Vissir þú að það eru til 9 tegundir af húmor?

Pör með svipaðan húmor passa vel saman.
Pör með svipaðan húmor passa vel saman. Ljósmynd/Thinkstockpotos

Vissir þú að það er ekki til ein tegunda af húmor heldur níu tegundir. The Guardian kafaði ofan í málið. 

Ef þú spyrð fólk hverju það er að leita eftir þegar kemur að maka þá er líklegt að fólk setji góðan húmor ofarlega á listann sinn. En hver getur sagt að sérstök tegund af húmor sé betri en annar? Í raun skiptir meira máli að húmor fólks í samböndum sé af sama toga heldur en að hann sé góður. eHarmony greindi gögn um þetta atriði. Samkvæmt Jonathan Beber gagnasérfræðingi varð þessi rannsókn til vegna annarrar rannsóknar á langtímasamböndum. 

„Við spurðum hjón um hlátur sín á milli: Hvort þau væru að hlæja að sömu hlutunum. Hvort þau væru með sama húmorinn. „Hlærðu að hlutum með vinum þínum en ekki maka?““ sagði Beber í viðtali við Huffington Post í Ástralíu.

„Niðurstöður rannsóknarinnar voru að þau hjón sem eru með svipaðan húmor virðast vera hamingjusamari og í betri samböndum fyrstu árin. Þessar niðurstöður voru eitthvað sem við vildum rannsaka betur.“

Rannsóknarteymið lagðist í tveggja mánaða vinnu á YouTube til að finna út mismunandi tegundir af húmor. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að í raun væri hægt að flokka húmor í 9 ólíka flokka.

Hvaða flokkur höfðar til þín?

1. Óhappahúmor

Þessi tegund af húmor tengist líkamanum. Hann getur verið um allt frá ákveðnu svipbrigði í andliti yfir í að einhver dettur. Við erum að tala um hluti eins og „Australia's Funniest Home Videos“ sem eru einmitt í þessum anda.

2. Sjálfsgrínshúmor

Þessi húmor er mikið notaður í uppistandi, þar sem viðkomandi gerir stöðugt grín að sér sjálfum og uppsker í staðinn hlátur frá áhorfendum. 

3. Súrrealískur húmor

Eins og nafnið gefur til kynna getur þessi tegund af húmor verið mjög skrítin. Í þessum húmor eru skringilegar aðstæður og hlutir að gerast sem eru langt frá raunveruleikanum eins og við þekkjum hann. „Monty Python“ væri dæmi um þetta.

4. Framúrstefnuhúmor

Hér er um að ræða húmor án handrits. Ef þú hefur einhvern tímann horft á „Whose Line Is It Anyway?“ eða „Thank God You're Here“ félli þessi tegund af húmor undir þann framúrstefnulega. 

Sú staðreynd að þú veist að manneskjan er að búa til grínið á staðnum gerir þessa tegund af húmor þeim mun áhugaverðari og skemmtilegri. 

5. Orðaleikshúmor

Þessi húmor leikur sér með orðaröð og byggir á því að breyta því hvernig vanalega er farið með uppröðun orða í setningu. „Dad everywhere“, „Puns“ og „Rejoice“ myndu falla í þennan flokk.

6. Hversdagshúmor

Grín sem byggir á hlutum sem eiga sér stað í samtímanum myndi flokkast í þennan flokk. „Saturday Night Live“ væri án efa besta dæmið fyrir þessa tegund af húmor. Einnig samtalsþættir seint á kvöldin í sjónvarpinu og flestir „sketchar“. Til að geta haft húmor fyrir þessari tegund af gríni þarf maður að vera vel að sér í hvað er að gerast í heiminum, bæði hvað varðar fréttir, stjórnmál, dægurmál og fleira. Eins þarf maður að kunna að setja málefni líðandi stundar fram á fyndinn hátt.

7. Smáatriðahúmor
Þessi húmor krefst þess að maður sé mjög athugull um hversdagslega hluti í lífinu. Er eitthvað sem fólk gerir sem er ótrúlega fyndið en fáir sjá húmorinn á bak við það?
8. Líkamshúmor
Prump- og klósettbrandarar eiga heima í þessum flokki. Þessi tegund af húmor virðist vera vinsæl hjá karlmönnum og táningum samkvæmt rannsóknum.
9. Svartur húmor
Þessi tegund af húmor felur í sér dökka hlið lífsins, í honum er undirliggjandi svart þema, en ofan á það er sett eitthvað fyndið eða öðruvísi til að snúa myrkrinu upp í grín. 

Að setja áskoranir í loftslagsmálum upp í grín væri dæmi um svartan húmor.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál