10 lífsreglur Diane von Furstenberg

Diane von Furstenberg er sterk kona sem hefur byggt upp ...
Diane von Furstenberg er sterk kona sem hefur byggt upp stórveldi. Þjónusta við samfélagið og sterk hugsjón einkennir hennar lífsviðhorf. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Diane von Furstenberg er einn áhugaverðasti tískuhönnuður okkar tíma. Hún bjó til vörumerki sitt til að standa sterk kona á eigin fótum. Hún er hugmyndarík, samkvæm sjálfri sér og fagurkeri fram í fingurgóma. 

18 mánuðum fyrir fæðingu Furstenberg losnaði móðir hennar úr útrýmingarbúðum nasista og var einungis skinn og bein, undir 40 kg. Hún kenndi dóttur sinni að það hefði verið Guð sem bjargaði henni úr búðunum, svo vannærð og nærri dauðanum var hún. Hún trúði að henni hefði verið bjargað til að eignast Furstenberg og lagði sig fram um það alla tíð að elska, vernda og ala Furstenberg upp eins og um köllun væri að ræða. 

Hér er haldið áfram að skoða lífs­regl­ur þeirra sem hafa haft áhrif á heim­inn með hug­mynd­um sín­um og lífs­skoðunum.

Vertu sjálfstæð/sjálfstæður

„Þegar ég fór af stað með mitt eigið viðskiptaveldi gerði ég það með eina hugsun í huga. Mig langaði að vera sjálfstæð kona. Kona sem gæti borgað sína eigin reikninga. Kona sem gæti rekið sitt eigið líf – seinna varð ég þessi kona.“

Þú skapar þína eigin sögu

„Ævintýri enda vanalega á því að stúlkan giftist prinsinum og þau lifa hamingjusöm til æviloka. Í mínu tilviki þá var sagan öðruvísi. Mitt ævintýri byrjaði einmitt þegar ég hafði skilið við minn prins. Þá varð ég sú sem mér er ætlað að verða. Skapaðu þína eigin sögu, þitt eigið líf. Ekki láta neinn segja þér hvernig það á að vera og ekki leyfa neinum að dæma þína sögu, þína köllun.“

Mikilvægasta sambandið þitt

„Mikilvægasta sambandið í þínu lífi, er sambandið sem þú átt við þig. Eftir að þú hefur komið á sterku sambandi við þig, sem getur verið mikil vinna að koma á, þá muntu geta hannað þitt eigið líf byggt á sterkum gildum og stöðugleika.“

Þjónustaðu samfélagið

„Móðir mín var sterk kona sem lifði af útrýmingarbúðirnar. Hún vildi að ég væri sterk kona og gaf mér vald og verkfæri til að verða það. Ég vildi einnig sjálf vera sterk og sjálfstæð kona og varð það. Núna langar mig að þjónusta samfélagið mitt og gefa hverri konu það tækifæri að vera sterk kona. Þessi hugsun litar allt mitt líf. Ég geri þetta með því að hanna fatnað á konuna sem valdeflir hana. Ég geri það með orðunum sem ég vel af kostgæfni og set út í samfélagið. Ég geri það með vinnunni minni, með peningunum mínum. Ég trúi á lögmálið að þjónusta heiminn í staðinn fyrir að selja heiminum.“

Lifðu drauminn

„Ég hef aldrei viljað tala um það sem mig dreymir um. Ég vil láta drauma mína verða að veruleika og vel að tala um þá þegar ég er lifandi draumana. Þegar við náum markmiðum okkar og þegar við trúum á ákveðin gildi er ekkert sterkara en að sýna gildin með daglegu lífi okkar. Þannig gefur þú fleira fólki leyfi til að dreyma og lifa sína drauma.“

Ótti er blekking

„Ég leyfi ekki sjálfri mér að vera hrædd. Móðir mín gerði mig þannig. Sem barn, ef ég var hædd við t.d. myrkrið, þá setti mamma mig inn í skáp og leyfði mér að finna á eigin skinni að það var ekkert að fara að gerast í myrkrinu. Svona hluti gerði hún og ég veit að mörgum kann að finnast það skrítið. En hún hafði sitt lag á að gera hlutina og hún gerði það með lærdóm og jákvæðni að markmiði. Sem dæmi talaði hún mikið um þann tíma sem hún var í útrýmingarbúðunum, en ekki um það sem hún óttaðist, heldur jákvæðu hlutina sem hún lærði af því að upplifa þessa tíma. Þannig kenndi hún mér að sama hvað við göngum í gegnum, þá er það afstaðan okkar sem leiðir söguna, en ekki óttinn í aðstæðunum.

Ég varð hræðilega óttaslegin í fyrsta skiptið sem það komu upp erfiðleikar í fyrirtækinu mínu. Auðvitað varð ég dauðhrædd þegar ég fékk krabbamein árið 1994. Ég var einnig hrædd þegar sonur minn keyrði of hratt. En ég trúi að óttinn undirbúi okkur ekki fyrir lífið, það er ekki val fyrir mig að vera óttaslegin. Þess vegna reyni ég eftir fremsta megni standa andspænis óttanum og sigra hann.“

Kvenlegur styrkur

„Ég hef alltaf verið heilluð af þeim styrk sem konur búa yfir. Eftir því sem ég verð eldri verður þetta mér sífellt ljósara. Konur búa yfir þvílíku hugrekki. Í raun hef ég aldrei kynnst konu sem býr ekki yfir óstjórnlegum krafti sem einkennir allar konur. Ég þori að staðhæfa að ekki sé til sú kona sem ekki er sterk í grunninn.“

Tileinkaðu þér sjálfsöryggi

„Ef þú getur tileinkað þér það að vera örugg/öruggur þá getur þú hvað sem er. Það er enginn að fara að reyna að stjórna eða breyta manneskju sem stendur bein í baki og fer eftir sinni bestu samvisku og þekkingu. Reynslan kennir okkur og við eigum að fagna því að læra í lífinu. En á meðan við göngum áfram á okkar lífsvegi, skulum við gera það með öryggi og reisn.“

Mistök eru til að læra af þeim

„Ekki hafa áhyggjur af því að mistakast. Ef þú dæmir þig ekki, þá dæmir þig enginn. Auðvitað getur maður suma dagana vaknað upp og fundist maður misheppnaður. En ekki leyfa því sem gerist í lífinu, og er að undirbúa þig fyrir það sem þér er ætlað að gera, að skilgreina þig. Ef þú leyfir það ekki, þá gefur þú engum öðrum leyfi til að gera það.“

Ekki breyta þér

„Ég er ein af þeim sem elska að eldast, í raun elska ég allt við að eldast að undanskildu útliti mínu. Ef ég á að vera alveg heiðarleg, þá finnst mér ég betri manneskja með aldrinum, mér finnst ég auðmýkri og vitrari. Hins vegar tók ég þá ákvörðun að ég myndi aldrei láta eiga við andlitið mitt. Það er ekki mitt að reyna að líta öðruvísi út en ég geri og mér finnst ekki fallegt að hitta konur sem eru að eldast og eru mikið að láta eiga við andlitið sitt. Við þurfum að sýna að allur aldur er áhugaverður. Ef við erum mikið að breyta okkur erum við að senda þau skilaboð út til samfélagsins að það sé eitthvað að okkar aldri.“

mbl.is

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

16:00 Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

13:30 Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

09:47 Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

05:12 Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

Í gær, 21:00 Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

Í gær, 18:00 Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

í gær Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

í gær Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

í gær Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

í gær Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

í fyrradag Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

í fyrradag Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

19.1. „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

18.1. Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

18.1. „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »