„Hún sagði að ég væri of góður“

Íslenskur maður er í ástarsorg eftir stutt ástarsamband við dásamlega ...
Íslenskur maður er í ástarsorg eftir stutt ástarsamband við dásamlega konu. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá karlmanni á miðjum aldri sem veit ekki alveg í hvorn fótinn hann á að stíga. 

Sæll Valdimar

Ég er maður á miðjum aldri og hef verið í mikilli tilvistarkreppu eftir skilnað og hef verið að reyna að átta mig á hlutunum. Ég skildi fyrir rúmu einu ári eftir tæplega tuttugu ára hjónaband. Við reyndum allt til að bjarga því, t.d. ráðgjöf, en allt kom fyrir ekki og á endanum tókum við sameiginlega ákvörðun um að láta staðar numið. Ég ákvað að taka mér góðan tíma eftir skilnaðinn og líta í eigin barm og skilgreina hvað ég vildi fá út úr lífinu.

Í vor kynnist ég yndislegri konu. Við byrjum að hittast og ég get ekki neitað því að ég var töluvert ryðgaður í þessum málum. Langt síðan ég hafði gert svona hluti og var hræddur og varkár. Það er skemmst frá því að segja að ég gjörsamlega féll fyrir konunni og hennar lífssýn. Ég fékk aftur fiðrildi í magann líkt og gerðist þegar maður var táningur og allt lífið fékk nýjan lit. Allt varð yndislegt og nálægð hennar veitti mér mikla gleði og hamingju. Ég vildi allt fyrir hana gera og fannst hún hrein himnasending og að einhver þarna uppi hefði kippt í spotta. Hún tjáði mér fljótlega að hún væri búin að vera ein í meira en tíu ár og væri því vön að vera ein og líkaði það líf mjög vel. Hún vildi alls ekki verða háð neinum og missa sjálfstæði sitt. Ég var alveg sammála þessu því svoleiðis lífi á enginn að lifa. Ég greindi mikla hamingju í hennar augum þegar við hittumst og hélt því að allt stefndi í rétta átt. Síðan kom skellurinn og ég varð mjög ráðvilltur og undrandi. Á einni helgi breyttist allt og hún tjáði mér að við værum ofsalega ólík og ég væri allt of góður fyrir hana og í mér væri ekki til eitt slæmt bein. Persónulega finnst mér kostur þegar pör eru ólík því með því móti geta þau vegið hvort annað upp og ýtt hvort öðru út fyrir þægindarammann sinn. Hún tjáði mér að ég væri að kæfa hana og hún gæti ekki og kynni ekki að lifa með svona góðum manni.

Mig langar því að leita ráða hjá þér hvað sé best að gera í svona málum og hvað ég geti gert til að bjarga þessu því það veit sá sem allt veit að ég þrái ekkert heitar.

Kveðja,
Einn mjög ráðvilltur

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn og takk fyrir þessar spurningu.

Það er yndislegt að upplifa allar þær góðu tilfinningar sem fylgja því að verða ástfanginn, ekki síst þegar langtímasambönd hafa klárast og sumir óttast jafnvel að geta aldrei aftur upplifað þessar góðu tilfinningar. Þessi frásögn er í senn hrífandi og falleg en að sama skapi skynjar maður sorgina vegna stöðunnar sem nú er komin upp.

Það er fallegt að heyra vilja þinn til að gera það sem þarf til þess að bjarga sambandinu en hafa ber í huga að það eru tvær manneskjur sem um er að ræða. Hvað sem þú gerir þá hefur þessi kona sína upplifun, sinn raunveruleika og hún tekur greinilega ákvarðanir fyrir sjálfa sig. Það er talsverður munur á því að „þú sért of góður“ og að „þú sért að kæfa hana“. Að þú sért of góður ætti ekki að vera óyfirstíganlegt vandamál en að þú sért að kæfa hana er greinilegt merki um að hún getur ekki verið í sambandinu eins og það er að þróast, enda hefur hún lýst því yfir. Mjög margir eiga erfitt með að tengjast náið og ástæðurnar fyrir því geta verið mismunandi. Í sumum tilvikum er þetta einfaldlega lífssýn þar sem fólk vill hafa frelsi og skuldbinda sig ekki meira en nauðsyn krefur. Í öðrum tilvikum er um ótta að ræða þar sem fyrri sambönd hafa leitt til sársauka sem fólk vill alls ekki upplifa aftur, til dæmis vegna höfnunar og/eða ofbeldis. Enn ein ástæðan getur verið sú að fólk hafi þróað með sér hlutverk bjargvættarins sem leiðir til þess að það stofnar til sambanda til þess að uppfylla þarfir annarra og finnst á endanum að það sé að kafna af því aðrir eru of háðir þeim, finnst að aðrir séu að óska eftir meiri nánd og tilfinningum en þeir geta veitt. Þegar þú segist hafa viljað „gera allt fyrir hana“ velti ég því fyrir mér hvort þú hafir látið frá þér ákveðinn hluta af sjálfstæði þínu og orðið svolítið háður sambandinu.

Auðvitað geta ástæðurnar verið fleiri en ef það er þannig að fólk vill ekki skuldbindinguna eða upplifir sig vera að kafna undan of miklum þrýstingi, þá verður oft til ákveðinn vítahringur þar sem báðir aðilar sambands verða fyrir vonbrigðum. Það birtist í því að þeir sem vilja allt gera til að bjarga sambandinu fara, í ótta sínum við að missa það, að hafa meira samband, koma með fleiri hugmyndir um að gera eitthvað saman, tala saman, vera saman. Það er svo akkúrat það sem hinn aðilinn forðast, hann vill ekki eða getur ekki gefið meira af sér í sambandið og fjarlægist því enn meir. Það veldur þeim sem er að leggja sig fram við að bjarga sambandinu enn meiri sársauka, hann eða hún upplifir höfnun og leggur jafnvel enn harðar að sér, reynir enn meira að nálgast hinn, sem hörfar enn meira og svo koll af kolli. Þetta er  nokkuð algengt ferli sem veldur fólki miklum sársauka, sérstaklega þeim sem vill halda sambandinu gangandi. Hinn aðilinn er oftast búinn að verja tilfinningar sínar með því að hafna áður en honum eða henni verður hafnað.

Ég mæli með því að þú virðir allar ábendingar um að veita það svigrúm sem konan biður um og að þú leitir aðstoðar til að vinna úr þínum eigin tilfinningum sem geta verið mjög sárar. Ef tækifæri gefst og vilji er fyrir hendi, þá væri áhugavert fyrir ykkur að fara til pararáðgjafa þannig að hægt sé að ræða opinskátt hvað raunverulega er að gerast og sjá hvort hægt sé að finna leiðir sem ykkur líður báðum vel með. 

Gangi þér allt í haginn!

Með kærri kveðju, 

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimari spurningu HÉR. 

mbl.is

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

10:00 „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

05:30 Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

Í gær, 23:00 Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

Í gær, 20:31 Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

Í gær, 16:57 Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

Í gær, 15:00 Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

Í gær, 13:30 Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

í gær Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

í gær Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

í fyrradag Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

í fyrradag „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

í fyrradag Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

í fyrradag „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

14.11. „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

14.11. Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

13.11. Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

13.11. Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13.11. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

13.11. Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

13.11. Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »