Kærastinn vill ekki kvænast

Þegar annar aðilinn í sambandinu vill hjónaband en hinn ekki ...
Þegar annar aðilinn í sambandinu vill hjónaband en hinn ekki er komið upp á yfirborðið verkefni sem þarf að leysa. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr kona sem hefur verið hamingjusöm í sambandi í 10 ár hvað hún eigi að gera. Maðurinn sem hún er með er ekki á sömu blaðsíðu og hún þegar kemur að hjónabandi. Hún upplifir höfnun þessu tengt.

Sæl og takk fyrir frábæran lið og greinagóð svör til lesenda.

Þannig er málið að ég hef verið í hamingjusömu sambandi í 10 ár. Saman eigum við tvær dætur og lífið að mínu mati leikið við okkur, okkur semur vel og eigum ástrík og innileg samskipti okkar á milli. Auðvitað koma tímar sem eru erfiðir, stelpurnar mikið veikar og álag í vinnunni og þá situr sambandið á hakanum en við höfum samt alltaf náð okkur á strik aftur. Fyrr í sumar  fórum við á stefnumót til að fagna 10 ára sambandsafmæli og ákveð ég að nefna hvort við ættum að stefna að því að gifta okkur fyrir 15 ára sambandsafmælið. Hann tekur hins vegar ekkert undir það, segist ekki sjá fyrir sér að gifta sig og það komi bara í ljós hvort að við verðum áfram saman eftir 5 ár.


Ég upplifi á þessum viðbrögðum að mér hafi verið hafnað. Allt okkar vinafólk er gift og ég hef alltaf séð fyrir mér að gifta mig. Ef hann bæði mig um að koma til sýslumanns á morgun myndi ég segja já þó að það sé ekki draumabrúðkaupið ef það myndi þýða að við yrðum hjón. Mér líður eins og ég sé ástfangnari aðilinn, eins og hann sé ekki tilbúinn í framtíð með mér. Ég er að sama skapi allt í einu óörugg með framtíð okkar, mér finnst ég hálfpartinn eiga skilið að vera með manni sem er tilbúinn í þetta með mér en ég vil heldur ekki kasta frá mér besta sambandi sem ég hef verið í (þar til núna kannski)  og koma dætrum okkar í uppnám. Er ég ósanngjörn og dramatísk að hugsa svona og hvernig kemst ég yfir þetta?

El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði ...
El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um. mbl.is/Eggert

Sæl mín kæra og takk fyrir að senda á mig þetta fallega bréf.

Til að byrja með langar mig að óska þér til hamingju með allt í þessu bréfi. Þið eruð komin í gegnum tíma sem mörgum finnst snúinn í samböndum. Eigið tvær yndislegar dætur og gott líf. Ég er virkilega stolt af ykkur báðum að hafa náð þessum áfanga og þú getur hugsað með þér að sama hvernig fer í framtíðinni þá var það sem komið er byggt á sterkum grunni.

En þú ert auðvitað með verkefni fyrir framan þig sem ég tel vera að: efla virðingu fyrir þér inni í sambandinu, dýpka ást og traust ykkar á milli og efla vinskapinn. Ekki taka því persónulega að hann vilji ekki kvænast þér. Eina höfnunin sem ég les í gegnum textann þinn er höfnun sem hann er að varpa inn í sambandið og hann er pottþétt með góða ástæðu fyrir því. 

Ef þið kæmuð saman til mín í ráðgjöf þá myndi ég fá ykkur til að segja mér um æskuna ykkar, hjónaband foreldra ykkar og þar fram eftir götunum. Ég myndi spyrja ykkur hvað er gott í sambandinu og hvað mætti betur fara.

Þegar maður ákveður að fara í samband þá ákveður maður að velja sér félaga í gegnum lífsins ólgusjó. Einhvern sem á eftir að þroska mann og efla, en einnig hjálpa manni að koma öllum gömlum sárum upp á yfirborðið. Það sem mér finnst ekki nógu oft rætt í samfélaginu er hversu góða sjálfsvirðingu maður þarf að hafa til að geta haldið gott brúðkaup og njóta þess. 

Undirliggjandi tilfinningar hjá þeim sem þú ert í sambandi með gætu verið: Allt er gott núna, ég vil ekki breyta því. Foreldrar mínir voru saman lengi, giftu sig og svo gekk hjónabandið ekki upp og þar fram eftir götunum. Eigið þið bæði foreldra sem eru hamingjusamlega giftir,  eða bara þú og ekki hann? Skilurðu hvert ég er að fara?

Ef hann er hins vegar á tímamótum í ykkar sambandi og er ekki ánægður þá viltu vita það og skilja.

Ef þú hallar þér aðeins aftur í sambandinu núna og byrjar að vinna í þér og treystir því að hlutirnir séu nákvæmlega eins og þeir eiga að vera og það sé enginn að hafna þér þá færðu kærleika til að skilja hvað er raunverulega í gangi hjá ykkur. Settu fókusinn á þig og ekki brjóta þig niður. Láttu hann vita hvernig þér líður með það sem hann varpaði inn í sambandið að þú ætlir ekki að taka þessu persónulega og þú sért þakklát að hann velji á hverjum degi að vera maðurinn þinn. Þú viljir hins vegar fara í ráðgjöf og skilja stöðuna betur. 

Ef hann er að hugsa framtíðina öðruvísi en þú þá viltu horfast í augu við það undir handleiðslu ráðgjafa. Það er ekkert að óttast. Sér í lagi ef þú ert að vanda þig og ert kærleiksrík í þessu sambandi. Mörkin okkar verða oft svo óskýr í samböndum og því þarf maður stöðugt að minna sig á að það á enginn neinn í samböndum, fólk verður að velja að vera í þeim.

Taktu stolt á móti þessu verkefni og æfðu þig í að vera heiðarleg gagnvart þér og öðrum. Reyndu að kynnast aðeins betur manninum sem þú ert með og aldrei taka honum persónulega þó hann sé að ræða hluti sem erfitt er að heyra. Þetta er bróðir þinn í þessu lífi og hann er að fara í gegnum sína hluti. Ég tengi alveg við hann, mér bauðst einu sinni að giftast fallegasta og yndislegasta manni sem ég hafði kynnst og ég tók á rás. Ég var rosalega hrædd við hjónabönd. En ef ég hefði fengið ást, hlýju og skilning sem og góða handleiðslu frá ráðgjafa í mínu máli, þá hefði ég ekki hafnað mér á þessum tíma. 

Gangi þér vel.

Kær kveðja, Elínrós 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

Ást er ákvörðun sem þú tekur þegar þú velur einstakling ...
Ást er ákvörðun sem þú tekur þegar þú velur einstakling sem þú ætlar að eyða ævinni með. Sambönd færa upp á yfirborðið margt af því sem við þurfum að vinna úr í þessu lífi. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is

Dýrasta húsið í Kópavogi?

12:14 Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

09:15 Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

06:00 Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

Í gær, 23:59 Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

Í gær, 21:00 Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

Í gær, 18:00 Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »

Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

Í gær, 15:00 Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Meira »

Síðan hrundi þegar hún birtist í kjólnum

í gær Heimasíða ástralska tískumerkisins Karen Glee hrundi eftir að Meghan hertogaynja birtist í 150 þúsund króna kjól frá merkinu í heimsókn sinni í Sydney. Meira »

Allt á útopnu í höllinni

í gær Gleðin var allsráðandi hjá starfsfólki upplýsingatæknifyrirtækisins Origo þegar það hélt sitt árlega haustmót, sem að þessu sinni var í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Starfsfólk fyrirtækisins stillti saman strengi eftir sumarfrí fyrir komandi vetur. Meira »

Hætti að hræðast kolvetni

í gær Riverdale-leikkonan Camila Mendes hætti að vera í sífelli megrun og refsa sér fyrir að borða eitthvað sem hún átti til ef hún borðaði yfir sig af kolvetnum eða nammi. Meira »

Elskhuginn lét sig hverfa

í fyrradag Því ég held að mörg okkar myndu ekki segja já við spurningunni: Er í lagi að ég komi fram við þig eins og ég hafi áhuga á þér en svo mun ég láta mig hverfa? Meira »

Rándýr trefill minnti á allt annað

í fyrradag Stundum minnir sköpun fólks helst á kvensköp. Ítalska tískuhúsið Fendi komst á dögunum í fréttir fyrir rándýran trefil sem þótti minna á píku. Meira »

Steinþór Helgi og Glódís stækka við sig

í fyrradag Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir hafa sett sína huggulegu íbúð á sölu en hún stendur við Grandaveg í Reykjavík. Meira »

Hvernig verður lífið betra?

í fyrradag „Hversu oft er það ekki þannig að við finnum einhvern ófrið innra með okkur en veljum að hunsa þá líðan en komumst síðan að því að við höfðum rétt fyrir okkur, varnarkerfi hjartna okkar hafði varað okkur við en við treystum ekki á það.“ Meira »

Frikki Weiss best klæddi maðurinn?

16.10. Íslendingar þekkja Friðrik Weisshappel, þúsundþjalasmið og athafnamann. Nú eru Danirnir að fatta að þessi meistari er ekkert blávatn. Meira »

Pabbinn keyrður heim í löggubíl

16.10. „Eiginlega datt botninn úr þessu síðast þegar löggan kom með hann heim í annarlegu ástandi. Hann varð mjög blúsaður eftir þetta, sagðist ætla að hætta en svo fór hann í veiðiferð með félögum sínum og datt í það eins og ekkert væri sjálfsagðara.“ Meira »

0,73 prósent í „stórum stærðum“

16.10. Stærstu tískuhús í Evrópu stóðu sig herfilega í að sýna fjölbreytilegar líkamsgerðir þegar þau sýndu vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2019. Meira »

Níu merki um framhjáhald

15.10. Er makinn að halda fram hjá? Komdu auga á hegðunarmynstur þeirra sem halda fram hjá.   Meira »

Hvenær hætta börn að vera viku og viku?

15.10. „Ég hef verið að velta fyrir mér með unglinga sem eiga fráskilda foreldra og búa til skiptis á báðum heimilum. Hvenær eru þeir orðnir það gamlir að það er betra fyrir þá að eiga eitt heimili og hætta að flakka á milli?“ Meira »

Megrun skilar aldrei neinu

15.10. Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, hefur áratugareynslu af því að hjálpa fólki að komast í betra líkamlegt form. Hún segir að megrun skili aldrei neinum árangri. Meira »

Leið eins ég væri að kveðja Bjössa minn

15.10. Hafdís Jónsdóttir eða Dísa í World Class eins og hún er jafnan kölluð fer með lítið hlutverk í myndinni Undir halastjörnu.   Meira »