Finnst þér þú ekki nógu góð/ur?

Marianne Williamson er ötul að fara um heiminn að kynna …
Marianne Williamson er ötul að fara um heiminn að kynna hugmyndir sínar. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Hvert eitt okkar eru að mati Marianne Williamson að burðast með hugmyndir um okkur sjálf og aðra sem gera okkur ekki gagn. Hugmyndir um að við séum ekki nógu góð, falleg eða stór í þessu lífi. Það skiptir máli að það sem við hugsum sé kærleiksríkt og gott, en ekki neikvætt og minnkandi.

Samkvæmt Marianne Williamson verður egóið okkar til í gegnum lífið þegar við upplifum aðstæður sem fela í sér skort á ást. Hvort heldur sem er þegar við upplifum höfnun frá foreldrum þegar við erum ung. Höfnun frá vinum, fjölskyldu eða samfélaginu.

Það geta fáir að hennar mati farið í gegnum lífið án þess að upplifa höfnun og skort á ást á einhverju sviði í lífinu.

Oftar en ekki er það egóið að hennar mati sem hjálpar okkur í erfiðum aðstæðum. Svo seinna meir í lífinu þá verða þessar gömlu hugmyndir um okkur og aðra úreltar.

Hún tekur dæmi: Egóið okkar segir að um leið og allt verður eins og það á að vera, þá mun ég finna frið.“ Kærleikurinn segir hins vegar: „Finndu friðinn innra með þér og þá mun allt verða eins og það á að vera.“

Kærleikurinn getur sameinað, fært fjöll og haft áhrif langt út …
Kærleikurinn getur sameinað, fært fjöll og haft áhrif langt út fyrir það sem við þekkjum að mati Marianne. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Hún tekur áhugavert dæmi um sköpun okkar. Út frá kærleiksríkri nálgun þá má áætla að við séum fullkomin sköpun Guðs. Allar hugsanir sem taka okkur frá þessari skoðun er frá egóinu komnar. Hið heilaga og egóið eiga ekki í samskiptum sín á milli. Til þess að breyta viðhorfum okkar til einhvers verðum við að senda gamlar hugmyndir frá egóinu okkar í burtu.

Hugtakið ótti kemur inn í þessar hugmyndir. Hún segir að allt sem við óttumst séu hlutir sem við þurfum að elska meira. Sem dæmi. Þegar hún er óánægt með líkama sinn þá er egóið hennar að segja að líkaminn eigi að vera öðruvísi en hún er. Egóið byrjar að bera saman eigin líkama við líkama annarra og það er lítill kærleikur sem kemst að í þessu ferli.

Síðan fer af stað hringrás þar sem manneskjan byrjar að borða yfir tilfinningar sínar og fer síðan að álasa sjálfa sig fyrir að hafa ekki styrk á þessu sviði. Ef þú hins vegar sendir egóið frá í þessu ferli. Byrjar að elska líkama þinn eins og hann er. Sættast við hann en eins byrjar að elska hann meira. Þá verður til kraftaverk að mati Marianne.

Í burtu fara hugmyndir um skömm, skort og ástleysi. Inn í lífið kemur kærleikur, auðmýkt, lærdómur og vöxtur. 

She gets it

A post shared by Marianne Williamson (@mariannewilliamson) on Apr 23, 2017 at 10:04am PDT

Áhugasamir geta lesið sér til um þessar hugmyndir í bók Marianne sem heitir A Return To Love.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál