Ertu með litla kynhvöt? Þetta gæti verið ástæðan!

Ef þér finnst þú ekki vera kynþokkafull eru góðar líkur ...
Ef þér finnst þú ekki vera kynþokkafull eru góðar líkur á að þú hafir litla sem enga kynhvöt eða löngun í að stunda kynlíf. mbl.is/ThinkstockPhotos

Það er fullt af líkamlegum ástæðum fyrir því að við finnum fyrir lítilli sem engri kynhvöt, allt frá hormónabreytingum, mataræði og svefnvenjum til sjúkdóma og lyfja. Það er þó ein ástæða sem er sjaldan talað um og getur haft áhrif á marga, það er neikvæð líkamsímynd. Stundum getum við ekki breytt líkama okkar, en við getum breytt líkamsímynd okkar.

Líkamsímynd er ekki það sem þú sérð í speglinum heldur það sem þú hugsar um líkamann þinn og hvernig þér líður í líkamanum þínum. Líkamsímynd er líka það sem þú heldur að aðrir sjái og þá skiptir það þig ekki máli hversu oft maki þinn segir að þú sért kynþollafull. Ef þér finnst þú ekki vera kynþokkafull eru góðar líkur á að þú hafir litla sem enga kynhvöt eða löngun í að stunda kynlíf.

Góðu fréttirnar eru að það er hægt að breyta líkamsímynd sinni. Dr. Terri Orbuch sambandsráðgjafi er með reglulega pistla á Huffington Post og hefur tekið saman nokkur ráð til að breyta líkamsímyndinni til hins betra.

Víkkaðu skilgreininguna á fegurð

Veltu fyrir þér hvað þú telur vera fallegt. Skoðaðu fólk af öllum uppruna, með mismunandi getu á mismunandi aldri og í mismunandi líkamlegu ástandi. Spyrðu sjálfa þig hvort það sem þú telur vera fallegt „meiki sens“. Stundum hjálpar það að byrja á að skoða fólk sem er líkt þér í útliti. Þá tekur þú kannski eftir einhverju í fari þess sem þér þykir fallegt.

Hafðu raunsæjar væntingar

Hafðu raunsæjar væntingar til þess hvers þú ætlast af sjálfri þér. Skoðaðu tímarit og sjónvarpsþætti og spyrðu þig hvað er verið að sýna. Fyrirsætur og frægt fólk hefur það að atvinnu að líta vel út. Það eyðir miklum tíma og peningum í að líta vel út. Vertu sátt með þá staðreynd að þú lítur ekki út eins og fyrirsæta. Í raunveruleikanum eru allir með appelsínuhúð, hrukkur, nokkur aukakíló og roða.

Líkamsímynd er ekki það sem þú sérð í speglinum heldur ...
Líkamsímynd er ekki það sem þú sérð í speglinum heldur það sem þú hugsar um líkamann þinn og hvernig þér líður í líkamanum þínum. mbl.is/ThinkstockPhotos

Byggðu upp sjálfstraust

Mundu að það skiptir mestu máli hvernig þér líður í eigin skinni, ekki hversu þung eða há þú ert. Ef þér líður vel með líkamann þinn og ert sjálfsörugg, mun líkamsímynd þín verða betri. Einbeittu þér að hlutunum sem þú ert góð í til dæmis góð móðir, yfirmaður, vinkona, kokkur eða hvað sem er.

Æfðu þig að viðurkenna sjálfa þig

Þú verður að hugsa fallega til þín. Að líða vel með sjálfan sig kemur fyrst og fremst frá manni sjálfum. Sama hversu oft maki þinn segir að þú sért falleg og kynþokkafull, þá skiptir mestu máli að þú segir við sjálfa þig líka. Ekki hafa áhyggjur samt, þú þarft ekki að standa fyrir framan spegilinn og tala við sjálfa þig frekar en þú vilt. Breyttu frekar hugsunum þínum, ef þú hugsar eitthvað neikvætt um þig sjálfa, breyttu því í hrós.  

Reyndu að ná góðri líkamlegri heilsu

Kynlíf reynir á líkamlega eins og aðrar íþróttir. Því betra formi sem þú ert í líður þér heilbrigðari og þá líður þér kynþokkafullri og þá færðu sem mest út úr kynlífinu. Ef þú ert með lítið þol getur kynlíf verið erfiðara líkamlega og þú hefur minni orku til að stunda kynlíf. Að bæta þolið getur gert kraftaverk hvað varðar kynhvötina. Prófaðu að setja þér lítið markmið eins og að æfa í 15 mínútur í dag. Þá muntu taka eftir breytingum á kynhvötinni, sjálfstraustinu og líkamsímynd þinni.

mbl.is

Hvað áttu að borða fyrir maraþonið?

16:00 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er á laugardaginn og því margir að fara hlaupa langar vegalengdir. Hér eru hugmyndir að máltíðum til að borða 24 tímum fyrir langhlaup. Meira »

Hvers vegna allt þetta þvarg og þvaður?

13:33 „Skrifaðu nú um það...,“ sagði frændi minn glaðhlakkandi yfir þeim upplýsingum sem hann hafði komið á framfæri við mig. Hann var komin með lausnina á skilnuðum landsmanna „ef þessar kerlingar hætta bara þessu þvargi og þvaðri þá verður heimurinn mun einfaldari og hjónabönd langlífari.“ Meira »

„Svo er maður sjálfur auðvitað í þessari bullneyslu“

12:00 Jón Gnarr segir að hægt sé að blanda húmor inn í flest málefni. Ef húmor getur komið loftslagsmálum á kortið leggur hann því lið. Meira »

Sólkysst útlit fram eftir hausti

09:40 Þegar við héldum að sumarið væri að líða undir lok kemur Chanel með allt sem við þurfum til að viðhalda sólkysstu útlitinu fram eftir hausti. Éclat Et Transparence De Chanel er förðunarlína sem Lucia Pica hannaði og endurspeglar sýn hennar á þá fegurð sem gegnsæ lög af lit veita andlitinu og sameinast sólkysstri húðinni. Meira »

Úr herstöðinni beint í bakpokaferðalag

06:00 Una Sighvatsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan, fór í ferðalag um heiminn eftir að hún sagði skilið við NATO. Hún segir mikið frelsi í því að ferðast ein, en hún fór til 7 landa í Suður-Ameríku. Meira »

Tölvupóstsamskipti utan vinnutíma hafa slæm áhrif

Í gær, 22:43 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að tölvupóstsamskipti hafi neikvæð áhrif á heilsuna. Mælt er með því að takmarka þann tíma sem fer í tölvupóstsamskipti utan vinnutíma. Meira »

Vill hitta „hina konuna“

Í gær, 19:44 Eiginkona manns sem hélt fram hjá henni er forvitin um „hina konuna“ og langar til að hitta hana áður en hún ákveður hvort hún eigi að skilja við eiginmann sinn. Meira »

Á bak við tjöldin í forsíðumyndatöku Beyoncé

í gær Myndbandið af forsíðumyndatöku Beyoncé fyrir Vogue er draumkennt en þar má sjá börnin hennar og Jay-Z, Blue og tvíburana Sir og Rumi, leika sér á meðan mamma þeirra situr fyrir. Meira »

Guðrún Bergmann segir frá

í gær „Hann var einhver sem ég átti að geta treyst, en hann rauf það traust og ákvað að æfa sig í samförum á mér tæplega sjö ára barninu. Ég var auðveld bráð, komin upp í hjónarúmið þar sem ég átti að sofa.“ Meira »

Af hverju flestir ná ekki að breyta um lífsstíl

í gær Sara Barðdal, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, skrifar um hvers vegna flestir ná ekki að breyta um lífsstíl. Þann 17. ágúst fer hún af stað með tíu daga heilsuáskorun þar sem hún aðstoðar þátttakendur við að setja sér markmið og ná þeim. Meira »

Einfaldleiki og fegurð í 101

í gær Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

í fyrradag Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

í fyrradag Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »

Haustlína Supreme sjúklega töff

í fyrradag Supreme gaf út lookbook fyrir haust- og vetrarlínu sína í gær. Litríkir jakkar og úlpur eru áberandi í línunni.  Meira »

Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

14.8. „Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Meira »

Egill tekur pásu frá Íslandi og fer til Balí

14.8. Egill Fannar Halldórsson segir að nóvember sé langbesti tíminn til að fara til Balí og upplifa sönn ævintýri.   Meira »

10 lífsreglur Diane von Furstenberg

14.8. „Flest ævintýri enda á því að stúlkan giftist prinsinum og lifir síðan hamingjusöm til æviloka. Mitt ævintýri byrjaði fyrst þegar ég hafði fengið skilnað frá mínum prinsi.“ Meira »

Kemst ekki yfir skilnaðinn við kærustuna

13.8. „Ég er karlmaður á miðjum aldri. Skildi fyrir 6 árum vegna framhjáhalds konunnar. Skilnaðurinn sem átti sér talsverðan aðdraganda var mér ekki mjög erfiður. Hafði lengi grunað að konan héldi fram hjá og fannst í raun mikill léttir að skilja og losna við alla lygina,“ segir íslenskur maður sem leitar ráða hjá Valdimari. Meira »

Kynlíf eftir skilnað er alveg bannað

13.8. „Tiffany segir að kynlíf sé algjörlega bannað eftir skilnað og telur hún að það sé notað sem kúgunaraðferð og geri það erfiðara fyrir aðilana að halda áfram lífinu og rækta sér nýtt land. Mörk innihalda virðingu og það að þið eruð skilin þýðir að þið hafið ekki rétt á hvort öðru á þennan hátt.“ Meira »

Stal senunni í bleikum plastgalla

13.8. Það var mikið um liti og mynstur á rauða dreglinum fyrir Teen Choice-verðlaunahátíðina um helgina.   Meira »

Vel skipulögð fjölskylduíbúð við Húsalind

13.8. Litagleði og gott skipulag einkennir þessa dásamlegu fjölskyldubúð í Kópavogi. Mikið er lagt í barnaherbergin og er mikið af góðum sniðugum lausnum á heimilinu. Meira »