Fer að gráta þegar hann á að hlýða

Í kærleiksríku umhverfi mega börnin sýna hvernig þeim líður. Það ...
Í kærleiksríku umhverfi mega börnin sýna hvernig þeim líður. Það eru skýr mörk og reglur að fara eftir. En alls konar hlutir geta komið upp á yfirborðið í lífi barnanna okkar. Öruggt skjól heima fyrir er gott veganesti. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr maður sem á þrjú börn hvað hann eigi að gera þar sem hann tekur eftir breytingum hjá miðjubarninu sínu. Það byrjar að gráta þegar það á að hlýða og bregst illa við þegar foreldrar hans bjóða honum faðminn.      

Sæl

Mig vantar ráðgjöf varðandi miðjustrákinn minn. Þeir eru þrír bræðurnir og ég hef tekið eftir breytingum í hegðun og atferli hjá honum. Hann fer gjarnan í grátinn þegar við erum að reyna að fá hann til að hlýða og hann bregst illa við þegar við komum til hans og bjóðum honum faðminn. Það hefur reynst best að leyfa honum að vera í friði og ganga í gegnum tilfinningaskalann. Við mæðginin eigum okkar tíma saman reglulega og stundum þá dettur hann í þessa hegðun þegar búið er að vera mjög gaman hjá okkur.

Veit hreinlega ekki hvað skal gera.

Bestu kveðjur

El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði ...
El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um. mbl.is/Eggert

Sæl og takk fyrir bréfið. 

Börnin eru okkar stærstu gjafir og þú ert greinilega að fá fallegt verkefni með miðjudrengnum þínum. Það geta fjölmargar ástæður legið á bak við breytta hegðun barnsins. Ég myndi finna mér góðan sálfræðing og hitta hann í nokkur skipti til að ræða breytingarnar. Eins getur góður ráðgjafi hjálpað þér að skilja samspil umhverfis og uppeldis á börnin okkar. 

Ég get mælt með dr. Gunnari Hrafni Birgissyni sem er mikill fagmaður þegar kemur að börnum. Þú getur skoðað meira um hann hér. Eins finnst mér Kjartan Pálmason hjá Lausninni mjög góður þegar kemur að uppeldisaðferðum eftir módeli Pia Mellody. Þú getur fundið hann hér.

Fyrstu átta árin í lífi barnanna okkar skipta miklu máli þegar kemur að geðtengslum. Við sem eigum nokkur börn getum sammælst um hversu ólík þau eru. Mér sýnist sem svo að barnið þitt þurfi stuðning. Eitt form af þeim stuðning er að þú haldir áfram að tengja við það eins vel og þú getur. Eruð þið foreldrarnir í góðri þjálfun með að tala um tilfinningar? Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Verkefni barnanna okkar eru fjölmörg á hverjum degi. Það að setjast með þeim niður eftir daginn og heyra hvernig þau höfðu það. Láta þau finna að þau eiga skjól í mömmu og pabba og ekkert sé þannig að það sé ekki hægt að finna lausn á því ef fjölskyldan stendur saman er gjöf sem barnið mun búa að alla sína ævi. 

Eitt af því sem ég vinn mikið með hjá fullorðnu fólki í dag er að aðstoða þá við að tengja í tilfinningar þar sem það var bannað að t.d. gráta á heimilinu í æsku. Ef barnið þitt þarf að gráta, leyfðu því að gráta. Ef þú hefur grátið sjálf finnur þú hvað tilfinningarnar styrkjast og það færist einskonar kyrrð yfir sál og líkamana. Það er ekkert að óttast, tárin hætta að koma þegar sársaukinn er farinn.

Í kærleiksríku afslöppuðu umhverfi mega allir hlutir koma upp á yfirborðið. Sorg, gleði, sársauki og hamingja. Allt er eru þetta tilfinningar sem okkur er gefið til að takast á við lífið.

Gangi þér vel.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós póst HÉR

mbl.is

Hversu oft á að stunda kynlíf?

Í gær, 23:59 Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

Í gær, 21:00 Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

Í gær, 18:00 Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

Í gær, 13:45 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

Í gær, 12:27 Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

Í gær, 09:00 Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

Í gær, 06:00 Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

í fyrradag Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

í fyrradag „Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda. Meira »

Svona æfði Jenner fyrir sýningu Victoria's Secret

í fyrradag Ofurfyrirsætan Kendall Jenner segist hafa æft vel og passað mataræðið áður en hún steig á svið fyrir Victoria's Secret.   Meira »

Gilda íslensk hjúskaparlög erlendis?

í fyrradag Ég er með spurningu sem varðar riftun hjónabands sem stofnað er til í öðru landi. Getur einstaklingur sem stofnaði til hjúskapar í öðru landi rekið skilnaðarmál á Íslandi? Málsaðstæður eru þær að viðkomandi vill ljúka hjúskap en makinn í heimalandi ekki. Meira »

Ástarsorgin dró hana í Kópavog

í fyrradag Kamilla Einarsdóttir hefur skrifað sögur alla sína ævi en langaði ekki að gefa neitt út. Eftir að bókaútgáfa sýndi verkum hennar áhuga og bauðst til að gefa bók hennar út varð til bókin Kópavogskronika. Meira »

Sjö stig tilfinninga fólks í ástarsorg

í fyrradag Sorg er ekki það fyrsta sem einkennir tilfinningar fólks sem er nýhætt í sambandi. Afneitun og reiði kemur á undan.   Meira »

Afmælisstuð í hámarki hjá Spektra

11.11. Ráðgjafafyrirtækið Spektra ehf. hélt upp á 5 ára afmælið sitt á dögunum og af því tilefni bauð fyrirtækið í afmælispartí í húsakynnum sínum að Laugavegi 178. Meira »

Gerðu trúboðastellinguna betri

11.11. Trúboðastellingin þarf ekki að vera leiðinleg og ætti í rauninni að vera reglulega á matseðlinum en fólk ætti ef til vill að kunna að bragðbæta hana. Meira »

Ódýrir hlutir sem gjörbreyta baðherberginu

11.11. Þegar baðherbergið er fallegt er skemmtilegra að tannbursta sig og gera aðra hluti. Það þarf ekki að gera baðherbergið fokhelt og leggja marmara á það allt til þess að gera það fallegt. Meira »

Nýjasta tískan í naglalökkum

11.11. Í vetur er flott að vera með neglur sem eru svipaðar húðlit handanna. Neglur og varir eru þá ekki í sama lit. Þetta útlit minnir á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar hendurnar áttu að vera hreinlegar og fínar. Með þessu útliti ber meira á hringum og fylgihlutum. Meira »

Skemmtilega innréttað í Garðabæ

11.11. Við Bjarkarás í Garðabæ stendur 143 fm íbúð sem innréttuð er á heillandi hátt. Flauelshúsgögn, stór listaverk og grófur viður er áberandi. Meira »

Sagðist ekki passa í kjóla frá Beckham

11.11. Meghan hertogaynja er mjög meðvituð um kosti og galla líkama síns. Í gömlu viðtalið segist Meghan vera með of stuttan búk til þess að klæðast kjólum frá Victoriu Beckham. Meira »

Leiddist hræðilega 11 ára í Noregi

11.11. „Ég bjó í Noregi þegar ég var 11 ára eða í hálft ár í smábæ í Noregi þegar mamma mín var í námi. Hún var að læra textíl og ég þurfti að druslast með.“ Meira »

Er þetta ástæðan fyrir aukakílóunum?

10.11. Fólk fitnar ekki bara af því það kaupir alltaf kvöldmat í lúgusjoppu. Það má einnig kenna hormónaójafnvægi um það að fólk bæti á sig þrátt fyrir að það hámi í sig ávexti og hamist í ræktinni. Meira »