Nei ég neita að gefast upp!

Einar Áskelsson.
Einar Áskelsson.

„Peningar skapa ekki hamingju en grunnþörf allra er að hafa skjól, mat og föt. Fjármál hafa leikið mig grátt og lögmál Murphys, hvað fjármál varðar, elt mig líka á batagöngunni! Tapaði á þriðja hundrað þúsund í bílaviðskiptum. Lét blekkja mig. Peningar sem ég hafði lagt á mig að spara í ár. Fjárhagslegt högg en tilfinningalega enn meira því tilgangurinn að geta verið á bíl var að geta sinnt börnunum betur,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli: 

Þetta var haustið 2016 og síðan verið í fjárhagslegu skrúfstykki. Of oft kyngt stolti og fengið lánað frá vinum og ættingjum. Fátt verra en að geta ekki staðið við skuldbindingar. Í hverjum mánuði eru fjármál risastór streituvaldur. Samt lifi ég lygilega spart. Hef ekki keypt fatalepp á mig síðan 2015 nema nærbrækur og sokka. Ef ég á afgangs leyfi ég börnunum að njóta þess.

Ég kann illa að barma mér og er ekki að því. Lífið er hverfult. Ég lifði ágætu fjölskyldulífi í mörg ár. Staðið í skilum og búið við öryggi sem flestir telja eðlilegt og sjálfsagt. Það voru viðbrigði að búa fullfrískur í parhúsi einn daginn og þann næsta þakka fyrir að geta fárveikur leigt herbergisholu út í bæ.

Seinni hluta maí 2018 fékk ég óvænt í fang eitt erfiðasta verkefni lífsins. Það varðar peninga og að upplifa að missa fyrrnefndar grunnþarfir. Langar að deila þeirri reynslu.

Þetta var helv....erfitt!

Hef verið í starfsendurhæfingu hjá Virk í hátt í 2 ár. Fór í svokallað starfsgetumat í apríl. Í byrjun maí er ég boðaður á skilafund matsins. Viðstaddir sálfræðingur, yfirmaður frá Virk og ráðgjafi minn hjá Virk. Læknir sem tók hinn hluta matsins var fjarverandi.

Á fundinum var farið yfir tillögu sálfræðings sem er meðferð innan LSH sem ég hefði átt að fara í, í upphafi endurhæfingar. Kom í ljós í hennar mati (fyrsti fagaðili sem ég hitti sem hefur reynslu og þekkingu á minni áfallstreituröskun) að ég hefði ekki verið rétt greindur og þ.a.l. aldrei fengið úrræði við hæfi hjá Virk! Bomba! Sagt frá þessu áður.

Engar lokaákvarðanir teknar á fundinum heldur rætt um t.d. hvort hætta ætti endurhæfingu og ég sækti um örorku eða halda áfram. Ég sagði mig engu skipta hvaðan tekjurnar kæmu svo framarlega ég yrði ekki tekjulaus næstu mánaðamót. Ég spurði ráðgjafa Virk hvort það tæki lengur að sækja um tímabundna örorku en endurhæfingarlífeyri. Skildi hana [þannig] að hún héldi ekki!

Ljóst að nokkurra mánaða bið væri í úrræðin hjá LSH. Virk sagðist tilbúið að brúa bil og finna úrræði í sumar. Ég var sáttur við það. En lýsti yfir vonbrigðum með hvernig endurhæfingarferlið hjá Virk hefði verið og var gagnrýninn. Rifjaði upp að þetta væri háalvarlegt mál. Ég var heppinn að sleppa lifandi og kom til Virk með væntingar um úrræði til að vinna á minni röskun. Þrátt fyrir sálfræðimöt og -meðferðir þá voru mér aldrei veitt rétt úrræði. Þetta staðfesti sálfræðingur frá LSH í starfsgetumatinu líkt [og] ég nefndi.

Þær ákvarðanir sem voru teknar, að mínu viti, voru að sálfræðingurinn sendi upplýsingar til míns heimilislæknis um hvernig sækja ætti um úrræðin hjá LSH. Ráðgjafinn hjá Virk átti að finna úrræði fyrir mig. Yfirmaðurinn hjá Virk ætlaði að hafa samband við minn heimilislækni og taka ákvörðun um hvort ég sækti um framhald endurhæfingarlífeyris eða tímabundið örorkumat.

Viku eftir skilafundinn hitti ég heimilislækninn sem segir að hann og yfirmaður Virk hafi ákveðið ég yrði áfram á endurhæfingarlífeyri út sumarið. Ráðgjafi Virk myndi láta mig fá nýja endurhæfingaráætlun. Ég var ánægður með það.

Leið önnur vika og ég ýtti einu sinni á eftir ráðgjafanum sem svaraði að hún væri að bíða eftir svari frá Kvíðameðferðarstöðinni. Myndi hóa í mig um leið og það kæmi svo ég gæti afhent skjalið til TR. Svo liðu nokkrir dagar.

Þá kemur stóra áfallið. Þar sem ráðgjafanum hjá Virk tókst ekki að finna úrræði hjá Kvíðameðferðarstöðinni var öllu breytt. Endurhæfingu skyldi lokið og mér tilkynnt að sækja um örorku. Virk lét minn heimilislækni segja mér þetta sem hélt að þetta breytti engu. En breytti öllu.

Risaáfall að uppgötva að ákvörðun Virk orsakaði [að] ég yrði að bíða í 3-4 mánuði eftir að umsókn um örorku yrði afgreidd hjá TR. 4 mánuði hjá lífeyrissjóði. Hvað var mér sagt að gera? Fá aðstoð hjá sveitarfélaginu mínu! Kannaði það og þar er líka bið en upphæðin sem ég get fengið er töluvert lægri og í formi láns!

Minni þröngu tilveru var kippt undan mér af Virk. Gátu fundið önnur úrræði en hjá Kvíðameðferðarstöðinni. Vildu það ekki. Ég hef sjaldan orðið eins reiður. Látinn bíða eins og hálfviti allan maí! Ekki nóg að láta mig drollast í rúmlega 20 mánuði án réttra úrræða! Úff. Reiður!

Þetta var níðþungt högg og tilfinningarnar kvíði, ótti, hræðsla, skömm og niðurlæging börðu sálina í mér. Mín veikindi eru lífshættuleg. Ég get ekki sagt annað, þótt það hljómi hart, að Virk kom aftan að mér. Setja mig í stöðu sem var sú allra versta fyrir mann með mín veikindi. Í óöryggi. Óvissu.

Kaldhæðnislegt að ég benti á að ég væri ekki búinn að fá skýrslu læknis úr starfsgetumatinu. Samt búnar að taka lokaákvörðun! Í staðinn fyrir að kalla mig á fund er hún send í ábyrgðarpósti til mín! Illskiljanleg, samhengislaus og með rangfærslum. Þvílík vinnubrögð.

Yfirmaður Virk vildi heyra í mér í síma. Ég sagðist ekki vilja ræða þetta í símtali og óskaði eftir tvennu. Nýjum skilafundi með lækninum og fundi þar sem farið yrði yfir allt endurhæfingarferlið hjá Virk. Mér hefur verið boðinn fundur með lækninum. Hinu ekki svarað.

Fékk í staðinn langan póst frá yfirmanni Virk sem var að reyna að rökstyðja ákvörðunina. Eins og að skvetta olíu á eld að lesa það. Ég svaraði henni harðorður og fór yfir alla ofangreinda atburðarás og mínar skoðanir á framkomu þeirra. Ekkert svar. Ég er kennitala, ekki manneskja.

Dagarnir frá miðjum maí eru líklegast þeir erfiðustu sem ég hef upplifað. Hvernig get ég haft þak yfir höfuð, staðið við skuldbindingar og nært næstu 3-4 mánuði? Viðurkenni ég hef átt of margar erfiðar nætur.

Í síðustu viku maí var ég orðinn peningalaus. Algengur tími í hverjum mánuði. Nú vissi ég ekki hvenær ég fengi peninga! Gat sett mig í spor allt of margra sem glíma við fátækt á Íslandi. Ímyndaðu þér tilfinninguna að vera peningalaus og verðir tekjulaus- eða lítill í 3-4 mánuði! Fyrir utan úrræðaleysi! Ég þoli að þrauka í 3-4 mánuði úrræðalaus en ekki tekjulaus.

Ég virðist hafa [þann] eiginleika að berjast af meiri krafti því meira sem brotið á mér að mér finnst. Auðveldast væri að láta vaða yfir sig og gera ekkert. Ég er ekki þannig. Kann ekki að gefast upp. Allir dagar hafa farið í að leita leiða til að berjast við kerfið. Virk gaf sig ekki. Ég get ekki líst hvernig mér leið en upplifði mig vera að bjarga ærunni, virðingunni og lífinu!

Ég hef frábæran heimilislækni. Við fundum hálmstrá. Hann hefur leyfi [til] að útbúa endurhæfingaráætlun. Gerðum það og létum fylgja þau úrræði sem er ekki lokið. Ákváðum að prófa að sækja um endurhæfingarlífeyri. Var alls ekki vongóður. Þagði um þetta en létti tilveruna að eiga hálmstrá.

Hjartað barðist í mér að fá tilkynningu um rafrænt skjal frá TR. Æi... tvær athugasemdir. Beðið um staðfestingu frá sjúkraþjálfara og sálfræðingi. Ekkert mál með sjúkraþjálfarann en meira með sálfræðinginn. Missti fyrst von en var kominn í þvílíkan baráttuham. Hafði samband við fyrsta sálfræðinginn minn sem hefði gert þetta en var nýhættur! Hafði þá samband við sálfræðinginn sem ég var síðast hjá en hafði ekki lokið tímum. Bjóst aldrei við að hann myndi gera þetta. Hann var til í það og ég kom skjölunum strax til TR. Úff!

Miðvikudaginn 6. júní lá [mér] við hjartaáfalli að fá tilkynningu um rafrænt skjal frá TR. Ætlaði ekki að þora að opna. Þurfti þess ekki. Heitið á skjalinu var ENDURHÆFING SAMÞYKKT! TR samþykkti að greiða mér endurhæfingarlífeyri næstu 4 mánuði út frá innsendum gögnum! JÁ!! Tókst!

Svo féll ég saman. Yfirþyrmandi. Gjörsamlega búinn á því. Svaf ekkert aðfaranótt fimmtudags.

Er lífsreynsla sem ég vona ég lendi aldrei aftur í. Því miður þekkja hana of margir. Ég veit að ég er búinn að ganga mikið á mig að berjast í þessu og þarf virkilega að fara vel með mig á næstunni. Það geri ég.

Leyfi mér að vera stoltur sem aldrei fyrr. Eins og áfallið [var] sárt þá var sigurinn svo sætur! Þrautseigja borgar sig!

Er fullur af þakklæti og auðmýkt. Til að lifa af höfðu hjartahlýir einstaklingar samband og buðust [til] að hjálpa mér með lifibrauð. Ég lifi ekki á stolti. Þáði með þökkum. Það er til gott fólk.

Starfsendurhæfing Virk er kafli sem er lokið í mínu lífi. Leyfi þeim vel að lifa. Lifi ekki í reiði út [í] þá stofnun.

Takk fyrir stuðninginn! Áfram gakk. Mun aldrei læra að gefast upp!

mbl.is

Kulnun – hvað er til ráða?

Í gær, 22:00 Hvað er það í okkar þjóðfélagi sem veldur því að fólk veikist vegna svokallaðrar kulnunar? Er það eðlilegt að sjúkrasjóðir séu að nálgast þolmörk vegna kulnunar starfsstétta eða stefni í þrot eins og sjúkrasjóður Kennarasambandsins? Meira »

5 óvæntar fæðutegundir sem minnka bjúg

Í gær, 18:00 Ertu uppblásin/n eftir sumarið og langar til að komast á rétt ról? Ef þú veist ekki hvað þú átt að gera skaltu halda áfram að lesa. Meira »

Kylie í fyrsta skipti á forsíðu Vogue

Í gær, 17:04 Raunveruleikaþáttastjarnan Kylie Jenner prýðir forsíðu ástralska Vogue í september. Kendall Jenner, systir hennar, tók viðtalið og spjalla þær um móðurhlutverkið og snyrtivöruheiminn. Meira »

Vertu eins og Laura Palmer í vetur

Í gær, 15:00 Studiolína H&M; er innblásin af sjónvarpsþáttunum Twin Peaks. Sjúk næntís-áhrif einkenna línuna.  Meira »

Ásgeir Kolbeins elskar bleikt súkkulaði

Í gær, 12:00 Harpan var full af súkkulaðielskendum á dögunum þegar bleikt súkkulaði frá Nóa Síríus var kynnt. Ásgeir Kolbeins lét sig ekki vanta enda mikill smekkmaður. Meira »

Saga Garðars og Snorri orðin hjón

Í gær, 08:52 Leikkonan Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason tónlistarmaður gengu í hjónaband á Suðureyri um helgina. Ilmur Kristjánsdóttir leikkona gaf þau saman. Meira »

Þarftu að fara í afvötnun?

Í gær, 06:00 Þegar einn súkkulaðibiti kallar á þann næsta og þú hefur ekki stjórn á því sem þú borðar gæti lausnin fyrir þig verið að fara í afvötnun frá sykri og sterkju. MFM-miðstöðin gæti verið með lausnina fyrir þig. Meira »

„Crazy Rich“-kjólar í Hollywood

í fyrradag Frumsýning kvikmyndarinnar „Crazy Rich Asians“ var full af „Crazy Rich“-kjólum í Hollywood á dögunum. Kvikmyndin verður frumsýnd í Sambíó föstudaginn 24. ágúst næstkomandi og er beðið eftir henni með spenningi. Meira »

23 ráð til að hreyfa þig meira daglega

í fyrradag Það er ekki gott fyrir heilsuna að sitja löngum stundum. Til þess að vinna gegn kyrrsetunni er ráðið að finna leiðir til að hreyfa þig meira í gegnum daginn. Meira »

Það sem lætur hjartað þitt syngja

í fyrradag „Gerðu það sem lætur hjartað þitt syngja. Ekki starfa til að búa til pening. Starfaðu til að dreifa ást út í umhverfið. Finndu út hvað þú myndir gera ef þú ættir alla penininga í heiminum og starfaðu við það. Þú ert með svörin innra með þér.“ Meira »

Hvað einkennir fatnað sem klæðir mig?

í fyrradag Margar konur eru góðar í að finna sinn eigin stíl og varpa þannig inn í samfélagið skemmtilegum skilaboðum um hverjar þær eru og hvert þær eru að fara. Eftirfarandi atriði er gott að hafa í huga fyrir þær sem eru að byrja að móta stílinn. Meira »

Kærastan vill ekki tala um fortíðina

í fyrradag „Fyrir nokkrum vikum komst ég að því að hún hafði verið svolítið svöl í sínum samskiptum við hitt kynið því ég þekki einn sem hafði sent henni póst um kvöld í gegnum Tinder. Þau höfðu aldrei hitt hvort annað og hún svaraði honum að koma heim til hennar strax.“ Meira »

Langar þig í 504 fm einbýli við Ægisíðu?

í fyrradag Við Ægisíðu í Reykjavík stendur heillandi einbýli á nokkrum hæðum. Gott útsýni yfir til Bessastaða og út á sjó er úr húsinu. Meira »

Jógakennari Paltrow kennir Íslendingum

í fyrradag Baron Baptiste er heimsþekktur jógakennari sem hefur unnið meðal annars með Gwyneth Paltrow. Hann hefur gefið út fimm bækur og verið tilnefndur á „best sellers list“ hjá New York Times. Hann var staddur á Íslandi á dögunum að taka þátt í opnun nýrrar jógastöðvar Iceland Power Yoga. Meira »

Vissir þú að það eru til 9 tegundir af húmor?

18.8. Ef þú spyrð fólk hverju það er að leita eftir þegar kemur að maka þá er líklegt að fólk setji góðan húmor ofarlega á listann sinn. En hver getur sagt að sérstök tegund af húmor sé betri en annar? Meira »

Vogue hættir að ráða fyrirsætur yngri en 18 ára

18.8. Tískutímaritið Vogue hefur gefið út að það ætli að hætta að ráða fyrirsætur sem eru yngri en 18 ára í myndatökur fyrir tímarit þeirra. Meira »

Hélt upp á 46 ára afmælið á ströndinni

18.8. Leikkonan Angie Harmon varð 46 ára í vikunni. Hún hélt upp á afmælið í sundfatnaði sem virðist vera það nýjasta á meðal hinna frægu í dag. Meira »

Hvað myndi Scarlett Johansson gera?

18.8. Kærasti ungrar konu er skotinn í Scarlett Johansson og vill ekki sofa hjá henni. Hún er hrædd um að Scarlett Johansson sé búin að eyðileggja sambandið og leitar því ráða. Meira »

Kærastinn klæðir sig upp – hvað er til ráða?

18.8. „Ég hef ekki séð hann uppáklæddan enn þá, en hann hefur sýnt mér myndir og þar lítur hann alveg ansi sannfærandi út, í fallegum og smekklegum fötum og vel málaður. Raunar er hann svo sannfærandi að það kitlar mig pínulítið. Og það gerir mig enn ringlaðri! Hvað á ég að gera? Mig langar mjög að halda í þennan yndislega mann en óttast að þessar hneigðir hans geri mig á endanum afhuga honum og ég líti frekar á hann sem vinkonu en kærasta. Meira »

Ferðaþjónustugreifi kaupir Fjölnisveg 11

18.8. Fjölnisvegur 11 er eftirsótt fasteign þeirra ríku og frægu. Húsið hefur verið í eigu ríkasta fólks Íslands en nú hefur það skipt um eigendur. Meira »

Áhrif Roundup og glýfosats á heilsu okkar

18.8. „Skaðsemi glýfosats hefur þó lengi verið til umfjöllunar og líklegt er að það sé og verði enn í fæðu okkar til fjölda ára, því þótt reglugerðir um magn þess í matvælum séu öflugar í Evrópusambandslöndunum, má vera 70 sinnum meira magn af því í matvælum samkvæmt bandarískum reglugerðum.“ Meira »