Langar þig í eitthvað nýtt í kynlífinu?

Að hefja samtal um það sem við viljum í kynlífinu …
Að hefja samtal um það sem við viljum í kynlífinu getur verið áskorun. Það getur hins vegar leitt til fjölda ánægjulegra stunda í framtíðinni. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Langar þig að maki þinn geri eitthvað annað í rúminu? Langar þig að stunda kynlíf í baðinu? Prófa nýjar stellingar? Hafa kynlífið hraðar? Hægar?

Metsöluhöfundurinn Melissa Ambrosini fjallar um nokkrar öflugar leiðir til að auka ánægjuna í kynlífinu. Greinin birtist á síðum MindBodyGreen.

Að hefja samtal um það sem við viljum í kynlífinu getur verið áskorun. Samtal um kynlíf er óþægilegt, þangað til að við munum að við sjálf berum ábyrgð á okkar eigin hamingju á þessu sviði í lífinu. Eftirfarandi atriði geta komið þér af stað í þessari vinnu.

1. Andaðu inn í samtalið

Þegar þú lest staðhæfinguna: Ef þú vilt eitthvað nýtt verður þú að biðja um það fyrst. Þá hljómar hún sannfærandi þangað til að þú setur hana í samhengið við kynlíf.

Þið mynduð aldrei trúa þeim fjölda fólks sem hafa sætt sig við ágætt kynlíf einungis vegna þess að það þorir ekki að biðja um það sem það vill.

Værir þú ekki til í að vita hvað maka þínum dreymir um í kynlífinu með þér? Nákvæmlega. Af hverju ætti hann ekki að hafa áhuga á því hvað þig langar?

Andaðu inn í samtalið og gerðu það eins þægilegt og hægt er. Ímyndaðu þér líka að nokkrar mínútur af óþægindum geta verið ómetanlegar ef þær leiða til þess að þú upplifir aukna ánægju á þessu sviði í framtíðinni.

2. Lestu aðstæðurnar

Ef þú ert að spá í að biðja um annan hraða eða nýja stellingu í kynlífinu getur þú gert það í miðjum klíðum. Ef þig langar hins vegar að biðja um eitthvað alveg nýtt og mjög frábrugðið því sem þið hafið verið að gera, þá er kynlífið sjálft ekki réttur vettvangurinn að ræða slíkt.

Þess í stað, má gera það í afslöppuðu þar sem báðum aðilum líður vel. Eins er gott að hafa hugfast að gera það þegar báðir aðilar eru klæddir í föt. Þið getið verið úti að ganga, að borða saman eða á stefnumóti. Með því móti getur þú gefið maka þínum það rými og súrefni sem hann þarf til að melta spurninguna, svara og bregðast við eins og honum hentar. Þegar við erum nakin og viðkvæm erum við berskjölduð.

3. Sýndu jákvæðni og frumkvæði

Þú berð ábyrgð á því að vera ánægður í þínu lífi, enginn annar. Kynlíf er engin undantekning á þessu.

Þú hefur líka val um að gera hlutina í jákvæðni og trausti. Segðu við maka þinn: Viltu koma ofan á elskan? Í staðinn fyrir að taka þögnina, leiðindin og springa svo með því að segja: Þú ert ekki að nenna kynlífinu lengur! Af hverju leggur þú þig ekki fram? Þú nennir aldrei að vera ofan á lengur!

Mundu að makinn þinn er ekki skyggn og hann les ekki hugsanir. Svo ef þú vilt fara hraðar, hafa kynlífið villtara og fleira í þeim dúr, verður þú að tjá þig um það, veita hjálparhönd og kannski finna þennan takt inn í þér í staðinn fyrir að halda að best sé að fá allt á silfurfati.

4. Sýndu nákvæmni en ekki smámunasemi

Það er eitt að biðja maka sinn að beita sér aðeins meira til vinstri. Það er annað að biðja um að hann færi sig 37 gráður suð-vestur á meðan kynlífið er í góðum gangi. Sýndu nákvæmni en enga smámunarsemi, því slíkt kemur í veg fyrir að eitthvað óvænt geti gerst í kynlífinu. Margt af því sem er töfrum líkast í kynlífi gerist óvænt, á milli fólks sem situr vel í sér og sýnir traust til hvors annars. 

5. Lærðu að fyrirgefa

„Fullkomið“ kynlíf er ekki til. Láttu þér ekki detta í hug að fræga fallega fólkið sé eitthvað öruggara með sitt kynlíf en þú. Við erum öll berskjölduð þegar kemur að kynlífinu. Ef þú hefur það hugfast þá getur þú sýnt meiri kærleika gagnvart maka þínum ef hann er að gera mistök eða að reyna eitthvað sem ekki virkar. Jafnframt gagnvart sjálfum þér.

Settu skýr mörk um hvað má gagnvart þér og hvað ekki. Ef eitthvað er alveg fráleit í kynlífinu, veldu þá tíma og stund til að tjá þig um það í kærleika, þegar báðir aðilar eru í fötum. 

6. Sýndu virðingu

Þú verður að undirbúa þig fyrir að sumt af því sem þig langar, hentar ekki maka þínum. Ef maki þinn vill alls ekki gera það sem þig langar, verður þú að standa með þér og honum og virða mörkin sem eru sett. Sumt af því sem okkur langar til að gera, er hugsað í fljótfærni og þá getur vantað virðingu eða nærgætni í hugmyndina.

Af þessum sökum er mikilvægt að muna að þó að þú hafir sýnt hugrekki, með því að bera óskina upp, þá er hugrekkið ekki ávísun á að það gangi eftir og þú fáir óskina uppfyllta. Sambönd eru ekki vettvangur fyrir einræðisherra. Kynlíf er samspil tveggja aðila, enginn einn á skilið meira en annar í kynlífinu. Ef hugmyndin þín hittir ekki í mark, þá má finna aðra eða fara einhvern milliveg sem hentar báðum. 

7. Sýndu góðvild

Þegar þú hefur borið upp þína ósk vertu þá til staðar fyrir maka þinn. Hlustaðu með opið hjartað. Ekki fara í vörn og finndu tækifærin út frá því sem kemur upp. Hvernig get ég verið til staðar fyrir þig, er góð spurning að fylgja eftir í svona samtali. Mundu að það er ekkert „ég“ í kynlífi. Kynlíf á sálarsviðinu er samvinna tveggja.

8. Að lokum hafðu augun opin...

Ef þú hefur á fallegan og heiðarlegan hátt talað um þínar langanir og maki þinn virðist ekki hafa áhuga á því sem þig langar, verður þú að vega og meta þær upplýsingar út frá hvað þér er fyrir bestu.

Sjálfselska í kynlífinu, gefur vísbendingu um sjálfselsku á öðrum stöðum í sambandinu líka. Það gæti verið að aðilinn sem þú ert með horfi ekki á þig sem jafningja. Einungis þú ert í þeirri stöðu að geta lagt mat á þetta, en hlustaðu á innsæi þitt. Innsæið er sterkasta röddin þín og hefur vanalega ekki á röngu að standa þegar kemur að málefnum hjartans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál