Ertu að bugast úr skömm?

Það sem eyðir borinni skömm er kjarkur til að tala …
Það sem eyðir borinni skömm er kjarkur til að tala um hana. mbl.is/Thinkstockphotos

Berglind Magnúsdóttir, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, fjallar um skömm í nýjum pistli sínum. Berglind útskýrir birtingarmyndir skammar og segir að það sem viðhaldi borinni skömm sé óttinn við að tala um hana. 

„Skömm er tilfinning sem flestum finnst erfitt að tala um. Skömmin hefur verið áberandi á síðustu misserum í #Me Too-byltingunni þar sem kjarkaðir einstaklingar víða um heim tóku kærleiksríkt skref gagnvart sjálfum sér og ögruðu skömminni. Skömm er þó ekki alslæm þó svo upplifunin af henni sé ekki beinlínis góð. Skömmin kennir okkur [að þekkja] rétt frá röngu, hún minnir okkur á að við erum mannleg og fullkomlega ófullkomin. Þegar við erum í jafnvægi þá upplifum við okkur til jafns á við aðra og sýnum okkur sjálfsskilning í ófullkomleika okkar. Skömmin sem talað er um í #Me Too-byltingunni er skömm af öðrum toga og verður til í óheilbrigðum samskiptum, ekki einungis þar sem kynferðisleg brot hafa átt sér stað,“ segir Berglind. 

„Sú skömm er borin frá öðrum, tilfinning sem er ekki okkar að bera heldur þeirra sem brutu gegn okkur. Borna skömmin getur haft veruleg áhrif á líðan okkar og upplifun. Afleiðingin af því að bera skömm annarra birtist í því sem við getum kallað að detta „einn niður“ eða að fara „einn upp“ í virði. Að detta einn niður í virði birtist í samskiptum, okkur líður raunverulega eins og við séum ekki jafnmikils virði og aðrir. Birtingarmyndirnar eru til dæmis að draga sig í hlé, fela sig, þagga niður í sér, eiga leyndarmál, gagnrýna sig á neikvæðan hátt, hafna sér og rík löngun til að friða og þóknast öðrum. Þessi tilfinning getur líka leitt af sér að okkur finnist við vitlaus og óáhugaverð. Afleiðingin getur verið sú að við einöngrumst og leitum jafnvel í eitthvað til að deyfa vanlíðanina, til dæmis með lyfjum, áfengi, mat, sælgæti, tölvunotkun o.s.frv. Borin skömm vill fara í felur, vill ekki láta opinbera sig og vill alls ekki taka pláss.

Birtingarmyndir að vera „einn upp“ í virði er þegar við reynum að bregðast við eigin skömm með hroka og yfirlæti, öðlast vald yfir öðrum, erum árásargjörn, dæmum aðra, tölum illa um aðra, upplifum okkur meira virði en aðrir og notum þannig hroka og dómhörku til að verjast eigin skömm. Það sem viðheldur borinni skömm er ótti við að tala um hana, við teljum okkur bera ábyrgðina og eigum í erfiðleikum með að tengjast tilfinningum okkar. Það sem eyðir borinni skömm er kjarkur til að tala um hana, sjálfsskilningur og mildi í eigin garð, þekking á sögu sinni og tengsl við tilfinningarnar hverju sinni.“

Berglind Magnúsdóttir er ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu ásamt Valdimari Þór …
Berglind Magnúsdóttir er ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu ásamt Valdimari Þór Svavarssyni. mbl.is/Kristinn Magnúsosn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál