Kærastinn vill ekki kvænast

Þegar annar aðilinn í sambandinu vill hjónaband en hinn ekki ...
Þegar annar aðilinn í sambandinu vill hjónaband en hinn ekki er komið upp á yfirborðið verkefni sem þarf að leysa. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr kona sem hefur verið hamingjusöm í sambandi í 10 ár hvað hún eigi að gera. Maðurinn sem hún er með er ekki á sömu blaðsíðu og hún þegar kemur að hjónabandi. Hún upplifir höfnun þessu tengt.

Sæl og takk fyrir frábæran lið og greinagóð svör til lesenda.

Þannig er málið að ég hef verið í hamingjusömu sambandi í 10 ár. Saman eigum við tvær dætur og lífið að mínu mati leikið við okkur, okkur semur vel og eigum ástrík og innileg samskipti okkar á milli. Auðvitað koma tímar sem eru erfiðir, stelpurnar mikið veikar og álag í vinnunni og þá situr sambandið á hakanum en við höfum samt alltaf náð okkur á strik aftur. Fyrr í sumar  fórum við á stefnumót til að fagna 10 ára sambandsafmæli og ákveð ég að nefna hvort við ættum að stefna að því að gifta okkur fyrir 15 ára sambandsafmælið. Hann tekur hins vegar ekkert undir það, segist ekki sjá fyrir sér að gifta sig og það komi bara í ljós hvort að við verðum áfram saman eftir 5 ár.


Ég upplifi á þessum viðbrögðum að mér hafi verið hafnað. Allt okkar vinafólk er gift og ég hef alltaf séð fyrir mér að gifta mig. Ef hann bæði mig um að koma til sýslumanns á morgun myndi ég segja já þó að það sé ekki draumabrúðkaupið ef það myndi þýða að við yrðum hjón. Mér líður eins og ég sé ástfangnari aðilinn, eins og hann sé ekki tilbúinn í framtíð með mér. Ég er að sama skapi allt í einu óörugg með framtíð okkar, mér finnst ég hálfpartinn eiga skilið að vera með manni sem er tilbúinn í þetta með mér en ég vil heldur ekki kasta frá mér besta sambandi sem ég hef verið í (þar til núna kannski)  og koma dætrum okkar í uppnám. Er ég ósanngjörn og dramatísk að hugsa svona og hvernig kemst ég yfir þetta?

El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði ...
El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um. mbl.is/Eggert

Sæl mín kæra og takk fyrir að senda á mig þetta fallega bréf.

Til að byrja með langar mig að óska þér til hamingju með allt í þessu bréfi. Þið eruð komin í gegnum tíma sem mörgum finnst snúinn í samböndum. Eigið tvær yndislegar dætur og gott líf. Ég er virkilega stolt af ykkur báðum að hafa náð þessum áfanga og þú getur hugsað með þér að sama hvernig fer í framtíðinni þá var það sem komið er byggt á sterkum grunni.

En þú ert auðvitað með verkefni fyrir framan þig sem ég tel vera að: efla virðingu fyrir þér inni í sambandinu, dýpka ást og traust ykkar á milli og efla vinskapinn. Ekki taka því persónulega að hann vilji ekki kvænast þér. Eina höfnunin sem ég les í gegnum textann þinn er höfnun sem hann er að varpa inn í sambandið og hann er pottþétt með góða ástæðu fyrir því. 

Ef þið kæmuð saman til mín í ráðgjöf þá myndi ég fá ykkur til að segja mér um æskuna ykkar, hjónaband foreldra ykkar og þar fram eftir götunum. Ég myndi spyrja ykkur hvað er gott í sambandinu og hvað mætti betur fara.

Þegar maður ákveður að fara í samband þá ákveður maður að velja sér félaga í gegnum lífsins ólgusjó. Einhvern sem á eftir að þroska mann og efla, en einnig hjálpa manni að koma öllum gömlum sárum upp á yfirborðið. Það sem mér finnst ekki nógu oft rætt í samfélaginu er hversu góða sjálfsvirðingu maður þarf að hafa til að geta haldið gott brúðkaup og njóta þess. 

Undirliggjandi tilfinningar hjá þeim sem þú ert í sambandi með gætu verið: Allt er gott núna, ég vil ekki breyta því. Foreldrar mínir voru saman lengi, giftu sig og svo gekk hjónabandið ekki upp og þar fram eftir götunum. Eigið þið bæði foreldra sem eru hamingjusamlega giftir,  eða bara þú og ekki hann? Skilurðu hvert ég er að fara?

Ef hann er hins vegar á tímamótum í ykkar sambandi og er ekki ánægður þá viltu vita það og skilja.

Ef þú hallar þér aðeins aftur í sambandinu núna og byrjar að vinna í þér og treystir því að hlutirnir séu nákvæmlega eins og þeir eiga að vera og það sé enginn að hafna þér þá færðu kærleika til að skilja hvað er raunverulega í gangi hjá ykkur. Settu fókusinn á þig og ekki brjóta þig niður. Láttu hann vita hvernig þér líður með það sem hann varpaði inn í sambandið að þú ætlir ekki að taka þessu persónulega og þú sért þakklát að hann velji á hverjum degi að vera maðurinn þinn. Þú viljir hins vegar fara í ráðgjöf og skilja stöðuna betur. 

Ef hann er að hugsa framtíðina öðruvísi en þú þá viltu horfast í augu við það undir handleiðslu ráðgjafa. Það er ekkert að óttast. Sér í lagi ef þú ert að vanda þig og ert kærleiksrík í þessu sambandi. Mörkin okkar verða oft svo óskýr í samböndum og því þarf maður stöðugt að minna sig á að það á enginn neinn í samböndum, fólk verður að velja að vera í þeim.

Taktu stolt á móti þessu verkefni og æfðu þig í að vera heiðarleg gagnvart þér og öðrum. Reyndu að kynnast aðeins betur manninum sem þú ert með og aldrei taka honum persónulega þó hann sé að ræða hluti sem erfitt er að heyra. Þetta er bróðir þinn í þessu lífi og hann er að fara í gegnum sína hluti. Ég tengi alveg við hann, mér bauðst einu sinni að giftast fallegasta og yndislegasta manni sem ég hafði kynnst og ég tók á rás. Ég var rosalega hrædd við hjónabönd. En ef ég hefði fengið ást, hlýju og skilning sem og góða handleiðslu frá ráðgjafa í mínu máli, þá hefði ég ekki hafnað mér á þessum tíma. 

Gangi þér vel.

Kær kveðja, Elínrós 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

Ást er ákvörðun sem þú tekur þegar þú velur einstakling ...
Ást er ákvörðun sem þú tekur þegar þú velur einstakling sem þú ætlar að eyða ævinni með. Sambönd færa upp á yfirborðið margt af því sem við þurfum að vinna úr í þessu lífi. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is

Gunnar og Jónína Ben í sitthvora áttina

15:27 Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson oft kenndur við Krossinn eru farin í sitthvora áttina eftir að hafa verið gift í áratug. Meira »

Einhleyp í 16 ár og langar í kærasta

13:00 „Ég hef verið mjög lítið á „date“ markaðinum og hef í raun lítið gefið færi á mér. Mín tilfinning hefur verið sú að í þau fáu skipti sem ég hef slegið til og hitt einhvern hafa málin iðulega farið í sama farið. Ég virðist draga að mér menn sem henta ekki mínum persónuleika og eru alls ekki á sama stað og ég í lífinu.“ Meira »

Burðastu með „tilfinningalega“ þyngd

10:25 „Algengustu setningarnar sem ég heyri frá konum sem ég hef verið með í heilsumarkþjálfun er: „Mér var sagt að það sé næstum ómögulegt fyrir mig að grennast út af aldrinum, efnaskiptin verða svo hæg.“ „Ég get bara ekki losnað við aukakílóin síðan ég eignaðist börn og það er víst mjög algengt.” Meira »

Tók hús systur sinnar í nefið

05:00 Ofurfyrirsætan Kate Upton ákvað að koma stóru systur sinni á óvart með því að gera upp hús hennar í Flórída ásamt innanhúshönnuði. Meira »

Gefandi að hjálpa fólki að finna sér heimili

Í gær, 21:00 Guðbjörg Guðmundsdóttir rekur fasteignasöluna Fjölhús ásamt Thelmu Víglundsdóttur. Þær eru engir venjulegir fasteignasalar því þær taka að sér að stílisera íbúðirnar fyrir sölu. Meira »

Svona býr einn frægasti arkitekt í heimi

Í gær, 18:00 Einn frægasti arkitekt í heimi, Frank Gehry, flutti nýverið í nýtt hús enda níræður. Húsið er þó ekki hefðbundið frekar en annað sem Gehry kemur að. Meira »

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

í gær Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »

Hvað þarftu að eiga til að geta keypt?

í gær Það getur verið snjallt að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að brúa bilið í fasteignakaupum. Með smá aga og góðri yfirsýn ætti flestum að takast að spara fyrir innborgun á nokkrum árum. Meira »

Armbeygjurnar sem koma Hudson í form

í gær Leikkonan Kate Hudson gerir armbeygjur sem fær fólk til að svitna við það eitt að horfa á hana framkvæma þær. Þjálfarinn kallar æfinguna nöðruna. Meira »

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

í fyrradag Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

21.4. „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

21.4. Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

21.4. Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

20.4. Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »

Þetta ljúga konur um í kynlífi

20.4. Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

20.4. Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

20.4. Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

20.4. Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »

Andlega erfitt að grisja og flytja

20.4. Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað. Meira »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

19.4. Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

19.4. Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »