Þú kennir fólki hvernig má koma fram við þig!

Falleg og sterk sýn á okkur, þar sem við vitum ...
Falleg og sterk sýn á okkur, þar sem við vitum hvaða hegðun við sættum okkur við og hvað ekki, gefur öðrum hugmynd að því hvernig við erum tilbúin að láta koma fram við okkur. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Monica Parikh einn áhugaverðasti stefnumótamarkþjálfi New York-borgar er með fjölmarga viðskiptavini, bæði konur og menn. Eitt af því sem hún gerir þegar hún starfar með fólki er að hækka tíðni þeirra í samböndum. Hún aðstoðar fólk að sjá virði sitt og að ganga frá samböndum þar sem illa er komið fram við viðskiptavininn. Eftirfarandi er gott dæmi um slíkt. Hér er Parikh gefið orðið.

„Merrie hringdi í mig grátandi. Hún hafði ekki farið á stefnumót í fimmtán ár. Hún missti manninn sinn fyrir nokkrum árum og var að byrja að skoða í kringum sig. Hún hafði kynnst æðislegum manni á Tinder. Róbert. 

Róbert var myndarlegur tannlæknir sem hafði allt sem Merrie hafði dreymt um að maður hefði. Á fyrsta stefnumóti hrósaði hann Merrie fyrir að vera skemmtileg og falleg. Hann talaði um ferðir sem hann var að fara, aðra til Provance í Frakklandi, og hin til Sikileyjar á Ítalíu. 

Eftir að Merrie og Róbert höfðu verið að hitta hvort annað í sex mánuði var Merrie mjög óviss með hvar hún stóð í sambandinu.

Merrie talaði um að Róbert hefði sagt að hann vildi ekki skilgreina hlutina. Slíkt væri mjög heftandi. Hann vildi að sambandið þróaðist á sinn hátt, án þess að setja merkimiða á hvað var á milli þeirra. Eitt kvöldið þegar hún var með Róbert sá hún textaskilaboð frá annarri konu koma upp í símanum hans. Það var þá sem hún hringdi í mig.“

Merrie var eðlilega mjög leið. Ég spurði hana erfiðrar spurningar: „Hversu mikilli hamingju ertu tilbúiin að fórna?“

Hún svaraði: „Ég skil ekki spurninguna, hvað meinarðu?“

Ég svaraði: Þú kennir fólki hvernig það á að koma fram við þig. Tími er verðmætasta eignin þín í þessu lífi. Þú verður að segja hvað þér finnst og láta svo það sem þú gerir vera í takt við það sem þú segir. Þú ert mikils virði, aldrei láta neinn koma öðruvísi en þannig fram við þig.“

Í fyrstu var Merrie mjög efins. „Parikh, hann er frábær maður. Ég er ekki viss um að ég finni einhvern annan eins og hann.“

Merrie var með hugarfar þar sem undirliggjandi hugmynd var skortur 

Svo við tókum til hendinni og byrjuðum að vinna saman. Á sex mánuðum:

  • Hún öðlaðist vald yfir lífi sínu aftur. Hún varð hamingjusöm og örugg með hvers virði hún var, án þess að fá það utan frá. 
  • Hún setti sér sín eigin markmið (hætti að fixa sig á fólki)
  • Hún gat með ást í hjarta sagt hvað henni fannst sjálfri
  • Daðrað og verið elskuleg við þá sem hún valdi að vera þannig við
  • Hún gat stofnað til nýrra sambanda sem byggðu á heiðarleika, samkennd og því að gefa og þiggja jafnt.

Í dag eru þrír herramenn að eltast við hana (já þú ert að lesa rétt), frábærir menn sem mikið varið er í. 

Róbert hefur reynt að fá Merrie aftur, en henni finnst hann ekki nógu góður fyrir sig í dag. Hinir aðilarnir sem eru að tala við hana eru á allt annarri tíðni í lífinu. Af þeim sökum langar henni ekki að sætta sig við eitthvað sem er ekki frábært. 

Á hverjum degi fæ ég þakkarbréf frá viðskiptavinum mínum sem hafa öðlast hæfni Merrie til að sjá sjálfa sig í réttu ljósi, bera virðingu fyrir sér og hætta að sætta sig við hvað sem er. 

Námskeiðið fjórar vikur til að öðlast frábært ástarlíf í Skóla ástarinnar er að finna hér. Námskeiðið verður næsta vor. 


Monica Parikh er vinsæll stefnumótamarkþjálfi í New York. Hún rekur ...
Monica Parikh er vinsæll stefnumótamarkþjálfi í New York. Hún rekur Skóla ástarinnar, School of Love, þar sem hún kennir fólki undirstöðuatriðin í samböndum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Kynntist kvæntum manni og leitar ráða

05:00 „Ég kynntist manni en hann sagði mér ekki að hann væri í sambandi fyrr en við vorum búin að sofa saman. Hann talaði um börnin sín tvö eins og ekkert væri en minntist ekki einu orði á barnsmóður sína og kærustu. Ég hélt að það væri í virðingarskyni við mig og hugsaði með mér að ég myndi spyrja hann kannski á þriðja stefnumóti.“ Meira »

Býr á æskuheimili Díönu prinsessu

Í gær, 21:00 Æskuheimili Díönu prinsessu var kannski ekki höll en herragarður með stóru H-i eins og sjá mátti þegar Karen Spencer lét mynda sig á heimili sínu. Meira »

Prada hættir að nota loðfeldi

Í gær, 16:00 Ítalska tískhúsið Prada hefur bæst í stóran hóp stórra tískuvörumerkja sem hafa hætt að nota loðfeldi í hönnun sinni.   Meira »

Svona heldur Halle Berry út á ketó

Í gær, 13:54 Ketó-leyndarmál Óskarsverðlaunaleikkonunnar Halle Berry eru svindldagarnir. Berry hefur verið lengi á ketó en segir nauðsynlegt að leyfa sér að svindla af og til. Meira »

Húðráð fyrir ræktarskvísur

Í gær, 10:35 Það er margt sem ber að varast í líkamsræktarstöðvum ef maður vill halda húðinni góðri.   Meira »

Engar glansmyndir hjá Keaton

í gær Leikkonan Diane Keaton er ekki hinn hefðbundni notandi á Instagram og birtir sjaldan glansmyndir af sjálfri sér. Þrátt fyrir að fegra ekki sannleikann er hún mjög vinsæl. Meira »

Leyndarmálið bak við góða typpamynd

í fyrradag Typpamynd er ekki bara typpamynd, það vita konur sem vilja fá typpamyndir sendar. Það er til dæmis ekki vinsælt að fá senda nærmynd af slöppu typpi með ljótum bakgrunni. Meira »

Katrín í eins kjól og 86 ára gömul frænka

í fyrradag Katrín hertogaynja klæddist eins kjól á dögunum og hin 86 ára gamla hertogaynja af Kent klæddist í brúðkaupi Harry og Meghan í fyrra. Meira »

Farðinn sem Bieber notar

í fyrradag Það er ekki oft sem ég ver tíma í að skrifa um einn stakan farða en núna er sannarlega ástæða til þess. Þetta er farði sem er auðveldur í notkun, rakagefandi, vegan, á hagstæðu verði og með sólarvörn svo hann tikkar í flest boxin. Meira »

Taugakerfið fór í rúst á breytingaskeiðinu

í fyrradag „Ekki nóg með svitaböð og svefnleysi heldur fór taugakerfið einnig í rúst. Ég held að ég hafi aldrei upplifað svona miklar breytingar á geðheilsu minni og urðu á þessum tíma.“ Meira »

Draumaíbúð í 101 Reykjavík

í fyrradag Það hefur marga kosti að búa í 101 og ekki verra ef húsnæðið er alveg nýtt. Þessi glæsilega íbúð er búin vönduðum innréttingum frá HTH. Meira »

73 ára og kom á óvart með bleikt hár

21.5. Helen Mirren er þekkt fyrir skjannahvítt hár sitt en kom heldur betur á óvart í Cannes um helgina með bleikan koll.   Meira »

Verst klædda stjarnan í Cannes

20.5. Víetnamska fyrirsætan Ngoc Trinh verður seint valin best klædda stjarnan í Cannes. Gegnsæi g-strengskjóllinn hefur vakið mikla athygli. Meira »

Lagði mikið á sig til að grennast

20.5. Eva Longoria leyndi því ekki að megrunarkúrinn fyrir rauða dregilinn í Cannes var bæði langur og strangur. Grínaðist hún með að lifa á lofti svo strangur var kúrinn. Meira »

Björgólfur Thor tók þyrlu á milli afmæla

20.5. Það var ekki bara Eurovision í gangi um helgina heldur voru tvö fimmtugsafmæli haldin á Íslandi sem vert er að tala um. Björgólfur Thor mætti í bæði afmælin og tók þyrlu á milli staða. Meira »

Ásdís Rán lét sig ekki vanta

20.5. Sýningin Lifandi heimili og hönnun fór fram í Laugardalshöll um helgina. Margt var um manninn þegar sýningin opnaði og mikið fjör á mannskapnum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir var með bás á sýningunni en hún flytur inn svartar rósir sem lifa í hálft ár án vatns og ilma ákaflega vel. Meira »

Auðunn Blöndal datt í lukkupottinn

20.5. Auðunn Blöndal tilkynnti að hann ætti von á barni með kærustu sinni Rakel Þormarsdóttur. Samband Auðuns og Rakelar hefur farið hljóðlega enda er hún ekki á samfélagsmiðlum. Meira »

Afgangarnir urðu að geggjaðri teppalínu

20.5. Erna Einarsdóttir hönnuður er manneskjan á bak við nýja teppalínu Geysis sem unnin er úr afgöngum. Línan er ekki bara falleg heldur umhverfisvæn. Meira »

Glamúrinn í skipstjórahúsi frá 1935

19.5. Innanhússarkitektinn Hanna Stína fékk það verkefni að endurhanna skipstjórahús sem byggt var 1935.  Meira »

Stofnandi Ali Baba veitir kynlífsráð

19.5. Einn ríkasti maður í Kína, Jack Ma stofnandi Alibaba, er með uppskrift að betra lífi en það er að stunda kynlíf lengi sex sinnum á sex dögum. Meira »

Hugmyndir að hárgreiðslu og förðun

19.5. Við fengum Katrínu Sif Jónsdóttur, hárgreiðslukonu á Sprey, og Helgu Sæunni Þorkelsdóttur, förðunarfræðing, til að skapa þrjár mismunandi útfærslur af brúðargreiðslu og -förðun. Meira »