Langar þig í eitthvað nýtt í kynlífinu?

Að hefja samtal um það sem við viljum í kynlífinu ...
Að hefja samtal um það sem við viljum í kynlífinu getur verið áskorun. Það getur hins vegar leitt til fjölda ánægjulegra stunda í framtíðinni. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Langar þig að maki þinn geri eitthvað annað í rúminu? Langar þig að stunda kynlíf í baðinu? Prófa nýjar stellingar? Hafa kynlífið hraðar? Hægar?

Metsöluhöfundurinn Melissa Ambrosini fjallar um nokkrar öflugar leiðir til að auka ánægjuna í kynlífinu. Greinin birtist á síðum MindBodyGreen.

Að hefja samtal um það sem við viljum í kynlífinu getur verið áskorun. Samtal um kynlíf er óþægilegt, þangað til að við munum að við sjálf berum ábyrgð á okkar eigin hamingju á þessu sviði í lífinu. Eftirfarandi atriði geta komið þér af stað í þessari vinnu.

1. Andaðu inn í samtalið

Þegar þú lest staðhæfinguna: Ef þú vilt eitthvað nýtt verður þú að biðja um það fyrst. Þá hljómar hún sannfærandi þangað til að þú setur hana í samhengið við kynlíf.

Þið mynduð aldrei trúa þeim fjölda fólks sem hafa sætt sig við ágætt kynlíf einungis vegna þess að það þorir ekki að biðja um það sem það vill.

Værir þú ekki til í að vita hvað maka þínum dreymir um í kynlífinu með þér? Nákvæmlega. Af hverju ætti hann ekki að hafa áhuga á því hvað þig langar?

Andaðu inn í samtalið og gerðu það eins þægilegt og hægt er. Ímyndaðu þér líka að nokkrar mínútur af óþægindum geta verið ómetanlegar ef þær leiða til þess að þú upplifir aukna ánægju á þessu sviði í framtíðinni.

2. Lestu aðstæðurnar

Ef þú ert að spá í að biðja um annan hraða eða nýja stellingu í kynlífinu getur þú gert það í miðjum klíðum. Ef þig langar hins vegar að biðja um eitthvað alveg nýtt og mjög frábrugðið því sem þið hafið verið að gera, þá er kynlífið sjálft ekki réttur vettvangurinn að ræða slíkt.

Þess í stað, má gera það í afslöppuðu þar sem báðum aðilum líður vel. Eins er gott að hafa hugfast að gera það þegar báðir aðilar eru klæddir í föt. Þið getið verið úti að ganga, að borða saman eða á stefnumóti. Með því móti getur þú gefið maka þínum það rými og súrefni sem hann þarf til að melta spurninguna, svara og bregðast við eins og honum hentar. Þegar við erum nakin og viðkvæm erum við berskjölduð.

3. Sýndu jákvæðni og frumkvæði

Þú berð ábyrgð á því að vera ánægður í þínu lífi, enginn annar. Kynlíf er engin undantekning á þessu.

Þú hefur líka val um að gera hlutina í jákvæðni og trausti. Segðu við maka þinn: Viltu koma ofan á elskan? Í staðinn fyrir að taka þögnina, leiðindin og springa svo með því að segja: Þú ert ekki að nenna kynlífinu lengur! Af hverju leggur þú þig ekki fram? Þú nennir aldrei að vera ofan á lengur!

Mundu að makinn þinn er ekki skyggn og hann les ekki hugsanir. Svo ef þú vilt fara hraðar, hafa kynlífið villtara og fleira í þeim dúr, verður þú að tjá þig um það, veita hjálparhönd og kannski finna þennan takt inn í þér í staðinn fyrir að halda að best sé að fá allt á silfurfati.

4. Sýndu nákvæmni en ekki smámunasemi

Það er eitt að biðja maka sinn að beita sér aðeins meira til vinstri. Það er annað að biðja um að hann færi sig 37 gráður suð-vestur á meðan kynlífið er í góðum gangi. Sýndu nákvæmni en enga smámunarsemi, því slíkt kemur í veg fyrir að eitthvað óvænt geti gerst í kynlífinu. Margt af því sem er töfrum líkast í kynlífi gerist óvænt, á milli fólks sem situr vel í sér og sýnir traust til hvors annars. 

5. Lærðu að fyrirgefa

„Fullkomið“ kynlíf er ekki til. Láttu þér ekki detta í hug að fræga fallega fólkið sé eitthvað öruggara með sitt kynlíf en þú. Við erum öll berskjölduð þegar kemur að kynlífinu. Ef þú hefur það hugfast þá getur þú sýnt meiri kærleika gagnvart maka þínum ef hann er að gera mistök eða að reyna eitthvað sem ekki virkar. Jafnframt gagnvart sjálfum þér.

Settu skýr mörk um hvað má gagnvart þér og hvað ekki. Ef eitthvað er alveg fráleit í kynlífinu, veldu þá tíma og stund til að tjá þig um það í kærleika, þegar báðir aðilar eru í fötum. 

6. Sýndu virðingu

Þú verður að undirbúa þig fyrir að sumt af því sem þig langar, hentar ekki maka þínum. Ef maki þinn vill alls ekki gera það sem þig langar, verður þú að standa með þér og honum og virða mörkin sem eru sett. Sumt af því sem okkur langar til að gera, er hugsað í fljótfærni og þá getur vantað virðingu eða nærgætni í hugmyndina.

Af þessum sökum er mikilvægt að muna að þó að þú hafir sýnt hugrekki, með því að bera óskina upp, þá er hugrekkið ekki ávísun á að það gangi eftir og þú fáir óskina uppfyllta. Sambönd eru ekki vettvangur fyrir einræðisherra. Kynlíf er samspil tveggja aðila, enginn einn á skilið meira en annar í kynlífinu. Ef hugmyndin þín hittir ekki í mark, þá má finna aðra eða fara einhvern milliveg sem hentar báðum. 

7. Sýndu góðvild

Þegar þú hefur borið upp þína ósk vertu þá til staðar fyrir maka þinn. Hlustaðu með opið hjartað. Ekki fara í vörn og finndu tækifærin út frá því sem kemur upp. Hvernig get ég verið til staðar fyrir þig, er góð spurning að fylgja eftir í svona samtali. Mundu að það er ekkert „ég“ í kynlífi. Kynlíf á sálarsviðinu er samvinna tveggja.

8. Að lokum hafðu augun opin...

Ef þú hefur á fallegan og heiðarlegan hátt talað um þínar langanir og maki þinn virðist ekki hafa áhuga á því sem þig langar, verður þú að vega og meta þær upplýsingar út frá hvað þér er fyrir bestu.

Sjálfselska í kynlífinu, gefur vísbendingu um sjálfselsku á öðrum stöðum í sambandinu líka. Það gæti verið að aðilinn sem þú ert með horfi ekki á þig sem jafningja. Einungis þú ert í þeirri stöðu að geta lagt mat á þetta, en hlustaðu á innsæi þitt. Innsæið er sterkasta röddin þín og hefur vanalega ekki á röngu að standa þegar kemur að málefnum hjartans.

mbl.is

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

Í gær, 21:00 Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

Í gær, 18:00 „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

Í gær, 15:00 Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

Í gær, 12:00 „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

Í gær, 09:10 „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

Í gær, 06:00 Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

í fyrradag Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

í fyrradag Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

í fyrradag Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

í fyrradag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

í fyrradag Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

í fyrradag Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

í fyrradag Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

12.11. Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

12.11. „Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda. Meira »

Svona æfði Jenner fyrir sýningu Victoria's Secret

12.11. Ofurfyrirsætan Kendall Jenner segist hafa æft vel og passað mataræðið áður en hún steig á svið fyrir Victoria's Secret.   Meira »

Gilda íslensk hjúskaparlög erlendis?

12.11. Ég er með spurningu sem varðar riftun hjónabands sem stofnað er til í öðru landi. Getur einstaklingur sem stofnaði til hjúskapar í öðru landi rekið skilnaðarmál á Íslandi? Málsaðstæður eru þær að viðkomandi vill ljúka hjúskap en makinn í heimalandi ekki. Meira »

Ástarsorgin dró hana í Kópavog

12.11. Kamilla Einarsdóttir hefur skrifað sögur alla sína ævi en langaði ekki að gefa neitt út. Eftir að bókaútgáfa sýndi verkum hennar áhuga og bauðst til að gefa bók hennar út varð til bókin Kópavogskronika. Meira »

Sjö stig tilfinninga fólks í ástarsorg

12.11. Sorg er ekki það fyrsta sem einkennir tilfinningar fólks sem er nýhætt í sambandi. Afneitun og reiði kemur á undan.   Meira »

Afmælisstuð í hámarki hjá Spektra

11.11. Ráðgjafafyrirtækið Spektra ehf. hélt upp á 5 ára afmælið sitt á dögunum og af því tilefni bauð fyrirtækið í afmælispartí í húsakynnum sínum að Laugavegi 178. Meira »

Gerðu trúboðastellinguna betri

11.11. Trúboðastellingin þarf ekki að vera leiðinleg og ætti í rauninni að vera reglulega á matseðlinum en fólk ætti ef til vill að kunna að bragðbæta hana. Meira »
Meira píla