Er hjónabandið búið þegar ekkert kynlíf er?

Aldur er afstæður og einungis tala á blaði. Bestu ár ...
Aldur er afstæður og einungis tala á blaði. Bestu ár ævinnar geta verið þau ár þegar maður hefur tíma til að leika sér og æfa sig í að verða besta útgáfan af sér. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr karlmaður hvort hjónabandið sé ekki búið ef konan vill ekki lengur sofa hjá honum. 

Sæl.

Er ekki hjónabandið búið þegar konan, í þessu tilfelli, vill ekki sofa lengur hjá eiginmanninum. Hjónabandið búið að vara í 43 ár. En síðastliðin 10 ár hefur ekki verið neitt kynlíf. Okkar á milli er nánast bara þögn alltaf. Aðeins yrt á mann þegar þarf að gera eitthvað innan og utan húss.

Mér finnst þetta alveg búið og spurning hvort það sé þess virði að halda í það áfram.

Engin ferðalög saman, ég fer a.m.k. einu sinni á ári einn til sólarlanda, og líka einn smávegis hér innanlands.

Kær kveðja, einn að hugsa.

El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði ...
El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um mbl.is/Eggert

Sæll einn og hugsi!

Við skulum hugsa þetta aðeins saman. 

43 ár! Það er talsverður árangur. Þið hafið þá hvað verið í kringum 20 ára þegar þið kynnist og þú ert kominn yfir sextugt ef ég er að álykta rétt?

Sumir myndu segja að þú hefðir fundið þinn lífsförunaut senmma og þið hefðuð fundið ykkar takt saman. En hún er greinilega sálufélagi þinn eins og þú lýsir ykkur í þessu bréfi og þú ert einmana. Ég er með nokkrar góðar hugmyndir í huga fyrir þig og vona að ég fari ekki yfir mörkin þín þegar ég ætla að færa þér þá sem mér finnst mest spennandi fyrst. 

Auðvelda leiðin er alltaf að skila sálufélaganum og byrja upp á nýtt. Hugrakka hugmyndin mín er í þeim anda en aðeins flóknari. Það er eitthvað sem segir mér að þú sért maður í stórar hugmyndir svo vonandi kemurður með mér í smá hugarferðalag. 

Hvernig myndi hljóma í þín eyru ef þú bara hættir með henni í þessu sambandi sem þið eruð í núna og byrjar með henni upp á nýtt? Þú þarft ekki að segja henni formlega upp, en mér finnst töff að taka smá afstöðu í þessu máli. Þú getur sagt henni að þú ætlir að vinna í því að verða besta útgáfan af þér og þig langi til að hafa hana sem kærustuna þína í þessu nýja lífi.

Hún er pottþétt komin með jafn mikið leið á þessu ástandi þannig að þessi hugmynd er ekki að fara skemma hjónabandið ykkar.

Ég ætla að halda áfram að vera smá listræn og útskýra hvert ég er að fara. Ef þú ræktar þig vel, kemur þér í frábært líkamlegt form, stundar ríkulegt andlegt líf og byrjar bara að leika þér aðeins þá getur lifið þitt breyst til muna.

Ef þú nennir ekki að dytta að húsinu og langar í leikhús, hvað er þá að stoppa þig? Ef þú ert kominn með leið á að hengja upp myndir og þig langar í teyjustökk frekar, fáðu barnabarn þitt til að koma með hamar í heimsókn fyrir ömmu sína og gerðu það sem þig langar að gera. Þú ert á besta aldri og aldur er bara tala á blaði. 

Ef þú byrjar að setja ást til þín og hennar inn í sambandið þá er það nóg til að koma af stað atburðarrás sem getur gert kraftaverk. Með aukinni virðingu, miklu meiri aðdáun, skýrum mörkum og einlægri vináttu getið þið haldið áfram inn í framtíðina sama hvort þetta takist hjá ykkur eða ekki. Þið verðið í það minnsta meiri félagar og það verður skemmtilegar á milli ykkar ef þið farið á fleiri stefnumót og gerið eitthvað spennandi saman.

Ég er ekki sérfræðingur þegar kemur að kynlífi, en kynlíf er aldrei vandamál nema að annar aðilinn vilji meira eða minna af því en hinn. Þannig getur fólk verið hamingjusamt í hjónabandi þó það stundi ekki oft kynlíf, ef það er sammála með hversu oft kynlífið er stundað og ánægt með útkomuna. Þetta lærði ég hjá vinkonu minni henni Áslaugu Kristjánsdóttur hjá Domus Mentis. Ég mæli með ráðgjöf hjá henni fyrir alla þá sem vilja bæta kynlífið í samböndunum sínum. 

Í seinna viðtalinu sem ég tók við hana hér að ofan þá talar hún um hvernig einungis 9% af fólki samkvæmt rannsóknum er ánægt með kynlífið í samböndunum sínum. Spáðu í því? Þú ert sumsé ekki einn! Það hljóta að vera góðar fréttir. Eins ertu ekki að kvarta yfir lélegu kynlífi - það er bara ekkert kynlíf. Það hýtur að vera hægt að snúa því við.

Áslaug segir að við tölum ekki um kynlíf við maka okkar. Hún segir að við veljum alltaf það sama á matseðlinum og það séu til fjölmargar leiðir og áhugaverð verkefni sem hægt er að fara í til að ýta undir ánægjuna í kynífinu. Eftir 43 ár, hver nennir að borða alltaf spagettí og sjávarréttasúpu í forrétt? Ekki þú, ekki hún og ekki myndi ég nenna því. Þú  getur búið til nýjan matseðil strax í dag.

Ást er ákvörðun og það þarf hugrekki fyrir okkur að ákveða að setja ást inn í sambönd þegar hinn aðilinn er sofnaður fyrir sambandinu. Ég er ekki að lofa að þetta muni takast hjá þér en ég get lofað því að þú verður betri maður eftir þessar æfingar. 

Þú verður besta útgáfan af þér, þú munt geta farið út úr þessu sambandi sáttur með að hafa reynt þitt allra besta. Þú munt verða betri maður á hverjum degi ef þú æfir þíg í að vera heiðarlegur við eiginkonu þína og tjá þig um hvað þig langar meira í með henni. Ef þú færð þér góðan karl-ráðgjafa sem kennir þér að setja mörk og setja fókusinn á þig líka þá verður þú frábærlega vel settur sama hvort þú stendur sjálfstæður og einn í lífinu eða í nýju ástríku sambandi við eiginkonuna. 

Fyrst og síðast þarftu að standa með þér og byrja að opna þig fyrir hvernig þér líður. Þú átt allt það besta skilið í þessu lífi. Enda getur verið að þú sért núna að fara að upplifa áhugaverðustu árin þín til þessa. 

Góður maki er alltaf viðbót við annars frábært líf. Vonandi finnur þú það það sem þú leitar af í þessu lífi.

Gangi þér vel.

Kær kveðja, Elínrós. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is

Hvers vegna allt þetta þvarg og þvaður?

13:33 „Skrifaðu nú um það...,“ sagði frændi minn glaðhlakkandi yfir þeim upplýsingum sem hann hafði komið á framfæri við mig. Hann var komin með lausnina á skilnuðum landsmanna „ef þessar kerlingar hætta bara þessu þvargi og þvaðri þá verður heimurinn mun einfaldari og hjónabönd langlífari.“ Meira »

„Svo er maður sjálfur auðvitað í þessari bullneyslu“

12:00 Jón Gnarr segir að hægt sé að blanda húmor inn í flest málefni. Ef húmor getur komið loftslagsmálum á kortið leggur hann því lið. Meira »

Sólkysst útlit fram eftir hausti

09:40 Þegar við héldum að sumarið væri að líða undir lok kemur Chanel með allt sem við þurfum til að viðhalda sólkysstu útlitinu fram eftir hausti. Éclat Et Transparence De Chanel er förðunarlína sem Lucia Pica hannaði og endurspeglar sýn hennar á þá fegurð sem gegnsæ lög af lit veita andlitinu og sameinast sólkysstri húðinni. Meira »

Úr herstöðinni beint í bakpokaferðalag

06:00 Una Sighvatsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan, fór í ferðalag um heiminn eftir að hún sagði skilið við NATO. Hún segir mikið frelsi í því að ferðast ein, en hún fór til 7 landa í Suður-Ameríku. Meira »

Tölvupóstsamskipti utan vinnutíma hafa slæm áhrif

Í gær, 22:43 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að tölvupóstsamskipti hafi neikvæð áhrif á heilsuna. Mælt er með því að takmarka þann tíma sem fer í tölvupóstsamskipti utan vinnutíma. Meira »

Vill hitta „hina konuna“

Í gær, 19:44 Eiginkona manns sem hélt fram hjá henni er forvitin um „hina konuna“ og langar til að hitta hana áður en hún ákveður hvort hún eigi að skilja við eiginmann sinn. Meira »

Á bak við tjöldin í forsíðumyndatöku Beyoncé

Í gær, 15:00 Myndbandið af forsíðumyndatöku Beyoncé fyrir Vogue er draumkennt en þar má sjá börnin hennar og Jay-Z, Blue og tvíburana Sir og Rumi, leika sér á meðan mamma þeirra situr fyrir. Meira »

Guðrún Bergmann segir frá

í gær „Hann var einhver sem ég átti að geta treyst, en hann rauf það traust og ákvað að æfa sig í samförum á mér tæplega sjö ára barninu. Ég var auðveld bráð, komin upp í hjónarúmið þar sem ég átti að sofa.“ Meira »

Af hverju flestir ná ekki að breyta um lífsstíl

í gær Sara Barðdal, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, skrifar um hvers vegna flestir ná ekki að breyta um lífsstíl. Þann 17. ágúst fer hún af stað með tíu daga heilsuáskorun þar sem hún aðstoðar þátttakendur við að setja sér markmið og ná þeim. Meira »

Einfaldleiki og fegurð í 101

í gær Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

í fyrradag Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

í fyrradag Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »

Haustlína Supreme sjúklega töff

í fyrradag Supreme gaf út lookbook fyrir haust- og vetrarlínu sína í gær. Litríkir jakkar og úlpur eru áberandi í línunni.  Meira »

Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

14.8. „Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Meira »

Egill tekur pásu frá Íslandi og fer til Balí

14.8. Egill Fannar Halldórsson segir að nóvember sé langbesti tíminn til að fara til Balí og upplifa sönn ævintýri.   Meira »

10 lífsreglur Diane von Furstenberg

14.8. „Flest ævintýri enda á því að stúlkan giftist prinsinum og lifir síðan hamingjusöm til æviloka. Mitt ævintýri byrjaði fyrst þegar ég hafði fengið skilnað frá mínum prinsi.“ Meira »

Kemst ekki yfir skilnaðinn við kærustuna

13.8. „Ég er karlmaður á miðjum aldri. Skildi fyrir 6 árum vegna framhjáhalds konunnar. Skilnaðurinn sem átti sér talsverðan aðdraganda var mér ekki mjög erfiður. Hafði lengi grunað að konan héldi fram hjá og fannst í raun mikill léttir að skilja og losna við alla lygina,“ segir íslenskur maður sem leitar ráða hjá Valdimari. Meira »

Kynlíf eftir skilnað er alveg bannað

13.8. „Tiffany segir að kynlíf sé algjörlega bannað eftir skilnað og telur hún að það sé notað sem kúgunaraðferð og geri það erfiðara fyrir aðilana að halda áfram lífinu og rækta sér nýtt land. Mörk innihalda virðingu og það að þið eruð skilin þýðir að þið hafið ekki rétt á hvort öðru á þennan hátt.“ Meira »

Stal senunni í bleikum plastgalla

13.8. Það var mikið um liti og mynstur á rauða dreglinum fyrir Teen Choice-verðlaunahátíðina um helgina.   Meira »

Vel skipulögð fjölskylduíbúð við Húsalind

13.8. Litagleði og gott skipulag einkennir þessa dásamlegu fjölskyldubúð í Kópavogi. Mikið er lagt í barnaherbergin og er mikið af góðum sniðugum lausnum á heimilinu. Meira »

Treystir ekki kærastanum

13.8. „Þegar við kynntumst þá var strax brjálað „kemistrí“ okkar á milli. Við gátum talað um allt. Stuttu eftir að við kynntumst flutti ég til hans. Það var þá sem ég uppgötvaði að hann hafði í sambandinu með mér verið að daðra við aðrar stelpur á netinu. Ég varð reið en í staðinn fyrir að öskra og labba út fór ég að gráta og brotnaði niður. Var ég ekki nógu góð?“ Meira »