Eiginmaðurinn stakk af með vinkonunni

Konan gerði ekki ráð fyrir því að eiginmaður hennar og …
Konan gerði ekki ráð fyrir því að eiginmaður hennar og vinkona yrðu ástfangin. mbl.is/Thinkstockphotos

„Kæra Deidre, þegar vinkona mín missti eiginmann sinn gladdist ég yfir því að eiginmaður minn, píparinn, gat hjálpað henni. Ég hefði aldrei trúað því að hún myndi stela honum. Ég er 45 og hann er 46 ára. Við giftum okkur þegar við vorum 21 árs og eigum tvær dætur 23 ára og 21 árs,“ skrifaði eiginkona í áfalli og leitaði ráða hjá ráðgjafa The Sun

„Ég hélt að við værum í hamingjusömu hjónabandi. Við eigum yndislegt heimili og nógu mikið af peningum til að lifa góðu lífi. Eiginmaður vinkonu minnar dó fyrir hálfu ári. Hún býr nálægt okkur svo ég bauð henni í kvöldmat og eiginmaður minn fór að sinna skrítnum verkum fyrir hana, það hvarflaði ekki að mér að þau ættu í framhjáhaldi. Svo einn daginn segist hann allt í einu ekki elska mig, að þau séu ástfangin og verði að vera saman. Nú fer ég að sofa og vakna á hverjum degi vitandi að hann er með henni bara nokkrum húsum frá mér. Það er ömurlegt og dætur okkar eru í rusli.“

Ráðgjafinn segist finna til með konunni en segir henni að ef hún elski eignmann sinn ætti hún ekki að gefast strax upp. „Þetta gæti verið bara tímabundin blind ást fyrir þeim eða öðru þeirra. Ég veit að þú ert reið sem og sár en berðu höfuðið hátt og aðhafstu af virðingu. Hugsaðu um fordæmið sem þú setur dætrum þínum. Gríptu hins vegar líka til vopna, með lögfræðiráðum. Virðuleg, já. Dyramotta, nei.“ 

Maðurinn hélt fram hjá með vinkonu konunnar.
Maðurinn hélt fram hjá með vinkonu konunnar. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál