Er í lagi að eiga vin af gagnstæðu kyni?

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem veltir fyrir sér samskiptum við strákavin sinn. Er þetta eðlileg samskipt spyr hún. 

Sæll Valdimar.

Ég er ekki með beina spurningu frekar pælingu varðandi vináttu.
Málið er að alla tíð hef ég átt strákavini enda alin upp með strákum og að sumu leiti eins og strákur. Ég er á sextugsaldri gift til margra ára og á uppkomin börn. Í sambandi okkar hjónanna hefur aldrei komið upp nein afbrýðisemi og alltaf hefur ríkt gagnkvæmt traust á milli okkar.
Ég er svo heppin að hafa alltaf fengið að vera ég sjálf (segi þetta því ég veit að það er ekkert svo sjálfgefið). En málið er að fyrir um tveim árum fór ég í vinnuferð erlendis og kynntist þar ungum manni, íslenskum sem býr og starfar í borginni þar sem ráðstefnan sem ég sótti var haldin.
Hann bauðst til að sýna mér borgina sem ég þáði með þökkum enda hafði ég ekki komið þangað áður. Við náðum strax mjög vel saman en ég á yfirleitt gott með samskipti, er næm á fólk og tel mig vera mannþekkjara. Það kom mér samt nokkuð á óvart þegar ég fékk email frá þessum nýja vini mínum sem var bara svona almennt að þakka fyrir síðast, segja mér það helsta frá sinni heimaborg og hvernig ég hefði það. Ég svaraði póstinum og einhvernvegin þróaðist okkar samband þannig að við fórum að hafa samband á spjallinu en ég aðstoðaði hann við vinnutengt mál þar sem ég þekkti til og gat kippt í nokkra spotta fyrir hann. Hann kom í heimsókn þegar hann kom til Íslands og þáði matarboð hjá okkur. Tek fram að hann á kærustu og eftir því sem ég best veit er þeirra samband mjög gott. Við hjónin höfum líka farið saman í þeirra heimaborg og farið með þeim út að borða og á tónleika. Eins og ég sagði náum við mjög vel saman og getum spjallað endalaust þegar við byrjum og nú upp á síðkastið hefur spjallið okkar orðið að símtölum eða við tölum saman gegnum skype. Við reynum líka að hittast ef hann kemur til Íslands, ýmist á kaffihúsi eða heima hjá mér og við erum ekkert að hika við að knúsa hvort annað þegar við hittumst.
Kærastan hans hefur líka heimsótt okkur hjónin og við náum ágætlega saman. Fyrir mér þá er hann eins og einn af krökkunum mínum og mér dettur ekki í hug að tengja okkar samband við eitthvað kynferðislegt. Hann er ljúfur, einlægur, gott að tala við hann og hann hefur mjög góða nærveru eins og sagt er. Það er líka gott að eiga trúnaðarvin sem ekki tengist fjölskyldunni beint og fyrir hann er líka gott að geta talað við einhvern á íslensku um mál sem kærastan hefur ekkert endilega áhuga á en þau ensku, þó það sé ekki hennar móðurmál. Tek það fram að við erum ekki að ræða neitt sem tengist okkar samböndum eða einkamálum því tengdum enda erum við hvorugt í krísu hvað það varðar. 

En útgangspunturinn er þessi: Við eigum að vísu í trúnaðarsambandi en maðurinn minn og kærastan hans vita allt um það enda höfum við ekkert að fela. Ég fyrir mitt leiti hef aldrei farið í felur með þessa vináttu en fæ oft athugasemdir varðandi það sem ég læt nú oftast eins og vind um eyru þjóta. Hef líka alveg fengið að heyra að karl og kona geti aldrei verið bara vinir, það endi alltaf með kynferðislegu sambandi. Nokkuð sem ég er ekki sammála.

Nú langar mig að fá þitt álit er það rétt að karl og kona geti ekki verið bara vinir?
Og flokkast það sem framhjáhald að eiga trúnaðarvin af gagnstæðu kyni?

Bestu kveðjur G

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn G og takk fyrir að senda  þessa skemmtilegu hugleiðingu.

Þetta er áhugaverð hugleiðing og það er með þetta eins og annað að fólk hefur afar mismunandi skoðanir á því hvað er rétt og rangt þegar kemur að samböndum og samskiptum við aðila utan þeirra. Það sem einum þykir í lagi þykir öðrum óásættanlegt. Svarið liggur í raun innra með þér, eins og flest önnur svör gera. Hvernig líður þér með þetta vináttusamband? Hvað segir innsæið þér? Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ert að velta því fyrir þér hvort þetta er í lagi eða ekki? Svo má auðvitað taka þetta umræðuefni lengra og velta fyrir sér hvort það er eitthvað sem þú ert að fá útúr þessu sambandi sem þér þykir vanta í hjónabandinu. Ef svo er, væri þá hægt að breyta því?

Það ætti að vera fullkomlega eðlilegt að eiga vini af gagnstæðu kyni. Þeir sem líta svo á að það sé ekki í lagi, eru gjarnan að eiga við eigið óöryggi og eiga í erfiðleikum með að treysta. Það er engu að síður mjög skiljanlegt að mörgum líði þannig og ástæðurnar geta verið margar. Í þeim tilvikum sem fólk á erfitt með að treysta, koma upp mjög vondar tilfinningar þegar á það reynir og undirliggjandi ótti við höfnun getur valdið djúpstæðum sársauka sem mikilvægt er að vinna úr. Önnur sjónarmið hvað svona mál varðar snúa að þeirri staðreynd að sambönd eiga það til að þróast lengra þegar fólk er í miklum og nánum samskiptum, til dæmis á vinnustað.

Það er svo sjálfsagt að skoða hve langt svona vinátta getur gengið, hvað er í lagi og hvað ekki. Það getur þú ein ákveðið en í því samhengi er eðlilegt að taka tillit til skoðana maka okkar og ræða það vel hvað okkur líður vel með og hvað ekki. Ef makar okkar eru ósáttir við samskipti okkar við annað fólk, er mikilvægt að taka sjónarmið þeirra til greina og ræða vel saman um það. Eitt af mikilvægustu atriðum góðra sambanda er að leyfa makanum að hafa áhrif á sig og í svona mikilvægum málum þarft að skoða vel hvaða slagi maður tekur. Þú segist alltaf hafa fengið að vera þú sjálf og ég er sammála því að það er mjög dýrmætt að geta upplifað það, ekki síst í parasambandi.

Miðað við allt sem þú nefnir þá má segja að ákveðin lykilatriði séu til staðar sem eru mikilvæg að mínu mati. Hér eru nokkur atriði sem gætu skipt máli hvað þetta varðar og þú getur rennt í gegnum þau og athugað hvað þér finnst um þau og hvort þau eigi við í þínu tilviki: 

  1. Þér líður vel með samskiptin og þau samræmast gildum þínum um heiðarleika og virðingu.
  2. Þú treystir sjálfri þér til að meta hvað er rétt og rangt og setja skýr mörk ef þess þarf.
  3. Þú ert ekkert að fela fyrir maka þínum og ekki að ræða mál við aðra sem hann má ekki vita.
  4. Þið eruð hvorugt að leyna maka ykkar neinu.
  5. Makar ykkar eru fullkomlega meðvitaðir um samskiptin og umfang þeirra.
  6. Makar ykkar eru sáttir við samskiptin ykkar.

Eins og áður sagði þá eru mjög skiptar skoðanir á þessu og fljótt á litið væri best ef við værum öll traustsins verð og heiðarleg þegar kemur að svona málum, að við getum verið við sjálf og lifað innihaldsríku lífi án þess að ótti og óöryggi okkar eða annarra haldi okkur niðri. Reynslan sýnir okkur að því er ekki alltaf til að dreifa og því eðlilegt að ræða þessi mál. Á endanum þarf hver og einn að gera það upp við sig hvað honum líður vel með og ef við erum í parasambandi þá er eðlilegt að við berum virðingu fyrir sambandinu og séum fullkomlega heiðarleg og tillitsöm við maka okkar. Ég myndi segja að það væri mjög góður mælikvarði á stöðunni, ef þú getur farið yfir spurninguna og þessar hugleiðingar með manninum þínum og heyrt hvað hann hefur að segja. Ef hann er jafnsáttur og þú segir, þá er þetta hið besta mál og skoðanir annarra eru akkúrat það.. skoðanir annarra.

Með kærri kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Þórdís Kolbrún skar sig úr í teinóttu

19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mætti í teinóttri dragt á Viðskiptaþing sem haldið var á dögunum. Meira »

Frönsk fegurð undir áhrifum New York

17:00 „Það er draumi líkast að við fáum að hanna snyrtivörulínu í samstarfi við svo þekkt lúxusmerki í snyrtiheiminum,” segja Jack McCollough og Lazaro Hernandez en þeir eru stofnendur og aðalhönnuðir bandaríska tískuhússins Proenza Schouler. Meira »

Ekki gera þessi mistök í hjónaberberginu

13:00 Gunna Stella útskýrir hvers vegna okkur líður oftar en ekki betur á hótelum en hér eru nokkrar ástæður.   Meira »

Ragnheiður selur 127 milljóna hús

09:44 Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður og ljósmyndari hefur sett sitt fallega hús í Tjarnarbrekku á sölu.   Meira »

Sjö merki um að hann elski þig

05:00 Er hann ekki búinn að segja þér að þú sért sú eina sanna? Það þarf þó ekki að þýða að hann elski þig ekki.   Meira »

Ertu bara „rebound“?

Í gær, 22:00 Er elskhugi þinn bara að nota þig til þess að komast yfir fyrrverandi maka? Vill hann halda sambandinu hversdagslegu og talar í sífellu um fyrrverandi maka? Meira »

Íslenska undrabarnið frá Google mætti

í gær Íslenski ofurhuginn Guðmundur Hafsteinsson sem starfar hjá Google mætti í Iðnó á dögunum. Með honum á myndinni er Þórður Magnússon hjá Eyri Invest. Meira »

Dreymir þig um Vipp-eldhúsinnréttingu?

í gær Danska fyrirtækið Vipp er þekkt fyrir ruslafötur sínar, sápuhaldara og klósetthreinsa. Nú er fyrirtækið komið með eldhúsinnréttingalínu sem hægt er að leika sér endalaust með. Meira »

Þetta bjargar málunum við mígreni

í gær „Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu trjátegunda í heimi og elsta tré sem vitað er um í Kína er talið vera allt að 2.500 ára gamalt.“ Meira »

Notkun þunglyndislyfja 30% meiri hér

í gær Íslendingar nota 30% meira af þunglyndislyfjum en næsta Norðurlandaþjóð. Þetta kemur fram í þættinum Lifum lengur.  Meira »

Karl Lagerfeld látinn

í gær Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er látinn 85 ára gamall. Franskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Þjóðverjinn hefði látist í París. Meira »

8 farðar sem hafa yngjandi áhrif

í gær Svokallaðir ofurfarðar eru frábærir til að spara tíma og stuðla að fallegri húð en þeir búa yfir virkum innihaldsefnum sem bæta ástand húðarinnar til skemmri og lengri tíma. Hér eru átta farðar sem flokka má sem ofurfarða. Meira »

Svona býr Linda Baldvinsdóttir

í gær Linda Baldvinsdóttir markþjálfi flutti í Bryggjuhverfið síðasta sumar og hefur komið sér vel fyrir. Hún málaði allt í sínum litum og elskar að hafa það huggulegt. Meira »

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

í fyrradag Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

18.2. Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »

Svona er æskuheimili Birkis Más

18.2. Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var alinn upp í Eskihlíð 14 í 105 Reykjavík. Hann spilaði sinn 88. leik með landsliðinu á dögunum og var valinn íþróttamaður Vals um áramótin. Meira »

Stal Wintour stílnum frá Heiðrúnu Önnu?

18.2. Heiðrún Anna stal senunni í bláum leðurkjól í Söngvakeppninni um helgina. Daginn eftir var frú Anna Wintour mætt í bláa leðurkápu. Meira »

Lindex lokar í þrjá daga

18.2. Sænska móðurskipið Lindex hefur verið í átta ár í Smáralind en nú mun verslunin loka í þrjá daga vegna endurbóta.   Meira »

Róbert Wessman fluttur í Arnarnesið

18.2. Róbert Wessman forstjóri Alvogen er fluttur í Arnarnesið í Garðabæ ásamt unnustu sinni Kseniu Shakhmanova.  Meira »

Muhammad Ali bjó í höll

18.2. Einn frægasti íþróttamaður allra tíma bjó í afar íburðarmiklu glæsihýsi á níunda áratugnum.   Meira »

Er andlegur ráðgjafi Oprah Winfrey svarið?

17.2. „Við mælum ekki hamingju með efnahagslegum mælikvörðum. Við þurfum að horfast í augu við opíóðafaraldurinn, við þurfum að horfast í augu við sjálfsmorðstíðnina í landinu. Við þurfum að skoða hvað liggur undir yfirborðinu. Efla vitund, ást og kærleika bandarísku þjóðarinnar.“ Meira »