„Hún sagði að ég væri of góður“

Íslenskur maður er í ástarsorg eftir stutt ástarsamband við dásamlega ...
Íslenskur maður er í ástarsorg eftir stutt ástarsamband við dásamlega konu. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá karlmanni á miðjum aldri sem veit ekki alveg í hvorn fótinn hann á að stíga. 

Sæll Valdimar

Ég er maður á miðjum aldri og hef verið í mikilli tilvistarkreppu eftir skilnað og hef verið að reyna að átta mig á hlutunum. Ég skildi fyrir rúmu einu ári eftir tæplega tuttugu ára hjónaband. Við reyndum allt til að bjarga því, t.d. ráðgjöf, en allt kom fyrir ekki og á endanum tókum við sameiginlega ákvörðun um að láta staðar numið. Ég ákvað að taka mér góðan tíma eftir skilnaðinn og líta í eigin barm og skilgreina hvað ég vildi fá út úr lífinu.

Í vor kynnist ég yndislegri konu. Við byrjum að hittast og ég get ekki neitað því að ég var töluvert ryðgaður í þessum málum. Langt síðan ég hafði gert svona hluti og var hræddur og varkár. Það er skemmst frá því að segja að ég gjörsamlega féll fyrir konunni og hennar lífssýn. Ég fékk aftur fiðrildi í magann líkt og gerðist þegar maður var táningur og allt lífið fékk nýjan lit. Allt varð yndislegt og nálægð hennar veitti mér mikla gleði og hamingju. Ég vildi allt fyrir hana gera og fannst hún hrein himnasending og að einhver þarna uppi hefði kippt í spotta. Hún tjáði mér fljótlega að hún væri búin að vera ein í meira en tíu ár og væri því vön að vera ein og líkaði það líf mjög vel. Hún vildi alls ekki verða háð neinum og missa sjálfstæði sitt. Ég var alveg sammála þessu því svoleiðis lífi á enginn að lifa. Ég greindi mikla hamingju í hennar augum þegar við hittumst og hélt því að allt stefndi í rétta átt. Síðan kom skellurinn og ég varð mjög ráðvilltur og undrandi. Á einni helgi breyttist allt og hún tjáði mér að við værum ofsalega ólík og ég væri allt of góður fyrir hana og í mér væri ekki til eitt slæmt bein. Persónulega finnst mér kostur þegar pör eru ólík því með því móti geta þau vegið hvort annað upp og ýtt hvort öðru út fyrir þægindarammann sinn. Hún tjáði mér að ég væri að kæfa hana og hún gæti ekki og kynni ekki að lifa með svona góðum manni.

Mig langar því að leita ráða hjá þér hvað sé best að gera í svona málum og hvað ég geti gert til að bjarga þessu því það veit sá sem allt veit að ég þrái ekkert heitar.

Kveðja,
Einn mjög ráðvilltur

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn og takk fyrir þessar spurningu.

Það er yndislegt að upplifa allar þær góðu tilfinningar sem fylgja því að verða ástfanginn, ekki síst þegar langtímasambönd hafa klárast og sumir óttast jafnvel að geta aldrei aftur upplifað þessar góðu tilfinningar. Þessi frásögn er í senn hrífandi og falleg en að sama skapi skynjar maður sorgina vegna stöðunnar sem nú er komin upp.

Það er fallegt að heyra vilja þinn til að gera það sem þarf til þess að bjarga sambandinu en hafa ber í huga að það eru tvær manneskjur sem um er að ræða. Hvað sem þú gerir þá hefur þessi kona sína upplifun, sinn raunveruleika og hún tekur greinilega ákvarðanir fyrir sjálfa sig. Það er talsverður munur á því að „þú sért of góður“ og að „þú sért að kæfa hana“. Að þú sért of góður ætti ekki að vera óyfirstíganlegt vandamál en að þú sért að kæfa hana er greinilegt merki um að hún getur ekki verið í sambandinu eins og það er að þróast, enda hefur hún lýst því yfir. Mjög margir eiga erfitt með að tengjast náið og ástæðurnar fyrir því geta verið mismunandi. Í sumum tilvikum er þetta einfaldlega lífssýn þar sem fólk vill hafa frelsi og skuldbinda sig ekki meira en nauðsyn krefur. Í öðrum tilvikum er um ótta að ræða þar sem fyrri sambönd hafa leitt til sársauka sem fólk vill alls ekki upplifa aftur, til dæmis vegna höfnunar og/eða ofbeldis. Enn ein ástæðan getur verið sú að fólk hafi þróað með sér hlutverk bjargvættarins sem leiðir til þess að það stofnar til sambanda til þess að uppfylla þarfir annarra og finnst á endanum að það sé að kafna af því aðrir eru of háðir þeim, finnst að aðrir séu að óska eftir meiri nánd og tilfinningum en þeir geta veitt. Þegar þú segist hafa viljað „gera allt fyrir hana“ velti ég því fyrir mér hvort þú hafir látið frá þér ákveðinn hluta af sjálfstæði þínu og orðið svolítið háður sambandinu.

Auðvitað geta ástæðurnar verið fleiri en ef það er þannig að fólk vill ekki skuldbindinguna eða upplifir sig vera að kafna undan of miklum þrýstingi, þá verður oft til ákveðinn vítahringur þar sem báðir aðilar sambands verða fyrir vonbrigðum. Það birtist í því að þeir sem vilja allt gera til að bjarga sambandinu fara, í ótta sínum við að missa það, að hafa meira samband, koma með fleiri hugmyndir um að gera eitthvað saman, tala saman, vera saman. Það er svo akkúrat það sem hinn aðilinn forðast, hann vill ekki eða getur ekki gefið meira af sér í sambandið og fjarlægist því enn meir. Það veldur þeim sem er að leggja sig fram við að bjarga sambandinu enn meiri sársauka, hann eða hún upplifir höfnun og leggur jafnvel enn harðar að sér, reynir enn meira að nálgast hinn, sem hörfar enn meira og svo koll af kolli. Þetta er  nokkuð algengt ferli sem veldur fólki miklum sársauka, sérstaklega þeim sem vill halda sambandinu gangandi. Hinn aðilinn er oftast búinn að verja tilfinningar sínar með því að hafna áður en honum eða henni verður hafnað.

Ég mæli með því að þú virðir allar ábendingar um að veita það svigrúm sem konan biður um og að þú leitir aðstoðar til að vinna úr þínum eigin tilfinningum sem geta verið mjög sárar. Ef tækifæri gefst og vilji er fyrir hendi, þá væri áhugavert fyrir ykkur að fara til pararáðgjafa þannig að hægt sé að ræða opinskátt hvað raunverulega er að gerast og sjá hvort hægt sé að finna leiðir sem ykkur líður báðum vel með. 

Gangi þér allt í haginn!

Með kærri kveðju, 

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimari spurningu HÉR. 

mbl.is

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

Í gær, 21:00 Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

Í gær, 16:50 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

Í gær, 15:30 Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

Í gær, 12:30 „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

Í gær, 09:30 Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

Í gær, 06:00 Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

Í gær, 05:39 Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

í fyrradag Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

í fyrradag Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

í fyrradag Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

í fyrradag Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

í fyrradag „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

í fyrradag Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

17.9. „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

17.9. Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

17.9. Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

17.9. Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

17.9. Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

17.9. Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

17.9. Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »

Allir geta lært nýja hluti

16.9. Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »