Ertu með litla kynhvöt? Þetta gæti verið ástæðan!

Ef þér finnst þú ekki vera kynþokkafull eru góðar líkur ...
Ef þér finnst þú ekki vera kynþokkafull eru góðar líkur á að þú hafir litla sem enga kynhvöt eða löngun í að stunda kynlíf. mbl.is/ThinkstockPhotos

Það er fullt af líkamlegum ástæðum fyrir því að við finnum fyrir lítilli sem engri kynhvöt, allt frá hormónabreytingum, mataræði og svefnvenjum til sjúkdóma og lyfja. Það er þó ein ástæða sem er sjaldan talað um og getur haft áhrif á marga, það er neikvæð líkamsímynd. Stundum getum við ekki breytt líkama okkar, en við getum breytt líkamsímynd okkar.

Líkamsímynd er ekki það sem þú sérð í speglinum heldur það sem þú hugsar um líkamann þinn og hvernig þér líður í líkamanum þínum. Líkamsímynd er líka það sem þú heldur að aðrir sjái og þá skiptir það þig ekki máli hversu oft maki þinn segir að þú sért kynþollafull. Ef þér finnst þú ekki vera kynþokkafull eru góðar líkur á að þú hafir litla sem enga kynhvöt eða löngun í að stunda kynlíf.

Góðu fréttirnar eru að það er hægt að breyta líkamsímynd sinni. Dr. Terri Orbuch sambandsráðgjafi er með reglulega pistla á Huffington Post og hefur tekið saman nokkur ráð til að breyta líkamsímyndinni til hins betra.

Víkkaðu skilgreininguna á fegurð

Veltu fyrir þér hvað þú telur vera fallegt. Skoðaðu fólk af öllum uppruna, með mismunandi getu á mismunandi aldri og í mismunandi líkamlegu ástandi. Spyrðu sjálfa þig hvort það sem þú telur vera fallegt „meiki sens“. Stundum hjálpar það að byrja á að skoða fólk sem er líkt þér í útliti. Þá tekur þú kannski eftir einhverju í fari þess sem þér þykir fallegt.

Hafðu raunsæjar væntingar

Hafðu raunsæjar væntingar til þess hvers þú ætlast af sjálfri þér. Skoðaðu tímarit og sjónvarpsþætti og spyrðu þig hvað er verið að sýna. Fyrirsætur og frægt fólk hefur það að atvinnu að líta vel út. Það eyðir miklum tíma og peningum í að líta vel út. Vertu sátt með þá staðreynd að þú lítur ekki út eins og fyrirsæta. Í raunveruleikanum eru allir með appelsínuhúð, hrukkur, nokkur aukakíló og roða.

Líkamsímynd er ekki það sem þú sérð í speglinum heldur ...
Líkamsímynd er ekki það sem þú sérð í speglinum heldur það sem þú hugsar um líkamann þinn og hvernig þér líður í líkamanum þínum. mbl.is/ThinkstockPhotos

Byggðu upp sjálfstraust

Mundu að það skiptir mestu máli hvernig þér líður í eigin skinni, ekki hversu þung eða há þú ert. Ef þér líður vel með líkamann þinn og ert sjálfsörugg, mun líkamsímynd þín verða betri. Einbeittu þér að hlutunum sem þú ert góð í til dæmis góð móðir, yfirmaður, vinkona, kokkur eða hvað sem er.

Æfðu þig að viðurkenna sjálfa þig

Þú verður að hugsa fallega til þín. Að líða vel með sjálfan sig kemur fyrst og fremst frá manni sjálfum. Sama hversu oft maki þinn segir að þú sért falleg og kynþokkafull, þá skiptir mestu máli að þú segir við sjálfa þig líka. Ekki hafa áhyggjur samt, þú þarft ekki að standa fyrir framan spegilinn og tala við sjálfa þig frekar en þú vilt. Breyttu frekar hugsunum þínum, ef þú hugsar eitthvað neikvætt um þig sjálfa, breyttu því í hrós.  

Reyndu að ná góðri líkamlegri heilsu

Kynlíf reynir á líkamlega eins og aðrar íþróttir. Því betra formi sem þú ert í líður þér heilbrigðari og þá líður þér kynþokkafullri og þá færðu sem mest út úr kynlífinu. Ef þú ert með lítið þol getur kynlíf verið erfiðara líkamlega og þú hefur minni orku til að stunda kynlíf. Að bæta þolið getur gert kraftaverk hvað varðar kynhvötina. Prófaðu að setja þér lítið markmið eins og að æfa í 15 mínútur í dag. Þá muntu taka eftir breytingum á kynhvötinni, sjálfstraustinu og líkamsímynd þinni.

mbl.is

6 ástæður til að forðast sykur

16:30 „Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast.“ Meira »

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

13:30 Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan. Meira »

Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

10:00 Jóna Kristín Birgisdóttir saumaði hátíðlegan ullarkjól í Hússtjórnarskólanum. Hún segir ekki nauðsynlegt að eiga allt það nýjasta og dýrasta eins og stundum lítur út á samfélagsmiðlum. Meira »

Hvað segir jólamyndin um þig?

05:45 Að „feika“ það þangað til maður „meikar“ það er gamalt orðatiltæki sem á svo sannarlega ekki við í ljósi nýlegrar umfjöllunar Vintage everyday. 43 ljósmyndir frá því á sjötta áratug síðustu aldar gefa vísbendingu um að glöggir mannþekkjarar og komandi kynslóðir munu geta lesið í allt sem við erum með í gangi um þessar mundir. Meira »

Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

Í gær, 21:00 „Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári.“ Meira »

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

Í gær, 18:00 Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

í gær Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

í gær Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

í gær Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

í fyrradag Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

í fyrradag „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

15.12. Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

15.12. Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »

Google getur ekki lagað hjónabandið

15.12. „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »

Frábærar gjafir fyrir níska Jóakima

15.12. Það þekkja allir einn Jóakim, einstakling sem elskar að spara, safna peningum og jafnframt erfitt að gera til geðs. Vanda þarf því gjafavalið sérstaklega. Meira »

Fjölmenntu á Jacobsen Loftið

14.12. Nýrri skartgripalínu Orrifinn var fagnað á Jacobsen Loftinu í gær. Fólkið á bak við Orrifinn eru þau Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason. Halla Þórðardóttir mætti í boðið og framdi gjörning við tónverk eftir Daníel Ágúst Haraldsson. Meira »

Tapaði ég peningunum á Karolina Fund?

14.12. „Vorið 2017 „keypti ég“ tvær bækur á hópfjármögnun á Karolina Fund eða rúmlega 14.000 krónur og var lofað plakati með, penna og boð í útgáfuhóf. Bókin átti að koma út um haustið en hefur ekki ennþá komið út. Hvernig virkar svona, er hægt að fá endurgreitt eða eru þetta bara tapaðir peningar?“ Meira »

Melania litaði hárið ljóst fyrir jólin

14.12. Netverjar spurðu sig hvort forsetafrúin væri að safna í hárkollu fyrir eiginmann sinn en Donald Trump er þekktur fyrir óvenjuþykkan og -ljósan makka miðað við aldur. Meira »

Lærði að elska upp á nýtt á Tenerife

14.12. „Þetta ár er búið að vera lagskipt. Hófst með skilnaði, sagði upp á Rás 2, flutti til Tenerife þar sem margt gott hefur gerst. Einnig hafa komið hér erfiðir tímar og þá helst er ég var fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús. Ég fékk blæðandi magasár,“ segir Guðni Már. Meira »

Húsið sem Ármann færði yfir á konuna

14.12. Ármann Þorvaldsson skráði einbýlishús þeirra hjónanna, Dyngjuveg 2, á eiginkonu sína, Þórdísi Edwald árið 2011 eða 18. apríl það ár. Meira »

Var 100 kíló en keppir nú í fitness

14.12. Lilja Ingvadóttir var um 100 kg fyrir áratug þegar hún ákvað að taka sig taki. Í dag er hún á fullu að undirbúa fitnessmótið Iceland Open sem fram fer á laugardaginn. Meira »
Meira píla