Ertu dyramotta í sambandinu?

Nærandinn getur tekið að sér öll störfin á heimilinu án …
Nærandinn getur tekið að sér öll störfin á heimilinu án þess að blása úr nös. En svo þegar makinn fjarlægist þá myndast gremja hjá honum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Nýverið fjölluðum við um Deidre sem lenti í því að Mac sagði henni upp með texta-skilaboðum. Þau höfðu búið saman í nokkur ár og höfðu verið að undirbúa framtíðina saman. Mac hafði beðið Deidre um að giftast sér en á átta klukkustundum hafði hann flutt út af heimilinu eins og hann hefði aldrei verið til í lífi Deidre.

Svo heppi­lega vildi til að Dei­dre var með ráðgjaf­ann Monica Parikh sem er al­fróð um ást­ina. Svo fróð að hún rek­ur skóla um ást­ina í New York borg, School of Love NYC.

Monica Parikh er lögmaður, rit­höf­und­ur og sam­bands­markþjálfi sem hef­ur það að mark­miði að efla kon­ur til að verða besta út­gáf­an af þeim og laða til sín heil­brigða, ást­ríka ein­stak­linga. 

Parikh lýs­ir mál­um Dei­dre og Mac í grein á Mind­Bo­dyGreenÞessi grein er önnur af fimm greinum um málið. 

„Deidre var í þessu klassíska mynstri að gefa of mikið af sér. Fyrstu mánuðina í sambandi þeirra Mac hafði hún eldað gómsætan mat einu sinni í viku fyrir hann. Hún grillaði dýrindis lax og bar fram með kartöflumús. Mac elskaði eldamennsku hennar og færði henni blóm og vínflösku þegar hún eldaði fyrir hann. Þakklæti hans fyllti hjartað hennar af ást og hamingju.

Fyrst Mac var svona hrifinn af eldamennsku ákvað hún að elda oftar fyrir hann. Hún ákvað að elda ofan í hann góðan mat sex daga vikunnar. Af þeim sökum hætti hún að mæta í jóga, hún missti af bókaklúbbnum sínum fjóra mánuði í röð. Vinkonurnar skildu ekkert í því hvar hún væri og spurðu hvort jörðin hefði gleypt hana? Hún setti alla athygli sína inn í sambandið.

Það er kannski ekki að undra að blómin hurfu og vínflöskurnar einnig. Í eitt skiptið leyfði Mac sér jafnvel að kvarta yfir því að forrétturinn væri of þurr!

Þau höfðu ekki farið á almennilegt stefnumót í mánuði. Enda ekki nauðsynlegt að fara út þegar eldhúsið heima var eins og besta veitingahús. Deidre var upptekin við að kaupa inn á heimilið, elda, þrífa og þjónusta Mac. Á sama tíma var hún eins og pottur á pönnunni, að sjóða upp úr af vanlíðan og gremju.

Allt það sem Mac hafði heillast af í byrjun við Deidre var horfið. Í staðinn hafði hann fengið móðurlega kærustu sem reyndi að stjórna með því að vera góð, en þess á milli missti hún sig. Hún velti fyrir sér hvert prinsinn hennar hefði farið? En allt sem hún gerði fyrir Mac var gert meira af skyldurækni heldur en af ást.“

Það dýrmætasta í þessu lífi erum við sjálf. Enginn getur …
Það dýrmætasta í þessu lífi erum við sjálf. Enginn getur elskað þig eins og þú getur. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Parikh leggur það í vana sinn þegar hún vinnur með fólki að byrja á því að spyrja það um hvernig sambandssagan hljómar. Síðan spyr hún út í fjölskyldusöguna vegna þess að vanalega er hægt að rekja óánægja í samböndum til óheilbrigði í uppeldi eða tengslum við foreldra. 

„Móðir Deidre var óstöðug í skapi. Það var ómögulegt fyrir hana sem barn að átta sig á því hvort mamma hennar yrði í góðu skapi eða vondu skapi á degi hverjum. Faðir hennar notaði flótta til að fást við þessa áskorun og vann sig út úr erfiðleikunum með því að vera alltaf í vinnunni sjálfur. Deidre vandi sig á að ganga á eggjaskurn heima fyrir til að æsa ekki móður sína upp. Reyndi að vera „fullkomin“ fyrir mömmu sína, að biðja ekki um skapaðan hlut og standa sig alltaf vel í öllu svo foreldrarnir myndu gefa henni athygli. Af þeim sökum var hún með frábærar einkunnir, hún þreif og eldaði heima og passaði upp á systkinin sín. Hún fann aldrei virðingu fyrir það að vera bara, heldur að gera.

Sem fullorðinn einstaklingur í sambandi setti hún langanir maka síns fram yfir sínar eigin. Hún gaf of mikið inn í sambandið, með þá hugmynd í undirmeðvitund sinni að þannig myndi hún fá þá ást og hlýju sem hana skorti. Þegar Mac byrjaði að fjarlægjast hana smátt og smátt, kom upp gremja, tilfinningar sem voru hliðarafurð þess að hún hafði tekið ákvörðun um að hætta að hugsa um sig og hætt að setja heilbrigð mörk í sambandinu. 

Konur sem eru á þennan veg hafa tilhneigingu til að laða til sín óþroskaða maka, sem hafa ekki getuna til að taka ábyrgð á sjálfum sér. Ef þær ná sér í sjálfstæða menn þá verður móðurlegt eðli þessara kvenna til vandræða í sambandinu.

Regla dagsins er því einföld: Ást krefst þess ekki að við gerum hluti, heldur að við séum. Svo nýttu tímann þinn í að vera besta útgáfan af þér!

Ef þú hefur tilhneigingu til að gera of mikið inn í samböndum, skoðaðu þá eftirfarandi atriði:

 1. Vertu meðvituð

„Ef þú hefur tilhneigingu til að gefa of mikið í samböndum, gerðu þá ráðstafanir til að æfa þig í að tengjast fólki á annan hátt. Að gefa of mikið gefur vísbendingu um lítið sjálfstraust. Það býður ósjálfrátt vanvirðingu og slæmri hegðun inn í sambandið.“

2. Horfðu á hvað þú ert að fá til baka

„Þegar spenningur myndast í samböndum langar suma að gefa meira. Hér þarftu að fara varlega. Horfðu á hvað þú ert að fá til baka. Stígðu til baka ef jafnvægið á milli þess að gefa og taka inn í sambandinu er ekki 50/50. Vertu vakandi. Hefur kærasti eða maki þinn áhuga á þörfum þínum?“

3. Eyddu 75% af tímanum í þig

„Sambönd eru hluti af lífinu, en ekki lífið sjálft. Haltu þér við þín eigin markmið. Metnaður, það að vinna í sér og einbeiting þykir eftirsóknavert fyrir fólk sem er stöðugt inn í samböndum.“

4.  Meðvitað fólk vill ekki fá neitt gefins í samböndum

„Heilbrigðir einstaklingar vilja taka ábyrgð í samböndum og hafa áhuga á að mæta þér og þínum löngunum í samböndum. Ef kærasti þinn eða maki vill fá vissa hluta út úr sambandinu en hikar við að gefa þá gæti verið að þú sért að hitta aðila sem notfærir sér aðra í samböndum, óþroskaðan einstakling sem leggur á flótta ef eitthvað kemur upp á sem er erfitt að hans mati. Til að meta þetta atriði, er mikilvægt að stíga til baka og setja athyglina aftur á þig. Sumir þurfa bara smávegis tíma áður ein þeir fatta þetta, aðrir láta sig bara hverfa þegar þjónustan verður af skornum skammti í sambandinu. Ef þinn maki er sá síðarnefndi vertu þá bara þakklát fyrir það þegar hann fer.“

5. Sýndu þér sjálfri ást

Í næstu grein verður farið yfir hvernig Mac var alinn upp, sem veldur því að erfitt er að stóla á hann sem fullorðinn einstakling í samböndum.

Skól­inn sem Monica Parikh rek­ur heit­ir School of Love NYC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál