5 hlutir sem þú hefur misskilið tengt kynlífi

Spurðu þig: Hvað er það sem mig langar að fá …
Spurðu þig: Hvað er það sem mig langar að fá út úr kynlífi? Vellíðan? Að heila gömul sár? Að streyma andlegu innsæi? Að sameinast heiminum? Að kanna það sem er utan meðvitundar? Ljósmynd/Thinkstockphotos

Kimberly Johnson starfar sem kynlífsmarkþjálfi, eða  „somatic sex coach“. Hún skrifar um fimm hluti sem konur verði að hætta að trúa þegar kemur að kynlífi á MindBodyGreen

1. Þú ert ekki með litla kynlöngun þótt þú hafir ekki áhuga á kynlífi

„Flestar konur sem koma til mín á skrifstofuna sem segja að þær séu með litla kynlöngun eða skilja ekki af hverju þær eru ekki fyrir kynlíf lengur, eru í raun einungis í vandræðum með kynlífið sem er í boði fyrir þær.

Þær vita ekki hvernig þær geta fengið kynlífið sem þær þrá. Auk þess eru of margar konur sem halda að fullnæging sé lokatakmarkið í kynlífi. Ef ég gæti töfrað fram einhverja breytingu í samfélaginu væri það að breyta þeirri skoðun margra að fullnæging sé endirinn á kynlífinu. 

Flestir telja að við höfum ekki staðið okkur nægilega vel ef annar eða báðir aðilar hafa ekki fengið fullnægingu. Þessi skoðun gerir kynlíf vanabundið og leiðigjarnt eftir ákveðinn tíma. Kynlíf á að snúast um ferðalagið en ekki lokatakmarkið. Með því að setja fleiri hluti á matseðilinn þá býrðu til meira úrval að velja úr þegar kemur að kynlífi.“

2. Þú þarft ekki að halda áfram þótt þú hafir byrjað

„Það er mjög algengt að fólk haldi að þegar það byrjar að stunda kynlíf þurfi það að halda áfram þangað til það er búið. Ég vildi að konur myndu átta sig á að þær geta og mega taka pásu. Að stoppa kynlíf hvenær sem er getur verið kostur. 

Stundum getur verið gott að vera með setningu fyrir augnablikin sem eru vandræðaleg eða óþægileg. Setningar eins og „Ég myndi vilja stoppa aðeins núna og taka mér tíma“ eða „Þetta er gott í bili“ eða „Mér finnst ég ekki eins mikið til staðar og ég vildi vera.“

Þetta eru setningar sem þú getur notað til að átta þig á hvort þig langi að halda áfram eða ekki.“

3. Kynlíf er ekki allaf kynfæri hans inn í kynfæri þín

„Ég væri til í að fá tvær tilraunir að breyta með töfrasprota hugsun fólks þegar kemur að kynlífi. Vegna þess að við þurfum að hætta að skilgreina kynlíf of þröngt. Kynlíf á sér ekki einvörðungu stað þegar hann setur kynfæri sín inn í kynfæri þín. Þegar við opnum hugann og leyfum fleiri hlutum að sigla inn sem kynlíf þá getum við endurskilgreint hvað við viljum fá út úr kynífinu okkar. Við getum spurt: 

Hvað er það sem mig langar að fá út úr kynlífi? Vellíðan? Að heila gömul sár? Að streyma andlegu innsæi? Að sameinast heiminum? Að kanna það sem er utan meðvitundar? 

Að upplifa skemmtun og eitthvað nýtt? Þú getur búið til upplifun frá þessum markmiðum í staðinn fyrir að drífa þig í gegnum kynlífið og fá svo strax fullnægingu. Fullnæging getur verið eitt af því sem er á matseðlinum, en á alls ekki að vera eini rétturinn.“ 

4. Þú ert ekki að skemma þótt þú breytir taktinum í kynlífinu

„Margar konur telja að ef þær biðja um smávegis tíma eða breyta taktinum muni karlmaðurinn missa standpínuna, og geti þannig ekki verið með í kynlífinu áfram. Að þær muni skemma fyrir sér og maka sínum. Að rétta augnablikið komi ekki aftur. Sannleikurinn er hins vegar sá að ef þú tekur þér smá tíma í kynlífinu, þá getur það haft þveröfug áhrif. Þannig getur þú aukið spennuna og áhugann. Með stuttum tíma fyrir þig getur þú orðið betur til staðar líkamlega, andlega og tilfinningalega. Þú getur verið sannari í augnablikinu og búið til eitthvað sem er meira en líkamleg tenging.“

5. Ekki halda að það sé valdeflandi að stunda kynlíf án tilfinningalegrar tengingar

Við höfum fengið mikið af misvísandi upplýsingum um hvernig valdeflandi kynlíf lítur út. Hver kona er með sína leið að þessu. Að því sögðu verð ég að segja að ég sé mikinn fjölda af konum sem eru að reyna að valdefla sig í gegnum kynlíf og nota karllægar aðferðir til þess. Reyna að skilyrða sig til að stunda kynlíf með mörgum mönnum án þess að tengjast þeim tilfinningalega. Í slíkum aðstæðum er algengt að áfengi og önnur lyf séu með í spilinu svo þær geti þolað hvað þær eru að gera og deyft sig fyrir hvað er í gangi. 

Ég er ekki að reyna að gera lítið úr neinum, þvert á móti vil ég að konum líði eins og þær séu opnari, öruggari og fái sem mest út úr kynlífinu. Hins vegar er ég á því að það sé ekkert þróaðra við kynlíf sem stundað er án tengingar eða skulbindingar. Ég fæ eiginlega aldrei inn á stofuna til mín konur sem segja að þær vildu að þær hefðu gengið lengra kynferðislega. Hins vegar eru margar sem vildu hafa sparað sig, sem vildu að þær hefðu sett betri mörk, eða vildu að þær hefðu vitað meira um það sem þær vildu heldur en að nýta einvörðungu það sem í boði var hverju sinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál