Einhleypt fólk hjálpsamara

Einhleypt fólk er líklegra til að bjóða fram aðstoð sína …
Einhleypt fólk er líklegra til að bjóða fram aðstoð sína en þeir sem eru í hjónabandi. mbl.is/Pexels

Niðurstöður rannsóknar sem birtist árið 2016 í Journal of Social and Personal Relationships gefa til kynna að einhleypt fólk sé líklegra til að eiga í meiri samskiptum við annað fólk en þeir sem eru í hjónabandi. Þessir einstaklingar eru líklegri til að vera virkari í samfélaginu og láta gott af sér leiða.

Þeir eru einnig líklegri til að vera í betra sambandi við foreldra sína, systkini sín, nágranna og vini en gift fólk. Þeir eru einnig líklegri til að bjóða fram hjálp sína og þiggja aðstoð frá öðrum. Rannsóknin miðaði að því að sannreyna þá goðsögn að einhleypt fólk sé einangraðra og óhamingjusamara en fólk í samböndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál