Kærastan vill ekki tala um fortíðina

Kærastan er lokuð og vil ekki tala um fortíðina.
Kærastan er lokuð og vil ekki tala um fortíðina. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr karlmaður sem kynntist góðri konu fyrir ári hvað hann eigi að gera. Hún vill ekki ræða fortíð sína. Meðal annars skyndikynni sem hún átti með öðrum karlmanni sem hann þekkir. 

Sæl, 

Ég kynntist góðri konu fyrir ári síðan. Það hefur allt gengið vel hjá okkur. Við búum í sitt hvoru lagi enn hún hefur verið að tala um það að vilja flytja til mín. Fyrir nokkrum vikum þá komst ég að því að hún hafði verið svolítið svöl í sínum samskiptum við hitt kynið því ég þekki einn sem hafði sent henni póst um kvöld í gegnum Tinder. Þau höfðu aldrei hitt hvort annað og hún svaraði honum að koma heim til hennar strax.

Þau spjölluðu mjög djarft og hann sendi myndir af kynfærum sínum, um nóttina eða morguninn sváfu þau saman. Mín tilfinning um þetta er að atvikið hlýtur að endurspegla hugsunarhátt hennar. Að bjóða ókunnugum manni heim til sin um miðja nótt eða frekar nær morgni án þess að vera búin það minnsta að hitta hann áður eða sjá hann.

Ég hef aðeins reynt að tala um hennar fortíð við hana þótt mér komi þetta ekkert við. En þá fer hún í vörn og kallar þetta drama í mér. 

Samskiptin sem hún skrifaði honum voru þú mátt það og komdu ef þú þorir og sagði honum hvernig hana langaði að hann tæki sig. Spurði hann líka hvernig honum þætti það best. Þau höfðu aldrei talað saman áður.

Ég finn það að ég er ekki afbrýðisamur. En hvað á ég að gera? Ég hef reynt að nálgast hana mjög rólega og yfirvegað.

Kær kveðja, X

El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði …
El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um. mbl.is/Eggert

Hæ X. 

Takk fyrir að senda mér bréf. 

Ég myndi staldra við og skoða nokkra hluti í þínum sporum.

Það er mikil vinna að láta hlutina ganga upp eins og tölurnar sýna okkur um tíðni skilnaða í landinu og samskipti ykkar eins og þú lýsir hér að ofan gefur mér vísbendingu um hvað þið væruð að vekja upp hjá hvort öðru færuð þið lengra með ykkar samband.

Það er erfitt fyrir mig að gefa þér ráð, þú verður að finna svarið innra með þér. Eins vinn ég einungis með konum og pörum. Verkefnið sem þú stendur andspænis er hins vegar eitt af mínum uppáhalds. En það er verkefnið er tengist sjálfsvinnu, sjálfsvirðingu og heiðarleika. 

Tíðnin innra með okkur fer alltaf að blikka þegar við erum í samskiptum við fólk sem við ekki treystum. Mjög margir staldra ekki nógu vel við þar sem þú ert að mínu mati og koma sér þannig í mikla vinnu í samböndum. Sem er alveg fallegt líka. Heimurinn er að gefa þér tækifæri til að læra nokkra nýja hluti. 

Það sem mig langar að benda þér á er: Þú mátt standa með þér í þessu. Einhvers staðar er hún að tala inn í kerfið þitt og það þarftu að skoða. Ég sem dæmi færi aldrei inn í samband  með manneskju sem gæti ekki rætt fortíðina opið og á heiðarlegan hátt. Það myndi ekki tala inn í kerfið mitt í dag.

Ef eitthvað tilheyrir fortíð okkar og við höfum gert það upp og tekið ábyrgð á því þá eigum við mjög auðvelt með að mæta fólki í samtölum um þessa hluti. Kærasta þín gæti þá útskýrt staðinn sem hún var á, hvað hún gerði til að komast af þessum stað og hvað hún lærði af þessu öllu. Ef einhver fer í vörn með atriði úr fortíðinni er það vanalega a) af því að viðkomandi dæmir sig fyrir það b) er ekki tilbúinn að skoða eða taka ábyrgð.

Ég er ekki að leggja dóm á neitt af því sem hún gerði eða sagði. Ég þekki ekki hver vaninn er með Tinder. En mér finnst þetta mjög SLAA-leg hegðun sem kærastan er að sýna í fortíðinni. 

Stattu með þér í þessu og staldraðu við. Taktu aftur orkuna þína og skrifaðu niður hvaða hlutir í maka skipta þig máli. 

Í vinnu minni með konum á sama stað og þú ert á núna myndi ég fá þær til að vinna í eigin virði, setja mörk, skoða hverju þær eru að leita að, er kærastinn fix eða eru þær að velja hann út frá styrkleikum sínum og viðkomandi aðila. Ég myndi vinna í fortíðinni, skoða gömul mynstur og svo framvegis. 

Það er mjög mikið spari að fara í samband og velja sér maka fyrir lífið að mínu mati.

Gangi þér vel.

Kærar, Elínrós Líndal.

p.s. hér er góð grein sem ég þýddi um daginn um eigin virði og hvernig við hækkum virðingu fyrir okkur: 

mbl.is