Kærastan vill ekki tala um fortíðina

Kærastan er lokuð og vil ekki tala um fortíðina.
Kærastan er lokuð og vil ekki tala um fortíðina. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr karlmaður sem kynntist góðri konu fyrir ári hvað hann eigi að gera. Hún vill ekki ræða fortíð sína. Meðal annars skyndikynni sem hún átti með öðrum karlmanni sem hann þekkir. 

Sæl, 

Ég kynntist góðri konu fyrir ári síðan. Það hefur allt gengið vel hjá okkur. Við búum í sitt hvoru lagi enn hún hefur verið að tala um það að vilja flytja til mín. Fyrir nokkrum vikum þá komst ég að því að hún hafði verið svolítið svöl í sínum samskiptum við hitt kynið því ég þekki einn sem hafði sent henni póst um kvöld í gegnum Tinder. Þau höfðu aldrei hitt hvort annað og hún svaraði honum að koma heim til hennar strax.

Þau spjölluðu mjög djarft og hann sendi myndir af kynfærum sínum, um nóttina eða morguninn sváfu þau saman. Mín tilfinning um þetta er að atvikið hlýtur að endurspegla hugsunarhátt hennar. Að bjóða ókunnugum manni heim til sin um miðja nótt eða frekar nær morgni án þess að vera búin það minnsta að hitta hann áður eða sjá hann.

Ég hef aðeins reynt að tala um hennar fortíð við hana þótt mér komi þetta ekkert við. En þá fer hún í vörn og kallar þetta drama í mér. 

Samskiptin sem hún skrifaði honum voru þú mátt það og komdu ef þú þorir og sagði honum hvernig hana langaði að hann tæki sig. Spurði hann líka hvernig honum þætti það best. Þau höfðu aldrei talað saman áður.

Ég finn það að ég er ekki afbrýðisamur. En hvað á ég að gera? Ég hef reynt að nálgast hana mjög rólega og yfirvegað.

Kær kveðja, X

El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði ...
El­ín­rós Lín­dal er NLP-ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi með grunn­próf í sál­fræði og fjöl­miðla­fræði. MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún sér­hæf­ir sig í meðvirkni og fíkni­sjúk­dóm­um. mbl.is/Eggert

Hæ X. 

Takk fyrir að senda mér bréf. 

Ég myndi staldra við og skoða nokkra hluti í þínum sporum.

Það er mikil vinna að láta hlutina ganga upp eins og tölurnar sýna okkur um tíðni skilnaða í landinu og samskipti ykkar eins og þú lýsir hér að ofan gefur mér vísbendingu um hvað þið væruð að vekja upp hjá hvort öðru færuð þið lengra með ykkar samband.

Það er erfitt fyrir mig að gefa þér ráð, þú verður að finna svarið innra með þér. Eins vinn ég einungis með konum og pörum. Verkefnið sem þú stendur andspænis er hins vegar eitt af mínum uppáhalds. En það er verkefnið er tengist sjálfsvinnu, sjálfsvirðingu og heiðarleika. 

Tíðnin innra með okkur fer alltaf að blikka þegar við erum í samskiptum við fólk sem við ekki treystum. Mjög margir staldra ekki nógu vel við þar sem þú ert að mínu mati og koma sér þannig í mikla vinnu í samböndum. Sem er alveg fallegt líka. Heimurinn er að gefa þér tækifæri til að læra nokkra nýja hluti. 

Það sem mig langar að benda þér á er: Þú mátt standa með þér í þessu. Einhvers staðar er hún að tala inn í kerfið þitt og það þarftu að skoða. Ég sem dæmi færi aldrei inn í samband  með manneskju sem gæti ekki rætt fortíðina opið og á heiðarlegan hátt. Það myndi ekki tala inn í kerfið mitt í dag.

Ef eitthvað tilheyrir fortíð okkar og við höfum gert það upp og tekið ábyrgð á því þá eigum við mjög auðvelt með að mæta fólki í samtölum um þessa hluti. Kærasta þín gæti þá útskýrt staðinn sem hún var á, hvað hún gerði til að komast af þessum stað og hvað hún lærði af þessu öllu. Ef einhver fer í vörn með atriði úr fortíðinni er það vanalega a) af því að viðkomandi dæmir sig fyrir það b) er ekki tilbúinn að skoða eða taka ábyrgð.

Ég er ekki að leggja dóm á neitt af því sem hún gerði eða sagði. Ég þekki ekki hver vaninn er með Tinder. En mér finnst þetta mjög SLAA-leg hegðun sem kærastan er að sýna í fortíðinni. 

Stattu með þér í þessu og staldraðu við. Taktu aftur orkuna þína og skrifaðu niður hvaða hlutir í maka skipta þig máli. 

Í vinnu minni með konum á sama stað og þú ert á núna myndi ég fá þær til að vinna í eigin virði, setja mörk, skoða hverju þær eru að leita að, er kærastinn fix eða eru þær að velja hann út frá styrkleikum sínum og viðkomandi aðila. Ég myndi vinna í fortíðinni, skoða gömul mynstur og svo framvegis. 

Það er mjög mikið spari að fara í samband og velja sér maka fyrir lífið að mínu mati.

Gangi þér vel.

Kærar, Elínrós Líndal.

p.s. hér er góð grein sem ég þýddi um daginn um eigin virði og hvernig við hækkum virðingu fyrir okkur: 

mbl.is

Lærði að elska upp á nýtt á Tenerife

14:00 „Þetta ár er búið að vera lagskipt. Hófst með skilnaði, sagði upp á Rás 2, flutti til Tenerife þar sem margt gott hefur gerst. Einnig hafa komið hér erfiðir tímar og þá helst er ég var fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús. Ég fékk blæðandi magasár,“ segir Guðni Már. Meira »

Húsið sem Ármann færði yfir á konuna

10:00 Ármann Þorvaldsson skráði einbýlishús þeirra hjónanna, Dyngjuveg 2, á eiginkonu sína, Þórdísi Edwald árið 2011 eða 18. apríl það ár. Meira »

Var 100 kíló en keppir nú í fitness

05:32 Lilja Ingvadóttir var um 100 kg fyrir áratug þegar hún ákvað að taka sig taki. Í dag er hún á fullu að undirbúa fitnessmótið Iceland Open sem fram fer á laugardaginn. Meira »

Þurfti rútu fyrir kjólinn

Í gær, 23:59 Jennifer Lopez mætti í bleiku skrímsli á rauða dregilinn. Slóði kjólsins var svo stór að stjarnan gat ekki mætt á frumsýningu í hefðbundinni lúxusbifreið. Meira »

Bullandi stemming í ICE HOT-veislu

Í gær, 21:00 Listafólk kom saman og skemmti sér þegar opnunarhátíð norræna danstvíæringsins ICE HOT Nordic Dance Platform fór fram í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöldið Meira »

Drukku í sig listina í kjallaranum

Í gær, 18:00 Á dögunum opnaði myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga sýninguna HARMONY í Kjallaranum, Geysi heima. Það var því fagnað í versluninni þar sem gestir og gangandi nutu listar og hönnunar með léttum veitingum. Meira »

Lærðu að farða þig eins og Kardashian

Í gær, 15:30 Nýlega tók Kim Kardashian smokey-augnförðunina alla leið og paraði brúnan varalitablýant við ásamt hlutlausum varalit.  Meira »

Henti tugum þúsunda í ruslið

í gær Ebba Sig eyddi eitt sinn aðfangadagskvöldi úti í ruslageymslu við peningaleit. „Það er afar sjaldgæft að ég hjálpi við tiltekt, af því ég borða alltaf yfir mig, þannig að þetta hlaut að enda illa.“ Meira »

Rut Kára: „Svörtu-loftin stækka rýmið“

í gær Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið leiðandi í hönnun á íslenskum heimilum síðan hún kom heim úr námi frá Ítalíu fyrir meira en tveimur áratugum. Hún notar sitt eigið heimili sem tilraunastofu og segir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyrir hugmyndir þegar það getur séð hvernig hlutirnir líta út í raun og veru. Hún segir líka að það að fá innanhússarkitekt spari fólki mikla peninga. Meira »

Heimilislæknir selur rándýrt hús við sjóinn

í fyrradag Heimilislæknirinn Torbjörn Andersen og eiginkona hans, Eygló Jónsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Sæbraut 17 á sölu.   Meira »

Anna Margrét og Laufey buðu í flott partí

í fyrradag Útgáfuhóf barnabókarinnar Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur var haldið að viðstöddu góðmenni á Hlemmi Square síðastliðið fimmtudagskvöld. Sagt var frá bókinni sem er tileinkuð Ásu Georgíu, dóttur Önnu Margrétar, sem fékk blóm í tilefni dagsins. Meira »

Svona fer Chris Pratt að því að grennast

12.12. „Virkar frekar vel og ég hef misst nokur kíló nú þegar,“ sagði leikarinn Chris Pratt um föstuna sem hann er á en hann hvetur fólk til þess að kynna sér málið enn frekar. Meira »

Svona bjuggu Katrín og Pippa

12.12. Áður en Katrín gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins bjó hún með systur sinni í notalegri íbúð í eigu foreldra þeirra í Chelsea-hverfinu í London. Meira »

Algeng hönnunarmistök í svefnherberginu

12.12. Þó að fólk geri fátt annað en að sofa í svefnherberginu ætti herbergið ekki að bíða afgangs. Listaverk og fjölbreytt lýsing er meðal þess sem ætti að fá að njóta sín í svefnherberginu líkt og í stofunni. Meira »

Æskan hefur áhrif á hjónalíf fullorðinsára

11.12. Linda Baldvinsdóttir segir að tengsl okkar við foreldra í æsku hafi miklu meiri áhrif á tengsl okkar á fullorðinsárum en við gerum okkur grein fyrir. Meira »

Í gömlum kjól af mömmu 23 árum seinna

11.12. Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar mætti í 23 ára gömlum kjól af móður sinni þegar Nóbelsverðlaunahöfum ársins 2018 var fangað í Stokkhólmi. Meira »

Snákurinn sem táknar óendanleikann

11.12. „Við erum söm við okkur að því leyti að heimur táknanna er okkur endalaus innblástur. Að þessu sinni er það Ouroboros, snákurinn sem hringar sig og bítur í skottið á sér, hann byrjar hvorki né endar. Þannig minnir Ouroboros okkur á eilífa hringrás lífs og dauða.“ Meira »

Meghan Markle mætti óvænt og sló í gegn

11.12. Meghan Markle mætti öllum að óvörum á bresku tískuverðlaunin þar sem hún veitti Claire Waight Keller verðlaun. Keller hannaði brúðarkjól hertogaynjunnar fyrr á þessu ári. Meira »

Hjónarúmið í aðalhlutverki í stofunni

11.12. Við Njálsgötu í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér fallegt heimili. Hjónaherbergið er inni í stofunni og býr til heillandi heildarmynd. Meira »

Jólagjafir fyrir hana sem munu slá í gegn

11.12. Þegar kemur að því að velja jólagjöfina hennar er úr miklu að moða í verslunum borgarinnar um þessar mundir. Jólagjafir hafa alls konar merkingu í huga fólks. Sumir kaupa einungis lúxus um jólin en aðrir vilja vera praktískir. Meira »

Fólk ætti að vakna ekki seinna en sex

10.12. Það hljómar eins og hræðileg hugmynd að vakna klukkan sex á morgnana en rannsókn sýnir þó að fólk sem vaknar snemma er hamingjusamara. Meira »