Er hjónabandið búið þegar ekkert kynlíf er?

Aldur er afstæður og einungis tala á blaði. Bestu ár ...
Aldur er afstæður og einungis tala á blaði. Bestu ár ævinnar geta verið þau ár þegar maður hefur tíma til að leika sér og æfa sig í að verða besta útgáfan af sér. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr karlmaður hvort hjónabandið sé ekki búið ef konan vill ekki lengur sofa hjá honum. 

Sæl.

Er ekki hjónabandið búið þegar konan, í þessu tilfelli, vill ekki sofa lengur hjá eiginmanninum. Hjónabandið búið að vara í 43 ár. En síðastliðin 10 ár hefur ekki verið neitt kynlíf. Okkar á milli er nánast bara þögn alltaf. Aðeins yrt á mann þegar þarf að gera eitthvað innan og utan húss.

Mér finnst þetta alveg búið og spurning hvort það sé þess virði að halda í það áfram.

Engin ferðalög saman, ég fer a.m.k. einu sinni á ári einn til sólarlanda, og líka einn smávegis hér innanlands.

Kær kveðja, einn að hugsa.

El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði ...
El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um mbl.is/Eggert

Sæll einn og hugsi!

Við skulum hugsa þetta aðeins saman. 

43 ár! Það er talsverður árangur. Þið hafið þá hvað verið í kringum 20 ára þegar þið kynnist og þú ert kominn yfir sextugt ef ég er að álykta rétt?

Sumir myndu segja að þú hefðir fundið þinn lífsförunaut senmma og þið hefðuð fundið ykkar takt saman. En hún er greinilega sálufélagi þinn eins og þú lýsir ykkur í þessu bréfi og þú ert einmana. Ég er með nokkrar góðar hugmyndir í huga fyrir þig og vona að ég fari ekki yfir mörkin þín þegar ég ætla að færa þér þá sem mér finnst mest spennandi fyrst. 

Auðvelda leiðin er alltaf að skila sálufélaganum og byrja upp á nýtt. Hugrakka hugmyndin mín er í þeim anda en aðeins flóknari. Það er eitthvað sem segir mér að þú sért maður í stórar hugmyndir svo vonandi kemurður með mér í smá hugarferðalag. 

Hvernig myndi hljóma í þín eyru ef þú bara hættir með henni í þessu sambandi sem þið eruð í núna og byrjar með henni upp á nýtt? Þú þarft ekki að segja henni formlega upp, en mér finnst töff að taka smá afstöðu í þessu máli. Þú getur sagt henni að þú ætlir að vinna í því að verða besta útgáfan af þér og þig langi til að hafa hana sem kærustuna þína í þessu nýja lífi.

Hún er pottþétt komin með jafn mikið leið á þessu ástandi þannig að þessi hugmynd er ekki að fara skemma hjónabandið ykkar.

Ég ætla að halda áfram að vera smá listræn og útskýra hvert ég er að fara. Ef þú ræktar þig vel, kemur þér í frábært líkamlegt form, stundar ríkulegt andlegt líf og byrjar bara að leika þér aðeins þá getur lifið þitt breyst til muna.

Ef þú nennir ekki að dytta að húsinu og langar í leikhús, hvað er þá að stoppa þig? Ef þú ert kominn með leið á að hengja upp myndir og þig langar í teyjustökk frekar, fáðu barnabarn þitt til að koma með hamar í heimsókn fyrir ömmu sína og gerðu það sem þig langar að gera. Þú ert á besta aldri og aldur er bara tala á blaði. 

Ef þú byrjar að setja ást til þín og hennar inn í sambandið þá er það nóg til að koma af stað atburðarrás sem getur gert kraftaverk. Með aukinni virðingu, miklu meiri aðdáun, skýrum mörkum og einlægri vináttu getið þið haldið áfram inn í framtíðina sama hvort þetta takist hjá ykkur eða ekki. Þið verðið í það minnsta meiri félagar og það verður skemmtilegar á milli ykkar ef þið farið á fleiri stefnumót og gerið eitthvað spennandi saman.

Ég er ekki sérfræðingur þegar kemur að kynlífi, en kynlíf er aldrei vandamál nema að annar aðilinn vilji meira eða minna af því en hinn. Þannig getur fólk verið hamingjusamt í hjónabandi þó það stundi ekki oft kynlíf, ef það er sammála með hversu oft kynlífið er stundað og ánægt með útkomuna. Þetta lærði ég hjá vinkonu minni henni Áslaugu Kristjánsdóttur hjá Domus Mentis. Ég mæli með ráðgjöf hjá henni fyrir alla þá sem vilja bæta kynlífið í samböndunum sínum. 

Í seinna viðtalinu sem ég tók við hana hér að ofan þá talar hún um hvernig einungis 9% af fólki samkvæmt rannsóknum er ánægt með kynlífið í samböndunum sínum. Spáðu í því? Þú ert sumsé ekki einn! Það hljóta að vera góðar fréttir. Eins ertu ekki að kvarta yfir lélegu kynlífi - það er bara ekkert kynlíf. Það hýtur að vera hægt að snúa því við.

Áslaug segir að við tölum ekki um kynlíf við maka okkar. Hún segir að við veljum alltaf það sama á matseðlinum og það séu til fjölmargar leiðir og áhugaverð verkefni sem hægt er að fara í til að ýta undir ánægjuna í kynífinu. Eftir 43 ár, hver nennir að borða alltaf spagettí og sjávarréttasúpu í forrétt? Ekki þú, ekki hún og ekki myndi ég nenna því. Þú  getur búið til nýjan matseðil strax í dag.

Ást er ákvörðun og það þarf hugrekki fyrir okkur að ákveða að setja ást inn í sambönd þegar hinn aðilinn er sofnaður fyrir sambandinu. Ég er ekki að lofa að þetta muni takast hjá þér en ég get lofað því að þú verður betri maður eftir þessar æfingar. 

Þú verður besta útgáfan af þér, þú munt geta farið út úr þessu sambandi sáttur með að hafa reynt þitt allra besta. Þú munt verða betri maður á hverjum degi ef þú æfir þíg í að vera heiðarlegur við eiginkonu þína og tjá þig um hvað þig langar meira í með henni. Ef þú færð þér góðan karl-ráðgjafa sem kennir þér að setja mörk og setja fókusinn á þig líka þá verður þú frábærlega vel settur sama hvort þú stendur sjálfstæður og einn í lífinu eða í nýju ástríku sambandi við eiginkonuna. 

Fyrst og síðast þarftu að standa með þér og byrja að opna þig fyrir hvernig þér líður. Þú átt allt það besta skilið í þessu lífi. Enda getur verið að þú sért núna að fara að upplifa áhugaverðustu árin þín til þessa. 

Góður maki er alltaf viðbót við annars frábært líf. Vonandi finnur þú það það sem þú leitar af í þessu lífi.

Gangi þér vel.

Kær kveðja, Elínrós. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is

Dýrasta húsið í Kópavogi?

12:14 Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

09:15 Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

06:00 Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

Í gær, 23:59 Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

Í gær, 21:00 Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

Í gær, 18:00 Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »

Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

Í gær, 15:00 Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Meira »

Síðan hrundi þegar hún birtist í kjólnum

í gær Heimasíða ástralska tískumerkisins Karen Glee hrundi eftir að Meghan hertogaynja birtist í 150 þúsund króna kjól frá merkinu í heimsókn sinni í Sydney. Meira »

Allt á útopnu í höllinni

í gær Gleðin var allsráðandi hjá starfsfólki upplýsingatæknifyrirtækisins Origo þegar það hélt sitt árlega haustmót, sem að þessu sinni var í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Starfsfólk fyrirtækisins stillti saman strengi eftir sumarfrí fyrir komandi vetur. Meira »

Hætti að hræðast kolvetni

í gær Riverdale-leikkonan Camila Mendes hætti að vera í sífelli megrun og refsa sér fyrir að borða eitthvað sem hún átti til ef hún borðaði yfir sig af kolvetnum eða nammi. Meira »

Elskhuginn lét sig hverfa

í fyrradag Því ég held að mörg okkar myndu ekki segja já við spurningunni: Er í lagi að ég komi fram við þig eins og ég hafi áhuga á þér en svo mun ég láta mig hverfa? Meira »

Rándýr trefill minnti á allt annað

í fyrradag Stundum minnir sköpun fólks helst á kvensköp. Ítalska tískuhúsið Fendi komst á dögunum í fréttir fyrir rándýran trefil sem þótti minna á píku. Meira »

Steinþór Helgi og Glódís stækka við sig

í fyrradag Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir hafa sett sína huggulegu íbúð á sölu en hún stendur við Grandaveg í Reykjavík. Meira »

Hvernig verður lífið betra?

í fyrradag „Hversu oft er það ekki þannig að við finnum einhvern ófrið innra með okkur en veljum að hunsa þá líðan en komumst síðan að því að við höfðum rétt fyrir okkur, varnarkerfi hjartna okkar hafði varað okkur við en við treystum ekki á það.“ Meira »

Frikki Weiss best klæddi maðurinn?

16.10. Íslendingar þekkja Friðrik Weisshappel, þúsundþjalasmið og athafnamann. Nú eru Danirnir að fatta að þessi meistari er ekkert blávatn. Meira »

Pabbinn keyrður heim í löggubíl

16.10. „Eiginlega datt botninn úr þessu síðast þegar löggan kom með hann heim í annarlegu ástandi. Hann varð mjög blúsaður eftir þetta, sagðist ætla að hætta en svo fór hann í veiðiferð með félögum sínum og datt í það eins og ekkert væri sjálfsagðara.“ Meira »

0,73 prósent í „stórum stærðum“

16.10. Stærstu tískuhús í Evrópu stóðu sig herfilega í að sýna fjölbreytilegar líkamsgerðir þegar þau sýndu vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2019. Meira »

Níu merki um framhjáhald

15.10. Er makinn að halda fram hjá? Komdu auga á hegðunarmynstur þeirra sem halda fram hjá.   Meira »

Hvenær hætta börn að vera viku og viku?

15.10. „Ég hef verið að velta fyrir mér með unglinga sem eiga fráskilda foreldra og búa til skiptis á báðum heimilum. Hvenær eru þeir orðnir það gamlir að það er betra fyrir þá að eiga eitt heimili og hætta að flakka á milli?“ Meira »

Megrun skilar aldrei neinu

15.10. Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, hefur áratugareynslu af því að hjálpa fólki að komast í betra líkamlegt form. Hún segir að megrun skili aldrei neinum árangri. Meira »

Leið eins ég væri að kveðja Bjössa minn

15.10. Hafdís Jónsdóttir eða Dísa í World Class eins og hún er jafnan kölluð fer með lítið hlutverk í myndinni Undir halastjörnu.   Meira »