Farðu á stefnumót með þér

Sjana Elise Earp kann að njóta sín ein. Hún fer …
Sjana Elise Earp kann að njóta sín ein. Hún fer á stefnumót með sér sjálfri og hleður orkuna sína með því móti. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Einn flottasti jóginn um þessar mundir, Sjana Elise Earp, segir að til þess að við getum orðið hamingjusöm með öðrum þrufum við að kunna að vera hamingjusöm með okkur sjálfum. Hún nefnir nokkrar leiðir sem hægt er að fara til að eiga stefnumót með okkur sjálfum.

Smartland hefur fjallað um þessa ótrúlegu konu áður.

Earp lýsir klassískri áskorun sem margir þekkja þegar þeir eru á sínum yngri árum; tilfinningin um að vilja ekki vera einn. Jafnvel fólk á öllum aldri á erfitt með að finna hamingjuna innra með sér. Earp fann leiðina til að upplifa fullkomna hamingju með sér sjálfri. Hér er henni gefið orðið. Færsluna er að finna á heimasíðu hennar.

„Þegar ég var að vaxa úr grasi var ég ein af þeim sem átti erfitt með að vera ein. Ég fann hamingjuna í því að vera í kringum vini mína, helst allan daginn. Þegar ég horfi til baka þá sé ég að það hvernig ég treysti á vini mína til að fylla mig hamingju hafði verið of mikið. Í dag horfi ég meira inn á við. Þar er uppspretta minnar eigin hamingju í dag.

Ég fór í gegnum erfitt skeið í mínu lífi, lenti í einelti og upplifði þunglyndi. Í gegnum þá vinnu sem ég fór í tengt áföllunum í mínu lífi komst ég að því að ég er miklu meira fyrir að vera ein eða það sem kallast „introvert“ heldur en ég vissi þegar ég var yngri. Ég þarf að vera ein til að endurhlaða mig og halda mér heilli. 

Þó að ég sé fyrir að vera ein þýðir það ekki að ég geti ekki notið samvistar með öðrum, eða að mér líði einkennilega með öðru fólki. Mér líkar vel við að vera í kringum fólk og ég nýt þess að vera með öðrum. Heldur þýðir það að ég hleð ekki orkuna mína í gegnum aðra, til þess þarf ég einveru. 

Að mínu mati er nauðsynlegt fyrir okkur öll að líða vel ein. Við erum jú einu sinni föst með okkur sjálfum það sem eftir er ævinnar. Svo af hverju ekki að gera einveruna með okkur sjálfum ánægjulega og skemmtilega. 

Við getum æft okkur í að vera ein. Þannig verðum við sjálfstæðari og heilsteyptari einstaklingar. Eins hjálpar það okkur betur að þekkja okkur sjálf. 
Hér fyrir neðan eru hugmyndir að því sem hægt er að gera til að læra að njóta þess að vera einn. 

I’ve always felt like I belonged in Hawaii. Even before i’d ever been there, A powerfully beautiful energy devoured me. Pulled me. Tickling my every sense, Sending quivers through my core, Letting me know that going to Hawaii, Was like going home 💛 Every time I go, I fall a little more in love. With the people, with the land, with the healing powers of the sea... I’m not even sure I believe in previous lifetimes, But I am certain I have lived there before. And even more certain that I will live there again. Maybe just for a few months; Shoeless, careless, uninhibited and free. Or perhaps i’ll take an open ended trip one time and simply never return. I’ll meet a boy who helps me question the life I knew, and allows me to bloom in to my own sort of quirky perfection. I’ll make my own family of the friends I surround myself with. I’ll have a handful of children, little surf groms, and they can play beneath the palms and atop the waves. We can build our home by hand, amongst the trees and above the warmth of the sand. We can grow our own fruit and veggies, fill the garden with life and love to nurture our bellies. That way there will always be rainbows in our backyard! Life will be an infinite playground of growth and curiosity. I know I have lived there before, I can feel it in my bones. My soul connects with the earth in Hawaii, A deep inexplicable energetic magnetism designed by the stars and pulled by the moon. Hawaii, i’ll call you home again one day. I promise ✨ #writtenbysjana

A post shared by SJANA ELISE EARP (@sjanaelise) on Aug 11, 2018 at 10:33pm PDT

Prófaðu eitt af þessum atriðum eða öll. Sama hvaða atriði þú prófar, gerðu það með hreinu fallegu hjarta og opnum huga, það gæti komið þér verulega á óvart hvað þú munt uppskera við að setja ást í það að vera með þér. 

- lestu bók

- skrifaðu texta eða dagbók

- prófaðu að baka

- prófaðu nýjar uppskriftir að elda

- teiknaðu

- farðu í jóga

- prófaðu að hugleiða 

- slappaðu af í baði

- farðu út að hlaupa

- prófaðu að synda í sjónum

- hjólaðu um borgina

- lærðu að prjóna

- lærðu að sauma

- taktu ljósmyndir af því sem þér finnst fallegt

- lærðu nýtt tungumál

- lærðu að spila á hljóðfæri

- farðu í kvikmyndahús (já, prófaðu að fara ein/einn)

- farðu í nudd

- farðu í handsnyrtingu/fótsnyrtingu

- komdu þér fyrir úti í náttúrunni

- farðu á kaffihús með þér

- horfðu á sólina koma upp

- horfðu á sólina setjast

- finndu þér fallega hluti sem eru gamlir, tímabilsfatnað eða húsgögn sem eiga sér sögu

- finndu þér skemmtilega sjónvarpsseríu og horfðu á hana alla

- farðu í lautarferð með þér

- leggðu þig og ekki stilla vekjaraklukkuna

- skrifaðu löng bréf til þeirra sem þú elskar

- farðu að versla

- gerðu hugmyndaborð um lífið sem þig langar að lifa

- dansaðu

- gerðu krossgátu

- farðu á listasafn

- leggðu drög að nýju skipulagi í lífinu þínu

- skrifaðu bréf til þín í framtíðinni

- skrifaðu bréf til þín þegar þú varst barn

- stofnaðu þína eigin heimsíðu og byrjaðu að „blogga“

- búðu til lista yfir það sem þig langar að gera í lífinu

- hlustaðu á áhugaverðar hljóðbækur eða þætti á netinu

- farðu á skauta

- horfðu á íþróttaleik

- bjóddu þig fram í sjálfboðavinnu

- gefðu fuglunum að borða

- farðu út í náttúruna og safnaðu að þér blómum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál