Þú kennir fólki hvernig má koma fram við þig!

Falleg og sterk sýn á okkur, þar sem við vitum …
Falleg og sterk sýn á okkur, þar sem við vitum hvaða hegðun við sættum okkur við og hvað ekki, gefur öðrum hugmynd að því hvernig við erum tilbúin að láta koma fram við okkur. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Monica Parikh einn áhugaverðasti stefnumótamarkþjálfi New York-borgar er með fjölmarga viðskiptavini, bæði konur og menn. Eitt af því sem hún gerir þegar hún starfar með fólki er að hækka tíðni þeirra í samböndum. Hún aðstoðar fólk að sjá virði sitt og að ganga frá samböndum þar sem illa er komið fram við viðskiptavininn. Eftirfarandi er gott dæmi um slíkt. Hér er Parikh gefið orðið.

„Merrie hringdi í mig grátandi. Hún hafði ekki farið á stefnumót í fimmtán ár. Hún missti manninn sinn fyrir nokkrum árum og var að byrja að skoða í kringum sig. Hún hafði kynnst æðislegum manni á Tinder. Róbert. 

Róbert var myndarlegur tannlæknir sem hafði allt sem Merrie hafði dreymt um að maður hefði. Á fyrsta stefnumóti hrósaði hann Merrie fyrir að vera skemmtileg og falleg. Hann talaði um ferðir sem hann var að fara, aðra til Provance í Frakklandi, og hin til Sikileyjar á Ítalíu. 

Eftir að Merrie og Róbert höfðu verið að hitta hvort annað í sex mánuði var Merrie mjög óviss með hvar hún stóð í sambandinu.

Merrie talaði um að Róbert hefði sagt að hann vildi ekki skilgreina hlutina. Slíkt væri mjög heftandi. Hann vildi að sambandið þróaðist á sinn hátt, án þess að setja merkimiða á hvað var á milli þeirra. Eitt kvöldið þegar hún var með Róbert sá hún textaskilaboð frá annarri konu koma upp í símanum hans. Það var þá sem hún hringdi í mig.“

Merrie var eðlilega mjög leið. Ég spurði hana erfiðrar spurningar: „Hversu mikilli hamingju ertu tilbúiin að fórna?“

Hún svaraði: „Ég skil ekki spurninguna, hvað meinarðu?“

Ég svaraði: Þú kennir fólki hvernig það á að koma fram við þig. Tími er verðmætasta eignin þín í þessu lífi. Þú verður að segja hvað þér finnst og láta svo það sem þú gerir vera í takt við það sem þú segir. Þú ert mikils virði, aldrei láta neinn koma öðruvísi en þannig fram við þig.“

Í fyrstu var Merrie mjög efins. „Parikh, hann er frábær maður. Ég er ekki viss um að ég finni einhvern annan eins og hann.“

Merrie var með hugarfar þar sem undirliggjandi hugmynd var skortur 

Svo við tókum til hendinni og byrjuðum að vinna saman. Á sex mánuðum:

  • Hún öðlaðist vald yfir lífi sínu aftur. Hún varð hamingjusöm og örugg með hvers virði hún var, án þess að fá það utan frá. 
  • Hún setti sér sín eigin markmið (hætti að fixa sig á fólki)
  • Hún gat með ást í hjarta sagt hvað henni fannst sjálfri
  • Daðrað og verið elskuleg við þá sem hún valdi að vera þannig við
  • Hún gat stofnað til nýrra sambanda sem byggðu á heiðarleika, samkennd og því að gefa og þiggja jafnt.

Í dag eru þrír herramenn að eltast við hana (já þú ert að lesa rétt), frábærir menn sem mikið varið er í. 

Róbert hefur reynt að fá Merrie aftur, en henni finnst hann ekki nógu góður fyrir sig í dag. Hinir aðilarnir sem eru að tala við hana eru á allt annarri tíðni í lífinu. Af þeim sökum langar henni ekki að sætta sig við eitthvað sem er ekki frábært. 

Á hverjum degi fæ ég þakkarbréf frá viðskiptavinum mínum sem hafa öðlast hæfni Merrie til að sjá sjálfa sig í réttu ljósi, bera virðingu fyrir sér og hætta að sætta sig við hvað sem er. 

Námskeiðið fjórar vikur til að öðlast frábært ástarlíf í Skóla ástarinnar er að finna hér. Námskeiðið verður næsta vor. 


Monica Parikh er vinsæll stefnumótamarkþjálfi í New York. Hún rekur …
Monica Parikh er vinsæll stefnumótamarkþjálfi í New York. Hún rekur Skóla ástarinnar, School of Love, þar sem hún kennir fólki undirstöðuatriðin í samböndum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál