5 hlutir sem þú hefur misskilið tengt kynlífi

Spurðu þig: Hvað er það sem mig langar að fá ...
Spurðu þig: Hvað er það sem mig langar að fá út úr kynlífi? Vellíðan? Að heila gömul sár? Að streyma andlegu innsæi? Að sameinast heiminum? Að kanna það sem er utan meðvitundar? Ljósmynd/Thinkstockphotos

Kimberly Johnson starfar sem kynlífsmarkþjálfi, eða  „somatic sex coach“. Hún skrifar um fimm hluti sem konur verði að hætta að trúa þegar kemur að kynlífi á MindBodyGreen

1. Þú ert ekki með litla kynlöngun þótt þú hafir ekki áhuga á kynlífi

„Flestar konur sem koma til mín á skrifstofuna sem segja að þær séu með litla kynlöngun eða skilja ekki af hverju þær eru ekki fyrir kynlíf lengur, eru í raun einungis í vandræðum með kynlífið sem er í boði fyrir þær.

Þær vita ekki hvernig þær geta fengið kynlífið sem þær þrá. Auk þess eru of margar konur sem halda að fullnæging sé lokatakmarkið í kynlífi. Ef ég gæti töfrað fram einhverja breytingu í samfélaginu væri það að breyta þeirri skoðun margra að fullnæging sé endirinn á kynlífinu. 

Flestir telja að við höfum ekki staðið okkur nægilega vel ef annar eða báðir aðilar hafa ekki fengið fullnægingu. Þessi skoðun gerir kynlíf vanabundið og leiðigjarnt eftir ákveðinn tíma. Kynlíf á að snúast um ferðalagið en ekki lokatakmarkið. Með því að setja fleiri hluti á matseðilinn þá býrðu til meira úrval að velja úr þegar kemur að kynlífi.“

2. Þú þarft ekki að halda áfram þótt þú hafir byrjað

„Það er mjög algengt að fólk haldi að þegar það byrjar að stunda kynlíf þurfi það að halda áfram þangað til það er búið. Ég vildi að konur myndu átta sig á að þær geta og mega taka pásu. Að stoppa kynlíf hvenær sem er getur verið kostur. 

Stundum getur verið gott að vera með setningu fyrir augnablikin sem eru vandræðaleg eða óþægileg. Setningar eins og „Ég myndi vilja stoppa aðeins núna og taka mér tíma“ eða „Þetta er gott í bili“ eða „Mér finnst ég ekki eins mikið til staðar og ég vildi vera.“

Þetta eru setningar sem þú getur notað til að átta þig á hvort þig langi að halda áfram eða ekki.“

3. Kynlíf er ekki allaf kynfæri hans inn í kynfæri þín

„Ég væri til í að fá tvær tilraunir að breyta með töfrasprota hugsun fólks þegar kemur að kynlífi. Vegna þess að við þurfum að hætta að skilgreina kynlíf of þröngt. Kynlíf á sér ekki einvörðungu stað þegar hann setur kynfæri sín inn í kynfæri þín. Þegar við opnum hugann og leyfum fleiri hlutum að sigla inn sem kynlíf þá getum við endurskilgreint hvað við viljum fá út úr kynífinu okkar. Við getum spurt: 

Hvað er það sem mig langar að fá út úr kynlífi? Vellíðan? Að heila gömul sár? Að streyma andlegu innsæi? Að sameinast heiminum? Að kanna það sem er utan meðvitundar? 

Að upplifa skemmtun og eitthvað nýtt? Þú getur búið til upplifun frá þessum markmiðum í staðinn fyrir að drífa þig í gegnum kynlífið og fá svo strax fullnægingu. Fullnæging getur verið eitt af því sem er á matseðlinum, en á alls ekki að vera eini rétturinn.“ 

4. Þú ert ekki að skemma þótt þú breytir taktinum í kynlífinu

„Margar konur telja að ef þær biðja um smávegis tíma eða breyta taktinum muni karlmaðurinn missa standpínuna, og geti þannig ekki verið með í kynlífinu áfram. Að þær muni skemma fyrir sér og maka sínum. Að rétta augnablikið komi ekki aftur. Sannleikurinn er hins vegar sá að ef þú tekur þér smá tíma í kynlífinu, þá getur það haft þveröfug áhrif. Þannig getur þú aukið spennuna og áhugann. Með stuttum tíma fyrir þig getur þú orðið betur til staðar líkamlega, andlega og tilfinningalega. Þú getur verið sannari í augnablikinu og búið til eitthvað sem er meira en líkamleg tenging.“

5. Ekki halda að það sé valdeflandi að stunda kynlíf án tilfinningalegrar tengingar

Við höfum fengið mikið af misvísandi upplýsingum um hvernig valdeflandi kynlíf lítur út. Hver kona er með sína leið að þessu. Að því sögðu verð ég að segja að ég sé mikinn fjölda af konum sem eru að reyna að valdefla sig í gegnum kynlíf og nota karllægar aðferðir til þess. Reyna að skilyrða sig til að stunda kynlíf með mörgum mönnum án þess að tengjast þeim tilfinningalega. Í slíkum aðstæðum er algengt að áfengi og önnur lyf séu með í spilinu svo þær geti þolað hvað þær eru að gera og deyft sig fyrir hvað er í gangi. 

Ég er ekki að reyna að gera lítið úr neinum, þvert á móti vil ég að konum líði eins og þær séu opnari, öruggari og fái sem mest út úr kynlífinu. Hins vegar er ég á því að það sé ekkert þróaðra við kynlíf sem stundað er án tengingar eða skulbindingar. Ég fæ eiginlega aldrei inn á stofuna til mín konur sem segja að þær vildu að þær hefðu gengið lengra kynferðislega. Hins vegar eru margar sem vildu hafa sparað sig, sem vildu að þær hefðu sett betri mörk, eða vildu að þær hefðu vitað meira um það sem þær vildu heldur en að nýta einvörðungu það sem í boði var hverju sinni.“

mbl.is

Með IKEA-innréttingu á baðinu

18:00 Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

15:00 Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

12:00 Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

08:53 Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

06:00 Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

Í gær, 21:00 Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

í gær Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

í gær Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

í gær „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

í gær Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

í gær Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

í fyrradag Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

18.9. Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

18.9. Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

18.9. Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

18.9. „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

18.9. Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

17.9. „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

17.9. Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

17.9. Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

17.9. Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »