Fer að gráta þegar hann á að hlýða

Í kærleiksríku umhverfi mega börnin sýna hvernig þeim líður. Það ...
Í kærleiksríku umhverfi mega börnin sýna hvernig þeim líður. Það eru skýr mörk og reglur að fara eftir. En alls konar hlutir geta komið upp á yfirborðið í lífi barnanna okkar. Öruggt skjól heima fyrir er gott veganesti. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr maður sem á þrjú börn hvað hann eigi að gera þar sem hann tekur eftir breytingum hjá miðjubarninu sínu. Það byrjar að gráta þegar það á að hlýða og bregst illa við þegar foreldrar hans bjóða honum faðminn.      

Sæl

Mig vantar ráðgjöf varðandi miðjustrákinn minn. Þeir eru þrír bræðurnir og ég hef tekið eftir breytingum í hegðun og atferli hjá honum. Hann fer gjarnan í grátinn þegar við erum að reyna að fá hann til að hlýða og hann bregst illa við þegar við komum til hans og bjóðum honum faðminn. Það hefur reynst best að leyfa honum að vera í friði og ganga í gegnum tilfinningaskalann. Við mæðginin eigum okkar tíma saman reglulega og stundum þá dettur hann í þessa hegðun þegar búið er að vera mjög gaman hjá okkur.

Veit hreinlega ekki hvað skal gera.

Bestu kveðjur

El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði ...
El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um. mbl.is/Eggert

Sæl og takk fyrir bréfið. 

Börnin eru okkar stærstu gjafir og þú ert greinilega að fá fallegt verkefni með miðjudrengnum þínum. Það geta fjölmargar ástæður legið á bak við breytta hegðun barnsins. Ég myndi finna mér góðan sálfræðing og hitta hann í nokkur skipti til að ræða breytingarnar. Eins getur góður ráðgjafi hjálpað þér að skilja samspil umhverfis og uppeldis á börnin okkar. 

Ég get mælt með dr. Gunnari Hrafni Birgissyni sem er mikill fagmaður þegar kemur að börnum. Þú getur skoðað meira um hann hér. Eins finnst mér Kjartan Pálmason hjá Lausninni mjög góður þegar kemur að uppeldisaðferðum eftir módeli Pia Mellody. Þú getur fundið hann hér.

Fyrstu átta árin í lífi barnanna okkar skipta miklu máli þegar kemur að geðtengslum. Við sem eigum nokkur börn getum sammælst um hversu ólík þau eru. Mér sýnist sem svo að barnið þitt þurfi stuðning. Eitt form af þeim stuðning er að þú haldir áfram að tengja við það eins vel og þú getur. Eruð þið foreldrarnir í góðri þjálfun með að tala um tilfinningar? Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Verkefni barnanna okkar eru fjölmörg á hverjum degi. Það að setjast með þeim niður eftir daginn og heyra hvernig þau höfðu það. Láta þau finna að þau eiga skjól í mömmu og pabba og ekkert sé þannig að það sé ekki hægt að finna lausn á því ef fjölskyldan stendur saman er gjöf sem barnið mun búa að alla sína ævi. 

Eitt af því sem ég vinn mikið með hjá fullorðnu fólki í dag er að aðstoða þá við að tengja í tilfinningar þar sem það var bannað að t.d. gráta á heimilinu í æsku. Ef barnið þitt þarf að gráta, leyfðu því að gráta. Ef þú hefur grátið sjálf finnur þú hvað tilfinningarnar styrkjast og það færist einskonar kyrrð yfir sál og líkamana. Það er ekkert að óttast, tárin hætta að koma þegar sársaukinn er farinn.

Í kærleiksríku afslöppuðu umhverfi mega allir hlutir koma upp á yfirborðið. Sorg, gleði, sársauki og hamingja. Allt er eru þetta tilfinningar sem okkur er gefið til að takast á við lífið.

Gangi þér vel.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is

Langar í kærasta og upplifir höfnun

19:00 „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

16:00 „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

13:15 Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

10:23 „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

05:15 Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

Í gær, 21:30 Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

í gær Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

í gær Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

í gær Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

í gær „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

í gær Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

í fyrradag Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

16.1. Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

16.1. „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

16.1. Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

16.1. Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

16.1. Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

16.1. „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

15.1. Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

15.1. Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

15.1. Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »
Meira píla