Langar þig í eitthvað nýtt í kynlífinu?

Að hefja samtal um það sem við viljum í kynlífinu ...
Að hefja samtal um það sem við viljum í kynlífinu getur verið áskorun. Það getur hins vegar leitt til fjölda ánægjulegra stunda í framtíðinni. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Langar þig að maki þinn geri eitthvað annað í rúminu? Langar þig að stunda kynlíf í baðinu? Prófa nýjar stellingar? Hafa kynlífið hraðar? Hægar?

Metsöluhöfundurinn Melissa Ambrosini fjallar um nokkrar öflugar leiðir til að auka ánægjuna í kynlífinu. Greinin birtist á síðum MindBodyGreen.

Að hefja samtal um það sem við viljum í kynlífinu getur verið áskorun. Samtal um kynlíf er óþægilegt, þangað til að við munum að við sjálf berum ábyrgð á okkar eigin hamingju á þessu sviði í lífinu. Eftirfarandi atriði geta komið þér af stað í þessari vinnu.

1. Andaðu inn í samtalið

Þegar þú lest staðhæfinguna: Ef þú vilt eitthvað nýtt verður þú að biðja um það fyrst. Þá hljómar hún sannfærandi þangað til að þú setur hana í samhengið við kynlíf.

Þið mynduð aldrei trúa þeim fjölda fólks sem hafa sætt sig við ágætt kynlíf einungis vegna þess að það þorir ekki að biðja um það sem það vill.

Værir þú ekki til í að vita hvað maka þínum dreymir um í kynlífinu með þér? Nákvæmlega. Af hverju ætti hann ekki að hafa áhuga á því hvað þig langar?

Andaðu inn í samtalið og gerðu það eins þægilegt og hægt er. Ímyndaðu þér líka að nokkrar mínútur af óþægindum geta verið ómetanlegar ef þær leiða til þess að þú upplifir aukna ánægju á þessu sviði í framtíðinni.

2. Lestu aðstæðurnar

Ef þú ert að spá í að biðja um annan hraða eða nýja stellingu í kynlífinu getur þú gert það í miðjum klíðum. Ef þig langar hins vegar að biðja um eitthvað alveg nýtt og mjög frábrugðið því sem þið hafið verið að gera, þá er kynlífið sjálft ekki réttur vettvangurinn að ræða slíkt.

Þess í stað, má gera það í afslöppuðu þar sem báðum aðilum líður vel. Eins er gott að hafa hugfast að gera það þegar báðir aðilar eru klæddir í föt. Þið getið verið úti að ganga, að borða saman eða á stefnumóti. Með því móti getur þú gefið maka þínum það rými og súrefni sem hann þarf til að melta spurninguna, svara og bregðast við eins og honum hentar. Þegar við erum nakin og viðkvæm erum við berskjölduð.

3. Sýndu jákvæðni og frumkvæði

Þú berð ábyrgð á því að vera ánægður í þínu lífi, enginn annar. Kynlíf er engin undantekning á þessu.

Þú hefur líka val um að gera hlutina í jákvæðni og trausti. Segðu við maka þinn: Viltu koma ofan á elskan? Í staðinn fyrir að taka þögnina, leiðindin og springa svo með því að segja: Þú ert ekki að nenna kynlífinu lengur! Af hverju leggur þú þig ekki fram? Þú nennir aldrei að vera ofan á lengur!

Mundu að makinn þinn er ekki skyggn og hann les ekki hugsanir. Svo ef þú vilt fara hraðar, hafa kynlífið villtara og fleira í þeim dúr, verður þú að tjá þig um það, veita hjálparhönd og kannski finna þennan takt inn í þér í staðinn fyrir að halda að best sé að fá allt á silfurfati.

4. Sýndu nákvæmni en ekki smámunasemi

Það er eitt að biðja maka sinn að beita sér aðeins meira til vinstri. Það er annað að biðja um að hann færi sig 37 gráður suð-vestur á meðan kynlífið er í góðum gangi. Sýndu nákvæmni en enga smámunarsemi, því slíkt kemur í veg fyrir að eitthvað óvænt geti gerst í kynlífinu. Margt af því sem er töfrum líkast í kynlífi gerist óvænt, á milli fólks sem situr vel í sér og sýnir traust til hvors annars. 

5. Lærðu að fyrirgefa

„Fullkomið“ kynlíf er ekki til. Láttu þér ekki detta í hug að fræga fallega fólkið sé eitthvað öruggara með sitt kynlíf en þú. Við erum öll berskjölduð þegar kemur að kynlífinu. Ef þú hefur það hugfast þá getur þú sýnt meiri kærleika gagnvart maka þínum ef hann er að gera mistök eða að reyna eitthvað sem ekki virkar. Jafnframt gagnvart sjálfum þér.

Settu skýr mörk um hvað má gagnvart þér og hvað ekki. Ef eitthvað er alveg fráleit í kynlífinu, veldu þá tíma og stund til að tjá þig um það í kærleika, þegar báðir aðilar eru í fötum. 

6. Sýndu virðingu

Þú verður að undirbúa þig fyrir að sumt af því sem þig langar, hentar ekki maka þínum. Ef maki þinn vill alls ekki gera það sem þig langar, verður þú að standa með þér og honum og virða mörkin sem eru sett. Sumt af því sem okkur langar til að gera, er hugsað í fljótfærni og þá getur vantað virðingu eða nærgætni í hugmyndina.

Af þessum sökum er mikilvægt að muna að þó að þú hafir sýnt hugrekki, með því að bera óskina upp, þá er hugrekkið ekki ávísun á að það gangi eftir og þú fáir óskina uppfyllta. Sambönd eru ekki vettvangur fyrir einræðisherra. Kynlíf er samspil tveggja aðila, enginn einn á skilið meira en annar í kynlífinu. Ef hugmyndin þín hittir ekki í mark, þá má finna aðra eða fara einhvern milliveg sem hentar báðum. 

7. Sýndu góðvild

Þegar þú hefur borið upp þína ósk vertu þá til staðar fyrir maka þinn. Hlustaðu með opið hjartað. Ekki fara í vörn og finndu tækifærin út frá því sem kemur upp. Hvernig get ég verið til staðar fyrir þig, er góð spurning að fylgja eftir í svona samtali. Mundu að það er ekkert „ég“ í kynlífi. Kynlíf á sálarsviðinu er samvinna tveggja.

8. Að lokum hafðu augun opin...

Ef þú hefur á fallegan og heiðarlegan hátt talað um þínar langanir og maki þinn virðist ekki hafa áhuga á því sem þig langar, verður þú að vega og meta þær upplýsingar út frá hvað þér er fyrir bestu.

Sjálfselska í kynlífinu, gefur vísbendingu um sjálfselsku á öðrum stöðum í sambandinu líka. Það gæti verið að aðilinn sem þú ert með horfi ekki á þig sem jafningja. Einungis þú ert í þeirri stöðu að geta lagt mat á þetta, en hlustaðu á innsæi þitt. Innsæið er sterkasta röddin þín og hefur vanalega ekki á röngu að standa þegar kemur að málefnum hjartans.

mbl.is

Misstum allt, en hann heldur áfram

20:00 „Mig langar að forvitnast varðandi manninn minn, en í hruninu misstum við allt. Þá hafði hann verið að fjárfesta í alls konar verkefnum, hlutabréfum og gjaldeyri. Vandinn var sá þá að þetta var allt meira og minna fjármagnað með skuldum,“ segir íslensk kona. Meira »

Formaðurinn lét sérsauma á sig kjól

16:36 Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til að sérsauma á sig kjól fyrir árshóf SI í Hörpu. Voru þær strax sammála um að hafa kjólinn ekki svartan. Meira »

Endurbættri útgáfu af hrukkubana fagnað

13:58 Dr. Björn Örvar, einn af stofendum Bioeffect, kynnti nýja tvennu fyrir fáum útvöldum í gær. Um er að ræða Bioeffect EGF+ 2A Daily duo sem eru húðdropar sem vinna saman. Meira »

Er bótox hættulegt?

10:30 Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox. Meira »

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

05:00 Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

Í gær, 23:28 Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

í gær Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul, staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

í gær Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, er hrærð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

í gær Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

í gær „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

í gær Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

19.3. Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

19.3. Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

19.3. Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

19.3. Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

19.3. „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

19.3. „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

19.3. Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

18.3. Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

18.3. Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

18.3. Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »