„Gerist eitthvað skrítið þegar ég drekk“

Það getur verið að allt líti vel út á yfirborðinu ...
Það getur verið að allt líti vel út á yfirborðinu hjá okkur, en undir niðri kraumi tilfinningar sem við eigum eftir að vinna úr. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Á Smartlandi starfa nokkr­ir ráðgjaf­ar sem leit­ast við að gefa les­end­um góð ráð. Eft­ir­far­andi bréf barst eftir helgina frá lesanda sem er að spá í hvað gerist þegar hún drekkur áfengi. Ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjaf­inn El­ín­rós Lín­dal gef­ur ráð.

Hæ Elínrós.

Fyrst vil ég þakka fyrir að geta sent bréf á Smartlandið, ég les mikið af greinum ykkar og finnst þið raunverulega vera að spá í velferð fólks í bland við áhugaverðar fréttir.

En ég er með spurningu. Hvað gerist þegar ég drekk? Málið er að ég drekk eiginlega aldrei áfengi. Kannski þrisvar á ári eða svo. Ég er það sem kallast mjög fanatísk á áfengi og vil ekki hafa það heima eða nálægt mér yfir höfuð. En svo nokkrum sinnum á ári leyfi ég mér að fá mér í glas og þá er bara eins og skrattinn sé laus.

Ég veit að ég er ekki alkóhólisti, því þá myndi mig langa í áfengi reglulega. Ég gæti vel sleppt því en það sem gerist er að ég drekk venjulega bara nokkur glös og svo er eins og komi í mig púki og ég fer í rosalegt stuð. Enda stundum upp á borðum að dansa og fleira í þeim dúr. Síðan man ég lítið hvað gerist í lok kvöldsins en maðurinn minn og vinir eru duglegir að rifja upp fyrir mér. Þau vildu helst hafa mig drukkna alltaf, svo skemmtileg er ég víst með víni. En mér finnst þetta ekki þægilegt sjálfri. Ég þori ekki að ræða þetta við neinn og hef aldrei heyrt af neinum í svona stöðu.

En þú?

Kærar kveðjur, áhyggjufull úr takti nokkrum sinnum á ári.

Elínrós Líndal er ráðgjafi með meðvirkni og fíknisjúkdóma sem sérgrein.
Elínrós Líndal er ráðgjafi með meðvirkni og fíknisjúkdóma sem sérgrein. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

Sæl kæra áhyggjufull úr takti stundum!

Þú ert svo sannarlega ekki ein á þessum báti mín kæra en þvílíkt hugrekki hjá þér að leita áfram með þetta mál. Ég er svo glöð að fá svona bréf á borð til mín þar sem mér finnst svo margt sem við þurfum að ræða í þessu samhengi opinskátt í samfélaginu. 

Ég hef heyrt margar sögur eins og þínar og ef þú skiptir út áfengi fyrir köku eða mat og setur söguna upp í formið: Ég er öguð í mataræði mínu en svo þegar ég fæ mér kökur eða sætindi, þá er eins og ég geti ekki stoppað. Þá hefur þú heyrt þá sögu ótal oft ekki satt?

Ef við tökum til hliðar hugtök eins og fíkn eða alkóhólisma og skoðum bara það sem er að gerast hjá þér með kærleika og án fordóma þá lýsir þú ákveðnu stjórnleysi þegar kemur að áfengi. Dragðu inn andann og slepptu öllum gömlum hugmyndum. Það er nefnilega þessi andlegi hernaður sem við upplifum rétt áður en við ákveðum að standa í ljósinu og skoða lífið okkar sem hindrar okkur stundum af stað í þá vinnu sem lífið er að kalla okkur í. Við öll upplifum stjórnleysi á einhverju augnabliki í okkar lífi. En því miður þá höfum við ekki öll þor til að skoða hvaðan það kemur.

Ég væri til í að skoða þessi mál með þér betur. Sem dæmi hvað upplifðir þú í æsku sem gerir það að verkum að þú vilt ekki hafa áfengi nálægt þér? Er það sársauki tengt foreldri sem drakk of mikið? Hversu oft hugsar þú um þennan sársauka? Hefurðu unnið úr honum? 

Ég þekki svo vel þetta samfélagslega samþykki með hegðun sem okkur líkar kannski ekki við sjálf. Ekki gera eitthvað af því öðrum finnst það gaman. Um leið og einhver segir: Þú ert svo skemmtileg drukkin! Þá er eðlilegt að hugsa: Er ég leiðinleg edrú? Ég er handviss um að þú ert ekki leiðinleg edrú, eins er ég viss um að það séu til betri skemmtiatriði en kona sem man ekki hvað hún er að gera. Sama hversu fallegt og saklaust það er.

Ég er alveg laus við fordóma tengda fíkn. Það færði mér frelsi. Það færði mér einnig tækifæri til að skoða svo margt í mínu lífi sem ég vildi gera betur eða öðruvísi.

Ein leið sem maður getur farið í lífinu, er bara að hætta að gera það sem maður hefur stjórn á. En hefurðu fundið hvað hugsanirnar tengt því fara ekki þó maður hættir að ástunda hegðunina?

Ástæðan er sú að hugsunin framkallast út frá tilfinningum í undirmeðvitund okkar. Sumar eru þekktar okkur aðrar þarf að rifja upp eða koma þegar við erum afslöppuð og tilbúin að leyfa þeim að koma. Þetta er best að gera með öðrum sem hefur gert slíkt hið sama.

Ég finn að þú hefur hugrekki til að leggja af stað í þetta ferðalag og fá heilbrigðara samband við fólk, drykk, mat eða hvaðeina sem mun koma upp.

Þú myndir ekki trúa því hvað við mannfólkið erum dugleg að deyfa okkur með alls konar leiðum. Ég hef meira að segja prófað leiðina að labba í burtu frá vandamálunum mínum. Það var áhugavert, ég gekk 4 tima á dag og komst í frábært form. En sú aðferð tók mig frá því sem er það dýrmætasta í mínu lífi í dag, sem er ég sjálf. Og já, ég er í betra formi í dag, þó ég gangi voðalega lítið. Eins er ég með meiri tíma aflögu fyrir börnin mín sem ég kann að meta.

Hlakka til að heyra frá þér betur um þetta og leggja af stað með þér inn í framtíðina í átt að kærleiksríku og innihaldsríku lífi á þínum forsendum. Þegar rétti tíminn er kominn fyrir þig.

Elínrós Líndal er NLP-ráðgjafi og fíkniráðgjafi. Með grunnmenntun í sálfræði, fjölmiðlafræði og MBA. Hefur sérhæft sig í meðvirkni og er blaðamaður Smartlands.

mbl.is

Fiskbúð breytt í hárgreiðslustofu

13:00 Sigga Heimis iðnhönnuður hannaði hárgreiðslustofuna Greiðuna sem flutti í húsnæði þar sem fiskbúð var áður til húsa á Háaleitisbraut. Meira »

Brýtur reglu númer eitt

09:52 Kim Kardashian er fyrirmynd þegar kemur að förðun en hún er þó enginn engill þegar kemur að húðumhirðu.   Meira »

Þegar þú ert í átaki og jólin banka upp á

05:25 „Jólin eru oft erfiður tími fyrir þá sem vilja taka sig á í mataræðinu eða hreyfa sig meira. Ég þekki þetta alveg sjálf. Það flæðir allt í eplaskífum, jólakökum, jólakonfekti, laufabrauði, jólaglöggi og svo má lengi telja.“ Meira »

10 ástæður fyrir gráti í kynlífi

Í gær, 22:43 Það er bæði algengt og eðlilegt að fara að gráta í kynlífi. Oftast er það ekki alvarlegt enda hægt að líta á grátinn sem tilfinningasvita. Meira »

Heiða og Guðmundur selja Öldugötu

Í gær, 19:00 Hjónin Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri Niceland og Guðmundur Kristján Jónsson hafa sett íbúð sína við Öldugötu á sölu. Meira »

6 ástæður til að forðast sykur

Í gær, 16:30 „Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast.“ Meira »

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

í gær Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan. Meira »

Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

í gær Jóna Kristín Birgisdóttir saumaði hátíðlegan ullarkjól í Hússtjórnarskólanum. Hún segir ekki nauðsynlegt að eiga allt það nýjasta og dýrasta eins og stundum lítur út á samfélagsmiðlum. Meira »

Hvað segir jólamyndin um þig?

í gær Að „feika“ það þangað til maður „meikar“ það er gamalt orðatiltæki sem á svo sannarlega ekki við í ljósi nýlegrar umfjöllunar Vintage everyday. 43 ljósmyndir frá því á sjötta áratug síðustu aldar gefa vísbendingu um að glöggir mannþekkjarar og komandi kynslóðir munu geta lesið í allt sem við erum með í gangi um þessar mundir. Meira »

Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

í fyrradag „Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári.“ Meira »

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

í fyrradag Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

16.12. Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

16.12. Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

16.12. Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

15.12. Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

15.12. „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

15.12. Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

15.12. Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »

Google getur ekki lagað hjónabandið

15.12. „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »

Frábærar gjafir fyrir níska Jóakima

15.12. Það þekkja allir einn Jóakim, einstakling sem elskar að spara, safna peningum og jafnframt erfitt að gera til geðs. Vanda þarf því gjafavalið sérstaklega. Meira »

Fjölmenntu á Jacobsen Loftið

14.12. Nýrri skartgripalínu Orrifinn var fagnað á Jacobsen Loftinu í gær. Fólkið á bak við Orrifinn eru þau Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason. Halla Þórðardóttir mætti í boðið og framdi gjörning við tónverk eftir Daníel Ágúst Haraldsson. Meira »