Pör sem ferðast saman haldast saman

Selena og Jacob í Ísrael. Einstök mynd af skemmtilegu fólki.
Selena og Jacob í Ísrael. Einstök mynd af skemmtilegu fólki. Ljósmynd/skjáskot Instagram

@finduslost er eitt áhugaverðasta ferðabloggið um þessar mundir fyrir pör. Saga Selenu og Jacob er áhugaverð. Smartland hvetur öll pör sem vilja halda í ástina og láta hana vaxa til að lesa þessa frétt.

see ya, off to sip & dip 🥥🌺 @cookislands #cookislands

A post shared by Selena + Jacob | Travelers (@finduslost) on Jun 22, 2018 at 7:21am PDT

Selena og Jacob voru búsett í Kaliforníu fyrir tveimur árum þegar Selena fékk þá hugmynd að hana langaði að ferðast um Evrópu með kærastanum sínum. Hún er góður penni og hann framúrskarandi ljósmyndari. Ferðalag þeirra sem átti einungis að taka þrjá mánuði er ennþá í gangi. Þau eru reyndar komin með aðsetur í Amsterdam en þökk sé Instagram þá geta þau núna ferðast um alla Evrópu og víðar, með því að pósta myndum og fréttum frá þeim stöðum þar sem þau koma. Rúmlega 156.000 manns er fylgjendur þeirra á samfélagsmiðlum.

Selena og Jacob eru á því að pör sem ferðast saman haldist saman. Þau hafa frá því að þau hófu ferðalag sitt, nú þegar gengið í hjónaband. Þau bjóða upp á leiðsögn um ákveðin svæði í gegnum heimasíðuna sína. 

Sjón er sögu ríkari. Myndirnar þeirra sýna hversu dýrmætt er að fjárfesta í ástinni. Sambönd geta verið áskorun. Stundum er lausnin sú að týnast smávegis saman, til að finna aftur tóninn í sambandi. Af hverju ekki að fá leiðsögn frá parinu sem virðist kunna þetta hvað best?



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál