Langar þig í eitthvað nýtt í kynlífinu?

Að hefja samtal um það sem við viljum í kynlífinu ...
Að hefja samtal um það sem við viljum í kynlífinu getur verið áskorun. Það getur hins vegar leitt til fjölda ánægjulegra stunda í framtíðinni. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Langar þig að maki þinn geri eitthvað annað í rúminu? Langar þig að stunda kynlíf í baðinu? Prófa nýjar stellingar? Hafa kynlífið hraðar? Hægar?

Metsöluhöfundurinn Melissa Ambrosini fjallar um nokkrar öflugar leiðir til að auka ánægjuna í kynlífinu. Greinin birtist á síðum MindBodyGreen.

Að hefja samtal um það sem við viljum í kynlífinu getur verið áskorun. Samtal um kynlíf er óþægilegt, þangað til að við munum að við sjálf berum ábyrgð á okkar eigin hamingju á þessu sviði í lífinu. Eftirfarandi atriði geta komið þér af stað í þessari vinnu.

1. Andaðu inn í samtalið

Þegar þú lest staðhæfinguna: Ef þú vilt eitthvað nýtt verður þú að biðja um það fyrst. Þá hljómar hún sannfærandi þangað til að þú setur hana í samhengið við kynlíf.

Þið mynduð aldrei trúa þeim fjölda fólks sem hafa sætt sig við ágætt kynlíf einungis vegna þess að það þorir ekki að biðja um það sem það vill.

Værir þú ekki til í að vita hvað maka þínum dreymir um í kynlífinu með þér? Nákvæmlega. Af hverju ætti hann ekki að hafa áhuga á því hvað þig langar?

Andaðu inn í samtalið og gerðu það eins þægilegt og hægt er. Ímyndaðu þér líka að nokkrar mínútur af óþægindum geta verið ómetanlegar ef þær leiða til þess að þú upplifir aukna ánægju á þessu sviði í framtíðinni.

2. Lestu aðstæðurnar

Ef þú ert að spá í að biðja um annan hraða eða nýja stellingu í kynlífinu getur þú gert það í miðjum klíðum. Ef þig langar hins vegar að biðja um eitthvað alveg nýtt og mjög frábrugðið því sem þið hafið verið að gera, þá er kynlífið sjálft ekki réttur vettvangurinn að ræða slíkt.

Þess í stað, má gera það í afslöppuðu þar sem báðum aðilum líður vel. Eins er gott að hafa hugfast að gera það þegar báðir aðilar eru klæddir í föt. Þið getið verið úti að ganga, að borða saman eða á stefnumóti. Með því móti getur þú gefið maka þínum það rými og súrefni sem hann þarf til að melta spurninguna, svara og bregðast við eins og honum hentar. Þegar við erum nakin og viðkvæm erum við berskjölduð.

3. Sýndu jákvæðni og frumkvæði

Þú berð ábyrgð á því að vera ánægður í þínu lífi, enginn annar. Kynlíf er engin undantekning á þessu.

Þú hefur líka val um að gera hlutina í jákvæðni og trausti. Segðu við maka þinn: Viltu koma ofan á elskan? Í staðinn fyrir að taka þögnina, leiðindin og springa svo með því að segja: Þú ert ekki að nenna kynlífinu lengur! Af hverju leggur þú þig ekki fram? Þú nennir aldrei að vera ofan á lengur!

Mundu að makinn þinn er ekki skyggn og hann les ekki hugsanir. Svo ef þú vilt fara hraðar, hafa kynlífið villtara og fleira í þeim dúr, verður þú að tjá þig um það, veita hjálparhönd og kannski finna þennan takt inn í þér í staðinn fyrir að halda að best sé að fá allt á silfurfati.

4. Sýndu nákvæmni en ekki smámunasemi

Það er eitt að biðja maka sinn að beita sér aðeins meira til vinstri. Það er annað að biðja um að hann færi sig 37 gráður suð-vestur á meðan kynlífið er í góðum gangi. Sýndu nákvæmni en enga smámunarsemi, því slíkt kemur í veg fyrir að eitthvað óvænt geti gerst í kynlífinu. Margt af því sem er töfrum líkast í kynlífi gerist óvænt, á milli fólks sem situr vel í sér og sýnir traust til hvors annars. 

5. Lærðu að fyrirgefa

„Fullkomið“ kynlíf er ekki til. Láttu þér ekki detta í hug að fræga fallega fólkið sé eitthvað öruggara með sitt kynlíf en þú. Við erum öll berskjölduð þegar kemur að kynlífinu. Ef þú hefur það hugfast þá getur þú sýnt meiri kærleika gagnvart maka þínum ef hann er að gera mistök eða að reyna eitthvað sem ekki virkar. Jafnframt gagnvart sjálfum þér.

Settu skýr mörk um hvað má gagnvart þér og hvað ekki. Ef eitthvað er alveg fráleit í kynlífinu, veldu þá tíma og stund til að tjá þig um það í kærleika, þegar báðir aðilar eru í fötum. 

6. Sýndu virðingu

Þú verður að undirbúa þig fyrir að sumt af því sem þig langar, hentar ekki maka þínum. Ef maki þinn vill alls ekki gera það sem þig langar, verður þú að standa með þér og honum og virða mörkin sem eru sett. Sumt af því sem okkur langar til að gera, er hugsað í fljótfærni og þá getur vantað virðingu eða nærgætni í hugmyndina.

Af þessum sökum er mikilvægt að muna að þó að þú hafir sýnt hugrekki, með því að bera óskina upp, þá er hugrekkið ekki ávísun á að það gangi eftir og þú fáir óskina uppfyllta. Sambönd eru ekki vettvangur fyrir einræðisherra. Kynlíf er samspil tveggja aðila, enginn einn á skilið meira en annar í kynlífinu. Ef hugmyndin þín hittir ekki í mark, þá má finna aðra eða fara einhvern milliveg sem hentar báðum. 

7. Sýndu góðvild

Þegar þú hefur borið upp þína ósk vertu þá til staðar fyrir maka þinn. Hlustaðu með opið hjartað. Ekki fara í vörn og finndu tækifærin út frá því sem kemur upp. Hvernig get ég verið til staðar fyrir þig, er góð spurning að fylgja eftir í svona samtali. Mundu að það er ekkert „ég“ í kynlífi. Kynlíf á sálarsviðinu er samvinna tveggja.

8. Að lokum hafðu augun opin...

Ef þú hefur á fallegan og heiðarlegan hátt talað um þínar langanir og maki þinn virðist ekki hafa áhuga á því sem þig langar, verður þú að vega og meta þær upplýsingar út frá hvað þér er fyrir bestu.

Sjálfselska í kynlífinu, gefur vísbendingu um sjálfselsku á öðrum stöðum í sambandinu líka. Það gæti verið að aðilinn sem þú ert með horfi ekki á þig sem jafningja. Einungis þú ert í þeirri stöðu að geta lagt mat á þetta, en hlustaðu á innsæi þitt. Innsæið er sterkasta röddin þín og hefur vanalega ekki á röngu að standa þegar kemur að málefnum hjartans.

mbl.is

Gift en langar í yfirmanninn

06:00 „Ég er hrifin af nýja yfirmanni mínum. Við erum svipað gömul, við erum bæði gift og eigum börn. Á góðum degi er hjónaband mitt la la. Fyrir nokkrum árum hélt eiginmaður minn fram hjá með samstarfsfélaga og það hefur verið erfitt.“ Meira »

Undir frönskum og japönskum áhrifum

Í gær, 23:59 Emmanuelle Simon er einn áhugaverðasti innanhúsarkitektinn um þessar mundir. Hún er fædd í Suður-Frakklandi og er að byrja að vekja athygli fyrir einfalda og fallega hönnun þar sem smáatriðin eru aðalatriðið. Tímalaus hönnun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Meira »

Sunneva og stjörnurnar elska bert á milli

Í gær, 21:00 Það eru ekki allir hrifnir af bert á milli tískunni en þó má finna fjölmargar stjörnur sem greinilega elska að klæðnaðurinn sé kominn aftur í tísku. Í sumar hafa allt frá íslenskum samfélagsmiðlastjörnum til stjarnanna í Hollywood sýnt á sér magavöðvana í stuttum bolum. Meira »

Er svo alvörugefin!

Í gær, 18:00 Kona biður um ráð þar sem hún er komin með leið á sér. Hvað gerir maður þegar maður er að verða versta útgáfan af sér? Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi gefur ráð. Meira »

Svona bjó Elizabeth Taylor

Í gær, 15:02 Hús sem leikkonan Elizabeth heitin Taylor keypti með öðrum eiginmanni sínum, Michael Wilding, árið 1953 er komið aftur nú til sölu og kostar vel yfir einn og hálfan milljarð. Meira »

Er ég góð systir?

Í gær, 12:00 Heilagt samband kvenna er viðfangsefni þessarar greinar. Hvernig konur geta verið konum bestar. Búið til rými fyrir hvor aðra til að vaxa og dafna með ást að leiðarljósi. Ást frelsar. Hún er kærleiksrík rödd á ögurstundu sem segir, velkomin inn í líf mitt. Þú ert konan sem ég hef beðið eftir. Röddin sem hvíslar: Þú ert nákvæmlega sú sem þú átt að vera. Dagurinn í dag er gjöf! Ekki gjald. Meira »

Svona notar ofurfyrirsætan brúnkusprey

Í gær, 09:00 Rosie Huntington-Whiteley byrjar að undirbúa húðina degi áður en hún á að mæta á opinbera viðburði. Brúnkusérfræðingur hennar fór yfir málið. Meira »

Yngingarmeðal Berry ekkert leyndarmál

í gær Halle Berry er 51 árs en hefur að undanförnu vakið athygli fyrir að bera aldurinn sérstaklega vel. Berry fann ekki leynilegan æskubrunn heldur drekkur kjötsoð Meira »

Kaffi ekki alltaf lausnin

í fyrradag Ef þú ert einn af þeim sem heldur að áhrifin af áfengi minnki við einn kaffibolla ert þú á villigötum.   Meira »

4 ástæður fyrir píkufnyk

í fyrradag Píkan á ekki að lykta eins og rósarunni en þó getur stundum verið ástæða fyrir því að píkan lyktar öðruvísi en vanalega.   Meira »

Sóli Hólm í fantaformi á Spáni

í fyrradag Fjölmiðlamaðurinn Sóli Hólm er fantaflottur á Spáni um þessar mundir, en hann hefur lagt hart að sér í ræktinni síðan hann losnaði við krabbamein. Meira »

Myndarlegustu rauðhærðu Íslendingarnir

í fyrradag Á dögunum birti Smartland lista yfir frægar rauðhærðar stjörnur. Íslendingar þurfa þó ekki að leita alla leið til Hollwood til þess að finna fallega rauðhærða Íslendinga enda nóg af rauðhærðu fólki á landinu. Meira »

Náðu lúkkinu: Litrík sumarförðun

í fyrradag Ís­lenskt teymi gerði á dög­un­um myndaþátt fyr­ir tísku­tíma­ritið ELLE í Serbíu en Snyrtipenninn fer hér yfir öll helstu trixin á bak við förðunina og hárgreiðsluna. Meira »

Stigu fram eftir brjóstakrabbamein

í fyrradag Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem flestar konur fá. Fjölmargar stjörnur hafa opnað umræðuna um krabbameinið eftir að hafa glímt við það sjálfar. Meira »

Enn þá fáránlega svalt 40 árum seinna

20.7. Flíkur með einni ermi hafa verið vinsælar frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Hver man ekki eftir myndum frá Studio 54 frá þessum tíma í New York? Þar sem konurnar voru með stórt hár og aðra öxlina frjálsa. Meira »

Eiginmaðurinn stakk af með vinkonunni

19.7. „Þegar vinkona mín missi eiginmann sinn gladdist ég yfir því að eiginmaður minn, píparinn, gat hjálpað henni. Ég hefði aldrei trúað því að hún myndi stela honum.“ Meira »

Kynfræðsla 21. aldarinnar

19.7. Samkvæmt New York Times er kynfræðsla 21. aldarinnar komin á Instagram. Cycles & Sex er síða sem færir lesendum sínum alla þá fræðslu sem þeir ekki fengu í skóla að mati stofnenda síðunnar. Meira »

Er ég svona skelfilega leiðinleg?

19.7. Kona sendir inn bréf sem snýst um áhuga hennar á að eiga góða vini. Henni semur vel við vini sína en þeir hafa lítið samband. Meira »

Himneskur brúðarkjóll dóttur Önnu Wintour

19.7. Dóttir tískudrottningarinnar Önnu Wintour, Bee Shaffer, gekk í hjónaband með öðru barni Vogue-ritstjóra. Ítölsk stemmning var yfir brúðarkjól númer tvö. Meira »

Ákvað að skipta um fyrirmyndir

19.7. María Hjarðar hafði aldrei velt því fyrir sér af hverju hún hataði líkamann sinn því hún var handviss um að henni ætti að líða þannig. Hún segir líkamsvirðingu meðal annars felast í því að hlusta á líkamann sinn. Meira »

Litrík listamannaíbúð Steinunnar

19.7. Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, og eiginmaður hennar Eiríkur Smári Sigurðarson hafa sett íbúð sína á Nýlendugötu á sölu. Meira »