Ertu með litla kynhvöt? Þetta gæti verið ástæðan!

Ef þér finnst þú ekki vera kynþokkafull eru góðar líkur …
Ef þér finnst þú ekki vera kynþokkafull eru góðar líkur á að þú hafir litla sem enga kynhvöt eða löngun í að stunda kynlíf. mbl.is/ThinkstockPhotos

Það er fullt af líkamlegum ástæðum fyrir því að við finnum fyrir lítilli sem engri kynhvöt, allt frá hormónabreytingum, mataræði og svefnvenjum til sjúkdóma og lyfja. Það er þó ein ástæða sem er sjaldan talað um og getur haft áhrif á marga, það er neikvæð líkamsímynd. Stundum getum við ekki breytt líkama okkar, en við getum breytt líkamsímynd okkar.

Líkamsímynd er ekki það sem þú sérð í speglinum heldur það sem þú hugsar um líkamann þinn og hvernig þér líður í líkamanum þínum. Líkamsímynd er líka það sem þú heldur að aðrir sjái og þá skiptir það þig ekki máli hversu oft maki þinn segir að þú sért kynþollafull. Ef þér finnst þú ekki vera kynþokkafull eru góðar líkur á að þú hafir litla sem enga kynhvöt eða löngun í að stunda kynlíf.

Góðu fréttirnar eru að það er hægt að breyta líkamsímynd sinni. Dr. Terri Orbuch sambandsráðgjafi er með reglulega pistla á Huffington Post og hefur tekið saman nokkur ráð til að breyta líkamsímyndinni til hins betra.

Víkkaðu skilgreininguna á fegurð

Veltu fyrir þér hvað þú telur vera fallegt. Skoðaðu fólk af öllum uppruna, með mismunandi getu á mismunandi aldri og í mismunandi líkamlegu ástandi. Spyrðu sjálfa þig hvort það sem þú telur vera fallegt „meiki sens“. Stundum hjálpar það að byrja á að skoða fólk sem er líkt þér í útliti. Þá tekur þú kannski eftir einhverju í fari þess sem þér þykir fallegt.

Hafðu raunsæjar væntingar

Hafðu raunsæjar væntingar til þess hvers þú ætlast af sjálfri þér. Skoðaðu tímarit og sjónvarpsþætti og spyrðu þig hvað er verið að sýna. Fyrirsætur og frægt fólk hefur það að atvinnu að líta vel út. Það eyðir miklum tíma og peningum í að líta vel út. Vertu sátt með þá staðreynd að þú lítur ekki út eins og fyrirsæta. Í raunveruleikanum eru allir með appelsínuhúð, hrukkur, nokkur aukakíló og roða.

Líkamsímynd er ekki það sem þú sérð í speglinum heldur …
Líkamsímynd er ekki það sem þú sérð í speglinum heldur það sem þú hugsar um líkamann þinn og hvernig þér líður í líkamanum þínum. mbl.is/ThinkstockPhotos

Byggðu upp sjálfstraust

Mundu að það skiptir mestu máli hvernig þér líður í eigin skinni, ekki hversu þung eða há þú ert. Ef þér líður vel með líkamann þinn og ert sjálfsörugg, mun líkamsímynd þín verða betri. Einbeittu þér að hlutunum sem þú ert góð í til dæmis góð móðir, yfirmaður, vinkona, kokkur eða hvað sem er.

Æfðu þig að viðurkenna sjálfa þig

Þú verður að hugsa fallega til þín. Að líða vel með sjálfan sig kemur fyrst og fremst frá manni sjálfum. Sama hversu oft maki þinn segir að þú sért falleg og kynþokkafull, þá skiptir mestu máli að þú segir við sjálfa þig líka. Ekki hafa áhyggjur samt, þú þarft ekki að standa fyrir framan spegilinn og tala við sjálfa þig frekar en þú vilt. Breyttu frekar hugsunum þínum, ef þú hugsar eitthvað neikvætt um þig sjálfa, breyttu því í hrós.  

Reyndu að ná góðri líkamlegri heilsu

Kynlíf reynir á líkamlega eins og aðrar íþróttir. Því betra formi sem þú ert í líður þér heilbrigðari og þá líður þér kynþokkafullri og þá færðu sem mest út úr kynlífinu. Ef þú ert með lítið þol getur kynlíf verið erfiðara líkamlega og þú hefur minni orku til að stunda kynlíf. Að bæta þolið getur gert kraftaverk hvað varðar kynhvötina. Prófaðu að setja þér lítið markmið eins og að æfa í 15 mínútur í dag. Þá muntu taka eftir breytingum á kynhvötinni, sjálfstraustinu og líkamsímynd þinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál