„Hún sagði að ég væri of góður“

Íslenskur maður er í ástarsorg eftir stutt ástarsamband við dásamlega ...
Íslenskur maður er í ástarsorg eftir stutt ástarsamband við dásamlega konu. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá karlmanni á miðjum aldri sem veit ekki alveg í hvorn fótinn hann á að stíga. 

Sæll Valdimar

Ég er maður á miðjum aldri og hef verið í mikilli tilvistarkreppu eftir skilnað og hef verið að reyna að átta mig á hlutunum. Ég skildi fyrir rúmu einu ári eftir tæplega tuttugu ára hjónaband. Við reyndum allt til að bjarga því, t.d. ráðgjöf, en allt kom fyrir ekki og á endanum tókum við sameiginlega ákvörðun um að láta staðar numið. Ég ákvað að taka mér góðan tíma eftir skilnaðinn og líta í eigin barm og skilgreina hvað ég vildi fá út úr lífinu.

Í vor kynnist ég yndislegri konu. Við byrjum að hittast og ég get ekki neitað því að ég var töluvert ryðgaður í þessum málum. Langt síðan ég hafði gert svona hluti og var hræddur og varkár. Það er skemmst frá því að segja að ég gjörsamlega féll fyrir konunni og hennar lífssýn. Ég fékk aftur fiðrildi í magann líkt og gerðist þegar maður var táningur og allt lífið fékk nýjan lit. Allt varð yndislegt og nálægð hennar veitti mér mikla gleði og hamingju. Ég vildi allt fyrir hana gera og fannst hún hrein himnasending og að einhver þarna uppi hefði kippt í spotta. Hún tjáði mér fljótlega að hún væri búin að vera ein í meira en tíu ár og væri því vön að vera ein og líkaði það líf mjög vel. Hún vildi alls ekki verða háð neinum og missa sjálfstæði sitt. Ég var alveg sammála þessu því svoleiðis lífi á enginn að lifa. Ég greindi mikla hamingju í hennar augum þegar við hittumst og hélt því að allt stefndi í rétta átt. Síðan kom skellurinn og ég varð mjög ráðvilltur og undrandi. Á einni helgi breyttist allt og hún tjáði mér að við værum ofsalega ólík og ég væri allt of góður fyrir hana og í mér væri ekki til eitt slæmt bein. Persónulega finnst mér kostur þegar pör eru ólík því með því móti geta þau vegið hvort annað upp og ýtt hvort öðru út fyrir þægindarammann sinn. Hún tjáði mér að ég væri að kæfa hana og hún gæti ekki og kynni ekki að lifa með svona góðum manni.

Mig langar því að leita ráða hjá þér hvað sé best að gera í svona málum og hvað ég geti gert til að bjarga þessu því það veit sá sem allt veit að ég þrái ekkert heitar.

Kveðja,
Einn mjög ráðvilltur

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn og takk fyrir þessar spurningu.

Það er yndislegt að upplifa allar þær góðu tilfinningar sem fylgja því að verða ástfanginn, ekki síst þegar langtímasambönd hafa klárast og sumir óttast jafnvel að geta aldrei aftur upplifað þessar góðu tilfinningar. Þessi frásögn er í senn hrífandi og falleg en að sama skapi skynjar maður sorgina vegna stöðunnar sem nú er komin upp.

Það er fallegt að heyra vilja þinn til að gera það sem þarf til þess að bjarga sambandinu en hafa ber í huga að það eru tvær manneskjur sem um er að ræða. Hvað sem þú gerir þá hefur þessi kona sína upplifun, sinn raunveruleika og hún tekur greinilega ákvarðanir fyrir sjálfa sig. Það er talsverður munur á því að „þú sért of góður“ og að „þú sért að kæfa hana“. Að þú sért of góður ætti ekki að vera óyfirstíganlegt vandamál en að þú sért að kæfa hana er greinilegt merki um að hún getur ekki verið í sambandinu eins og það er að þróast, enda hefur hún lýst því yfir. Mjög margir eiga erfitt með að tengjast náið og ástæðurnar fyrir því geta verið mismunandi. Í sumum tilvikum er þetta einfaldlega lífssýn þar sem fólk vill hafa frelsi og skuldbinda sig ekki meira en nauðsyn krefur. Í öðrum tilvikum er um ótta að ræða þar sem fyrri sambönd hafa leitt til sársauka sem fólk vill alls ekki upplifa aftur, til dæmis vegna höfnunar og/eða ofbeldis. Enn ein ástæðan getur verið sú að fólk hafi þróað með sér hlutverk bjargvættarins sem leiðir til þess að það stofnar til sambanda til þess að uppfylla þarfir annarra og finnst á endanum að það sé að kafna af því aðrir eru of háðir þeim, finnst að aðrir séu að óska eftir meiri nánd og tilfinningum en þeir geta veitt. Þegar þú segist hafa viljað „gera allt fyrir hana“ velti ég því fyrir mér hvort þú hafir látið frá þér ákveðinn hluta af sjálfstæði þínu og orðið svolítið háður sambandinu.

Auðvitað geta ástæðurnar verið fleiri en ef það er þannig að fólk vill ekki skuldbindinguna eða upplifir sig vera að kafna undan of miklum þrýstingi, þá verður oft til ákveðinn vítahringur þar sem báðir aðilar sambands verða fyrir vonbrigðum. Það birtist í því að þeir sem vilja allt gera til að bjarga sambandinu fara, í ótta sínum við að missa það, að hafa meira samband, koma með fleiri hugmyndir um að gera eitthvað saman, tala saman, vera saman. Það er svo akkúrat það sem hinn aðilinn forðast, hann vill ekki eða getur ekki gefið meira af sér í sambandið og fjarlægist því enn meir. Það veldur þeim sem er að leggja sig fram við að bjarga sambandinu enn meiri sársauka, hann eða hún upplifir höfnun og leggur jafnvel enn harðar að sér, reynir enn meira að nálgast hinn, sem hörfar enn meira og svo koll af kolli. Þetta er  nokkuð algengt ferli sem veldur fólki miklum sársauka, sérstaklega þeim sem vill halda sambandinu gangandi. Hinn aðilinn er oftast búinn að verja tilfinningar sínar með því að hafna áður en honum eða henni verður hafnað.

Ég mæli með því að þú virðir allar ábendingar um að veita það svigrúm sem konan biður um og að þú leitir aðstoðar til að vinna úr þínum eigin tilfinningum sem geta verið mjög sárar. Ef tækifæri gefst og vilji er fyrir hendi, þá væri áhugavert fyrir ykkur að fara til pararáðgjafa þannig að hægt sé að ræða opinskátt hvað raunverulega er að gerast og sjá hvort hægt sé að finna leiðir sem ykkur líður báðum vel með. 

Gangi þér allt í haginn!

Með kærri kveðju, 

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimari spurningu HÉR. 

mbl.is

Guðrún Bergmann: Besta heilsuráð ársins

16:11 „Þótt margir vilji temja sér heilsusamlegan lífsstíl, vita þeir oft ekki hvar á að byrja, né hvaða tískutrendi þeir eiga að fylgja þegar kemur að mataræði. Mörgum finnst erfiðara að ákveða hvað skal borða en að fylla út skattaskýrsluna. Næringarfræðin getur stundum verið flókið mál, en ef þú vilt einfalda hlutina og gera valið sérlega einfalt.“ Meira »

Ljótustu gallabuxurnar í dag?

13:09 Fyrirsætan í umdeildum gallabuxum lítur út fyrir að hafa klætt sig í myrkri enda líta buxurnar út fyrir að vera á röngunni.   Meira »

Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

10:00 Læknirinn Rangan Chatterjee segir að símanotkun fyrir háttinn sé mjög hættuleg því tæki sem gefi frá sér bláa birtu tempri hormónið melatónín. Meira »

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

05:00 Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

Í gær, 22:51 Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

Í gær, 19:00 Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

í gær Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

í gær Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

í gær Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

í gær Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

í fyrradag Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

í fyrradag Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

20.1. Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

20.1. Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

20.1. Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

20.1. Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

19.1. Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

19.1. Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

19.1. „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »