Líklegri til að skilja ef brúpkaupið er dýrt

Brúðkaup Harry og Meghan kostaði heilan helling en ætli það …
Brúðkaup Harry og Meghan kostaði heilan helling en ætli það endist? AFP

Rándýr trúlofunarhringur gerir ekki hjónbandið betra né fínt kampavín í veislunni eða sérsaumaður brúðarkjóll. Hagfræðiprófessorarnir Andrew Francis-Tan og Hugo M. Mialon komust að því að kosnaðarsamt brúðkaup geti aukið líkur á skilnaði seinna meir. 

Independent greinir frá því að fræðimennirnir rannsökuðu þrjú þúsund hjón og kom í ljós að líklegra var að hjón skildu ef eytt var háum upphæðum í trúlofunarhring. Það sama mátti segja um brúðkaupin sjálf. Hjónabandið var líklegra til að endast ef eytt var minna í brúðkaupið. 

Kostnaðarsöm brúðkaup eru ekki það eina sem eykur líkur á því að fólk skilji eins og félagarnir komust að. Ef útlit hefur eitthvað með það að gera hvort að fólk giftir sig er líka meiri líkur á því að fólk skilji. 

Dýr trúlofunarhringur er ekki endilega það sem gerir hjónabandið gott.
Dýr trúlofunarhringur er ekki endilega það sem gerir hjónabandið gott. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál