Enn að jafna sig eftir framhjáhaldið

Konan er ekki búin að jafna sig eftir að maðurinn …
Konan er ekki búin að jafna sig eftir að maðurinn hennar hélt fram hjá henni. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég er 30 ára gömul kona og hef verið með eiginmanni mínum í 11 ár. Við eigum þrjú börn saman og vinnum bæði fulla vinnu. Fyrir þremur árum hélt hann fram hjá mér með fyrrverandi kærustu úr skóla. Við hættum saman í sjö mánuði og byrjuðum svo saman aftur, en nú vekur hugmyndin um kynlíf með mér andstyggð. Ég veit ekki hvað er að mér eða hvernig ég á að laga þetta. Ég veit ekki hversu mikið lengur hann mun þola þetta,“ skrifar óörugg eiginkona og leitar ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian 

„Eiginmaður þinn elskar þig greinilega fyrir margt annað en kynlíf. Og þú átt það skilið að fá tíma til að jafna þig eftir áfallið þegar þú komst að framhjáhaldinu. Það er ótrúlega algengt að kynlíf kveiki ekki í svikna aðilanum, og eiginmaður þinn þarf að skilja það. Hann þarf einnig að vera þolinmóður, stuðningsríkur og þarf að leggja hart að sér til þess að endurbyggja traustið. Það er óheppilegt að þér virðist líða eins og andstyggð þín sé röng og þú þurfir að koma til móts við hann þrátt fyrir það,“ skrifar ráðgjafinn og ráðleggur henni að reyna að segja honum að hún þurfi tíma og geti ekki látið eins og ekkert hafi gerst. 

Hugmyndin um kynlíf vekur andstyggð hjá konunni.
Hugmyndin um kynlíf vekur andstyggð hjá konunni. mbl.is/Thinkstockphotos

„Biddu síðan sérstaklega um það sem þú þarft, hvað sem það gæti verið. Kannski þarf hann að vera meira traustvekjandi, að snerta þig meira á ókynferðislegan hátt, að taka frá eitt kvöld í viku til þess að fara út án barnanna? Hvað sem það er, greindu nákvæmlega frá þörfum þínum og kenndu honum að koma fram við þig eins og þá sérstöku aðlaðandi konu sem þú ert.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál