Hvenær er best að stunda kynlíf?

Kynlíf í kaffitímanum ætti að vera nokkuð gott.
Kynlíf í kaffitímanum ætti að vera nokkuð gott. mbl.is/Thinkstockphotos

Algengt er að fólk stundi kynlíf á kvöldin en svo eru sumir sem vakna ekki almennilega fyrr en eftir einn stuttan. Besti kynlífstíminn fyrir gagnkynhneigð pör er þó hvorki á kvöldin né á morgnana heldur klukkan þrjú á daginn. 

Þessar mikilvægu upplýsingar koma fram á vef Women's Health en hormónasérfræðingur færir rök fyrir því af hverju kaffitíminn er sá hentugasti. Karlmenn eru líklegri til að standa sig líkamlega betur í rúminu fyrir hádegi vegna testósteróns. Hins vegar hækkar estrógenið seinna um daginn sem gerir þá betri tilfinningalega séð.

Seinni hlutinn er líka hentugur út frá líkamsstarfsemi konunnar, nánar tiltekið tíu dögum eftir egglos. Ef fólk stundar bara kynlíf einu sinni í mánuði ætti það samkvæmt sérfræðingnum að gera það það klukkan þrjú tíu dögum eftir egglos konunnar. 

Kynlífið er ekki endilega best á kvöldin.
Kynlífið er ekki endilega best á kvöldin. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál