5 vanmetin atriði sem geta bundið enda á samband

Orbuch segir það vera mikilvægt að gefa sjálfum sér og …
Orbuch segir það vera mikilvægt að gefa sjálfum sér og maka sínum nægilegt andrúmsloft. mbl.is/Pexels

Dr. Terri Orbuch hjónabandsráðgjafi og prófessor hefur unnið að rannsókn á hjónaböndum frá árinu 1986. Hún segir að framhjáhald, peningar og lygar leiði vissulega að skilnaði, en það séu margir aðrir hlutir sem leiða að því að fólk skilur og hættir saman. Þessi atriði eiga það öll sameiginlegt að vera hlutir sem við gerum (eða gerum ekki) daglega. Orbuch tók saman fimm vanmetin atriði sem geta bundið enda á samband eða hjónaband og ráð til að laga þau.

Þið eruð alltaf saman

Það er mikilvægt fyrir alla að vera einir stöku sinnum. Orbuch segir það vera mikilvægt að gefa sjálfum sér og maka sínum nægilegt andrúmsloft. Þá getið þið sinnt áhugamálum ykkar, hugsað og fundið upp á nýju umræðuefni til að ræða þegar þið eruð saman. Ráð Orbuch er að ræða saman um að gera eitthvað hvort í sínu lagi. Ekki gera eitthvað í laumi. Segðu maka þínum hvað þú ætlar að gera og svo getið þið talað um það eftir á.

Þið haldið að þið þekkið hvort annað

Pör sem hafa verið saman í nokkur ár gera oft ráð fyrir að þau þekki maka sinn betur en þau raunverulega gera. Á fyrstu stigum sambandsins er fólk forvitið um hvort annað, en þegar tíminn líður fer það að vera minna forvitið um maka sinn. Orbuch mælir með að halda áfram að vera forvitinn og spyrja spurninga. Hún segir að pör eigi að tala saman um eitthvað annað en daglegt líf í að minnsta kosti 10 mínútur á hverjum degi.

Þið sleppið því að minnast á lítils háttar pirring

Margir eiga það til að sleppa því að minnast á smávægilega hluti sem fara í taugarnar á þeim. Þessir hlutir byggjast svo upp innra með þeim og á endanum verða þeir að meiri háttar vandamáli í sambandinu. Orbuch segir að það sé heillavænlegra að minnast á litlu hlutina sem fara í taugarnar á okkur.

Orbuch segir að það sé heillavænlegra að minnast á litlu …
Orbuch segir að það sé heillavænlegra að minnast á litlu hlutina sem fara í taugarnar á okkur. mbl.is/Pexels

Að bíða eftir sérstöku tilefni til að tjá ást ykkar

Mörg pör gera þau mistök að tjá maka sínum ást sína aðeins við sérstök tilefni eins og á afmælum og brúðkaupsafmælum. Ein af meginniðurstöðum Orbuch er að pör þurfi að tjá ást sína á hvort öðru reglulega. Það er tvisvar sinnum líklegra að hjón skilji ef eiginkonan tjáir ást sína á eiginmanni sínum ekki reglulega. Orbuch leggur til að pör sýni ást sína á hvort öðru á hverjum degi.

Þið einblínið á það sem gengur illa

Mörg pör eiga það til að einblína aðeins á það sem gengur illa í sambandinu og eyða allri sinni orku í að laga það. Í rannsókn hennar kom í ljós að þau pör sem einblína einnig á það sem gengur vel voru hamingjusamari en þau pör sem voru alltaf að reyna að laga það sem gekk illa. Orbuch ráðleggur pörum að gera lista yfir fimm hluti sem ganga vel hjá þeim og vinna saman að því að styrkja jákvæðu hlutina. Það hvetur ykkur til að halda sambandinu áfram góðu og jákvæðnin smitar út frá sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál