Kærastinn vill ekki kvænast

Þegar annar aðilinn í sambandinu vill hjónaband en hinn ekki ...
Þegar annar aðilinn í sambandinu vill hjónaband en hinn ekki er komið upp á yfirborðið verkefni sem þarf að leysa. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr kona sem hefur verið hamingjusöm í sambandi í 10 ár hvað hún eigi að gera. Maðurinn sem hún er með er ekki á sömu blaðsíðu og hún þegar kemur að hjónabandi. Hún upplifir höfnun þessu tengt.

Sæl og takk fyrir frábæran lið og greinagóð svör til lesenda.

Þannig er málið að ég hef verið í hamingjusömu sambandi í 10 ár. Saman eigum við tvær dætur og lífið að mínu mati leikið við okkur, okkur semur vel og eigum ástrík og innileg samskipti okkar á milli. Auðvitað koma tímar sem eru erfiðir, stelpurnar mikið veikar og álag í vinnunni og þá situr sambandið á hakanum en við höfum samt alltaf náð okkur á strik aftur. Fyrr í sumar  fórum við á stefnumót til að fagna 10 ára sambandsafmæli og ákveð ég að nefna hvort við ættum að stefna að því að gifta okkur fyrir 15 ára sambandsafmælið. Hann tekur hins vegar ekkert undir það, segist ekki sjá fyrir sér að gifta sig og það komi bara í ljós hvort að við verðum áfram saman eftir 5 ár.


Ég upplifi á þessum viðbrögðum að mér hafi verið hafnað. Allt okkar vinafólk er gift og ég hef alltaf séð fyrir mér að gifta mig. Ef hann bæði mig um að koma til sýslumanns á morgun myndi ég segja já þó að það sé ekki draumabrúðkaupið ef það myndi þýða að við yrðum hjón. Mér líður eins og ég sé ástfangnari aðilinn, eins og hann sé ekki tilbúinn í framtíð með mér. Ég er að sama skapi allt í einu óörugg með framtíð okkar, mér finnst ég hálfpartinn eiga skilið að vera með manni sem er tilbúinn í þetta með mér en ég vil heldur ekki kasta frá mér besta sambandi sem ég hef verið í (þar til núna kannski)  og koma dætrum okkar í uppnám. Er ég ósanngjörn og dramatísk að hugsa svona og hvernig kemst ég yfir þetta?

El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði ...
El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um. mbl.is/Eggert

Sæl mín kæra og takk fyrir að senda á mig þetta fallega bréf.

Til að byrja með langar mig að óska þér til hamingju með allt í þessu bréfi. Þið eruð komin í gegnum tíma sem mörgum finnst snúinn í samböndum. Eigið tvær yndislegar dætur og gott líf. Ég er virkilega stolt af ykkur báðum að hafa náð þessum áfanga og þú getur hugsað með þér að sama hvernig fer í framtíðinni þá var það sem komið er byggt á sterkum grunni.

En þú ert auðvitað með verkefni fyrir framan þig sem ég tel vera að: efla virðingu fyrir þér inni í sambandinu, dýpka ást og traust ykkar á milli og efla vinskapinn. Ekki taka því persónulega að hann vilji ekki kvænast þér. Eina höfnunin sem ég les í gegnum textann þinn er höfnun sem hann er að varpa inn í sambandið og hann er pottþétt með góða ástæðu fyrir því. 

Ef þið kæmuð saman til mín í ráðgjöf þá myndi ég fá ykkur til að segja mér um æskuna ykkar, hjónaband foreldra ykkar og þar fram eftir götunum. Ég myndi spyrja ykkur hvað er gott í sambandinu og hvað mætti betur fara.

Þegar maður ákveður að fara í samband þá ákveður maður að velja sér félaga í gegnum lífsins ólgusjó. Einhvern sem á eftir að þroska mann og efla, en einnig hjálpa manni að koma öllum gömlum sárum upp á yfirborðið. Það sem mér finnst ekki nógu oft rætt í samfélaginu er hversu góða sjálfsvirðingu maður þarf að hafa til að geta haldið gott brúðkaup og njóta þess. 

Undirliggjandi tilfinningar hjá þeim sem þú ert í sambandi með gætu verið: Allt er gott núna, ég vil ekki breyta því. Foreldrar mínir voru saman lengi, giftu sig og svo gekk hjónabandið ekki upp og þar fram eftir götunum. Eigið þið bæði foreldra sem eru hamingjusamlega giftir,  eða bara þú og ekki hann? Skilurðu hvert ég er að fara?

Ef hann er hins vegar á tímamótum í ykkar sambandi og er ekki ánægður þá viltu vita það og skilja.

Ef þú hallar þér aðeins aftur í sambandinu núna og byrjar að vinna í þér og treystir því að hlutirnir séu nákvæmlega eins og þeir eiga að vera og það sé enginn að hafna þér þá færðu kærleika til að skilja hvað er raunverulega í gangi hjá ykkur. Settu fókusinn á þig og ekki brjóta þig niður. Láttu hann vita hvernig þér líður með það sem hann varpaði inn í sambandið að þú ætlir ekki að taka þessu persónulega og þú sért þakklát að hann velji á hverjum degi að vera maðurinn þinn. Þú viljir hins vegar fara í ráðgjöf og skilja stöðuna betur. 

Ef hann er að hugsa framtíðina öðruvísi en þú þá viltu horfast í augu við það undir handleiðslu ráðgjafa. Það er ekkert að óttast. Sér í lagi ef þú ert að vanda þig og ert kærleiksrík í þessu sambandi. Mörkin okkar verða oft svo óskýr í samböndum og því þarf maður stöðugt að minna sig á að það á enginn neinn í samböndum, fólk verður að velja að vera í þeim.

Taktu stolt á móti þessu verkefni og æfðu þig í að vera heiðarleg gagnvart þér og öðrum. Reyndu að kynnast aðeins betur manninum sem þú ert með og aldrei taka honum persónulega þó hann sé að ræða hluti sem erfitt er að heyra. Þetta er bróðir þinn í þessu lífi og hann er að fara í gegnum sína hluti. Ég tengi alveg við hann, mér bauðst einu sinni að giftast fallegasta og yndislegasta manni sem ég hafði kynnst og ég tók á rás. Ég var rosalega hrædd við hjónabönd. En ef ég hefði fengið ást, hlýju og skilning sem og góða handleiðslu frá ráðgjafa í mínu máli, þá hefði ég ekki hafnað mér á þessum tíma. 

Gangi þér vel.

Kær kveðja, Elínrós 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

Ást er ákvörðun sem þú tekur þegar þú velur einstakling ...
Ást er ákvörðun sem þú tekur þegar þú velur einstakling sem þú ætlar að eyða ævinni með. Sambönd færa upp á yfirborðið margt af því sem við þurfum að vinna úr í þessu lífi. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is

Elísabet Gunnars og Gunnar selja húsið

19:00 Elísabet Gunnarsdóttir, einn af eigendum Trendnet, og Gunnar Steinn Jónsson handboltastjarna hafa sett einbýlishús sitt í Svíþjóð á sölu. Meira »

Fræga fólkið safnar peningum

16:00 Fræga fólkið flykkist í Reykjavíkurmaraþonið. Sumir moka inn peningum en aðrir hafa ekki safnað neinu.   Meira »

Milla Ósk og Einar skrá sig í samband

12:40 Einar Þorsteinsson, fréttamaður hjá RÚV, hefur skráð sig í samband á Facebook. Sú heppna heitir Milla Ósk Magnúsdóttir og er fréttamaður hjá RÚV. Meira »

„Girl power“-partí á Jamie´s

09:19 Það var líf og fjör á Jamie´s Italian Iceland þegar iglo+indi í samstarfi við UN Women á Íslandi kynntu glænýja empwr-peysu. Peysan er hönnuð bæði fyrir börn og fullorðna og í ár er hún pastelbleik á litinn. Allur ágóði af sölu á peysunum rennur til neyðarathvarfs UN Women fyrir róhingjakonur á flótta í Bangladess. Meira »

Best að máta hælaskó síðdegis

06:00 Best er að máta og kaupa skó eftir hádegi eða síðdegis samkvæmt fótaaðgerðafræðingnum Tania Kapila. Hún gefur þrjú ráð til að velja þægilega hælaskó. Meira »

Þú kennir fólki hvernig má koma fram við þig!

Í gær, 22:37 „Róbert segir að sambönd séu bindandi. Hann vill sjá hlutina þróast hægt og rólega. En eitt kvöldið sá ég á símanum hans að hann er að tala við fleiri konur en mig. Hvað á ég að gera?“ Meira »

Keypti föt hjá Hjálpræðishernum en sagðist versla í Versace

í gær Kanadíska leikkonan Nina Dobrev man ekki eftir því að hafa átt ný föt þegar hún var barn. Fjölskyldan verslaði í verslun Hjálpræðishersins og kallaði mamma hennar búðina „Versace“. Meira »

Hvað áttu að borða fyrir maraþonið?

í gær Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er á laugardaginn og því margir að fara hlaupa langar vegalengdir. Hér eru hugmyndir að máltíðum til að borða 24 tímum fyrir langhlaup. Meira »

Hvers vegna allt þetta þvarg og þvaður?

í gær „Skrifaðu nú um það...,“ sagði frændi minn glaðhlakkandi yfir þeim upplýsingum sem hann hafði komið á framfæri við mig. Hann var komin með lausnina á skilnuðum landsmanna „ef þessar kerlingar hætta bara þessu þvargi og þvaðri þá verður heimurinn mun einfaldari og hjónabönd langlífari.“ Meira »

„Svo er maður sjálfur auðvitað í þessari bullneyslu“

í gær Jón Gnarr segir að hægt sé að blanda húmor inn í flest málefni. Ef húmor getur komið loftslagsmálum á kortið leggur hann því lið. Meira »

Sólkysst útlit fram eftir hausti

í gær Þegar við héldum að sumarið væri að líða undir lok kemur Chanel með allt sem við þurfum til að viðhalda sólkysstu útlitinu fram eftir hausti. Éclat Et Transparence De Chanel er förðunarlína sem Lucia Pica hannaði og endurspeglar sýn hennar á þá fegurð sem gegnsæ lög af lit veita andlitinu og sameinast sólkysstri húðinni. Meira »

Úr herstöðinni beint í bakpokaferðalag

í gær Una Sighvatsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan, fór í ferðalag um heiminn eftir að hún sagði skilið við NATO. Hún segir mikið frelsi í því að ferðast ein, en hún fór til 7 landa í Suður-Ameríku. Meira »

Tölvupóstsamskipti utan vinnutíma hafa slæm áhrif

í fyrradag Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að tölvupóstsamskipti hafi neikvæð áhrif á heilsuna. Mælt er með því að takmarka þann tíma sem fer í tölvupóstsamskipti utan vinnutíma. Meira »

Vill hitta „hina konuna“

15.8. Eiginkona manns sem hélt fram hjá henni er forvitin um „hina konuna“ og langar til að hitta hana áður en hún ákveður hvort hún eigi að skilja við eiginmann sinn. Meira »

Á bak við tjöldin í forsíðumyndatöku Beyoncé

15.8. Myndbandið af forsíðumyndatöku Beyoncé fyrir Vogue er draumkennt en þar má sjá börnin hennar og Jay-Z, Blue og tvíburana Sir og Rumi, leika sér á meðan mamma þeirra situr fyrir. Meira »

Guðrún Bergmann segir frá

15.8. „Hann var einhver sem ég átti að geta treyst, en hann rauf það traust og ákvað að æfa sig í samförum á mér tæplega sjö ára barninu. Ég var auðveld bráð, komin upp í hjónarúmið þar sem ég átti að sofa.“ Meira »

Af hverju flestir ná ekki að breyta um lífsstíl

15.8. Sara Barðdal, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, skrifar um hvers vegna flestir ná ekki að breyta um lífsstíl. Þann 17. ágúst fer hún af stað með tíu daga heilsuáskorun þar sem hún aðstoðar þátttakendur við að setja sér markmið og ná þeim. Meira »

Einfaldleiki og fegurð í 101

15.8. Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

14.8. Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

14.8. Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »

Haustlína Supreme sjúklega töff

14.8. Supreme gaf út lookbook fyrir haust- og vetrarlínu sína í gær. Litríkir jakkar og úlpur eru áberandi í línunni.  Meira »