Lærðu að setja mörk

Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og samskiptaráðgjafi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og samskiptaráðgjafi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hef lesið hinar ýmsu greinar sem fjalla um mikilvægi þess að setja mörk eða ákveðnar línur í samskiptum til að tryggja virðingu þína og annarra í leiðinni fyrir þér og því hver þú ert. Sumum reynist afar auðvelt að setja sjálfum sér og öðrum mörk en svo eru það hinir sem vilja halda friðinn við allt og alla en ganga á sjálfa sig þess í stað og líðan þeirra er oft slæm og þeir búa allt of oft við kvíðaröskun og vanlíðan vegna meðvirkniviðbragða sinna,“ seg­ir Linda Bald­vins­dótt­ir, sam­skiptaráðgjafi og markþjálfi, í sín­um nýjasta pistli:

Og svona rétt til að minna aðeins á algengar birtingamyndir meðvirkninnar þá eru þær t.d. að það má ekki tala um vandamálin nema þú viljir hætta á það að vera „partýpuberinn“ í fjölskyldunni eða vinahópnum, og þú átt á hættu að fá reiði eða hunsun frá þeim sem staðið getur yfir í mislangan tíma. Eins er ekki smart að tala um tilfinningar sínar, þær á að loka á og ekki sýna né tala opinskátt um. Samskipti eiga að vera óbein og gjarnan að fara fram í gegnum þriðja aðila. Best er að vera óaðfinnanlegur út í frá og hafa alltaf rétt fyrir sér, því að allt annað ber vott um veikleika. Ekki vera heldur of upptekinn af þér, sjálfselska er nefnilega leiðinleg og því hrósum við helst ekki, og við viljum ekki heldur að aðrir tali um kosti sína og afrek. Eins er afar algengt að það eigi að gera eins og ég segi, en alls ekki eins og ég geri, og við ruggum ekki bátnum undir neinum kringumstæðum því að allt þarf að lúkka svo vel út í frá.

En aftur að þeim mörkum sem við setjum fyrir líf okkar og hver eðlileg mörk samskipta eru samkvæmt skilgreiningu Johnson State College í Vermount. Samkvæmt þeirra skilgreiningu eru mörk tilfinningalegt og líkamlegt bil á milli þess hvar þú sem persóna endar og annar byrjar og öfugt. Þetta er lína sem við setjum og leyfum engum að fara yfir vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem gætu myndast við að stigið sé yfir hana. Við þurfum nefnilega að fá að vera við sjálf.

Mörk eru sem sagt óskrifaðar reglur sem þeir sem eru í samskiptum við okkur þurfa að bera virðingu fyrir, og þeir þurfa að gefa okkur það tilfinningalega og líkamlega bil sem við þurfum án þess að verða fyrir pressu um sveigju frá þeim reglum af þeirra hálfu. Tilfinningalegt, munnlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi eru atriði sem eru skilyrðislaus brot á mörkum einstaklinga og ætti alltaf að taka föstum tökum. 

Heilbrigt tilfinningalegt og líkamlegt bil þarf að vera á milli aðila til að forðast að aðilarnir verði of tengdir og háðir. Heilbrigð tilfinningaleg og líkamleg nánd er þó nauðsynleg til að mynda sterk tengsl í góðum vina- og ástarsamböndum en jafnvægi í samskiptum þarf að ríkja á milli aðilanna.

Skýr heilbrigð mörk gefa okkur frelsi til að vera við sjálf án þess að hömlur séu lagðar á okkur varðandi hugsanir okkar, tilfinningar, framkvæmdir og fleira. Heilbrigð mörk eru það sem gefur okkur og öðrum öryggi og vitneskju um hver við erum og eins skylda þau okkur til að hugsa vel um okkur og vernda.

Mörk gefa okkur leyfi til að vera meira af því sem við viljum vera en minna af því sem við viljum ekki vera.

Ef mörkin eiga að virka þurfa þau að vera sönn og rétt fyrir okkur fyrst og fremst og við þurfum að standa á þeim.

Það sem við græðum á því að setja mörk er fyrst og fremst að við stuðlum að eigin heilbrigði og þeirra sem í kringum okkur eru. Frelsi frá vondri hegðun annarra, ótta og sársauka.

Eins ber fólk virðingu fyrir þeim sem setja mörk fyrir líf sitt og okkar eigið virði eykst þegar við stöndum með okkur og þeim mörkum sem við setjum.

Þar sem mörk eru hins vegar ekki virt má gjarnan sjá að allir verða að vera eins, enginn má skera sig úr og allir gera allt á sama hátt. Ekkert rými er fyrir sjálfstæðar hugsanir og tilfinningar og þær gjarnan litnar hornauga.

Þær aðstæður sem algengt er að setja þurfi sterk mörk við eru þar sem reiðiviðbrögð eru algeng nálgun í stað umræðna, eða þar sem óviðeigandi orð eru notuð og þar sem gagnrýni á okkur sem persónur eða lítillækkun á annan hátt er notuð. þar sem það er talið sjálfsagt að ekki sé sagt nei í hinum ýmsu aðstæðum þarf að læra að segja nei – og standa síðan við það. Eins þarf stundum að setja mörk í sambandi við peningamál eða umönnun af ýmsu tagi og það eiga þeir sem meðvirkir eru oft afar erfitt með.  

Og ef við erum ekki alveg með þetta allt á hreinu og þurfum að læra að setja okkur sjálfum eða öðrum mörk þá skulum við lofa okkur því að standa við þau mörk sem við lærum að setja hversu erfitt það þó stundum reynist, en munum þegar freistingin til að slaka á þeim er mikil að þessi mörk voru sett til að vernda okkur með einhverjum hætti og aðra stundum í leiðinni. 

Að endingu elskurnar skulum við muna að það sem lítillækkar okkur, lætur okkur líða illa, þar sem við þurfum að læðast og passa okkur á því að halda öðrum en okkur góðum eru ekki góð samskipti, og undir öllum kringumstæðum þurfum við að setja mörk inn í þær aðstæður til að okkur geti liðið vel í eigin skinni.

Og ef þið þurfið aðstoð við að setja mörk inn í aðstæður lífs ykkar þá er ég eins og ætíð aðeins einni tímapöntun í burtu.

Þar til næst elskurnar,

xoxo

Ykkar Linda

mbl.is

Bækur sem Obama vill að þú lesir í sumar

15:00 Barack Obama mælir með sex bókum til að lesa í sumar. Hann ferðast nú til Afríku í fyrsta skipti síðan hann lét af embætti.   Meira »

Blóm og blúndur í sumar

12:00 Smartland vekur athygli á blómum og blúndum í sumar. Líkt og Stella McCartney boðaði í vor þá er kominn tími fyrir gamla brúðarkjólinn. Bikiní með blómum og ljósa kjóla með ljósum sokkabuxum. Meira »

Ekkert að því að vera með bólur

09:00 Samfélagsmiðlastjarnan Em Ford er með fullt af bólum og er ekkert að fela það. Ford skilur ekki af hverju fólk þurfi að birta hatursfullar athugasemdir við myndir af fólk með bólur. Meira »

Gift en langar í yfirmanninn

06:00 „Ég er hrifin af nýja yfirmanni mínum. Við erum svipað gömul, við erum bæði gift og eigum börn. Á góðum degi er hjónaband mitt la la. Fyrir nokkrum árum hélt eiginmaður minn fram hjá með samstarfsfélaga og það hefur verið erfitt.“ Meira »

Undir frönskum og japönskum áhrifum

Í gær, 23:59 Emmanuelle Simon er einn áhugaverðasti innanhúsarkitektinn um þessar mundir. Hún er fædd í Suður-Frakklandi og er að byrja að vekja athygli fyrir einfalda og fallega hönnun þar sem smáatriðin eru aðalatriðið. Tímalaus hönnun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Meira »

Sunneva og stjörnurnar elska bert á milli

Í gær, 21:00 Það eru ekki allir hrifnir af bert á milli tískunni en þó má finna fjölmargar stjörnur sem greinilega elska að klæðnaðurinn sé kominn aftur í tísku. Í sumar hafa allt frá íslenskum samfélagsmiðlastjörnum til stjarnanna í Hollywood sýnt á sér magavöðvana í stuttum bolum. Meira »

Er svo alvörugefin!

Í gær, 18:00 Kona biður um ráð þar sem hún er komin með leið á sér. Hvað gerir maður þegar maður er að verða versta útgáfan af sér? Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi gefur ráð. Meira »

Svona bjó Elizabeth Taylor

í gær Hús sem leikkonan Elizabeth heitin Taylor keypti með öðrum eiginmanni sínum, Michael Wilding, árið 1953 er komið aftur nú til sölu og kostar vel yfir einn og hálfan milljarð. Meira »

Er ég góð systir?

í gær Heilagt samband kvenna er viðfangsefni þessarar greinar. Hvernig konur geta verið konum bestar. Búið til rými fyrir hvor aðra til að vaxa og dafna með ást að leiðarljósi. Ást frelsar. Hún er kærleiksrík rödd á ögurstundu sem segir, velkomin inn í líf mitt. Þú ert konan sem ég hef beðið eftir. Röddin sem hvíslar: Þú ert nákvæmlega sú sem þú átt að vera. Dagurinn í dag er gjöf! Ekki gjald. Meira »

Svona notar ofurfyrirsætan brúnkusprey

í gær Rosie Huntington-Whiteley byrjar að undirbúa húðina degi áður en hún á að mæta á opinbera viðburði. Brúnkusérfræðingur hennar fór yfir málið. Meira »

Yngingarmeðal Berry ekkert leyndarmál

í gær Halle Berry er 51 árs en hefur að undanförnu vakið athygli fyrir að bera aldurinn sérstaklega vel. Berry fann ekki leynilegan æskubrunn heldur drekkur kjötsoð Meira »

Kaffi ekki alltaf lausnin

í fyrradag Ef þú ert einn af þeim sem heldur að áhrifin af áfengi minnki við einn kaffibolla ert þú á villigötum.   Meira »

4 ástæður fyrir píkufnyk

í fyrradag Píkan á ekki að lykta eins og rósarunni en þó getur stundum verið ástæða fyrir því að píkan lyktar öðruvísi en vanalega.   Meira »

Sóli Hólm í fantaformi á Spáni

í fyrradag Fjölmiðlamaðurinn Sóli Hólm er fantaflottur á Spáni um þessar mundir, en hann hefur lagt hart að sér í ræktinni síðan hann losnaði við krabbamein. Meira »

Myndarlegustu rauðhærðu Íslendingarnir

20.7. Á dögunum birti Smartland lista yfir frægar rauðhærðar stjörnur. Íslendingar þurfa þó ekki að leita alla leið til Hollwood til þess að finna fallega rauðhærða Íslendinga enda nóg af rauðhærðu fólki á landinu. Meira »

Náðu lúkkinu: Litrík sumarförðun

20.7. Ís­lenskt teymi gerði á dög­un­um myndaþátt fyr­ir tísku­tíma­ritið ELLE í Serbíu en Snyrtipenninn fer hér yfir öll helstu trixin á bak við förðunina og hárgreiðsluna. Meira »

Stigu fram eftir brjóstakrabbamein

20.7. Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem flestar konur fá. Fjölmargar stjörnur hafa opnað umræðuna um krabbameinið eftir að hafa glímt við það sjálfar. Meira »

Enn þá fáránlega svalt 40 árum seinna

20.7. Flíkur með einni ermi hafa verið vinsælar frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Hver man ekki eftir myndum frá Studio 54 frá þessum tíma í New York? Þar sem konurnar voru með stórt hár og aðra öxlina frjálsa. Meira »

Eiginmaðurinn stakk af með vinkonunni

19.7. „Þegar vinkona mín missi eiginmann sinn gladdist ég yfir því að eiginmaður minn, píparinn, gat hjálpað henni. Ég hefði aldrei trúað því að hún myndi stela honum.“ Meira »

Kynfræðsla 21. aldarinnar

19.7. Samkvæmt New York Times er kynfræðsla 21. aldarinnar komin á Instagram. Cycles & Sex er síða sem færir lesendum sínum alla þá fræðslu sem þeir ekki fengu í skóla að mati stofnenda síðunnar. Meira »

Er ég svona skelfilega leiðinleg?

19.7. Kona sendir inn bréf sem snýst um áhuga hennar á að eiga góða vini. Henni semur vel við vini sína en þeir hafa lítið samband. Meira »