Er ég svona skelfilega leiðinleg?

Konan líkir vináttu sinni við einstefnu.
Konan líkir vináttu sinni við einstefnu. mbl.is/Thinkstockphotos

Á Smartlandi starfa nokkr­ir ráðgjaf­ar sem leit­ast við að gefa les­end­um góð ráð. Eft­ir­far­andi bréf barst á dög­un­um frá les­anda sem velt­ir fyr­ir sér hvernig hún geti fundið vináttu sem er innihaldsrík. Ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjaf­inn El­ín­rós Lín­dal gef­ur ráð.

Ein þreytt skrifar:

„Mér virðist alltaf takast að eignast vini en einhverra hluta vegna verður vináttan oftar en ekki einstefnu vinátta. Ég er sú sem hringi og ég er sú sem heimsæki. Ég hef prufað að láta margar vikur líða á milli símtala og alltaf enda ég á að hafa samband. Er þetta samfélagið í dag, fólk hefur ekki þörf fyrir áþreifanleg samskipti eða er ég svona skelfilega leiðinleg að fólk er alltaf að reyna að losna við mig en ég neita að skilja? En í öllum tilfellum semur okkur vel og engir árekstrar eru í vinasambandinu. 

Kveðja
Ein þreytt“

Elínrós Líndal er einstaklings- og fjölskylduráðgjafi með meðvirkni og fíkn …
Elínrós Líndal er einstaklings- og fjölskylduráðgjafi með meðvirkni og fíkn sem sérgrein. Ljósmynd/Eggert

Sæl og takk fyrir bréfið.

Ég held ekki að þú sért leiðinleg mín kæra. En það hefur án efa meira með mig að gera en þig, því ég get vanalega fundið eitthvað skemmtilegt við alla. Nema á þeim dögum þar sem ég er Emma öfugsnúna, þá verða allir leiðinlegir. Þá fer ég með bæn, kjarna mig og skoða, hvað er að hjá mér í dag? 

Ég skil þig mæta vel. Það er eðlilegt að verða þreyttur á einhverjum mynstrum sem eru ekki að standast væntingar okkar. Ég held að þú sért ekki að lýsa samfélaginu í hnotskurn. Þú átt ekki að vera sú sem þarft alltaf að hafa samband. Það er hægt að vera í heilbrigðu vinarsambandi í eðlilegu flæði þar sem báðir aðilar gefa og þiggja. Það að þú veltir fyrir þér hvort vandamálið sért þú og hvort þú sért leiðinleg, er ágæt byrjun. Betri byrjun en ef við værum að fara að ræða hvað vinir þínir eru almennt séð leiðinlegir. Ég hef ekki trú á þannig leið.

Þegar við finnum fyrir óróleika gagnvart einhverjum hlutum, þeir fara yfir mörkin okkar eða valda leiði, dómhörku eða óöryggi innra með okkur, erum við að upplifa gjöf. Verkefni sem getur látið okkur vaxa og fært okkur á hærri tíðni. Svona verkefni vekja okkur í lífinu. Gefa okkur tækifæri til að skoða okkur í samhengi við aðra, skoða gömul sár, innri rödd okkar, egó og bara yfir höfuð tilgang okkar í lífinu.

Mig langar að vita meira um þig, hvernig vini velur þú þér? Hvernig vinur ert þú? Ertu í hjónabandi? Áttu börn? Hvað ertu gömul? Hver er þín æskusaga? En vinasaga? Hvernig er samband þitt við þig? Ertu vinur þinn? 

Að mínu viti er tilgangur okkar hér á jörðinni að finna leiðir til að verða besta útgáfan af okkur sjálfum, að stunda það sem við elskum að gera og að vera umkringd fólki sem við elskum og elskar okkur. Skortur er blekking að mínu mati. Það er til nóg af ást í heiminum fyrir þig og það bíða þín vinir í röðum, þegar þú ert tilbúin að taka við þeim.

Við höfum fjölmörg tækifæri til að æfa okkur í að vera góðir vinir. Ef við sleppum tökum á vinum okkar og mætum þeim þar sem þeir eru, spáum ekkert í því hver hringdi síðast og framvegis þá erum við á mjög góðum stað til að gefa af okkur og færumst á hærri tíðni og þannig löðum við til okkar nýja góða vini og getum tekið eldri vini með okkur í ferðalagið. Eða bara komist á þann stað að við sjáum bara það góða í öllum. Líklegast hefur þetta mál með vini þína, ekkert með þá að gera. Heldur bara þig. Ég segi þetta í einlægni, án dómhörku og með blíðum tón.

Ég held að við gætum komið þér á aðra tíðni tengt vinum og lífinu almennt. Við gætum æft þig í að setja kærleiksrík mörk að tala heiðarlega við vini þína og skoðað hvernig vinur þú ert fyrir þig (þ.e. hvernig talar þú við þig? hvernig hljómar þín innri rödd?).

Ég myndi vilja vita hvernig þú stundar andlegt líf, hvort þú biðjir bænir eða hugleiðir. Hvort þú hafir farið í sjálfsvinnu og framvegis.

Þú ert á frábærum stað að vera með verkefni tengt vinum. Við erum flest öll með einhver verkefni, en stundum hef ég verið svo sofandi fyrir mínum verkefnum að ég hef ekki séð þau. Þú ert vöknuð gagnvart þessu atriði í lífinu. Þú getur tekið ábyrgð á því, umfaðmað þig og aðra og farið af stað í skemmtilega vinnu. Ég myndi vilja taka þig áfram í þessu.

Kær kveðja, Elínrós.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent spurningu á Elínrós hér.

Góðir vinir eru gulls ígildi.
Góðir vinir eru gulls ígildi. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál