Ástæðan fyrir því að sum pör eiga ekki séns

Katie Holmes og Tom Cruise voru innileg á rauða dreglinum …
Katie Holmes og Tom Cruise voru innileg á rauða dreglinum árið 2002 en það fór þó ekki vel hjá þeim. AFP

Sum sambönd eru einfaldlega dauðadæmd frá byrjun. Nei, ástæðan er ekki endilega of mikill aldursmunur eða af því konan er hávaxnari eins og í tilviki Tom Cruise og Katie Holmes. Ástæðan er frekar sú að fólk sýnir of mikla ástríðu. 

Women's Health greinir frá rannsókn þar sem fylgst var með 168 pörum á 13 ára tímabili. Í ljós kom að þau pör sem sýndu hvort öðru óvenjumikla ástúð voru líklegri til að hætta saman. 

Sérfræðingur segir í greininni að ástríða sem þessi verði vandamál þegar hún er eina tengingin eða aðaltengingin í sambandinu. Hveitibrauðsdagarnir endast ekki endalaust og þegar samband er aðallega byggt á líkamlegum áhuga koma upp vandamál þegar á líður. 

Einnig getur þörfin fyrir að sýna ástúð sína í gríð og erg verið vegna þess að eitthvað skortir í sambandinu. „Einstaklingar geta fundið þörf til þess að sýna öðrum eða jafnvel maka sínum að allt sé í lagi og sönnun þess er í of mikilli ástúðlegri hegðun.“

Tom Cruise og Katie Holmes árið 2005.
Tom Cruise og Katie Holmes árið 2005. BORIS HORVAT
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál