Það sem lætur hjartað þitt syngja

Ljósmynd/Thinkstockphotos

Eitt af því sem skiptir hvað mestu máli í lífinu er að finna starf þar sem maður getur unnið kærleiksríkt að því markmiði að þjóna veröldinni.

Alla langar að geta litið yfir lífsins veg og séð að tilveran okkar hér hafi skipt fleiri en okkur sjálf máli. Sjálf hef ég prófað vinnu sem ég fékk góð laun fyrir að sinna, en vinnuna tók ég einvörðungu til að eiga ofan í mig og á. Það sem ég tók eftir mjög fljótt var hvað mér leiddist í vinnunni.

En flest öll höfum við verið í þeirri stöðu að starfa við eitthvað bara til að fá launin. Við veljum vinnuna út frá skorthugsun, sem er andstæðan við allsnægtir, eða þá hugsun að nóg sé til. Vinnan okkar enduspeglar síðan að öllu leyti þá staðreynd að við höfum valið út frá skorti.

Samkvæmt lögmálinu um allsnægtir, sem finna má í allmörgum heimspekistefnum og trúarbrögðum þá er nóg til fyrir alla í þessum heimi. Það er til nóg af fólki að elska, störfum að sinna og nóg er til af peningum í heiminum. Við þurfum bara að kalla þá til okkar og aftengja allt sem er neikvætt við peninga í huga okkar. 

Norman Vincent Peale talaði um þetta lögmál í einni af þeim 46 bókum sem hann skrifaði á sínum ferli. Í bókinni „Power of Positive Thinking“ eða Vörðuð leið til lífshamingju er talað um hvernig afstaða okkar til lífsins hefur áhrif á hvað við öðlumst í lífinu.

Móðir Teresa vann einnig ötullega með þeim allra fátækustu. Hún talaði oft og tíðum um þá staðreynd að fátækir væru ekki bara svangir í mat, heldur þyrsti þá í virðingu, lærdóm og þau verkfæri sem margir aðrir hafa til að geta fótað sig í lífinu og búið til sín eigin verðmæti. 

Marianne Williamson tekur orðatiltæki sem mörgum er tíðrætt um í þessu samhengi, að erfiðara sé fyrir ríkan mann að komast inn í himnaríki en úlfalda í gegnum nálarauga. Hún hefur látið eftir sér hafa m.a.:

„Starfaðu við það sem þú elskar og lætur hjartað þitt syngja. Farðu í vinnunna og hafði það að markmiði að dreifa ást út í umhverfið. Guð starfaði ekki í skorti, hann gaf ríkulega af öllu því sem hann hafði öðlast í lífinu.

Peningar eru ekki vondir í eðli sínu, þeir eru bara ekki neitt. Þú getur notað peninga til að ýta undir það sem er heilagt og fallegt í þessum heimi, eins getur þú notað peninga í öðrum tilgangi. 

Tilgangurinn okkar í lífinu skyldi aldrei vera að búa til pening. Heldur að þjóna öðrum með okkar hæfileikum. Hvað myndir þú starfa við ef þú ættir alla peninga í heiminum? Hverju hvíslar heilagur andi að þér daglega? Hvað gerir þig hamingjusama/hamingjusaman? Ekki selja fólki, þjónaðu með gjöfum þínum. Þá koma peningar flæðandi til þín. 

Þegar talað er um að erfitt sé að komast í himnaríki fyrir ríka í Biblíunni, þá er verið að tala um tengsl fólks við peninga en ekki peningana sjálfa. Ef tengsl okkar við peninga eru í eðli sínu vond, að við förum frá því að elska í sambandi okkar við peninga, þá erum við á villigötum.“

Öllum okkar hefur verið gefinn hæfileiki til að læra og gera. Innra með þér býr hæfileiki sem þér hefur verið gefinn til að næra heiminn og þjóna honum. Það er svo margt gott sem á eftir að gera fyrir heiminn. Byrjaðu í dag að gera það sem býr innra með þér. Þá flæða peningarnir til þín og þú getur látið gott af þér leiða til annarra. Ef þú stendur í ljósinu og traustinu, þá gefur þú öðrum leyfi til að gera hið sama. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál