Lærðu að setja mörk

Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og samskiptaráðgjafi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og samskiptaráðgjafi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hef lesið hinar ýmsu greinar sem fjalla um mikilvægi þess að setja mörk eða ákveðnar línur í samskiptum til að tryggja virðingu þína og annarra í leiðinni fyrir þér og því hver þú ert. Sumum reynist afar auðvelt að setja sjálfum sér og öðrum mörk en svo eru það hinir sem vilja halda friðinn við allt og alla en ganga á sjálfa sig þess í stað og líðan þeirra er oft slæm og þeir búa allt of oft við kvíðaröskun og vanlíðan vegna meðvirkniviðbragða sinna,“ seg­ir Linda Bald­vins­dótt­ir, sam­skiptaráðgjafi og markþjálfi, í sín­um nýjasta pistli:

Og svona rétt til að minna aðeins á algengar birtingamyndir meðvirkninnar þá eru þær t.d. að það má ekki tala um vandamálin nema þú viljir hætta á það að vera „partýpuberinn“ í fjölskyldunni eða vinahópnum, og þú átt á hættu að fá reiði eða hunsun frá þeim sem staðið getur yfir í mislangan tíma. Eins er ekki smart að tala um tilfinningar sínar, þær á að loka á og ekki sýna né tala opinskátt um. Samskipti eiga að vera óbein og gjarnan að fara fram í gegnum þriðja aðila. Best er að vera óaðfinnanlegur út í frá og hafa alltaf rétt fyrir sér, því að allt annað ber vott um veikleika. Ekki vera heldur of upptekinn af þér, sjálfselska er nefnilega leiðinleg og því hrósum við helst ekki, og við viljum ekki heldur að aðrir tali um kosti sína og afrek. Eins er afar algengt að það eigi að gera eins og ég segi, en alls ekki eins og ég geri, og við ruggum ekki bátnum undir neinum kringumstæðum því að allt þarf að lúkka svo vel út í frá.

En aftur að þeim mörkum sem við setjum fyrir líf okkar og hver eðlileg mörk samskipta eru samkvæmt skilgreiningu Johnson State College í Vermount. Samkvæmt þeirra skilgreiningu eru mörk tilfinningalegt og líkamlegt bil á milli þess hvar þú sem persóna endar og annar byrjar og öfugt. Þetta er lína sem við setjum og leyfum engum að fara yfir vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem gætu myndast við að stigið sé yfir hana. Við þurfum nefnilega að fá að vera við sjálf.

Mörk eru sem sagt óskrifaðar reglur sem þeir sem eru í samskiptum við okkur þurfa að bera virðingu fyrir, og þeir þurfa að gefa okkur það tilfinningalega og líkamlega bil sem við þurfum án þess að verða fyrir pressu um sveigju frá þeim reglum af þeirra hálfu. Tilfinningalegt, munnlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi eru atriði sem eru skilyrðislaus brot á mörkum einstaklinga og ætti alltaf að taka föstum tökum. 

Heilbrigt tilfinningalegt og líkamlegt bil þarf að vera á milli aðila til að forðast að aðilarnir verði of tengdir og háðir. Heilbrigð tilfinningaleg og líkamleg nánd er þó nauðsynleg til að mynda sterk tengsl í góðum vina- og ástarsamböndum en jafnvægi í samskiptum þarf að ríkja á milli aðilanna.

Skýr heilbrigð mörk gefa okkur frelsi til að vera við sjálf án þess að hömlur séu lagðar á okkur varðandi hugsanir okkar, tilfinningar, framkvæmdir og fleira. Heilbrigð mörk eru það sem gefur okkur og öðrum öryggi og vitneskju um hver við erum og eins skylda þau okkur til að hugsa vel um okkur og vernda.

Mörk gefa okkur leyfi til að vera meira af því sem við viljum vera en minna af því sem við viljum ekki vera.

Ef mörkin eiga að virka þurfa þau að vera sönn og rétt fyrir okkur fyrst og fremst og við þurfum að standa á þeim.

Það sem við græðum á því að setja mörk er fyrst og fremst að við stuðlum að eigin heilbrigði og þeirra sem í kringum okkur eru. Frelsi frá vondri hegðun annarra, ótta og sársauka.

Eins ber fólk virðingu fyrir þeim sem setja mörk fyrir líf sitt og okkar eigið virði eykst þegar við stöndum með okkur og þeim mörkum sem við setjum.

Þar sem mörk eru hins vegar ekki virt má gjarnan sjá að allir verða að vera eins, enginn má skera sig úr og allir gera allt á sama hátt. Ekkert rými er fyrir sjálfstæðar hugsanir og tilfinningar og þær gjarnan litnar hornauga.

Þær aðstæður sem algengt er að setja þurfi sterk mörk við eru þar sem reiðiviðbrögð eru algeng nálgun í stað umræðna, eða þar sem óviðeigandi orð eru notuð og þar sem gagnrýni á okkur sem persónur eða lítillækkun á annan hátt er notuð. þar sem það er talið sjálfsagt að ekki sé sagt nei í hinum ýmsu aðstæðum þarf að læra að segja nei – og standa síðan við það. Eins þarf stundum að setja mörk í sambandi við peningamál eða umönnun af ýmsu tagi og það eiga þeir sem meðvirkir eru oft afar erfitt með.  

Og ef við erum ekki alveg með þetta allt á hreinu og þurfum að læra að setja okkur sjálfum eða öðrum mörk þá skulum við lofa okkur því að standa við þau mörk sem við lærum að setja hversu erfitt það þó stundum reynist, en munum þegar freistingin til að slaka á þeim er mikil að þessi mörk voru sett til að vernda okkur með einhverjum hætti og aðra stundum í leiðinni. 

Að endingu elskurnar skulum við muna að það sem lítillækkar okkur, lætur okkur líða illa, þar sem við þurfum að læðast og passa okkur á því að halda öðrum en okkur góðum eru ekki góð samskipti, og undir öllum kringumstæðum þurfum við að setja mörk inn í þær aðstæður til að okkur geti liðið vel í eigin skinni.

Og ef þið þurfið aðstoð við að setja mörk inn í aðstæður lífs ykkar þá er ég eins og ætíð aðeins einni tímapöntun í burtu.

Þar til næst elskurnar,

xoxo

Ykkar Linda

mbl.is

Missti báða foreldra og langar í barn

Í gær, 21:00 „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

Í gær, 18:00 María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

Í gær, 15:00 Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

Í gær, 12:00 Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetja konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strídd fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

Í gær, 09:00 „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

Í gær, 05:30 Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

í fyrradag Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

í fyrradag Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

í fyrradag Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

í fyrradag Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

í fyrradag Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

í fyrradag Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

í fyrradag „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

21.9. Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

21.9. Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

21.9. Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

21.9. Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

21.9. Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

21.9. Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

21.9. Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

20.9. Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »