Tölvunotkun kærastans að rústa lífinu

Þegar fólk er með fíkn í síma eða tölvu þá ...
Þegar fólk er með fíkn í síma eða tölvu þá gleymir það stað og stund. Makar, fjölskylda og vinir geta fundið fyrir gremju þessu tengdri. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr kona hvað hún geti gert. Kærastinn hennar er fastur í tölvunni og hún er ráðalaus þar sem ekki er hægt að ná sambandi við hann og hegðunin er að sundra fjölskyldunni.

Sæl

Takk fyrir að taka þér tímann til að svara spurningum hér inni. Mér finnst það hjálpa mikið að lesa svörin þín þó svo aðstæðurnar séu ekki þær sömu hjá mér.

Það sem brennur á mér er sambandið mitt og kærasta míns. Við erum búin að vera saman í mörg ár og eigum yndisleg börn. Ég varð ólétt fljótlega eftir að við byrjuðum saman. Man hreinlega ekki hvernig við enduðum á að byrja saman en við höfum alltaf verið miklir vinir í okkar sambandi.


Það sem plagar mig í okkar sambandi er hans endalausa athygli á samfélagsmiðlunum. Ef það er ekki Facebook þá er það Whatsapp eða fótboltagrúppurnar, Fantasy league eða einhver tölvuleikur.


Þegar við erum saman sem fjölskylda og höfum tíma saman til að dást að börnunum okkar þá er hann svo fjarri, niðurlútur í símanum. Er búin að gefast upp [á] að reyna að halda [uppi] samræðum við hann á kvöldin þegar við höfum tíma fyrir okkur þar sem svarið er oftast: ha?

Þegar frumburðurinn okkar fæddist og brjóstagjöfin gekk hræðilega hélt ég að hann yrði til staðar fyrir mig, en þá fór öll athyglin í War of Worldcraft tölvuleikinn. Eftir nokkrar vikur þegar ég var búin að fá nóg þá gerði ég honum úrslitakosti. Við eða tölvan!

Hann rankaði við sér og bætti sig umtalsvert. Svo einhverjum árum síðar þá þarf ég aftur að minna hann á hvað skiptir honum [sic] mestu máli. Þá var það þannig að þegar við komum saman heim eftir vinnu þá var rokið í tölvuna og ég var ein frammi að klæða börnin úr fötunum og spjalla við þau. Það breyttist eftir það og hann hjálpaði meira til og gerir enn.

Í dag nýti ég hvert tækifæri til að tuða yfir þessu og hann fer strax að reyna að finna högg á mig með símanotkunina mína. Það endar auðvitað í rifrildum.

Stundum bið ég hann hreinlega að leggja símann frá sér þegar ég vil hann „á staðnum“ með misjöfnum árangri.

Mig langar ekki að vera í þessum aðstæðum í sambandinu okkar. Hjartað mitt brestur í hvert skipti sem ég hugsa um að sundra fjölskyldunni út af einhverju svona.

Hvað get ég gert?

Bestu kveðjur

El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði ...
El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um. mbl.is/Eggert

Sæl mín kæra.

Gott að fá bréf frá þér. Þú ert að kljást við raunverulega áskorun og þarft að gefa þér leyfi til að skoða stöðuna sem þú ert í með aðstoð fagmanns. Eins og þú lýsir aðstæðunum þínum í dag virðist þú vera aðstandandi einstaklings með tölvufíkn. Þú lýsir klassísku samskiptamynstri sem myndast í fjölskyldum þar sem verið er að kljást við fíkn. Þú ert að reyna að stjórna hegðun kærastans og fíknin er að sundra fjölskyldunni. Hér er ég ekki að alhæfa um stig fíknar heldur að greina út frá því hvernig þú lýsir aðstæðum. 

Það sem hindrar oftast aðstandendur í að leita sér aðstoðar er samþykki þess sem er í fíkn. Sem dæmi heyri ég oft hjá fólki sem ég aðstoða: „Konan mín segist ekki vera alkóhólisti, en hún drekkur daglega. Ef hún vill ekki viðurkenna vandann, má ég þá taka mér stöðu sem aðstandandi?“ 

Að mínu mati er alltaf best að slökkva bara á öllum hugsunum um stund og spyrja sig: „Er ég besta útgáfan af mér? Er ég að reyna að stjórna og breyta öðrum? Er ég með áskorun sem er að sundra fjölskyldunni?  Hef ég reynt nóg sjálf/sjálfur?

Ef svörin eru já, þá er lausnin einföld og hún virkar. 

Fyrsta skrefið sem aðstandandi felur alltaf í sér að skoða vandann og viðurkenna vanmáttinn gagnvart því að stjórna öðrum. Fíkn er fix. Eins konar flótti frá raunveruleikanum sem elur af sér hegðun sem verður aldrei betri með árunum. Þess vegna ertu komin á þennan stað að finnast þú standa höllum fæti. Fjölskyldur fólks með fíkn verða veikar út af ástandinu.

Stundum þegar ég hef verið að aðstoða fólk í þessum aðstæðum þá er erfitt að greina á milli hver er fíkill og hver er aðstandandinn. Því fíkillinn fær fixið sitt reglulega og getur því slakað á inn á milli. Aðstandendurnir eru í stöðugri spennu, vanlíðan og óstjórn sjálfir út af ástandinu. Ég segi þetta af alúð og með kærleika án allra fordóma. Ég þekki það af eigin hendi að vera meðvirk. Á tímabili hefði andlit mitt getað plumað sig sem fullkomlega á plakati sem auglýsing fyrir sjúkdóminn, svo veik var ég orðin af því að vera aðstandandi. Ég varð versta útgáfan af mér og í raun var fíkill minn bara hátíð miðað við mína hegðun. 

Ef þú vilt komast í bata þá verður þú að setja fókusinn á þig núna. Slepptu kærastanum alveg og leyfðu honum að komast á sinn botn. Vertu kærleiksrík og góð við hann og notaðu tímann frekar til að sjá hversu stjórnlaus hann verður í staðinn fyrir að reyna að ala hann upp og stjórna. Þá sérðu áskorunina eins og hún raunverulega er. 

Þú þarft að velja að vera í sambandi með honum á hverjum degi. Þú ert ekki fórnarlamb, heldur fullorðin kona með val. Skilur þú mig? Ef þú vilt vera á staðnum með honum, þarftu að sýna ástandi hans skilning. Ekki aðstoða hann í fíkninni. Settu mörk og vertu ákveðin en góð. En þú hefur alltaf val. Það er frelsið þitt. Ég held að samband þitt við kærasta þinn sé gjöf til þín, þú ert í gegnum hann að fá tækifæri til að græða gömul og ný sár.

Lausnin er ótrúlega skemmtileg og vinnan fram undan hjá þér mun fjalla um að þú finnir sjálfa þig aftur. Verður besta útgáfan af þér og munt eiga gott líf. Afurð þessarar vinnu verður svo að börnunum þínum mun fara að líða betur líka og síðan mun væntanlega kærastinn þinn taka ábyrgð á sér og verða besta útgáfan af sér líka. 

Verkefnið sem þú stendur frammi fyrir getur orðið þín stærsta gjöf í þessu lífi. Hún var það fyrir mig og fjölmarga aðra. Mér hefur aldrei liðið betur í eigin skinni, ég þakka fyrir hvern dag sem ég fæ að lifa og njóta með þeim sem ég elska mest. Ég hef lært að ég get ekki leikið æðri mátt í lífi annarra. Hver og einn á þessari jörðu verður að fá að fara í gegnum sín verkefni á sínum hraða. Ég get hins vegar valið að vera kærleiksrík og skemmtileg við fólkið í mínu lífi. Ekki síst þá sem eru í fíkn í kringum mig. Þeir eru ekki óvinir mínir í þessu lífi. Enda er fíkn ekki val og alls ekki þægilegur staður að vera á. Sumir af mestu snillingum sem ég þekki eru fólk í bata frá fíkn. 

Ljósið lýsir upp myrkrið. Kærleikurinn er sterkari en óstjórn og leiðindi. Ótti í aðstæðum sambærilegum þeim sem þú ert í er blekking. Komdu inn í ljósið. Komdu að vinna í þér. Það er verðugt verkefni.

þú getur unnið í meðvirkni með ráðgjafa eða farið beint inn í deildir sem vinna í meðvirkni. Ekki láta eðli fíknarinnar hindra þig í að velja þér hópa að starfa með. Ef þig langar að spjalla við einstakan mann sem getur upplýst þig betur um tölvufíkn þá mæli ég með að þú talir við Þorstein Kristján Jóhannsson. Þú getur tengt við hann hér og lesið frábært efni um eðli fíknarinnar. Það er bara tímaspursmál þangað til að 12 spora tölvufíklafundir verða stofnaðir í landinu að mínu mati.

Gangi þér vel.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is

Biggest Loser-þjálfari genginn út

Í gær, 23:47 Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

Í gær, 21:00 „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

Í gær, 18:00 Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

Í gær, 15:00 Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

Í gær, 12:00 „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

Í gær, 09:00 Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

Í gær, 05:30 Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

í fyrradag „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

í fyrradag Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

í fyrradag Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

í fyrradag Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

í fyrradag „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

í fyrradag Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

15.11. Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

15.11. Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

15.11. Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15.11. Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

15.11. Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

15.11. Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

15.11. Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

14.11. Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »