Er í lagi að eiga vin af gagnstæðu kyni?

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem veltir fyrir sér samskiptum við strákavin sinn. Er þetta eðlileg samskipt spyr hún. 

Sæll Valdimar.

Ég er ekki með beina spurningu frekar pælingu varðandi vináttu.
Málið er að alla tíð hef ég átt strákavini enda alin upp með strákum og að sumu leiti eins og strákur. Ég er á sextugsaldri gift til margra ára og á uppkomin börn. Í sambandi okkar hjónanna hefur aldrei komið upp nein afbrýðisemi og alltaf hefur ríkt gagnkvæmt traust á milli okkar.
Ég er svo heppin að hafa alltaf fengið að vera ég sjálf (segi þetta því ég veit að það er ekkert svo sjálfgefið). En málið er að fyrir um tveim árum fór ég í vinnuferð erlendis og kynntist þar ungum manni, íslenskum sem býr og starfar í borginni þar sem ráðstefnan sem ég sótti var haldin.
Hann bauðst til að sýna mér borgina sem ég þáði með þökkum enda hafði ég ekki komið þangað áður. Við náðum strax mjög vel saman en ég á yfirleitt gott með samskipti, er næm á fólk og tel mig vera mannþekkjara. Það kom mér samt nokkuð á óvart þegar ég fékk email frá þessum nýja vini mínum sem var bara svona almennt að þakka fyrir síðast, segja mér það helsta frá sinni heimaborg og hvernig ég hefði það. Ég svaraði póstinum og einhvernvegin þróaðist okkar samband þannig að við fórum að hafa samband á spjallinu en ég aðstoðaði hann við vinnutengt mál þar sem ég þekkti til og gat kippt í nokkra spotta fyrir hann. Hann kom í heimsókn þegar hann kom til Íslands og þáði matarboð hjá okkur. Tek fram að hann á kærustu og eftir því sem ég best veit er þeirra samband mjög gott. Við hjónin höfum líka farið saman í þeirra heimaborg og farið með þeim út að borða og á tónleika. Eins og ég sagði náum við mjög vel saman og getum spjallað endalaust þegar við byrjum og nú upp á síðkastið hefur spjallið okkar orðið að símtölum eða við tölum saman gegnum skype. Við reynum líka að hittast ef hann kemur til Íslands, ýmist á kaffihúsi eða heima hjá mér og við erum ekkert að hika við að knúsa hvort annað þegar við hittumst.
Kærastan hans hefur líka heimsótt okkur hjónin og við náum ágætlega saman. Fyrir mér þá er hann eins og einn af krökkunum mínum og mér dettur ekki í hug að tengja okkar samband við eitthvað kynferðislegt. Hann er ljúfur, einlægur, gott að tala við hann og hann hefur mjög góða nærveru eins og sagt er. Það er líka gott að eiga trúnaðarvin sem ekki tengist fjölskyldunni beint og fyrir hann er líka gott að geta talað við einhvern á íslensku um mál sem kærastan hefur ekkert endilega áhuga á en þau ensku, þó það sé ekki hennar móðurmál. Tek það fram að við erum ekki að ræða neitt sem tengist okkar samböndum eða einkamálum því tengdum enda erum við hvorugt í krísu hvað það varðar. 

En útgangspunturinn er þessi: Við eigum að vísu í trúnaðarsambandi en maðurinn minn og kærastan hans vita allt um það enda höfum við ekkert að fela. Ég fyrir mitt leiti hef aldrei farið í felur með þessa vináttu en fæ oft athugasemdir varðandi það sem ég læt nú oftast eins og vind um eyru þjóta. Hef líka alveg fengið að heyra að karl og kona geti aldrei verið bara vinir, það endi alltaf með kynferðislegu sambandi. Nokkuð sem ég er ekki sammála.

Nú langar mig að fá þitt álit er það rétt að karl og kona geti ekki verið bara vinir?
Og flokkast það sem framhjáhald að eiga trúnaðarvin af gagnstæðu kyni?

Bestu kveðjur G

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn G og takk fyrir að senda  þessa skemmtilegu hugleiðingu.

Þetta er áhugaverð hugleiðing og það er með þetta eins og annað að fólk hefur afar mismunandi skoðanir á því hvað er rétt og rangt þegar kemur að samböndum og samskiptum við aðila utan þeirra. Það sem einum þykir í lagi þykir öðrum óásættanlegt. Svarið liggur í raun innra með þér, eins og flest önnur svör gera. Hvernig líður þér með þetta vináttusamband? Hvað segir innsæið þér? Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ert að velta því fyrir þér hvort þetta er í lagi eða ekki? Svo má auðvitað taka þetta umræðuefni lengra og velta fyrir sér hvort það er eitthvað sem þú ert að fá útúr þessu sambandi sem þér þykir vanta í hjónabandinu. Ef svo er, væri þá hægt að breyta því?

Það ætti að vera fullkomlega eðlilegt að eiga vini af gagnstæðu kyni. Þeir sem líta svo á að það sé ekki í lagi, eru gjarnan að eiga við eigið óöryggi og eiga í erfiðleikum með að treysta. Það er engu að síður mjög skiljanlegt að mörgum líði þannig og ástæðurnar geta verið margar. Í þeim tilvikum sem fólk á erfitt með að treysta, koma upp mjög vondar tilfinningar þegar á það reynir og undirliggjandi ótti við höfnun getur valdið djúpstæðum sársauka sem mikilvægt er að vinna úr. Önnur sjónarmið hvað svona mál varðar snúa að þeirri staðreynd að sambönd eiga það til að þróast lengra þegar fólk er í miklum og nánum samskiptum, til dæmis á vinnustað.

Það er svo sjálfsagt að skoða hve langt svona vinátta getur gengið, hvað er í lagi og hvað ekki. Það getur þú ein ákveðið en í því samhengi er eðlilegt að taka tillit til skoðana maka okkar og ræða það vel hvað okkur líður vel með og hvað ekki. Ef makar okkar eru ósáttir við samskipti okkar við annað fólk, er mikilvægt að taka sjónarmið þeirra til greina og ræða vel saman um það. Eitt af mikilvægustu atriðum góðra sambanda er að leyfa makanum að hafa áhrif á sig og í svona mikilvægum málum þarft að skoða vel hvaða slagi maður tekur. Þú segist alltaf hafa fengið að vera þú sjálf og ég er sammála því að það er mjög dýrmætt að geta upplifað það, ekki síst í parasambandi.

Miðað við allt sem þú nefnir þá má segja að ákveðin lykilatriði séu til staðar sem eru mikilvæg að mínu mati. Hér eru nokkur atriði sem gætu skipt máli hvað þetta varðar og þú getur rennt í gegnum þau og athugað hvað þér finnst um þau og hvort þau eigi við í þínu tilviki: 

  1. Þér líður vel með samskiptin og þau samræmast gildum þínum um heiðarleika og virðingu.
  2. Þú treystir sjálfri þér til að meta hvað er rétt og rangt og setja skýr mörk ef þess þarf.
  3. Þú ert ekkert að fela fyrir maka þínum og ekki að ræða mál við aðra sem hann má ekki vita.
  4. Þið eruð hvorugt að leyna maka ykkar neinu.
  5. Makar ykkar eru fullkomlega meðvitaðir um samskiptin og umfang þeirra.
  6. Makar ykkar eru sáttir við samskiptin ykkar.

Eins og áður sagði þá eru mjög skiptar skoðanir á þessu og fljótt á litið væri best ef við værum öll traustsins verð og heiðarleg þegar kemur að svona málum, að við getum verið við sjálf og lifað innihaldsríku lífi án þess að ótti og óöryggi okkar eða annarra haldi okkur niðri. Reynslan sýnir okkur að því er ekki alltaf til að dreifa og því eðlilegt að ræða þessi mál. Á endanum þarf hver og einn að gera það upp við sig hvað honum líður vel með og ef við erum í parasambandi þá er eðlilegt að við berum virðingu fyrir sambandinu og séum fullkomlega heiðarleg og tillitsöm við maka okkar. Ég myndi segja að það væri mjög góður mælikvarði á stöðunni, ef þú getur farið yfir spurninguna og þessar hugleiðingar með manninum þínum og heyrt hvað hann hefur að segja. Ef hann er jafnsáttur og þú segir, þá er þetta hið besta mál og skoðanir annarra eru akkúrat það.. skoðanir annarra.

Með kærri kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Heldur bara reisn í munnmökum

21:00 „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

18:00 Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

15:00 Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

12:00 „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

09:00 Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

05:30 Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

Í gær, 23:00 „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

í gær Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

í gær Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

í gær Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

í gær „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

í gær Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

í fyrradag Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

15.11. Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

15.11. Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15.11. Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

15.11. Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

15.11. Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

15.11. Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

14.11. Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

14.11. „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »
Meira píla