„Gerist eitthvað skrítið þegar ég drekk“

Það getur verið að allt líti vel út á yfirborðinu ...
Það getur verið að allt líti vel út á yfirborðinu hjá okkur, en undir niðri kraumi tilfinningar sem við eigum eftir að vinna úr. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Á Smartlandi starfa nokkr­ir ráðgjaf­ar sem leit­ast við að gefa les­end­um góð ráð. Eft­ir­far­andi bréf barst eftir helgina frá lesanda sem er að spá í hvað gerist þegar hún drekkur áfengi. Ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjaf­inn El­ín­rós Lín­dal gef­ur ráð.

Hæ Elínrós.

Fyrst vil ég þakka fyrir að geta sent bréf á Smartlandið, ég les mikið af greinum ykkar og finnst þið raunverulega vera að spá í velferð fólks í bland við áhugaverðar fréttir.

En ég er með spurningu. Hvað gerist þegar ég drekk? Málið er að ég drekk eiginlega aldrei áfengi. Kannski þrisvar á ári eða svo. Ég er það sem kallast mjög fanatísk á áfengi og vil ekki hafa það heima eða nálægt mér yfir höfuð. En svo nokkrum sinnum á ári leyfi ég mér að fá mér í glas og þá er bara eins og skrattinn sé laus.

Ég veit að ég er ekki alkóhólisti, því þá myndi mig langa í áfengi reglulega. Ég gæti vel sleppt því en það sem gerist er að ég drekk venjulega bara nokkur glös og svo er eins og komi í mig púki og ég fer í rosalegt stuð. Enda stundum upp á borðum að dansa og fleira í þeim dúr. Síðan man ég lítið hvað gerist í lok kvöldsins en maðurinn minn og vinir eru duglegir að rifja upp fyrir mér. Þau vildu helst hafa mig drukkna alltaf, svo skemmtileg er ég víst með víni. En mér finnst þetta ekki þægilegt sjálfri. Ég þori ekki að ræða þetta við neinn og hef aldrei heyrt af neinum í svona stöðu.

En þú?

Kærar kveðjur, áhyggjufull úr takti nokkrum sinnum á ári.

Elínrós Líndal er ráðgjafi með meðvirkni og fíknisjúkdóma sem sérgrein.
Elínrós Líndal er ráðgjafi með meðvirkni og fíknisjúkdóma sem sérgrein. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

Sæl kæra áhyggjufull úr takti stundum!

Þú ert svo sannarlega ekki ein á þessum báti mín kæra en þvílíkt hugrekki hjá þér að leita áfram með þetta mál. Ég er svo glöð að fá svona bréf á borð til mín þar sem mér finnst svo margt sem við þurfum að ræða í þessu samhengi opinskátt í samfélaginu. 

Ég hef heyrt margar sögur eins og þínar og ef þú skiptir út áfengi fyrir köku eða mat og setur söguna upp í formið: Ég er öguð í mataræði mínu en svo þegar ég fæ mér kökur eða sætindi, þá er eins og ég geti ekki stoppað. Þá hefur þú heyrt þá sögu ótal oft ekki satt?

Ef við tökum til hliðar hugtök eins og fíkn eða alkóhólisma og skoðum bara það sem er að gerast hjá þér með kærleika og án fordóma þá lýsir þú ákveðnu stjórnleysi þegar kemur að áfengi. Dragðu inn andann og slepptu öllum gömlum hugmyndum. Það er nefnilega þessi andlegi hernaður sem við upplifum rétt áður en við ákveðum að standa í ljósinu og skoða lífið okkar sem hindrar okkur stundum af stað í þá vinnu sem lífið er að kalla okkur í. Við öll upplifum stjórnleysi á einhverju augnabliki í okkar lífi. En því miður þá höfum við ekki öll þor til að skoða hvaðan það kemur.

Ég væri til í að skoða þessi mál með þér betur. Sem dæmi hvað upplifðir þú í æsku sem gerir það að verkum að þú vilt ekki hafa áfengi nálægt þér? Er það sársauki tengt foreldri sem drakk of mikið? Hversu oft hugsar þú um þennan sársauka? Hefurðu unnið úr honum? 

Ég þekki svo vel þetta samfélagslega samþykki með hegðun sem okkur líkar kannski ekki við sjálf. Ekki gera eitthvað af því öðrum finnst það gaman. Um leið og einhver segir: Þú ert svo skemmtileg drukkin! Þá er eðlilegt að hugsa: Er ég leiðinleg edrú? Ég er handviss um að þú ert ekki leiðinleg edrú, eins er ég viss um að það séu til betri skemmtiatriði en kona sem man ekki hvað hún er að gera. Sama hversu fallegt og saklaust það er.

Ég er alveg laus við fordóma tengda fíkn. Það færði mér frelsi. Það færði mér einnig tækifæri til að skoða svo margt í mínu lífi sem ég vildi gera betur eða öðruvísi.

Ein leið sem maður getur farið í lífinu, er bara að hætta að gera það sem maður hefur stjórn á. En hefurðu fundið hvað hugsanirnar tengt því fara ekki þó maður hættir að ástunda hegðunina?

Ástæðan er sú að hugsunin framkallast út frá tilfinningum í undirmeðvitund okkar. Sumar eru þekktar okkur aðrar þarf að rifja upp eða koma þegar við erum afslöppuð og tilbúin að leyfa þeim að koma. Þetta er best að gera með öðrum sem hefur gert slíkt hið sama.

Ég finn að þú hefur hugrekki til að leggja af stað í þetta ferðalag og fá heilbrigðara samband við fólk, drykk, mat eða hvaðeina sem mun koma upp.

Þú myndir ekki trúa því hvað við mannfólkið erum dugleg að deyfa okkur með alls konar leiðum. Ég hef meira að segja prófað leiðina að labba í burtu frá vandamálunum mínum. Það var áhugavert, ég gekk 4 tima á dag og komst í frábært form. En sú aðferð tók mig frá því sem er það dýrmætasta í mínu lífi í dag, sem er ég sjálf. Og já, ég er í betra formi í dag, þó ég gangi voðalega lítið. Eins er ég með meiri tíma aflögu fyrir börnin mín sem ég kann að meta.

Hlakka til að heyra frá þér betur um þetta og leggja af stað með þér inn í framtíðina í átt að kærleiksríku og innihaldsríku lífi á þínum forsendum. Þegar rétti tíminn er kominn fyrir þig.

Elínrós Líndal er NLP-ráðgjafi og fíkniráðgjafi. Með grunnmenntun í sálfræði, fjölmiðlafræði og MBA. Hefur sérhæft sig í meðvirkni og er blaðamaður Smartlands.

mbl.is

Fór í brjóstaminnkun og fékk sýkingu

09:07 „Ég fór í brjótsaminnkun fyrir 29 árum og varð fyrir því óhappi að það kom mjög slæm sýking í annað brjóstið og við það varð það miklu minna. Ég held að það sé af því að drenið var tekið fyrr úr því brjósti.“ Meira »

10 lífsreglur Esther Perel

06:00 „Ást er eins og á þar sem ævintýri og leyndarmál fljóta um. Hjónaband er ekki endalok rómantíkur, heldur upphaf hennar. Fólk í góðu hjónabandi veit að það hefur fjölmörg ár til stefnu til að læra meira um hvort annað, til að dýpka tengslin og prófa sig áfram, ná árangri saman og jafnvel mistakast.“ Meira »

Þreytt á hjákonuleiknum

Í gær, 23:59 „Ég hef verið að hitta strák bara fyrir skemmtilegt kynlíf, jafnvel skotist úr vinnunni í hádeginu til þess að gera það. Ég er orðin þreytt á því núna en get ekki hætt þessu.“ Meira »

Stuð hjá Hallgrími Helgasyni

Í gær, 21:00 Hallgrímur Helgason fagnaði nýútkominni bók sinni, Sextíu kíló af sólskini, með vinum og velunnurum á Bryggjunni Brugghúsi.   Meira »

Eins og samlokugrill fyrir hrukkur

Í gær, 18:00 Margrét Hugrún Gústavsdóttir, blaðamaður og eigandi Pjatt.is, segir að ljósabekkir séu eins og samlokugrill sem framleiði hrukkur. Meira »

Stjörnur sem lita ekki hár sitt

Í gær, 15:00 Á meðan sumir lita ljótan hárlit sinn eða fela gráu hárin eru aðrir sem leyfa sínum náttúrulega hárlit að njóta sín.   Meira »

Ef þú vilt eitthvað nýtt þá er bastið málið

Í gær, 12:00 Ef einhver er að velta fyrir sér hvað er alveg nýtt og ferskt í hausttísku heimilanna þá er hægt að fullyrða að innkoma bast-húsgagna hafi ákveðið forskot. Meira »

Breytti um hárlit en er ljósa hárið betra?

í gær Rose Byrne er ein af þeim sem hefur breytt um hárstíl fyrir veturinn en það er ekki óalgengt að fólk breyti til þegar ný árstíð skellur á. Meira »

Allar framkvæmdir þarf að hugsa til enda

í gær Í einu tignarlegasta húsi borgarinnar við Túngötu í Reykjavík býr fjölskylda sem leggur mikið upp úr því að halda í þá fallegu hugmyndafræði sem bjó að baki hönnun hússins í upphafi. Innanhússarkitektinn Sólveig Jónsdóttir endurhannaði eldhúsið. Meira »

Stjörnumerkin sem stunda mesta kynlífið

í fyrradag Stjörnumerkið sem stundar besta kynlífið stundar líka það mesta svo það er ekki hægt að halda því fram að magn sé ekki sama og gæði. Meira »

Ástin sigrar alltaf allt

í fyrradag Ástin er í forgrunni hjá bresku konungsfjölskyldunni og virðast meðlimir hennar keppast við að binda sig með formlegum hætti. Eugenie prinsessa gifti sig í síðustu viku og er önnur í röðinni á þessu ári sem gengur í heilagt hjónaband. Meira »

Stórglæsileg en í fokdýrum kjólum

í fyrradag Meghan klæddist tveimur kjólum í dag, föstudag, en samanlagt er kostnaðurinn við kjólana á við ein mánaðarlaun. Þó líklega ekki á við mánaðarlaun Harrys. Meira »

Mireya sýnir í Los Angeles

í fyrradag Mireya Samper flakkar um heiminn í tengslum við listsköpun sína en hún mun sýna verk sín á nýrri vinnustofu arkitektsins Gullu Jónsdóttur á La Peer-hótelinu í Los Angeles dagana 26. október til 8. desember næstkomandi. Meira »

Fögnuðu framúrskarandi sjónvarpsþáttum

í fyrradag Það var líf og fjör í Bíó Paradís þegar sjónvarpsþáttunum Líf kviknar var fagnað en þeir lentu í Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Meira »

Ösp gefur ráð til að fá ekki flensu

19.10. Hvað þarftu að gera til þess að minnka líkur á að flensan mæti á svæðið? Ösp Viðarsdóttir næringaþerapisti gefur góð ráð.   Meira »

„Vil ekki vera kúgari eins og pabbi“

19.10. „Ég er afburðastjórnsöm og frek. Ég er búin að standa sjálfa mig að því að beita móður mína og maka minn andlegu ofbeldi. Mér líður svo illa út af því að ég vil alls ekki vera eins og pabbi minn. Hann er stjórnsamur kúgari sem misnotar sér veikleika annarra og kemst upp með það.“ Meira »

Hringur Lady Gaga af dýrari gerðinni

19.10. Hringurinn sem Ariana Grande skilaði á dögunum kostaði rúmar tíu milljónir. Það er þó ekkert miðað við trúlofunarhringinn sem Lady Gaga ber. Meira »

Svona hugar Harry að heilsunni

18.10. Harry Bretaprins notar nýjustu tækni til þess að halda sér hraustum. Harry hefur sést skarta nýjum hring á ferðalagi sínu um Eyjaálfu. Meira »

Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

18.10. Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. Meira »

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

18.10. Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

18.10. Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »
Meira píla