Elska fyrrverandi konu mína enn þá

Stundum þegar hjónabönd eða sambönd eru komin í hnút þá ...
Stundum þegar hjónabönd eða sambönd eru komin í hnút þá sér annar aðilinn enga aðra leið færa en að vilja út úr sambandinu. Ef ást er til staðar enn þá í sambandinu getur verið erfitt að halda áfram. Það gefur vísbendingu um að kannski hafi þurft súrefni inn í sambandið og báðir aðilar fá þá tækifæri til að taka ábyrgð á sínum hlut í sambandinu. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr karlmaður sem er nýbúinn að skilja við konuna sína til margra ára hvað hann eigi að gera. Hann elskar hana enn þá. 

Komdu sæl.

Ég er nýbúinn að skilja við konuna mína til margra ára og eigum við börn saman. Við vorum komin á þann stað að við vorum að meiða hvort annað andlega án þess að vilja það. Upp komst um lygar í sambandinu sem varð þess valdandi að efi og vantraust skaut upp kollinum. Vandamálið er að ég elska hana enn þá... Við erum með sameiginlegt forræði yfir börnunum okkar og erum með vikuskipta umgengni sem er mjög jákvætt að mínu mati fyrir börnin. En ég næ ekki að klippa á strenginn til hennar. Mér finnst hún vera sálufélagi minn þrátt fyrir allar þjáningarnar sem við lögðum á hvort annað. Það voru bara svo margir stórkostlegir tímar. Og þetta var svo djúpt og fallegt. Ég elska hana enn þá. Hvað á ég að gera?

Kveðja, Ástarsorg

Elínrós Líndal er NLP-einstaklings- og fjölskylduráðgjafi með grunnpróf í sálfræði ...
Elínrós Líndal er NLP-einstaklings- og fjölskylduráðgjafi með grunnpróf í sálfræði og fjölmiðlafræði. MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hún sérhæfir sig í meðvirkni og fíknisjúkdómum. mbl.is/Eggert

Komdu sæll og takk fyrir bréfið.

Það býr mikill kærleikur innra með þér og þú ert í góðu sambandi við tilfinningar þínar sem er jákvætt. Margir karlmenn hafa verið aldir upp við að það sé veikleikamerki og eru því aftengdir sjálfum sér og eiga í erfiðleikum með að finna hvernig þeim líður. 

Til að byrja með langar mig að óska þér til hamingju með þessa ást. Ef þú heldur áfram að hlusta á hvernig þér líður þá muntu eiga innihaldsríkt líf með miklum tilgangi.

Varst það þú sem skildir við hana? Varstu að kafna og sást enga aðra leið færa? 

Mér finnst þú vera að upplifa eðlilega hluti miðað við að þú hafir elskað konuna þína. Eins máttu bóka að dagurinn í dag er alveg eins og hann á að vera gagnvart þér og konunni þinni. Þegar sambandið er orðið þannig að báðir eru farnir að varpa sektarkennd og sársauka á hinn, þá þarf stundum að taka leikhlé.

Eins er ég viss um að hún sé sálufélagi þinn. Sálufélagar eru vanalega mjög ástfangnir en slík sambönd enda oft með hvelli og þá tekur við tímabil eins og þú ert á, þar sem annar aðili eða báðir vakna upp og byrja að vinna í sér.

Lífsförunautur þinn bíður þá vanalega við hornið. Slík sambönd eru löng og nærandi, góð og afslöppuð. Mér finnst ekki ólíklegt miðað við þann kærleika sem þú berð enn þá til hennar að þið munum bæði vakna á þessu tímabili og þannig gætuð þið orðið lífsförunautar í framtíðinni.

Þú skrifar að upp hafi komist um lygar. Var það þú sem varst óheiðarlegur, hún eða þið bæði? Ef það varst þú þá mæli ég með því að þú farir í ráðgjöf og skoðir þinn hluta í sambandinu. Að þú setjir þér siðareglur gagnvart þér sjálfum og æfir þig í að vera besta útgáfan af þér. Þú getur með aðstoð ráðgjafa látið konuna þína fyrrverandi vita að þú sért í þessari vinnu og elskir hana enn þá.

Ef það voruð þið bæði sem voruð óheiðarleg þá myndi ég taka ábyrgð á mínum 50% og skoða allt samskiptamynstur ykkar á milli. Hvernig var samband foreldra þinna, en hennar? Hvað kenndi hún þér, en þú henni? Hver voru sárin í ykkar samskiptum og svo framvegis. Aftur myndi ég segja henni að þú værir í þessari vinnu og að þú elskir hana. Heiðarleiki hækkar tíðni okkar sem einstaklingar. En ekki reyna að fara í samband með henni í upphafi þessarar vinnu. Það að þið séuð vinir er öllum til góðs. Ekki síst fyrir börnin ykkar.

Ef það er hún sem var óheiðarleg þá myndi ég skoða þinn hlut í því ferli. Hvar lokaðir þú augunum fyrir því sem hún var að gera? Hvað óttaðistu mest við að setjast niður og ræða við hana? Var um framhjáhald að ræða, drykkju eða eitthvert annað stjórnleysi? Áttir þú erfitt með að setja mörk?

Þú átt allt það besta skilið í þessu lífi og hún líka. Gefðu henni rými til að taka ábyrgð á sínum hlut sama hver staðan var. Þú getur alveg sagt henni að þú elskir hana enn þá þó að það hafi verið hún sem var óheiðarleg, en hækkaðu tíðni þína þannig að óheiðarlegt fólk tali ekki inn í kerfið þitt í framtíðinni.

Að lokum þá langar mig að segja eitt. Sambönd eru blessun þar sem við fáum tækifæri til að skoða gömul sár og verða heil að nýju. Mörg sambönd eru hins vegar eins og vígvöllur þar sem þeir sem slasast mest eru börnin.

Rannsóknir hafa sýnt að börn eru betur sett við skilnað foreldra sinna ef hjónabandið er mjög óheilbrigt. Að því gefnu að ástandið batni við skilnaðinn.

Ef þið náið að vinna úr ykkar málum hvort í sínu lagi og haldið áfram sem sálufélagar út lífið (þá ekki saman heldur bara sem vinir) þá munu börnin ykkar læra margt af ykkur. Ef þið hins vegar haldið áfram og verðið lífsförunautar er það á við margar háskólagráður í færni fyrir alla fjölskylduna. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft, að sigrast á áskorunum sem þessum er magnað að upplifa fyrir alla.

Vertu heiðarlegur við þig og aðra, ekki síst börnin þín. Ástin sem þú berð til fjölskyldunnar er gjöf en ekki gjald. Þú ert í stöðu sem gæti kallast ástasorg. En fyrir mér horfir þetta öðruvísi við. Þú ert staddur andspænis verkefni með ást í hjarta. Skilur þú mig?

Settu þig og börnin þín í fyrsta sæti. Það að skilja í hatri er ávísun á að fara með allt ruslið sitt í næsta samband og varpa sömu vandamálunum þar inn. Ekki fara í nýtt samband eða að hitta aðrar konur á meðan þú berð ást til þinnar fyrrverandi. Það er ekki sanngjarnt gagnvart neinum. 

Eins myndi ég ekki flýta mér að taka saman við fyrrverandi ef þú vilt samband með henni sem lífsförunaut. Þið þurfið bæði að vinna í ykkur, brýna á mörkum ykkar, heiðarleika og læra að taka ábyrgð. Ef þið takið of fljótt aftur saman gæti allt farið á sama veg aftur.

Þú getur einungis tekið ábyrgð á þínum hluta í þessu verkefni. Vertu hugrakkur og settu það sem þú hefur ekki stjórn á í hendurnar á æðra mætti. Sama hvað hann heitir í þínu lífi þá er hann uppspretta ástar og kærleika. Útkoman verður í þeim anda.

Það koma til mín falleg orð úr Friðarbæninni sem segir m.a. „Drottinn ger þú mig að farvegi friðar þíns, svo að ég færi kærleika þangað sem hatur er, fyrirgefningu þangað sem móðgun er, einingu þangað sem sundrung er, sannleika þangað sem villa er, trú þangað sem efi er, von þangað sem örvænting er, ljós þangað sem skuggi er, gleði þangað sem harmur er. Ég sækist fremur eftir því að hugga en láta huggast, skilja en njóta skilnings, elska en að vera elskaður, því okkur gefst ef við gefum, við finnum sjálf okkur ef við gleymum okkur sjálfum, okkur fyrirgefst ef við fyrirgefum.“ 

Gangi þér vel að finna bestu útgáfuna af þér. 

Kær kveðja, Elínrós.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is

Langar þig í 504 fm einbýli við Ægisíðu?

09:00 Við Ægisíðu í Reykjavík stendur heillandi einbýli á nokkrum hæðum. Gott útsýni yfir til Bessastaða og út á sjó er úr húsinu. Meira »

Jógakennari Paltrow kennir Íslendingum

06:00 Baron Baptiste er heimsþekktur jógakennari sem hefur unnið meðal annars með Gwyneth Paltrow. Hann hefur gefið út fimm bækur og verið tilnefndur á „best sellers list“ hjá New York Times. Hann var staddur á Íslandi á dögunum að taka þátt í opnun nýrrar jógastöðvar Iceland Power Yoga. Meira »

Vissir þú að það eru til 9 tegundir af húmor?

Í gær, 23:59 Ef þú spyrð fólk hverju það er að leita eftir þegar kemur að maka þá er líklegt að fólk setji góðan húmor ofarlega á listann sinn. En hver getur sagt að sérstök tegund af húmor sé betri en annar? Meira »

Vogue hættir að ráða fyrirsætur yngri en 18 ára

Í gær, 21:00 Tískutímaritið Vogue hefur gefið út að það ætli að hætta að ráða fyrirsætur sem eru yngri en 18 ára í myndatökur fyrir tímarit þeirra. Meira »

Hélt upp á 46 ára afmælið á ströndinni

Í gær, 18:00 Leikkonan Angie Harmon varð 46 ára í vikunni. Hún hélt upp á afmælið í sundfatnaði sem virðist vera það nýjasta á meðal hinna frægu í dag. Meira »

Hvað myndi Scarlett Johansson gera?

Í gær, 15:00 Kærasti ungrar konu er skotinn í Scarlett Johansson og vill ekki sofa hjá henni. Hún er hrædd um að Scarlett Johansson sé búin að eyðileggja sambandið og leitar því ráða. Meira »

Kærastinn klæðir sig upp – hvað er til ráða?

Í gær, 12:00 „Ég hef ekki séð hann uppáklæddan enn þá, en hann hefur sýnt mér myndir og þar lítur hann alveg ansi sannfærandi út, í fallegum og smekklegum fötum og vel málaður. Raunar er hann svo sannfærandi að það kitlar mig pínulítið. Og það gerir mig enn ringlaðri! Hvað á ég að gera? Mig langar mjög að halda í þennan yndislega mann en óttast að þessar hneigðir hans geri mig á endanum afhuga honum og ég líti frekar á hann sem vinkonu en kærasta. Meira »

Ferðaþjónustugreifi kaupir Fjölnisveg 11

í gær Fjölnisvegur 11 er eftirsótt fasteign þeirra ríku og frægu. Húsið hefur verið í eigu ríkasta fólks Íslands en nú hefur það skipt um eigendur. Meira »

Áhrif Roundup og glýfosats á heilsu okkar

í gær „Skaðsemi glýfosats hefur þó lengi verið til umfjöllunar og líklegt er að það sé og verði enn í fæðu okkar til fjölda ára, því þótt reglugerðir um magn þess í matvælum séu öflugar í Evrópusambandslöndunum, má vera 70 sinnum meira magn af því í matvælum samkvæmt bandarískum reglugerðum.“ Meira »

Nokkur Tinder-ráð fyrir helgina

í fyrradag Helgin nálgast og því um að gera að kíkja inn á Tinder og fylgja þessum ráðum. Þeir fiska sem róa og þeir sem eru með flottan Tinder-prófíl eru líklegri til að fá fleiri „mötch“. Meira »

Elísabet Gunnars og Gunnar selja húsið

í fyrradag Elísabet Gunnarsdóttir, einn af eigendum Trendnet, og Gunnar Steinn Jónsson handboltastjarna hafa sett einbýlishús sitt í Svíþjóð á sölu. Meira »

Fræga fólkið safnar peningum

í fyrradag Fræga fólkið flykkist í Reykjavíkurmaraþonið. Sumir moka inn peningum en aðrir hafa ekki safnað neinu.   Meira »

Milla Ósk og Einar skrá sig í samband

í fyrradag Einar Þorsteinsson, fréttamaður hjá RÚV, hefur skráð sig í samband á Facebook. Sú heppna heitir Milla Ósk Magnúsdóttir og er fréttamaður hjá RÚV. Meira »

„Girl power“-partí á Jamie´s

í fyrradag Það var líf og fjör á Jamie´s Italian Iceland þegar iglo+indi í samstarfi við UN Women á Íslandi kynntu glænýja empwr-peysu. Peysan er hönnuð bæði fyrir börn og fullorðna og í ár er hún pastelbleik á litinn. Allur ágóði af sölu á peysunum rennur til neyðarathvarfs UN Women fyrir róhingjakonur á flótta í Bangladess. Meira »

Best að máta hælaskó síðdegis

17.8. Best er að máta og kaupa skó eftir hádegi eða síðdegis samkvæmt fótaaðgerðafræðingnum Tania Kapila. Hún gefur þrjú ráð til að velja þægilega hælaskó. Meira »

Þú kennir fólki hvernig má koma fram við þig!

16.8. „Róbert segir að sambönd séu bindandi. Hann vill sjá hlutina þróast hægt og rólega. En eitt kvöldið sá ég á símanum hans að hann er að tala við fleiri konur en mig. Hvað á ég að gera?“ Meira »

Keypti föt hjá Hjálpræðishernum en sagðist versla í Versace

16.8. Kanadíska leikkonan Nina Dobrev man ekki eftir því að hafa átt ný föt þegar hún var barn. Fjölskyldan verslaði í verslun Hjálpræðishersins og kallaði mamma hennar búðina „Versace“. Meira »

Hvað áttu að borða fyrir maraþonið?

16.8. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er á laugardaginn og því margir að fara hlaupa langar vegalengdir. Hér eru hugmyndir að máltíðum til að borða 24 tímum fyrir langhlaup. Meira »

Hvers vegna allt þetta þvarg og þvaður?

16.8. „Skrifaðu nú um það...,“ sagði frændi minn glaðhlakkandi yfir þeim upplýsingum sem hann hafði komið á framfæri við mig. Hann var komin með lausnina á skilnuðum landsmanna „ef þessar kerlingar hætta bara þessu þvargi og þvaðri þá verður heimurinn mun einfaldari og hjónabönd langlífari.“ Meira »

„Svo er maður sjálfur auðvitað í þessari bullneyslu“

16.8. Jón Gnarr segir að hægt sé að blanda húmor inn í flest málefni. Ef húmor getur komið loftslagsmálum á kortið leggur hann því lið. Meira »

Sólkysst útlit fram eftir hausti

16.8. Þegar við héldum að sumarið væri að líða undir lok kemur Chanel með allt sem við þurfum til að viðhalda sólkysstu útlitinu fram eftir hausti. Éclat Et Transparence De Chanel er förðunarlína sem Lucia Pica hannaði og endurspeglar sýn hennar á þá fegurð sem gegnsæ lög af lit veita andlitinu og sameinast sólkysstri húðinni. Meira »