Hvernig finnur þú sanna ást?

Þú ert búin til þess eins að elska. Ekki standa …
Þú ert búin til þess eins að elska. Ekki standa í vegi fyrir sannri ást í þínu lífi. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Marianne Williamsson er með áhugaverðar hugmyndir tengdar samskiptum fólks. Smartland hefur áður talað um 10 lífsreglur í hennar anda og ætlum nú að fjalla um leiðir hennar til að finna djúpa rómantíska ást. Hina/hinn eina sanna!

Margir eru að leita að einni manneskju til að fullkomna lífið, persónunni sem er systrasál þeirra og gerir lífið áhugaverðara og tilveruna eins og hún á að vera. 

Williamsson segir að í stað þess að biðja eða óska eftir þannig manneskju ættum við að biðja og vinna að því að verða þannig að við getum tekið á móti réttu manneskjunni. 

Sambönd taka ekki í burtu sársauka

„Sambönd taka ekki í burtu frá okkur sársauka, eða fylla tómarúm sem við erum með inni í okkur. Þess vegna er mikilvægt að biðja ekki um hluti sem við ráðum ekki við. Sá sem þú velur að deila lífinu þínu með á ekki að vera „hinn eini/hin eina rétta“. Það eru óskir sem egóið okkar gerir og egóið er ekki að fara að hjálpa til í samböndunum okkar. Sá sem þú ákveður að deila lífinu með, eiga rómantískar ástarstundir með aftur og aftur er aðili sem mun þroska þig og þú munt gera hið sama. Þetta verður félagi þinn og sambandið verður heilagt að því leytinu að þið komist í gegnum hlutina saman.“

Ef þú ert með mikið af sárum úr fortíðnni getur sá sem þér er ætlað að eyða lífinu með ýft upp gömul sár og þú því ekki hæfur/hæf til að njóta augnabliksins með þeim aðila.

Þú ert vandamálið í samböndunum þínum sem ganga ekki upp, því þú berð einungis ábyrgð á þér, ekki öðrum.

Ástin á ekki að taka okkur frá öðrum eða láta …
Ástin á ekki að taka okkur frá öðrum eða láta okkur finnast við sérstök, heldur eigum við öll í okkur ást. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Froskurinn sem breytist í prins

Hin týpíska rómantíska saga um prinsessuna sem kyssir froskinn, sem seinna breytist í prins, lýsir sambandi þar sem ástin sigrar allt að hennar mati. Þar sem fólk breytist í sína bestu mynd. Slíkt er ekki gert með því að breyta öðrum, rífast í fólki eða laga það. 

Heiðarleiki, auðmýkt og það að vera berskjaldaður er undirstaða þess að við getum elskað og verið elskuð. Góð sambönd eru ekki alltaf auðveld, en þau eru eins og þau eru, ekki eins og eitthvað annað sem við þekkjum. Innan slíkra sambanda eru rifrildi, ágreiningar og fleira en allt slíkt eflir sambandið en brýtur það ekki í sundur. 

Williamson segir að hún hafi eitt sinn haft par í ráðgjöf hjá sér sem hafði ákveðið að skilja. Eiginmaðurinn var mjög reiður og hún spurði af hverju ertu svona reiður? Eiginmaðurinn svaraði: „Ég er ekkert reiður, það er ekkert að hjá mér.“ Það er augljóst að þú ert reiður og þú getur annaðhvort lagt reiði þína fram af hreinskilni eða byrgt hana inni og látið hana skemma. Ég er ekki að reyna að ná ykkur saman aftur, heldur hjálpa ykkur að skilja hvort annað sagði hún. Hann sagði: „Konan mín vill gera allt eins og henni hentar, hún kann ekki að vera í sambandi. Ef við gerum ekki allt eins og hún vill þá er það ekki gert.“

Ég áttaði mig ekki á þessu

Loksins kom heiðarleikinn fram. Eiginkonan svaraði: „Ég áttaði mig ekki á þessu, takk fyrir að segja mér.“ Parið fór heim. Hætti við að skilja og byrjaði að venja sig á að vera heiðarleg við hvort annað. Bældu tilfinningarnar sem komu fram hjálpuðu til við að koma þeim nær. Rifrildi eru ekki slæm, þau geta verið eðlileg. Öll sambönd þurfa að hafa stað fyrir rifrildi, fólk verður að fá að geta tjáð sig og á ekki að skilja vegna rifrildis. 

Sambönd þurfa að hafa heilandi afl á tilfinningar, þar má vera reiður og þar má greiða úr flækjum.

Sumir halda að ástin sé bara fyrir suma. Útiloka sig …
Sumir halda að ástin sé bara fyrir suma. Útiloka sig frá henni og loka hjartanu. Aðrir eru opnir fyrir ástinni alls staðar. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Maðurinn sem fór í ástar-vímu í byrjun sambanda

Williamson sagði að hún hefði verið með aðila í ráðgjöf sem var háður því að byrja í nýjum samböndum. Hann komst í ákveðna vímu þegar sambönd voru að byrja en missti svo áhugann þegar hann kynntist konum betur og sá að þær hefðu ekki bara sterkar hliðar heldur einnig viðkvæmar hliðar. 

„Hann kunni að ná til kvenna, vissi hvað hann ætti að segja við þær og gerði þennan hluta af sambandinu vel. Hins vegar hafði hann ekki hæfni til að fara lengra inn í sambönd.“

Það sem Williamson sagði að væri áhugavert við svona sambönd er að það þarf alltaf tvo til. „Við berum ábyrgð því kerfin okkar eru búin til fyrir ákveðin samskipti. Þú getur aldrei tekið á móti orku í lengri tíma sem er önnur orka en þín orka. Ef þú lendir oft í þessum tegundum af mönnum þá ertu líklega ekki tilbúin í meiri skuldbindingu sjálf,“ segir hún.

Mjög oft eru tveir tilfinningalega fjarlægir aðilar að dansa ákveðinn dans í svona samböndum. Því það hefur ekkert áhrif á okkur nema að það tali við það kerfi sem við erum forrituð eftir.

Það er ekki neinum til góðs að við gerum okkur …
Það er ekki neinum til góðs að við gerum okkur lítil og teljum okkur ekki eiga neitt gott skililð. Biddu um breytingar innan frá og heimurinn breytist í takt við nýja sjón þína á honum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Hvernig breytir þú þér?

Þess vegna er það eina sem þú getur gert að breyta þér og opna þig til að geta tekið á móti því að vera í sambandi með heiðarlegum áreiðanlegum einstaklingi sem mun halda áfram að þroska þig í lífinu. 

Það sem þú gerir í þessari vinnu er að játa það að þú getur breyst. Þú játar að þú hafir trú á því að það sé til eitthvað sem inniheldur meiri ást en þú gerir, hvort sem þú kallar það Guð, æðri mátt eða kærleika. Þú biður um að vera opin fyrir ást, kærleika og breytingum í lífinu og heldur áfram að biðja stöðugt, gera og breyta þangað til þú ert komin/kominn á þann stað að þú getur tekið á móti sannri ást.

Meira um þetta í bókinni Return to Love.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál