Er hjónabandið búið þegar ekkert kynlíf er?

Aldur er afstæður og einungis tala á blaði. Bestu ár ...
Aldur er afstæður og einungis tala á blaði. Bestu ár ævinnar geta verið þau ár þegar maður hefur tíma til að leika sér og æfa sig í að verða besta útgáfan af sér. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr karlmaður hvort hjónabandið sé ekki búið ef konan vill ekki lengur sofa hjá honum. 

Sæl.

Er ekki hjónabandið búið þegar konan, í þessu tilfelli, vill ekki sofa lengur hjá eiginmanninum. Hjónabandið búið að vara í 43 ár. En síðastliðin 10 ár hefur ekki verið neitt kynlíf. Okkar á milli er nánast bara þögn alltaf. Aðeins yrt á mann þegar þarf að gera eitthvað innan og utan húss.

Mér finnst þetta alveg búið og spurning hvort það sé þess virði að halda í það áfram.

Engin ferðalög saman, ég fer a.m.k. einu sinni á ári einn til sólarlanda, og líka einn smávegis hér innanlands.

Kær kveðja, einn að hugsa.

El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði ...
El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um mbl.is/Eggert

Sæll einn og hugsi!

Við skulum hugsa þetta aðeins saman. 

43 ár! Það er talsverður árangur. Þið hafið þá hvað verið í kringum 20 ára þegar þið kynnist og þú ert kominn yfir sextugt ef ég er að álykta rétt?

Sumir myndu segja að þú hefðir fundið þinn lífsförunaut senmma og þið hefðuð fundið ykkar takt saman. En hún er greinilega sálufélagi þinn eins og þú lýsir ykkur í þessu bréfi og þú ert einmana. Ég er með nokkrar góðar hugmyndir í huga fyrir þig og vona að ég fari ekki yfir mörkin þín þegar ég ætla að færa þér þá sem mér finnst mest spennandi fyrst. 

Auðvelda leiðin er alltaf að skila sálufélaganum og byrja upp á nýtt. Hugrakka hugmyndin mín er í þeim anda en aðeins flóknari. Það er eitthvað sem segir mér að þú sért maður í stórar hugmyndir svo vonandi kemurður með mér í smá hugarferðalag. 

Hvernig myndi hljóma í þín eyru ef þú bara hættir með henni í þessu sambandi sem þið eruð í núna og byrjar með henni upp á nýtt? Þú þarft ekki að segja henni formlega upp, en mér finnst töff að taka smá afstöðu í þessu máli. Þú getur sagt henni að þú ætlir að vinna í því að verða besta útgáfan af þér og þig langi til að hafa hana sem kærustuna þína í þessu nýja lífi.

Hún er pottþétt komin með jafn mikið leið á þessu ástandi þannig að þessi hugmynd er ekki að fara skemma hjónabandið ykkar.

Ég ætla að halda áfram að vera smá listræn og útskýra hvert ég er að fara. Ef þú ræktar þig vel, kemur þér í frábært líkamlegt form, stundar ríkulegt andlegt líf og byrjar bara að leika þér aðeins þá getur lifið þitt breyst til muna.

Ef þú nennir ekki að dytta að húsinu og langar í leikhús, hvað er þá að stoppa þig? Ef þú ert kominn með leið á að hengja upp myndir og þig langar í teyjustökk frekar, fáðu barnabarn þitt til að koma með hamar í heimsókn fyrir ömmu sína og gerðu það sem þig langar að gera. Þú ert á besta aldri og aldur er bara tala á blaði. 

Ef þú byrjar að setja ást til þín og hennar inn í sambandið þá er það nóg til að koma af stað atburðarrás sem getur gert kraftaverk. Með aukinni virðingu, miklu meiri aðdáun, skýrum mörkum og einlægri vináttu getið þið haldið áfram inn í framtíðina sama hvort þetta takist hjá ykkur eða ekki. Þið verðið í það minnsta meiri félagar og það verður skemmtilegar á milli ykkar ef þið farið á fleiri stefnumót og gerið eitthvað spennandi saman.

Ég er ekki sérfræðingur þegar kemur að kynlífi, en kynlíf er aldrei vandamál nema að annar aðilinn vilji meira eða minna af því en hinn. Þannig getur fólk verið hamingjusamt í hjónabandi þó það stundi ekki oft kynlíf, ef það er sammála með hversu oft kynlífið er stundað og ánægt með útkomuna. Þetta lærði ég hjá vinkonu minni henni Áslaugu Kristjánsdóttur hjá Domus Mentis. Ég mæli með ráðgjöf hjá henni fyrir alla þá sem vilja bæta kynlífið í samböndunum sínum. 

Í seinna viðtalinu sem ég tók við hana hér að ofan þá talar hún um hvernig einungis 9% af fólki samkvæmt rannsóknum er ánægt með kynlífið í samböndunum sínum. Spáðu í því? Þú ert sumsé ekki einn! Það hljóta að vera góðar fréttir. Eins ertu ekki að kvarta yfir lélegu kynlífi - það er bara ekkert kynlíf. Það hýtur að vera hægt að snúa því við.

Áslaug segir að við tölum ekki um kynlíf við maka okkar. Hún segir að við veljum alltaf það sama á matseðlinum og það séu til fjölmargar leiðir og áhugaverð verkefni sem hægt er að fara í til að ýta undir ánægjuna í kynífinu. Eftir 43 ár, hver nennir að borða alltaf spagettí og sjávarréttasúpu í forrétt? Ekki þú, ekki hún og ekki myndi ég nenna því. Þú  getur búið til nýjan matseðil strax í dag.

Ást er ákvörðun og það þarf hugrekki fyrir okkur að ákveða að setja ást inn í sambönd þegar hinn aðilinn er sofnaður fyrir sambandinu. Ég er ekki að lofa að þetta muni takast hjá þér en ég get lofað því að þú verður betri maður eftir þessar æfingar. 

Þú verður besta útgáfan af þér, þú munt geta farið út úr þessu sambandi sáttur með að hafa reynt þitt allra besta. Þú munt verða betri maður á hverjum degi ef þú æfir þíg í að vera heiðarlegur við eiginkonu þína og tjá þig um hvað þig langar meira í með henni. Ef þú færð þér góðan karl-ráðgjafa sem kennir þér að setja mörk og setja fókusinn á þig líka þá verður þú frábærlega vel settur sama hvort þú stendur sjálfstæður og einn í lífinu eða í nýju ástríku sambandi við eiginkonuna. 

Fyrst og síðast þarftu að standa með þér og byrja að opna þig fyrir hvernig þér líður. Þú átt allt það besta skilið í þessu lífi. Enda getur verið að þú sért núna að fara að upplifa áhugaverðustu árin þín til þessa. 

Góður maki er alltaf viðbót við annars frábært líf. Vonandi finnur þú það það sem þú leitar af í þessu lífi.

Gangi þér vel.

Kær kveðja, Elínrós. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is

2007 heimilið lifir enn góðu lífi

05:00 Björg Ingadóttir í Spaksmannsspjörum er skapandi skipulagsdrottning. Íbúðina keypti hún 2007 og mokaði út eins og fólk gerði þá. Meira »

Nær ekki endum saman en er í bata

Í gær, 22:30 „Í upphafi batans sagði ég að ef ég yrði betri manneskja að lokum yrði það sársaukans virði úr ofsakvíða- og óttaköstum. Þau voru hræðileg! Hef ekki breytt um markmið. Verða betri manneskja þýðir að verða betri í öllu í lífinu. Það er eftirsóknarvert.“ Meira »

Keypti hús Eiðs Smára og Ragnhildar

Í gær, 18:32 Sumarhús Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur komst í fréttir á árinu þegar þau settu það á sölu. Bílaumboðið BL ehf. keypti sumarhúsið. Meira »

Góðar jólagjafir undir 2.000 kr.

Í gær, 17:00 Það þarf ekki að kosta mann annan handlegginn að gefa gjöf sem gleður. Stundum geta ódýrar vel til fundnar gjafir skipt miklu máli. Meira »

Fiskbúð breytt í hárgreiðslustofu

Í gær, 13:00 Sigga Heimis iðnhönnuður hannaði hárgreiðslustofuna Greiðuna sem flutti í húsnæði þar sem fiskbúð var áður til húsa á Háaleitisbraut. Meira »

Brýtur reglu númer eitt

í gær Kim Kardashian er fyrirmynd þegar kemur að förðun en hún er þó enginn engill þegar kemur að húðumhirðu.   Meira »

Þegar þú ert í átaki og jólin banka upp á

í gær „Jólin eru oft erfiður tími fyrir þá sem vilja taka sig á í mataræðinu eða hreyfa sig meira. Ég þekki þetta alveg sjálf. Það flæðir allt í eplaskífum, jólakökum, jólakonfekti, laufabrauði, jólaglöggi og svo má lengi telja.“ Meira »

10 ástæður fyrir gráti í kynlífi

í fyrradag Það er bæði algengt og eðlilegt að fara að gráta í kynlífi. Oftast er það ekki alvarlegt enda hægt að líta á grátinn sem tilfinningasvita. Meira »

Heiða og Guðmundur selja Öldugötu

í fyrradag Hjónin Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri Niceland og Guðmundur Kristján Jónsson hafa sett íbúð sína við Öldugötu á sölu. Meira »

6 ástæður til að forðast sykur

í fyrradag „Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast.“ Meira »

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

í fyrradag Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan. Meira »

Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

í fyrradag Jóna Kristín Birgisdóttir saumaði hátíðlegan ullarkjól í Hússtjórnarskólanum. Hún segir ekki nauðsynlegt að eiga allt það nýjasta og dýrasta eins og stundum lítur út á samfélagsmiðlum. Meira »

Hvað segir jólamyndin um þig?

17.12. Að „feika“ það þangað til maður „meikar“ það er gamalt orðatiltæki sem á svo sannarlega ekki við í ljósi nýlegrar umfjöllunar Vintage everyday. 43 ljósmyndir frá því á sjötta áratug síðustu aldar gefa vísbendingu um að glöggir mannþekkjarar og komandi kynslóðir munu geta lesið í allt sem við erum með í gangi um þessar mundir. Meira »

Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

16.12. „Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári.“ Meira »

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

16.12. Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

16.12. Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

16.12. Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

16.12. Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

15.12. Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

15.12. „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

15.12. Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »