Fimm hlutir sem svalar konur gera

Svalar konur vita að hamingjan á uppsprettu sína innra með …
Svalar konur vita að hamingjan á uppsprettu sína innra með þeim. Hún kemur ekki í formi karlmanns. Samband getur aukið hamingjuna en samband verður aldrei uppspretta hamingjunnar eitt og sér. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Samkvæmt stefnumótamarkþjálfanum Monica Parikh er til hópur af svölum konum sem kunna betur en aðrir að vera í góðum samböndum. Hún ræddi við Ken sem er skurðlæknir í New York og þykir einstaklega eftirsóknaverður piparsveinn. Greinin er þýðing á grein sem hún birti á heimasíðunni sinni: School of Love.

Ken sagði: „Ég myndi hrífast af konu sem veit hver hún er. Einhver sem les áhugaverðar bækur. Er með sterkar skoðanir. Einhver sem er smá skrítin, eða einstök persóna. Að finna þessa konu er áskorun. Þetta er svona svöl kona.“ 

Er Ken að lýsa ákveðinni tegund konu? Svarið er já. Við þekkjum fjölmargar svalar konur. Eftirfarandi atriði einkennir þær:

1. Þær stunda ekki kynlíf með ókunnugum

„Svalar konur njóta þess að stunda kynlíf, en kjósa að bíða með kynlíf ef þær eru að leitast eftir alvörusambandi. Í stað þess að hafa þetta atriði sem reglu líta þær svo á að ef þær stunda kynlíf of snemma í samböndum þá kemur það með ákveðnum fórnarkostnaði.

Kynlíf leysir úr læðingi oxytocin, sæluefni sem er líkamanum líkt og ástarlyf. Margar af þeim sem koma til mín í ráðgjöf, telja sig hafa fundið hinn eina rétta, einungis vegna þess að þær höfðu kynmök of snemma.

Svalar konur átta sig á að þegar þær fara á stefnumót þá eru þær að vega og meta mennina sem þær eru að hitta. Þær vita að þá þurfa þær að hafa ákveðna fjarlægð og skýra sýn. Með því að setja kynlíf á hilluna þegar þær fara á stefnumót, þannig finna þær út hvaða karlmenn eru að leita að skyndikynnum og hverjir eru að leita að samböndum.“


2. Þær eru ástríðufullar tengt sínu eigin lífi
 
„Svalar konur hengja sig ekki á menn eða kæfa þá. Þær skilja að menn geta aukið hamingju þeirra en þeir búa hana ekki til. Ef fólk er mjög óhamingjusamt hugleiði ég oft hvort nauðsynlegt er að búa til súrefni og fjarlægð á milli fólks um stund til að fjarlægja meðvirkni og búa til heilbrigð samskipti aftur.

Svalar stúlkur átta sig á að sjálfstæði býr til nánd og losta. Sem dæmi um þetta er kona sem fer einu sinni á ári í fjallaferð ein. Maðurinn hennar montar sig af sjálfstæði og hugrekki hennar og telur dagana þangað til hún kemur heim. 

Svalar stelpur eyða ekki tímanum í að tala illa um aðra eða hafa áhyggjur af útliti sínu. Þær eru uppteknar af því að rækta sig sjálfar og eiga margar góðar fyndnar sögur um sjálfar sig. Þessar konur eru með sinn eigin feril, áhugamál og bankareikninga.“  

3. Þær eru í andlegu jafnvægi

„Svalar konur spara reiðina sína. Þótt þær séu í umhverfi til dæmis í vinnunni sem reynir á vanda þær sig heima fyrir. Þær æsa sig ekki yfir litlum hlutum og vita að í góðum samböndum þarf að halda uppi ást, stuðningi og aðdáun. 

Svalar konur skilja að hamingjan kemur innan frá, en ekki frá öðrum. Þær eru í jafnvægi því þær vita að þær þurfa næringu með því að rækta sig og andlegt líf sitt. Þær njóta stunda með vinkonum sínum. Þær stunda námskeið og fleira sem þær hafa gaman af að gera. Þær rækta líkamann til að fá ánægju og útrás.“

4. Þær setja mörk og eru óhræddar við að standa við þau
 
„Svalar stelpur eru óhræddar við að segja það sem þeim finnst, þótt það hafi áhrif á aðra. Vinur minn átti einu sinni kærustu sem þreif íbúðina eftir kynlíf nakin. Hann sagði kærustunni sinni frá því. Hún leit beint í augun hans og svaraði: „Það er ekki að fara að gerast í þessu sambandi. Ekki detta það í hug!“ Ímyndið ykkur hvorri konunni hann er ástfanginn af.

Konur sem láta undan, á móti eigin sannfæringu, fyrir mennina sína eru ekki eftirsóknarverðar. Svalar konur eru ekki erfiðar eða dýrar í rekstri, en þær ætlast til að fá ákveðna framkomu og setja standard í sambandinu og eru óhræddar að ræða um það. Með því að vera skýrar með mörkin sín laða þær til sín menn sem bera virðingu fyrir þeim og eru kurteisir.“

5. Þær setja ekki kerruna fyrir hestinn

„Í heimi þar sem kröfurnar á konur eru endalausar, þar sem fyrir fram er ákveðið hvað þær eiga að borða, gera, hvenær þær eiga að giftast og eignast börn ganga svalar stelpur við sinn eigin takt. Þær dansa ekki við tónlist samfélagsins. Þær eru minna að spá i leiðarenda og meira að spá í með hverjum þær ferðast.

Það er mjög heftandi að vakna upp á miðjum aldri og átta sig á því að ákvarðanir sem þú hefur tekið eru ekki í eigin þágu, heldur meira það sem samfélagið, vinir eða foreldrar völdu fyrir þig. Margir af þeim sem eru að ganga í gegnum skilnað sjá eftir því að hafa ekki tekið sér betri tíma til að skoða hvað þeir vildu áður en þeir völdu sér maka að eyða lífinu með.

Svalar stelpur meta sambandið sem þær eru í daglega. Þær skoða hvernig makinn er að koma fram við þær og vildu frekar vera með réttum aðila en hverjum sem er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál