10 lífsreglur Diane von Furstenberg

Diane von Furstenberg er sterk kona sem hefur byggt upp ...
Diane von Furstenberg er sterk kona sem hefur byggt upp stórveldi. Þjónusta við samfélagið og sterk hugsjón einkennir hennar lífsviðhorf. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Diane von Furstenberg er einn áhugaverðasti tískuhönnuður okkar tíma. Hún bjó til vörumerki sitt til að standa sterk kona á eigin fótum. Hún er hugmyndarík, samkvæm sjálfri sér og fagurkeri fram í fingurgóma. 

18 mánuðum fyrir fæðingu Furstenberg losnaði móðir hennar úr útrýmingarbúðum nasista og var einungis skinn og bein, undir 40 kg. Hún kenndi dóttur sinni að það hefði verið Guð sem bjargaði henni úr búðunum, svo vannærð og nærri dauðanum var hún. Hún trúði að henni hefði verið bjargað til að eignast Furstenberg og lagði sig fram um það alla tíð að elska, vernda og ala Furstenberg upp eins og um köllun væri að ræða. 

Hér er haldið áfram að skoða lífs­regl­ur þeirra sem hafa haft áhrif á heim­inn með hug­mynd­um sín­um og lífs­skoðunum.

Vertu sjálfstæð/sjálfstæður

„Þegar ég fór af stað með mitt eigið viðskiptaveldi gerði ég það með eina hugsun í huga. Mig langaði að vera sjálfstæð kona. Kona sem gæti borgað sína eigin reikninga. Kona sem gæti rekið sitt eigið líf – seinna varð ég þessi kona.“

Þú skapar þína eigin sögu

„Ævintýri enda vanalega á því að stúlkan giftist prinsinum og þau lifa hamingjusöm til æviloka. Í mínu tilviki þá var sagan öðruvísi. Mitt ævintýri byrjaði einmitt þegar ég hafði skilið við minn prins. Þá varð ég sú sem mér er ætlað að verða. Skapaðu þína eigin sögu, þitt eigið líf. Ekki láta neinn segja þér hvernig það á að vera og ekki leyfa neinum að dæma þína sögu, þína köllun.“

Mikilvægasta sambandið þitt

„Mikilvægasta sambandið í þínu lífi, er sambandið sem þú átt við þig. Eftir að þú hefur komið á sterku sambandi við þig, sem getur verið mikil vinna að koma á, þá muntu geta hannað þitt eigið líf byggt á sterkum gildum og stöðugleika.“

Þjónustaðu samfélagið

„Móðir mín var sterk kona sem lifði af útrýmingarbúðirnar. Hún vildi að ég væri sterk kona og gaf mér vald og verkfæri til að verða það. Ég vildi einnig sjálf vera sterk og sjálfstæð kona og varð það. Núna langar mig að þjónusta samfélagið mitt og gefa hverri konu það tækifæri að vera sterk kona. Þessi hugsun litar allt mitt líf. Ég geri þetta með því að hanna fatnað á konuna sem valdeflir hana. Ég geri það með orðunum sem ég vel af kostgæfni og set út í samfélagið. Ég geri það með vinnunni minni, með peningunum mínum. Ég trúi á lögmálið að þjónusta heiminn í staðinn fyrir að selja heiminum.“

Lifðu drauminn

„Ég hef aldrei viljað tala um það sem mig dreymir um. Ég vil láta drauma mína verða að veruleika og vel að tala um þá þegar ég er lifandi draumana. Þegar við náum markmiðum okkar og þegar við trúum á ákveðin gildi er ekkert sterkara en að sýna gildin með daglegu lífi okkar. Þannig gefur þú fleira fólki leyfi til að dreyma og lifa sína drauma.“

Ótti er blekking

„Ég leyfi ekki sjálfri mér að vera hrædd. Móðir mín gerði mig þannig. Sem barn, ef ég var hædd við t.d. myrkrið, þá setti mamma mig inn í skáp og leyfði mér að finna á eigin skinni að það var ekkert að fara að gerast í myrkrinu. Svona hluti gerði hún og ég veit að mörgum kann að finnast það skrítið. En hún hafði sitt lag á að gera hlutina og hún gerði það með lærdóm og jákvæðni að markmiði. Sem dæmi talaði hún mikið um þann tíma sem hún var í útrýmingarbúðunum, en ekki um það sem hún óttaðist, heldur jákvæðu hlutina sem hún lærði af því að upplifa þessa tíma. Þannig kenndi hún mér að sama hvað við göngum í gegnum, þá er það afstaðan okkar sem leiðir söguna, en ekki óttinn í aðstæðunum.

Ég varð hræðilega óttaslegin í fyrsta skiptið sem það komu upp erfiðleikar í fyrirtækinu mínu. Auðvitað varð ég dauðhrædd þegar ég fékk krabbamein árið 1994. Ég var einnig hrædd þegar sonur minn keyrði of hratt. En ég trúi að óttinn undirbúi okkur ekki fyrir lífið, það er ekki val fyrir mig að vera óttaslegin. Þess vegna reyni ég eftir fremsta megni standa andspænis óttanum og sigra hann.“

Kvenlegur styrkur

„Ég hef alltaf verið heilluð af þeim styrk sem konur búa yfir. Eftir því sem ég verð eldri verður þetta mér sífellt ljósara. Konur búa yfir þvílíku hugrekki. Í raun hef ég aldrei kynnst konu sem býr ekki yfir óstjórnlegum krafti sem einkennir allar konur. Ég þori að staðhæfa að ekki sé til sú kona sem ekki er sterk í grunninn.“

Tileinkaðu þér sjálfsöryggi

„Ef þú getur tileinkað þér það að vera örugg/öruggur þá getur þú hvað sem er. Það er enginn að fara að reyna að stjórna eða breyta manneskju sem stendur bein í baki og fer eftir sinni bestu samvisku og þekkingu. Reynslan kennir okkur og við eigum að fagna því að læra í lífinu. En á meðan við göngum áfram á okkar lífsvegi, skulum við gera það með öryggi og reisn.“

Mistök eru til að læra af þeim

„Ekki hafa áhyggjur af því að mistakast. Ef þú dæmir þig ekki, þá dæmir þig enginn. Auðvitað getur maður suma dagana vaknað upp og fundist maður misheppnaður. En ekki leyfa því sem gerist í lífinu, og er að undirbúa þig fyrir það sem þér er ætlað að gera, að skilgreina þig. Ef þú leyfir það ekki, þá gefur þú engum öðrum leyfi til að gera það.“

Ekki breyta þér

„Ég er ein af þeim sem elska að eldast, í raun elska ég allt við að eldast að undanskildu útliti mínu. Ef ég á að vera alveg heiðarleg, þá finnst mér ég betri manneskja með aldrinum, mér finnst ég auðmýkri og vitrari. Hins vegar tók ég þá ákvörðun að ég myndi aldrei láta eiga við andlitið mitt. Það er ekki mitt að reyna að líta öðruvísi út en ég geri og mér finnst ekki fallegt að hitta konur sem eru að eldast og eru mikið að láta eiga við andlitið sitt. Við þurfum að sýna að allur aldur er áhugaverður. Ef við erum mikið að breyta okkur erum við að senda þau skilaboð út til samfélagsins að það sé eitthvað að okkar aldri.“

mbl.is

Hversu oft á að stunda kynlíf?

Í gær, 23:59 Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

Í gær, 21:00 Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

Í gær, 18:00 Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

Í gær, 13:45 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

Í gær, 12:27 Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

Í gær, 09:00 Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

Í gær, 06:00 Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

í fyrradag Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

í fyrradag „Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda. Meira »

Svona æfði Jenner fyrir sýningu Victoria's Secret

í fyrradag Ofurfyrirsætan Kendall Jenner segist hafa æft vel og passað mataræðið áður en hún steig á svið fyrir Victoria's Secret.   Meira »

Gilda íslensk hjúskaparlög erlendis?

í fyrradag Ég er með spurningu sem varðar riftun hjónabands sem stofnað er til í öðru landi. Getur einstaklingur sem stofnaði til hjúskapar í öðru landi rekið skilnaðarmál á Íslandi? Málsaðstæður eru þær að viðkomandi vill ljúka hjúskap en makinn í heimalandi ekki. Meira »

Ástarsorgin dró hana í Kópavog

í fyrradag Kamilla Einarsdóttir hefur skrifað sögur alla sína ævi en langaði ekki að gefa neitt út. Eftir að bókaútgáfa sýndi verkum hennar áhuga og bauðst til að gefa bók hennar út varð til bókin Kópavogskronika. Meira »

Sjö stig tilfinninga fólks í ástarsorg

í fyrradag Sorg er ekki það fyrsta sem einkennir tilfinningar fólks sem er nýhætt í sambandi. Afneitun og reiði kemur á undan.   Meira »

Afmælisstuð í hámarki hjá Spektra

11.11. Ráðgjafafyrirtækið Spektra ehf. hélt upp á 5 ára afmælið sitt á dögunum og af því tilefni bauð fyrirtækið í afmælispartí í húsakynnum sínum að Laugavegi 178. Meira »

Gerðu trúboðastellinguna betri

11.11. Trúboðastellingin þarf ekki að vera leiðinleg og ætti í rauninni að vera reglulega á matseðlinum en fólk ætti ef til vill að kunna að bragðbæta hana. Meira »

Ódýrir hlutir sem gjörbreyta baðherberginu

11.11. Þegar baðherbergið er fallegt er skemmtilegra að tannbursta sig og gera aðra hluti. Það þarf ekki að gera baðherbergið fokhelt og leggja marmara á það allt til þess að gera það fallegt. Meira »

Nýjasta tískan í naglalökkum

11.11. Í vetur er flott að vera með neglur sem eru svipaðar húðlit handanna. Neglur og varir eru þá ekki í sama lit. Þetta útlit minnir á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar hendurnar áttu að vera hreinlegar og fínar. Með þessu útliti ber meira á hringum og fylgihlutum. Meira »

Skemmtilega innréttað í Garðabæ

11.11. Við Bjarkarás í Garðabæ stendur 143 fm íbúð sem innréttuð er á heillandi hátt. Flauelshúsgögn, stór listaverk og grófur viður er áberandi. Meira »

Sagðist ekki passa í kjóla frá Beckham

11.11. Meghan hertogaynja er mjög meðvituð um kosti og galla líkama síns. Í gömlu viðtalið segist Meghan vera með of stuttan búk til þess að klæðast kjólum frá Victoriu Beckham. Meira »

Leiddist hræðilega 11 ára í Noregi

11.11. „Ég bjó í Noregi þegar ég var 11 ára eða í hálft ár í smábæ í Noregi þegar mamma mín var í námi. Hún var að læra textíl og ég þurfti að druslast með.“ Meira »

Er þetta ástæðan fyrir aukakílóunum?

10.11. Fólk fitnar ekki bara af því það kaupir alltaf kvöldmat í lúgusjoppu. Það má einnig kenna hormónaójafnvægi um það að fólk bæti á sig þrátt fyrir að það hámi í sig ávexti og hamist í ræktinni. Meira »