eða öðruvísi.

Ein leið sem maður getur farið í lífinu, er bara að hætta að gera það sem maður hefur stjórn á. En hefurðu fundið hvað hugsanirnar tengt því fara ekki þó maður hættir að ástunda hegðunina?

Ástæðan er sú að hugsunin framkallast út frá tilfinningum í undirmeðvitund okkar. Sumar eru þekktar okkur aðrar þarf að rifja upp eða koma þegar við erum afslöppuð og tilbúin að leyfa þeim að koma. Þetta er best að gera með öðrum sem hefur gert slíkt hið sama.

Ég finn að þú hefur hugrekki til að leggja af stað í þetta ferðalag og fá heilbrigðara samband við fólk, drykk, mat eða hvaðeina sem mun koma upp.

Þú myndir ekki trúa því hvað við mannfólkið erum dugleg að deyfa okkur með alls konar leiðum. Ég hef meira að segja prófað leiðina að labba í burtu frá vandamálunum mínum. Það var áhugavert, ég gekk 4 tima á dag og komst í frábært form. En sú aðferð tók mig frá því sem er það dýrmætasta í mínu lífi í dag, sem er ég sjálf. Og já, ég er í betra formi í dag, þó ég gangi voðalega lítið. Eins er ég með meiri tíma aflögu fyrir börnin mín sem ég kann að meta.

Hlakka til að heyra frá þér betur um þetta og leggja af stað með þér inn í framtíðina í átt að kærleiksríku og innihaldsríku lífi á þínum forsendum. Þegar rétti tíminn er kominn fyrir þig.

Elínrós Líndal er NLP-ráðgjafi og fíkniráðgjafi. Með grunnmenntun í sálfræði, fjölmiðlafræði og MBA. Hefur sérhæft sig í meðvirkni og er blaðamaður Smartlands.

mbl.is

Ólafur Elíasson hannar fyrir IKEA

12:14 Einn frægasti listamaður Íslands, Ólafur Elíasson, ætlar að vinna með IKEA og búa til ljós sem knúið er áfram með sólarorku. Samstarfið var kynnt á árlegum hönnunardögum IKEA sem fram fóru í Almhult í Svíþjóð á dögunum. Meira »

Rúrik rakaði hárið á Aroni

09:24 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, lét Rúrik Gíslason raka af sér hárið í gær. Þegar menn eru fastir í útlöndum og frekar uppteknir við störf sín þurfa þeir nefnilega að hjálpa hver öðrum. Meira »

7 ástæður fyrir hárlosi

08:00 Það þarf ekki að þýða að menn séu að verða sköllóttir þó þeir séu að missa hárið. Fölmargar aðrar ástæður geta útskýrt hárlos. Meira »

Enginn vissi hver hann var

Í gær, 23:59 Nýjasti nafnið í tískuheiminum er án efa franski hönnuðurinn Simon Porte Jacquemus. Fyrir einungis fimm árum vissi nánast enginn hver hann var. Viðskiptaveldið hans hefur farið á fimm árum frá nánast engu í að nú starfa í kringum 30 manns fyrir hann. Meira »

Forstjórar í góðri sveiflu

Í gær, 21:00 Forstjórar, tækni- og framkvæmdastjórar fjölmenntu á Origo-golfmótið sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á dögunum. Um 80 golfarar tóku þátt í mótinu sem byggir á því besta frá golfmótum Applicon og Nýherja, sem nú mynda Origo. Meira »

„Þetta er mjög karllægur geiri“

Í gær, 18:00 Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir og Hugrún Rúnarsdóttir ákváðu að elta drauminn og stofna sitt eigið fyrirtæki. Þær stofnuðu vefsíðugerðarfyrirtækið Studio Yellow. Meira »

Fegurðin á við allan aldur

Í gær, 15:00 Hvert einasta aldursbil er ótrúlega fallegt ef við ákveðum að líta á það þannig. Óttinn við að vera of ungur eða of gamall er blekking. Að anda að sér kærleikanum, meðtaka breytingar og sleppa tökunum er uppskriftin að því að njóta augnabliksins sama á hvaða aldri við erum. Meira »

Tom Dixon með partí á Íslandi

í gær Hönnuðurinn Tom Dixon er heillaður af Íslandi. Hann segir að krafturinn hér og náttúruna veiti mikinn innblástur.   Meira »

Á ég að klaga vinkonu mína?

í gær „Fyrir um það bil 7-8 árum síðan þá vorum við báðar einhleypar og eðlilega aðeins að spá í strákum, en hún var í því að stunda það að sofa hjá giftum mönnum. Henni fannst það spennandi og montaði sig af fjöldanum og að hún hefði þetta vald, til að verða valin framyfir eiginkonuna.“ Meira »

Fastar til sjö á kvöldin

í gær Poldark-stjarnan Aidan Turner segist vera orkumeiri þegar hann fastar og segir að honum finnist gott að finna fyrir hungurverkjum í vinnunni. Meira »

6 hættulegir hlutir í svefnherberginu

í fyrradag Síminn á náttborðinu er ekki eini skaðlegi hluturinn í svefnherberginu. Þó að koddinn sé góður fyrir hálsinn er hann ekki endilega góður fyrir heilsuna. Meira »

Langar þig í eitthvað nýtt í kynlífinu?

í fyrradag Metsöluhöfundurinn Melissa Ambrosini segir að þú berir ábyrgð á eigin hamingju og þurfir því að fara út fyrir þægindarammann og biðja um það sem þig langar. Meira »

Ben Affleck selur stóra húsið

í fyrradag Á lítilli eyju í Georgíu á Ben Affleck hús sem kallað er stóra húsið. Húsið keypti hann þegar hann var í sambandi með Jennifer Lopez. Meira »

Hvaða skór eru bestir?

í fyrradag Hælaskór, strigaskór, sandalar, hvað er best? Er betra að vera í strigaskóm en berfættur og má ganga í hælum?  Meira »

Finnst þér þú ekki nógu góð/ur?

16.6. Hvert eitt okkar eru að mati Marianne Williamson að burðast með hugmyndir um okkur sjálf og aðra sem gera okkur ekki gagn. Hugmyndir um að við séum ekki nógu góð, falleg eða stór í þessu lífi. Það skiptir máli að það sem við hugsum sé kærleiksríkt og gott, en ekki neikvætt og minnkandi. Meira »

Aldrei gleyma að þetta er ykkar dagur

16.6. Auður Ýr Guðjónsdóttir gekk að eiga Gunnar Stefánsson í ágúst 2016. Auður Ýr er 29 ára gömul þriggja barna móðir sem er uppalin í Kópavogi. Hjónin kynntust á stefnumóta-síðu sem tilheyrir Facebook. Meira »

Er meðvirkni aumingjaskapur?

16.6. „Meðvirkni verður til í uppvextinum, að langmestu leiti fyrir unglingsaldur. Hún þróast út frá þeim skilaboðum sem við fáum þegar við erum að mótast, skilaboðum sem koma í gegnum samskipti við þá aðila sem koma að miklu leiti að uppvexti okkar.“ Meira »

Hvernig á að halda gott HM-partí?

15.6. Ísland spilar sinn fyrsta leik á HM á laugardaginn. Það eru því miður margir sem komast ekki til Rússlands að styðja strákana, það þýðir þó ekki að hengja haus yfir því. Hér eru nokkur ráð til þess að halda gott HM-partí og njóta þess að styðja strákana hér heima við. Meira »

Selma Björns gefur fólk saman

15.6. Söngkonan Selma Björnsdóttir öðlaðist nýverið réttindi frá Siðmennt til að stýra athöfnum. Hana langaði til að láta gott af sér leiða og finnst fallegt þegar fólk ákveður að ganga í hjónaband. Meira »

Hvaða litur er á stofunni?

15.6. Lesendur Smartlands eru duglegir að hafa samband og fá ráð. Á dögunum birtum við myndir af fallegri íbúð í Kópavogi og nú vilja lesendur vita hvaða litur er á veggjunum. Meira »

Mun Bill Murray giftast Eddu Björgvins?

15.6. Það elska allir stórstjörnuna Eddu Björgvins. Bill Murray þar með talinn. Þau áttu rómantíska stund í Hörpu í gær.  Meira »
Meira píla