Er í lagi að eiga vin af gagnstæðu kyni?

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem veltir fyrir sér samskiptum við strákavin sinn. Er þetta eðlileg samskipt spyr hún. 

Sæll Valdimar.

Ég er ekki með beina spurningu frekar pælingu varðandi vináttu.
Málið er að alla tíð hef ég átt strákavini enda alin upp með strákum og að sumu leiti eins og strákur. Ég er á sextugsaldri gift til margra ára og á uppkomin börn. Í sambandi okkar hjónanna hefur aldrei komið upp nein afbrýðisemi og alltaf hefur ríkt gagnkvæmt traust á milli okkar.
Ég er svo heppin að hafa alltaf fengið að vera ég sjálf (segi þetta því ég veit að það er ekkert svo sjálfgefið). En málið er að fyrir um tveim árum fór ég í vinnuferð erlendis og kynntist þar ungum manni, íslenskum sem býr og starfar í borginni þar sem ráðstefnan sem ég sótti var haldin.
Hann bauðst til að sýna mér borgina sem ég þáði með þökkum enda hafði ég ekki komið þangað áður. Við náðum strax mjög vel saman en ég á yfirleitt gott með samskipti, er næm á fólk og tel mig vera mannþekkjara. Það kom mér samt nokkuð á óvart þegar ég fékk email frá þessum nýja vini mínum sem var bara svona almennt að þakka fyrir síðast, segja mér það helsta frá sinni heimaborg og hvernig ég hefði það. Ég svaraði póstinum og einhvernvegin þróaðist okkar samband þannig að við fórum að hafa samband á spjallinu en ég aðstoðaði hann við vinnutengt mál þar sem ég þekkti til og gat kippt í nokkra spotta fyrir hann. Hann kom í heimsókn þegar hann kom til Íslands og þáði matarboð hjá okkur. Tek fram að hann á kærustu og eftir því sem ég best veit er þeirra samband mjög gott. Við hjónin höfum líka farið saman í þeirra heimaborg og farið með þeim út að borða og á tónleika. Eins og ég sagði náum við mjög vel saman og getum spjallað endalaust þegar við byrjum og nú upp á síðkastið hefur spjallið okkar orðið að símtölum eða við tölum saman gegnum skype. Við reynum líka að hittast ef hann kemur til Íslands, ýmist á kaffihúsi eða heima hjá mér og við erum ekkert að hika við að knúsa hvort annað þegar við hittumst.
Kærastan hans hefur líka heimsótt okkur hjónin og við náum ágætlega saman. Fyrir mér þá er hann eins og einn af krökkunum mínum og mér dettur ekki í hug að tengja okkar samband við eitthvað kynferðislegt. Hann er ljúfur, einlægur, gott að tala við hann og hann hefur mjög góða nærveru eins og sagt er. Það er líka gott að eiga trúnaðarvin sem ekki tengist fjölskyldunni beint og fyrir hann er líka gott að geta talað við einhvern á íslensku um mál sem kærastan hefur ekkert endilega áhuga á en þau ensku, þó það sé ekki hennar móðurmál. Tek það fram að við erum ekki að ræða neitt sem tengist okkar samböndum eða einkamálum því tengdum enda erum við hvorugt í krísu hvað það varðar. 

En útgangspunturinn er þessi: Við eigum að vísu í trúnaðarsambandi en maðurinn minn og kærastan hans vita allt um það enda höfum við ekkert að fela. Ég fyrir mitt leiti hef aldrei farið í felur með þessa vináttu en fæ oft athugasemdir varðandi það sem ég læt nú oftast eins og vind um eyru þjóta. Hef líka alveg fengið að heyra að karl og kona geti aldrei verið bara vinir, það endi alltaf með kynferðislegu sambandi. Nokkuð sem ég er ekki sammála.

Nú langar mig að fá þitt álit er það rétt að karl og kona geti ekki verið bara vinir?
Og flokkast það sem framhjáhald að eiga trúnaðarvin af gagnstæðu kyni?

Bestu kveðjur G

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn G og takk fyrir að senda  þessa skemmtilegu hugleiðingu.

Þetta er áhugaverð hugleiðing og það er með þetta eins og annað að fólk hefur afar mismunandi skoðanir á því hvað er rétt og rangt þegar kemur að samböndum og samskiptum við aðila utan þeirra. Það sem einum þykir í lagi þykir öðrum óásættanlegt. Svarið liggur í raun innra með þér, eins og flest önnur svör gera. Hvernig líður þér með þetta vináttusamband? Hvað segir innsæið þér? Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ert að velta því fyrir þér hvort þetta er í lagi eða ekki? Svo má auðvitað taka þetta umræðuefni lengra og velta fyrir sér hvort það er eitthvað sem þú ert að fá útúr þessu sambandi sem þér þykir vanta í hjónabandinu. Ef svo er, væri þá hægt að breyta því?

Það ætti að vera fullkomlega eðlilegt að eiga vini af gagnstæðu kyni. Þeir sem líta svo á að það sé ekki í lagi, eru gjarnan að eiga við eigið óöryggi og eiga í erfiðleikum með að treysta. Það er engu að síður mjög skiljanlegt að mörgum líði þannig og ástæðurnar geta verið margar. Í þeim tilvikum sem fólk á erfitt með að treysta, koma upp mjög vondar tilfinningar þegar á það reynir og undirliggjandi ótti við höfnun getur valdið djúpstæðum sársauka sem mikilvægt er að vinna úr. Önnur sjónarmið hvað svona mál varðar snúa að þeirri staðreynd að sambönd eiga það til að þróast lengra þegar fólk er í miklum og nánum samskiptum, til dæmis á vinnustað.

Það er svo sjálfsagt að skoða hve langt svona vinátta getur gengið, hvað er í lagi og hvað ekki. Það getur þú ein ákveðið en í því samhengi er eðlilegt að taka tillit til skoðana maka okkar og ræða það vel hvað okkur líður vel með og hvað ekki. Ef makar okkar eru ósáttir við samskipti okkar við annað fólk, er mikilvægt að taka sjónarmið þeirra til greina og ræða vel saman um það. Eitt af mikilvægustu atriðum góðra sambanda er að leyfa makanum að hafa áhrif á sig og í svona mikilvægum málum þarft að skoða vel hvaða slagi maður tekur. Þú segist alltaf hafa fengið að vera þú sjálf og ég er sammála því að það er mjög dýrmætt að geta upplifað það, ekki síst í parasambandi.

Miðað við allt sem þú nefnir þá má segja að ákveðin lykilatriði séu til staðar sem eru mikilvæg að mínu mati. Hér eru nokkur atriði sem gætu skipt máli hvað þetta varðar og þú getur rennt í gegnum þau og athugað hvað þér finnst um þau og hvort þau eigi við í þínu tilviki: 

  1. Þér líður vel með samskiptin og þau samræmast gildum þínum um heiðarleika og virðingu.
  2. Þú treystir sjálfri þér til að meta hvað er rétt og rangt og setja skýr mörk ef þess þarf.
  3. Þú ert ekkert að fela fyrir maka þínum og ekki að ræða mál við aðra sem hann má ekki vita.
  4. Þið eruð hvorugt að leyna maka ykkar neinu.
  5. Makar ykkar eru fullkomlega meðvitaðir um samskiptin og umfang þeirra.
  6. Makar ykkar eru sáttir við samskiptin ykkar.

Eins og áður sagði þá eru mjög skiptar skoðanir á þessu og fljótt á litið væri best ef við værum öll traustsins verð og heiðarleg þegar kemur að svona málum, að við getum verið við sjálf og lifað innihaldsríku lífi án þess að ótti og óöryggi okkar eða annarra haldi okkur niðri. Reynslan sýnir okkur að því er ekki alltaf til að dreifa og því eðlilegt að ræða þessi mál. Á endanum þarf hver og einn að gera það upp við sig hvað honum líður vel með og ef við erum í parasambandi þá er eðlilegt að við berum virðingu fyrir sambandinu og séum fullkomlega heiðarleg og tillitsöm við maka okkar. Ég myndi segja að það væri mjög góður mælikvarði á stöðunni, ef þú getur farið yfir spurninguna og þessar hugleiðingar með manninum þínum og heyrt hvað hann hefur að segja. Ef hann er jafnsáttur og þú segir, þá er þetta hið besta mál og skoðanir annarra eru akkúrat það.. skoðanir annarra.

Með kærri kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

19:00 Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

16:22 Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

12:37 Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

09:21 „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiskonar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

05:33 Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

Í gær, 23:00 „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

Í gær, 20:00 Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

í gær Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

í gær Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

í gær Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

í gær Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

í gær Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »

Allir geta lært nýja hluti

í fyrradag Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »

Sleppir aldrei þessari æfingu

í fyrradag Kourtney Kardashian er í hörkuformi og ekki að ástæðulausu enda gerir hún kassahopp á hverjum degi.   Meira »

Pínulítið geggjað samfélag

16.9. Margrét Grímsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ. Þar er boðið upp á 4 vikna streitumeðferð sem Margrét stýrir. Meira »

71 árs í fantaflottu formi

16.9. Leikkonan Susan Lucci er búin að finan út hvernig maður heldur sér í formi á áttræðisaldri. Aldur er greinilega afstæður!  Meira »

Ferillinn fór á flug eftir fertugt

16.9. Stóra tækifærið kemur ekki endilega fyrir þrítugt. Ferill margra þekktra kvenna fór ekki á flug fyrr en um fertugt, jafnvel sextugt. Meira »

Ballett fer aldrei úr tísku

16.9. Lára Stefánsdóttir lætur til sín taka og kennir pilates í eigin rekstri og hot barre fit-tíma í Hreyfingu.  Meira »

Ert þú í gáfaðasta stjörnumerkinu?

15.9. Fræðimenn hafa ályktað hvaða stjörnumerki eru þau gáfuðustu með því að fara í gegnum alla nóbelsverðlaunahafa.   Meira »

Hélt fram hjá með yfirmanninum

15.9. „Eiginmaður minn varð tortrygginn. Til þess að bjarga hjónabandi mínu þurfti ég að gera minna úr hlutunum og segja að ekkert væri í gangi. Það hefði líka flækt hlutina mjög mikið í vinnunni ef einhver hefði komist að þessu.“ Meira »

Augnkonfekt sem enginn má missa af

15.9. Nýjasta herferð Jil Sander er stuttmynd eftir leikstjórann Wim Wenders. Áhugafólk um kvikmyndagerð og tísku heldur ekki vatni yfir þessu verki. Meira »
Meira píla