Hvernig breytir hjónaband þér?

George Clooney og Amal Clooney giftu sig á Ítalíu 2014.
George Clooney og Amal Clooney giftu sig á Ítalíu 2014. AFP

Það er óneitanlega stór ákvörðun þegar fólk ákveður að ganga í hjónaband. Niðurstöður nýrrar rannsóknar gefa til kynna að einstaklingar gangast undir töluverðar breytingar á fyrstu 18 mánuðum hjónabands. Þar má helst nefna að fólk verður ósamvinnuþýðara og óviðkunnanlegra þegar líður á hjónabandið.

Rannsóknin náði til 169 gagnkynhneigðra hjóna, en litið var inn til þeirra þrisvar sinnum á sex mánaða fresti. Rannsakendur báðu þátttakendur að meta persónuleikaeinkenni sín með tilliti til fimm þátta. 

Niðurstöðunum má skipta í tvennt, jákvæðar og neikvæðar. Karlmenn urðu almennt samviskusamari með tímanum og hjá konum minnkaði kvíði, þunglyndi og reiði. Neikvæða hliðin var sú að bæði karlar og konur urðu óviðkunnanlegri og ósamvinnuþýðari.

mbl.is/Pexels

Það sem áhugavert þykir er að niðurstöðurnar breyttust ekki ef tillit var tekið til aldurs, lýðfræði, hversu lengi parið hafði búið saman áður en það giftist, ánægju með hjónabandið, fjölda barna eða hversu lengi parið hafði verið saman áður en það gifti sig. Galli rannsóknarinnar er helst sá að aðeins voru rannsökuð hjónabönd karla og kvenna og því aldrei að vita hvaða áhrif öðruvísi hjónabönd hafa. 

„Ég held að niðurstöðurnar varpi ljósi á það að hjónaband er spennandi tími fyrir pör en líka tími þar sem fólk þarf að aðlaga sig að breyttum aðstæðum, auknum tengslum og í sumum tilvikum að sætta sig við að hugmyndin um hjónaband er ekki endilega það sama og raunverulegt hjónaband,“ sagði Justin Lavner, aðstoðarprófessor í sálfræði við Háskólann í Georgia, en hann leiddi rannsóknina. 

mbl.is/Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál