Fyrstu skipti stjarnanna voru misjöfn

Margar stjörnur hafa opnað sig um fyrstu kynlífsreynslu sína.
Margar stjörnur hafa opnað sig um fyrstu kynlífsreynslu sína. Samsett mynd

Fólk á jafn misjafnar sögur af því hvernig það missti meydóminn eða sveindóminn og það er margt, og það sama á við um stjörnurnar í Hollywood. Eins og Men's Health rifjaði upp voru fyrstu skipin hjá stjörnunum allt frá því að vera frábær yfir í það að vera hræðileg. 

Dwayne Johnson

Johnson eða The Rock eins og leikarinn er oft kallaður greindi frá því í viðtali að hann hefði misst sveindóminn í almenningsgarði. Atvikið endaði ekki vel enda kom löggan að honum og kærustu hans þar sem lögreglumennirnir héldu að væri verið að ráðast á hana. „Þetta var algjör martröð. Sumar sögur er fallegar en mín var það ekki,“ sagði leikarinn. 

Dwayne Johnson eða The Rock.
Dwayne Johnson eða The Rock. skjáskot/Instagram

Daniel Radcliffe

HarryPotter-leikarinn segir að fyrsta skiptið hans hafi verið gott og segir það hafa verið með manneskju sem hann þekkti mjög vel. Þrátt fyrir góða upplifun í fyrsta skiptið segir hann að hann hafi stundað mun betra kynlíf síðan þá. 

Daniel Radcliffe.
Daniel Radcliffe. AFP

Brooke Shields

Leikkonan missti meydóminn með ofurmenninu Dean Cain, þegar hún var 22 ára. Shields segir að hún hefði misst meydóminn fyrr ef hún hefði byrjað að elska sjálfa sig fyrr og sér hún eftir því. 

Brooke Shields.
Brooke Shields. AFP

Katy Perry

Söngkonan greindi frá því í viðtali að hún hefði misst meydóminn þegar hún var 16 ára í framsæti á Volvo við plötuna Grace með Jeff Buckley. „Ég elska þessa plötu svo mikið,“ sagði Perry. 

Katy Perry.
Katy Perry. AFP

Joe Jonas

Tónlistarmaðurinn missti sveindóminn tvítugur en hann beið eftir réttu manneskjunni og segist vera ánægður með það. 

Joe Jonas.
Joe Jonas. AFP

Ashton Kutcher

Leikarinn missti sveindóminn 15 ára úti í skógi með stelpu sem hann þekkti ekki en vinir hans höfðu látið þau hittast. Athöfnin entist ekki meira en tvær sekúndur og segir Kutcher það hafa verið mjög vandræðalegt. 

Ashton Kutcher.
Ashton Kutcher. AFP

Macaulay Culkin

Barnastjarnan missti sveindóminn 15 ára og segir það hafa verið sérstakt. „Það var ekki ógeðslegt eða skrítið. Við skipulögðum það,“ sagði Culkin en viðurkennir þó að hafa hugsað mér sér hvort hann væri að gera þetta rétt. Á meðan hlustuðu þau á Bítlana. 

Macaulay Culkin
Macaulay Culkin

Anna Faris

Þegar leikkonan var 17 ára sagði hún þáverandi kærasta sínum að hún vildi missa meydóminn í hádegishléi í skólanum en það mátti fara heim í hádeginu. „Svo það er það sem við gerðum. Og það var hræðilegt,“ sagði Faris. 

Anna Faris.
Anna Faris. AFP

Jessica Alba

Leikkonan missti meydóminn með fyrrverandi unnusta sínum en þá var hún 18 ára. Hún segist hafa viljað vera viss um að vera ástfangin af þeim sem hún svæfi fyrst hjá, sérstaklega í ljósi þess að fyrsta skiptið var ömurlegt hjá mörgum sem hún þekkti. 

Jessica Alba.
Jessica Alba. AFP

Celine Dion

Missti meydóminn tvítug og var það kvöldið sem hún vann Eurovision, 30 apríl 1988. Maðurinn var René Angélil sem varð síðar eiginmaður hennar þrátt fyrir 26 ára aldursmun. 

Celine Dion.
Celine Dion. AFP

Lena Dunham

Girls-stjarnan missti meydóminn í háskóla. „Ég sagði honum ekki að ég væri hrein mey, bara að ég hefði ekki gert það mjög mikið,“ sagði Dunham. Hún segir fyrsta skiptið hafi verið sárara en hún hefði haldið en á öðruvísi hátt. 

Lena Dunham.
Lena Dunham. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál