Getur líkamslyktin mín heillað kvænta menn?

Þegar við hugsum vel um okkur. Borðum hollt og erum …
Þegar við hugsum vel um okkur. Borðum hollt og erum heiðarleg þá löðum við til okkar fólk í sömu tíðni. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr kona á besta aldri af hverju kvæntir menn laðist svona að henni. Getur það verið líkamslyktin hennar?

Komdu sæl.

Ég er með tvær spurningar.

Er hægt að vera með þannig líkamslykt sem aðeins kvæntir karlmenn laðast að? Það er þáttur í sjónvarpinu  „The Affair“ og ég tengi við þá konuna sem laðar að sér kvænta menn. Ég fæ alveg athygli frá einhleypum mönnum en þeir sem hafa sýnt mér áhuga, heilla mig bara alls ekki. Af hverju er ég of kröfuhörð við þá einhleypu en alls ekki við þá kvæntu?

Af hverju lendi ég alltaf í því að ef ég er i einhvers konar sambandi þá er ég sú sem byrjar á samtali ( messenger - sms- ) til að minna á mig ... Ef ég geri ekkert þá gerist ekkert hjá hinum fyrr en segjum eftir viku eða 10 daga. Þegar það gerist þá lifna ég við að hann sé að senda á mig og finnst ég verða verðug og kaffæri viðkomandi í spurningum eða spjalli.

Kær kveðja, X

Elínrós Líndal er NLP-einstaklings- og fjölskylduráðgjafi með grunnpróf í sálfræði …
Elínrós Líndal er NLP-einstaklings- og fjölskylduráðgjafi með grunnpróf í sálfræði og fjölmiðlafræði. MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hún sérhæfir sig í meðvirkni og fíknisjúkdómum. mbl.is/Eggert

Komdu sæl.

Nú er ég ekki sérfræðingur í „The Affair“, en ég horfði á „trailerinn“ og líst vel á þessa þætti. Mér sýndist það hvernig konan tengdist kvænta manninum í þættinum vera frekar klassískt miðað við það sem ég þekki úr ráðgjöfinni. Þetta hefur ekkert með kvænta manninn að gera. Þegar konur heillast að einhverju sem er ófáanlegt, hvort heldur sem er menn sem hafa ekki áhuga eða eru kvæntir, þá hefur mér fundist undirliggjandi tilfinning vera sú að þær eru ekki tilbúnar í samband sjálfar. Þá getur verið að þær séu með áföll í æsku, þeim hafi verið hafnað af föður og að leita að sálufélaga sem talar inn í kerfið þeirra sem þarf að laga. Þegar við erum á þessum stað, erum við að mínu mati að leita að blórabögglum til að varpa sektarkennd eða óunnum tilfinningum okkar á. Sem virkar vanalega mjög vel inn í stormasöm sambönd.

Ég er enginn sérfræðingur þegar kemur að líkamslykt, en ég bjó til ilmvötn hér á árum áður og held að það sé ekki lyktin af þér sem heillar karlmenn sem eru kvæntir :) það halda svo sannarlega ekki allir karlmenn fram hjá og vanalega hefur þetta meira með siðferðiskennd að gera. Lykt getur örugglega virkað sem „trigger“ á menn með ástar- og kynlífsfíkn. Ég hef heyrt af mörgum þannig málum.

Ef þú kæmir til mín í ráðgjöf þá værum við að fara í spennandi ferðalag saman. Við myndum skoða hvernig þú gætir hækkað virðinguna fyrir þér. Við myndum gera verkefni þar sem við komumst að hvað þér líkar að gera og hvað ekki. Ég myndi fá þig til að samþykkja að hitta enga karlmenn í margar vikur. Síðan myndi ég hvetja þig til að fara á stefnumót, þegar við værum búnar að vinna í því að finna út hvað þú raunverulega vilt. Eins myndi ég vinna með þér í gömlum sárum. Ég myndi spyrja þig út í hjónaband foreldra þinna og við myndum vinna vel úr því. Við myndum búa til botnlista fyrir þig sem er hegðun sem þú vilt ekki endurtaka. Hegðun sem hefur gefist illa hingað til. Ég myndi hvetja þig til að setja kvænta menn á botnlistann þinn. Ég segi þetta með kærleik og án dómhörku. Málið er að kvæntir menn eru örugglega ekki að koma vel fram við þig. Það hlýtur að brjóta þig niður að vera með einhverjum sem er heitbundinn annarri. Ekki satt?

Síðan myndi ég hvetja þig til að nota bara símann og símtöl þegar þú tengir við sálufélaga eða lífsförunaut. Ég myndi hvetja þig til að fara á 8 stefnumót áður en þú kyssir manninn í fyrsta skiptið. Ég myndi hvetja þig til að vera algjörlega heiðarleg þegar þú kynnir þig inn í möguleg sambönd. Að samband þitt væri byggt á fallegri vináttu og heiðarleika þannig að þér liði vel og þú værir elskuð og virt eins vel og þú átt skilið.

Þetta yrði þvílíkt ferðalag.

Ég vona svo sannarlega að þú takir ábyrgð á ástandinu og þorir út í þessa vinnu. Eins eru frábærir stefnumótamarkþjálfar til út um allan heim sem auðvelt er að fara í tíma hjá á netinu. Ég á vinkonu sem er í New York. Monika Parikh. Hún er algjör snillingur. Þú getur tengst henni hér

Gangi þér rosalega vel og mundu að sambönd eru mjög mikið spari sem maður skyldi ekki fara í nema með sérstöku og góðu fólki.

Hlýjar kveðjur, Elínrós.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál