Þú laðar til þín fólk með svipaða orku

Að standa í ljósinu og traustinu með kærleiksríkar hugsanir til …
Að standa í ljósinu og traustinu með kærleiksríkar hugsanir til allra er eina leiðin til að öðlast líf byggt á kærleik, hamingju og trausti. Ljósmynd/Thinkstockphotos

„Deidre hringdi í mig og leið illa. Hún hafði hitt samstarfsfélaga á förnum vegi sem spurði hana: Hvenær ætlið þið Mac að gifta ykkur? Hann er svo frábær strákur!“ Deidre leið eins og hún hefði fengið hnefahögg í andlitið. Hún hafði ekkert heyrt í Mac eftir að hann flutti út. Hún bað félaga sinn að afsaka sig, fór heim til sín og brast í grát.

„Andaðu rólega mín kæra,“ sagði ég og bætti við: „Nú er kominn tími á að hækka tíðnina þína.“

Lögmál aðdráttaraflsins segir að ef þú hækkar tíðnina þína þá flæðir meiri hamingja, velmegun og jákvæðir hlutir inn í líf þitt.

Hvort sem þú hefur nýlega upplifað skilnað eða hefur verið  án maka í einhvern tíma, þá er mikilvægt að vera heilbrigð manneskja sem dregur aðrar heilbrigðar manneskjur að sér.

Eftirfarandi er mikilvægt að hafa í huga.
1. Elskaðu sjálfa þig
„Sambönd koma og fara. Eina persónan sem þú getur stólað á í gegnum súrt og sætt ert þú sjálf. Komdu fram við sjálfa þig eins og gull. Farðu í nudd. Eldaðu fyrir þig góðan mat og kveiktu á kertum. Keyptu handa þér fallegan fatnað.
Vertu fyrst og síðast góð við þig. Losaðu þig við neikvæðu röddina í höfðinu þínu. Myndir þú tala niður til einhvers annars sem er að upplifa sorg? Ef ekki, ekki gera það við þig sjálfa.“
2. Trúðu á allra bestu útkomuna

„Lífið getur fellt þig niður á hnén. En trúðu að allt sem þú upplifir í lífinu er komið til þín af ástæðu og þú fáir eitthvað betra í staðinn, ef þú setur ást og traust inn í aðstæðurnar.

Í málefnum Deidre þurfti ég að æfa hana í að vera opna fyrir valmöguleikum. Að taka athygli hennar frá ákveðinni útkomu og setja athyglina í traust og trú um að kannski sé besta útkoman betri og meiri en hún gæti sjálf beðið um.

Kannski er þessi tími þar sem Marc og Deidre eru í sundur nauðsynlegur fyrir þau bæði að þroskast og seinna geta þau náð saman aftur sem heilbrigðir einstaklingar og átt betra samband. 

Eða kannski er Mac ekki rétti maðurinn fyrir hana. Í það minnsta er Deidre aldrei að missa neitt meira en hún myndi missa með Mac í framtíðinni, þar sem ekkert betra er að missa Mac  eftir að hafa eignast barn með honum eða eftir hjónaband.

Hvað ef heimurinn er að búa til pláss fyrir einhvern betri fyrir Deidre að koma inn í líf hennar? Einhver sem er með sömu gildi og hún, drauma og er í betra andlegu ástandi?

Það tekur oft tíma að sjá þessa hluti gerast. Svo vertu þolinmóð.“

3. Veldu ljósið

„Eftir skilnað er algengt að við dettum í þann pytt að vilja segja umheiminum hversu mikill asni okkar fyrrverandi er. Slíkt ber að forðast, því það er rangt að tala svona því þetta er ekki sannleikurinn um sambandið ykkar. Ef hann var svona hræðilegur, af hverju fórstu þá ekki sjálf? Af hverju vill hluti af þér hann aftur?

Reiði, biturleiki, hatur og öfund eru tilfinningar sem eru af lágri tíðni. Þetta eru ljótar tilfinningar og halda þér einni og fastri.

Að verða hamingjusamur er besta útkoman og mjög sjarmerandi. Þakklæti, fyrirgefning, samúð og samkennd eru allt tilfinningar á hærri tíðni. Fólk sem býr yfir hátíðnitilfinningum vita að hamingja byggir ekki á fullkomnum aðstæðum. Heldur á staðfastri ákvörðun á hverjum degi að treysta og elska.“

4. Sýndu þakklæti

„Ímyndaðu þér að þú sért að elda fyrir mig. Þú hefur eytt öllum deginum í að versla, þrífa, undirbúa matinn fyrir mig. Ég þigg matinn, stend upp og fer án þess að þakka fyrir mig. Myndir þú halda áfram að bjóða mér í þessar veislur?

Ég held ekki.

Samt, heldur fólk áfram á hverjum degi og gleymir að vera þakklátt fyrir allar gjafir þess í lífinu. Biður um að fá meira og meira flæðandi til sín, þrátt fyrir að vera óhamingjusamt með það sem það á.

Það getur verið erfitt að sýna þakklæti þegar á reynir. En á þessum tímapunkti er mikilvægast að æfa sig. Vertu þakklát fyrir heilsuna þína. Vertu þakklát fyrir matinn þinn. Vertu þakkát fyrir hreint og gott vatn sem þú hefur aðgang að. Vertu þakklát fyrir líkama þinn. Finndu allt sem þú ert þakklát fyrir áður en þú biður um að meira komi til þín.“

5. Passaðu hvað þú hugsar og segir

„Það sem þú hugsar og segir verður veruleiki þinn. Ég var eitt sinn með tvo aðila í ráðgjöf hjá mér. Báðir voru svipað aðlaðandi, rétt yfir fimmtugt og höfðu lent í ástarsorg.

Annar aðilinn, fröken Glasið er hálf-fullt, var alltaf að brosa. Hún trúði á hið góða. Hún myndi segja: „Ég mun hitta einhvern æðislegan næst. Ég trúi því og get í raun og veru ekki beðið!“

Hinn aðilinn, fröken Glasið er hálf-tómt, var alltaf að kvarta og kveina. Henni fannst heimurinn ósanngjarn við hana. Hún sagði alltaf: „Menn vilja yngri konur. Ég er of gömul fyrir ástina.“

Hvor þeirra heldur þú að hafi átt meiri séns?

Einmitt, sú sem notaði orð og hugsanir um að heimurinn hefði upp á nóg að bjóða.

Ekki tileinka þér neikvæðni, hvorki orð né hugsanir nema að þú sért að vonast til að lífið verði svona.“

6. Hugleiddu

„Yfir daginn kemur upp fjöldinn allur af endurteknum, neikvæðum tilfinningum. Það er á þínu valdi að þagga niður í þessum hugsunum, svo þú getur tengst innsæinu þínu betur og hækkað tíðnina þína.

Dagleg hugleiðsla er nauðsynleg til að ná þessu fram. Byrjaðu rólega. Sittu á kyrrlátum stað. Lokaðu augunum, dragðu djúpt inn og út andann. Þegar hugurinn reikar, fáðu hann aftur á sinn stað. Tíu mínútna friður í hugann á dag getur skipt sköpum.

Ef þetta er of erfitt, prófaðu þá að skrá þig á námskeið sem kennir hugleiðslu. Ég mæli með „The Honest Guys“—það kostar ekkert að hlusta á þá.“

7. Gerðu æfingar

„Þeir sem eru með háa tíðni vita að andleg, sálarleg og líkamleg heilsa tengjast sterkum böndum. Þú verður að hreyfa þig. Í raun er ekki til fljótlegri leið, nema kannski með bæn og hugleiðslu, til að hækka tíðnina í kerfinu þínu á skammri stundu.

Þú þarft ekki að hlaupa maraþon. Nóg er að taka göngu úti í garði. Að hjóla. Gerðu það að reglu að hreyfa þig daglega.“

8. Umkringdu þig jákvæðu fólki

„Þeir sem eru vansælir velja að vera í kringum vansælt fólk. Reyndu að forðast það með öllum þínum mætti. Ef þú ert í ástarsorg þá hefur þú engan tíma til að hanga með vinum sem nöldra, kvarta og vorkenna sér sjálfum. Þú þarft að halda höfðinu fyrir ofan vatnsborðið í ólgusjó. 

Hugsaðu um þetta eins og ef þú værir að taka mataræðið þitt í gegn. Myndir þú fara út að borða á skyndibitastað með vinum sem þú veist að fara bara á þannig staði ef þú værir á heilsufæði? 

Fólkið sem þú ert með hækkar tíðni þína eða lækkar hana. Svo eyddu stund með vinum þínum og fjölskyldu sem gefa þér orku. Ekki vera með fólki sem tekur frá þér orku.“

9. Fjárfestu í jákvæðni og vexti

„Það er freistandi að spila sorgleg ástarlög allan daginn, en reyndu að gera það ekki. Að velta sér upp úr sorg dag eftir dag er illa farið með tímann þinn. Þú skalt finna leið til að vaxa á degi hverjum. Finndu góðan ráðgjafa sem hjálpar þér að skilja hegðun þína og breyta. Farðu í ræktina til að losa þig við reiði og fá upplyftingu. Lærðu að teikna eða tala spænsku. Ráðgerðu ferðalag.

Eftir því sem þú heldur dagskrá þinni upptekinni verður þú hamingjusamari. Þá muntu átta þig á að lífið heldur áfram.“

10. Æfðu þig í að hlæja

„Ef þú hlærð á degi hverjum þá líður þér betur. Horfðu á skemmtilegar bíómyndir, vertu í kringum skemmtilegt fólk. Gerðu mikið af því sem er gaman. Eins og Victor Hugo segir: „Hlátur er sólin sem tekur veturinn úr andlitinu“.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál