Ást er hæsta stig meðvitundar

Monica Parikh er vinsæll stefnumótamarkþjálfi í New York. Hún rekur ...
Monica Parikh er vinsæll stefnumótamarkþjálfi í New York. Hún rekur einnig skóla ástarinnar, School of Love, þar sem hún kennir fólki undirstöðu atriðin í samböndum. Ljósmynd/Aðsend

Smartland náði tiali af einum vinsælasta stefnumótamarkþjálfa New York borgar. Hún heitir Monica Parikh og rekur skóla ástarinnar þar í borg. Hún segir ástina heila, að sálufélagar séu komnir til að vekja þig upp og lífsfélagi til að fylgja þér í gegnum lífsins ólgusjó. 

Parikh er lögmaður að mennt, hún starfar sem ráðgjafi, markþjálfi, rithöfundur og fyrirlesari svo eitthvað sé nefnt. Ef þú innritar þig á skólabekk ástarinnar (schooloflovenyc.com) muntu læra undiströðu atriði þess að vera hæfur í ástarsamband. Parikh ritar reglulega greinar á MindBodyGreen. Á Smartlandi hafa birst greinar þýddar eftir Parikh, það er því heiður að ná tali af henni og spyrja hana beint um málefni ástarinnar.

Hvað getur þú sagt okkur um skóla ástarinnar? 

„Eftir að hafa lent í sársaukafullum skilnaði sjálf árið 2008, þá byrjaði ég að rannsaka sambönd, sálfræðina á bak við þau og andleg málefni sem tengjast samböndum. Mig langaði að svara spurningum á borð við: Af hverju er okkur svona mörgum að mistakast? Hvernig getum við myndað betri sambönd? Hvernig getum við orðið fyrirmyndir þegar kemur að ástinni fyrir börnin okkar?

Sambönd eru erfið! Hefðubundin menntun í skóla kennir okkur ekki hæfnina til að vera góð í samböndum. Í skóla ástarinnar notum við námsskrá sem fókuserar á þessa þörf okkar, ég prófaði aðferðirnar sem ég kenni í skólanum á alþjóðlegu úrtaki. Niðurstöður rannsóknanna hafa verið magnaðar. Viðskiptavinir mínir lýsa minni kvíða og þunglyndi, betri svefni og andlegum styrkleika. Margir hafa meirað segaj orðið ástfangnir í fyrsta skiptið!“

Hvað með sambönd almennt, erum við að sjá fleiri og fleiri sambönd liðast í sundur?

„Við erum á tímamótum í sögu okkar, í lykilstöðu gagnvart samböndum. Það er að slitna upp úr mörgum samböndum, þar sem annar aðilinn eða báðir eru að færast á æðra andlegt stig. Þeir fá þessa andlega vakningu og reyna að vekja maka sinn, eða finna annan maka á þessari hærri tíðni. Það er verið að kalla okkur til að þjóna heiminum. Allar þær hugsanir og hegðanir sem skilja okkur að eru úreltar, ný hugsun er að við erum eitt, eigum mun meira sameiginlegt en það sem skilur okkur að. Hugsanir sem sameina mannkynið. Þessi andlega vakning felur í sér að við nærum og græðoum gömul sár, eignumst dýpri skilning á lífinu og tilgangi lífsins. Þegar við heilumst getum við hjálpað öðrum að heilast, þar sem við náum betur að tengjast og elska aðra þegar við erum frjáls og vakandi.“

Hvernig vinnur þú með þínum viðskiptavinum?

„Ég vinn með viðskiptavinum á mismunandi hátt. Ég nota markþjálfun, maður á mann. Ég kenni einnig stærri hópum m.a. í gegnum netið. Allir tímarnir mínir eru mjög einlægir, svo við leggjum áherslu á trúnað, það að vera heiðarleg og segja sannleikann. Ég tek upp þessa tíma, svo hægt er að nálgast þá hvar sem þú ert í heiminum. Ég gef einnig út skriflegt efni lesendum að kostnaðarlausu.“

Hvað eru sambönd að þínu mati?

„Ást er hæsta stig meðvitundar að mínu mati. Það er einungis í gegnum sambönd sem við getum séð okkur sjálf, okkar eigin galla og skapgerðabresti. Þegar okkur verður á, þá höfum við tilhneigingu til að vilja henda inn handklæðinu og hætta við allt saman. En nú er ekki tíminn til að hætta, heldur tíminn til að fá aðstoð og færa sig á hærra stig eða í átt að heilbrigðara fólki.“

 Hvað myndir þú segja við þá sem hafa lokað hjartanu sínu fyrir ástinni?

„Það er auðvelt að loka hjartanu okkar, sér í lagi ef við höfum upplifað brotið hjarta! Sum hjartasár eru svo djúp að okkur finnst það að elska vera of mikil áhætta. Ég skil þá sem hugsa á þennan hátt að fullu. En ástin heilar! Finndu þér ástríkan og auðmjúkan ráðgjafa til að leiðbeina þér tengt ástinni. Ef þú getur treyst góðum ráðgjafa getur þú svo lært að tengjast og treysta nýju fólki. Með einum degi í einu, einu skrefi í einu, þá byggist hjartað þitt aftur upp, það púslast saman og þú hefur kjark til að fara aftur út í veröldina að tengjast öðrum. Það er alltaf betra að hafa elskað og misst, heldur en að hafa aldrei kynnst ástinin.“

Hver er munurinn að þínu mati á sálufélaga (soul partner) og lífsförunaut (life partner) í lífinu?

„Sálufélagi þinn getur sært þig á óbærilegan hátt. Þetta eru vanalega sambönd sem enda á dramatískan, eða óvæntan hátt. Það er í gegnum þennan óvænta sársauka sem við horfum inn á við og finnum leið til að heila sárin okkar og vakna til lífsins. Eftir slíkt ferðalag erum við tilbúin í ást á hærra sviði, sem er ást með lífsförunauti okkar (life partner). Ef þú ert að sinna tilgangi þínum í lífinu, þá mun lífsförunautur þinn aðstoða þig við að ná persónulegu markmiði í lífinu. Þessi sambönd eru einföld, þau eru hlýleg og þægileg. Þegar viðskiptavinir mínir upplifa erfiðan missi, þá lít ég vanalega á það sem vísbendinu um að sönn ást bíður þeirra rétt við hornið.“

Hvað laðar þú til þín þegar kemur að ástinni?

„Ég trúi ekki á að eltast við ástina, heldur að laða ástina til okkar! Markmiðið okkar er alltaf að vera einstök útfærsla af ást við sjálf. Það eru svo margir aðilar í lífinu okkar sem við getum æft ást á, sem dæmi, vinir, vinnufélagar, dýrin okkar, náttur, vinnan, sambönd og fjölskyldan. Þeim mun meiri ást sem við eigum í lífinu, þeim mun betur líður okkur öllum.“

Hvernig heilum við barnið innra með okkur?

„Í fyrstu verður þú að skoða fjölskyldusöguna þína. Hvaða hegðun sýndu foreldrar þínir þér sem er dásamleg? Hvað vantaði upp á? Jafnvel okkar bestu foreldrar geta skaðað börnin sín á einhvern hátt. Þegar þú ferð í þetta ferðalag þar sem þú reynir að skilja, heila og fyrirgefa, þá heilarðu þig sjálfa og ferð í áttina að hærri tíðni og meiri meðvitund.“

Hvað hefur þú heyrt um íslenskar konur?

„Ég hef heyrt að ykkar á meðal séu sumar af fallegustu konum heimsins. Þið séuð konurnar sem haldið á hvað mestum völdum í heiminum og séuð mjög orkumiklar. Sterkar konur geta án þess að vera meðvitaðar um það hækkað pólun í samböndum, sem er ying og yang sambanda. Ég kenni kraftmiklum konum að stíga inn í himneska meðvitund. Þær verða þannig andlegir leiðtogar sem kalla maka sína til aukinnar meðvitundar.“

Værir þú til í að heimsækja okkur á Íslandi?

„Algjörglega! Mig hefur alltaf dreymt um að koma.“

 Eitthvað að lokum?

„Að læra að elska er ákveðin hæfni. Það tekur tíma, skilning og æfingu að ná tökum á því. Mjög fáir ná því við fyrstu atrennu. Svo losaðu þig við egóið þitt og æfðu þig! Fáðu leiðsögn frá ráðgjöfum og æfðu þig í að finna hluti sem þú átt sameiginlegt með maka þínum eða þeim sem þú elskar. Þú færð ótrúlega mikið til baka úr þessari vinnu.“

mbl.is

Milla Ósk og Einar skrá sig í samband

12:40 Einar Þorsteinsson, fréttamaður hjá RÚV, hefur skráð sig í samband á Facebook. Sú heppna heitir Milla Ósk Magnúsdóttir og er fréttamaður hjá RÚV. Meira »

„Girl power“-partí á Jamie´s

09:19 Það var líf og fjör á Jamie´s Italian Iceland þegar iglo+indi í samstarfi við UN Women á Íslandi kynntu glænýja empwr-peysu. Peysan er hönnuð bæði fyrir börn og fullorðna og í ár er hún pastelbleik á litinn. Allur ágóði af sölu á peysunum rennur til neyðarathvarfs UN Women fyrir róhingjakonur á flótta í Bangladess. Meira »

Best að máta hælaskó síðdegis

06:00 Best er að máta og kaupa skó eftir hádegi eða síðdegis samkvæmt fótaaðgerðafræðingnum Tania Kapila. Hún gefur þrjú ráð til að velja þægilega hælaskó. Meira »

Þú kennir fólki hvernig má koma fram við þig!

Í gær, 22:37 „Róbert segir að sambönd séu bindandi. Hann vill sjá hlutina þróast hægt og rólega. En eitt kvöldið sá ég á símanum hans að hann er að tala við fleiri konur en mig. Hvað á ég að gera?“ Meira »

Keypti föt hjá Hjálpræðishernum en sagðist versla í Versace

Í gær, 19:00 Kanadíska leikkonan Nina Dobrev man ekki eftir því að hafa átt ný föt þegar hún var barn. Fjölskyldan verslaði í verslun Hjálpræðishersins og kallaði mamma hennar búðina „Versace“. Meira »

Hvað áttu að borða fyrir maraþonið?

Í gær, 16:00 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er á laugardaginn og því margir að fara hlaupa langar vegalengdir. Hér eru hugmyndir að máltíðum til að borða 24 tímum fyrir langhlaup. Meira »

Hvers vegna allt þetta þvarg og þvaður?

Í gær, 13:33 „Skrifaðu nú um það...,“ sagði frændi minn glaðhlakkandi yfir þeim upplýsingum sem hann hafði komið á framfæri við mig. Hann var komin með lausnina á skilnuðum landsmanna „ef þessar kerlingar hætta bara þessu þvargi og þvaðri þá verður heimurinn mun einfaldari og hjónabönd langlífari.“ Meira »

„Svo er maður sjálfur auðvitað í þessari bullneyslu“

í gær Jón Gnarr segir að hægt sé að blanda húmor inn í flest málefni. Ef húmor getur komið loftslagsmálum á kortið leggur hann því lið. Meira »

Sólkysst útlit fram eftir hausti

í gær Þegar við héldum að sumarið væri að líða undir lok kemur Chanel með allt sem við þurfum til að viðhalda sólkysstu útlitinu fram eftir hausti. Éclat Et Transparence De Chanel er förðunarlína sem Lucia Pica hannaði og endurspeglar sýn hennar á þá fegurð sem gegnsæ lög af lit veita andlitinu og sameinast sólkysstri húðinni. Meira »

Úr herstöðinni beint í bakpokaferðalag

í gær Una Sighvatsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan, fór í ferðalag um heiminn eftir að hún sagði skilið við NATO. Hún segir mikið frelsi í því að ferðast ein, en hún fór til 7 landa í Suður-Ameríku. Meira »

Tölvupóstsamskipti utan vinnutíma hafa slæm áhrif

í fyrradag Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að tölvupóstsamskipti hafi neikvæð áhrif á heilsuna. Mælt er með því að takmarka þann tíma sem fer í tölvupóstsamskipti utan vinnutíma. Meira »

Vill hitta „hina konuna“

í fyrradag Eiginkona manns sem hélt fram hjá henni er forvitin um „hina konuna“ og langar til að hitta hana áður en hún ákveður hvort hún eigi að skilja við eiginmann sinn. Meira »

Á bak við tjöldin í forsíðumyndatöku Beyoncé

í fyrradag Myndbandið af forsíðumyndatöku Beyoncé fyrir Vogue er draumkennt en þar má sjá börnin hennar og Jay-Z, Blue og tvíburana Sir og Rumi, leika sér á meðan mamma þeirra situr fyrir. Meira »

Guðrún Bergmann segir frá

15.8. „Hann var einhver sem ég átti að geta treyst, en hann rauf það traust og ákvað að æfa sig í samförum á mér tæplega sjö ára barninu. Ég var auðveld bráð, komin upp í hjónarúmið þar sem ég átti að sofa.“ Meira »

Af hverju flestir ná ekki að breyta um lífsstíl

15.8. Sara Barðdal, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, skrifar um hvers vegna flestir ná ekki að breyta um lífsstíl. Þann 17. ágúst fer hún af stað með tíu daga heilsuáskorun þar sem hún aðstoðar þátttakendur við að setja sér markmið og ná þeim. Meira »

Einfaldleiki og fegurð í 101

15.8. Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

14.8. Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

14.8. Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »

Haustlína Supreme sjúklega töff

14.8. Supreme gaf út lookbook fyrir haust- og vetrarlínu sína í gær. Litríkir jakkar og úlpur eru áberandi í línunni.  Meira »

Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

14.8. „Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Meira »

Egill tekur pásu frá Íslandi og fer til Balí

14.8. Egill Fannar Halldórsson segir að nóvember sé langbesti tíminn til að fara til Balí og upplifa sönn ævintýri.   Meira »