7 atriði sem skipta meira máli en kynlíf

Kynlíf er frábært, en ef það ríkir traust á milli ...
Kynlíf er frábært, en ef það ríkir traust á milli fólks eykur það ánægjuna á öllum sviðum sambandsins. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Samkvæmt Bustle eru sjö atriði sem skipta meira máli en kynlíf í samböndum. Kynlíf skiptir öllu máli segir í greininni, er í raun og veru frábært, en það er ekki það eina. Þegar kemur að samböndum verða nokkur atriði að vera í lagi svo sambandið eigi sér möguleika inn i framtíðina. Að vera góður/góð í rúminu kemur þér bara visst langt í sambandi. 

Sum pör leggja of mikla áherslu á kynlífið en gleyma öðrum sviðum sem skipta ekki minna máli þegar kemur að hamingju og heilbrigði í samböndum. Þú munt vilja skoða þessi atriði vel og vandlega ef þú vilt að sambandið lifi um ókomna tíð.

Traust

Það er ekkert kynlíf sem virkar ef það ríkir ekki traust á milli einstaklinganna sem stunda það. Traust er eitt mikilvægasta atriðið í samböndum. Þú verður að geta treyst maka þínum. Geta treyst honum fyrir hjartanu þínu. Treyst því að hann muni aldrei særa þig. Kynlíf er frábært, en ef það ríkir traust á milli fólks eykur það ánægju á öllum sviðum sambandsins. 

Virðing

Sjálf Aretha Frankling söng lítið um kynlíf. Textarnir hennar voru um virðingu. Þú og maki þinn ættuð að virða hvort annað. Virða tíma hvort annars, gildi og mörk. Um leið og virðing er farin úr samböndum ertu búin að missa sambandið. Ekkert kynlíf, hversu gott sem það er, getur komið í staðinn fyrir virðingu. 

Ást

Þetta er eitthvað sem allir vita. Þú getur elskað kynlíf, en ef þú elskar ekki með öllu hjartanu manneskjuna sem þú ert að fara í rúmið með, þá ertu með lítið í höndunum. Ást er ólýsanleg tilfinning, sem erfitt er að setja í orð. En þú veist það þegar þú berð ást í hjarta fyrir einhverjum og þú veist þegar hún er ekki til staðar. Þú finnur það innra með þér. Ást og kynlíf fara mjög vel saman, en eru ekki það sama. 

Ástríða

Ástríðufullt kynlíf er ekki það sem verið er að tala um hér. Hér er verið að tala um ástríðu í sambandi við sambandið. Það skiptir öllu máli að þú og maki þinn séuð með ástríðufullar tilfinningar í garð hvort annars. Það þýðir að ástríða ykkar, gagnvart því að vera saman, mun leiða ykkur í gegnum erfiða tíma. Þú verður að hafa þessa ástríðu og einurð í að láta sambandið ganga því það verða ekki alltaf regnbogar og fiðrildi ykkar á milli. 

Tryggð

Sú tilfinning að vita að betri helmingur þinn sé til staðar fyrir þig getur skipt þig meira máli en að stunda kynlíf með honum. Þú vilt vita að maki þinn stendur upp fyrir þér í hvaða máli sem er. Þú vilt geta treyst á þann sem þú ert með í sambandi. Að þið tvö séuð teymi og þú sért ekki að sigla ein/einn í lífsins ólgusjó skiptir miklu máli. 

Stuðningur

Að eiga stuðningsríkan maka sem ýtir á þig að vera besta útgáfan af þér er lykilatriði. Hvert einasta samband sem er sterkt, er byggt á stöðugum grunni. Þá skiptir engu hvort maki þinn sé að segja þér að þú getir gert allt sem þú setur athygli þína í, eða að styðja við þig þegar á móti blæs. Það er fátt dýrmætara en að eiga góðan félaga í lífinu. 

Samskipti

Að tala dónalega í rúminu getur komið fólki til. En veistu hvað er einnig rosalega heitt þegar kemur að samböndum? Að tala út um hlutina almennt. Að skiptast á opnum og heiðarlegum skoðunum er lífsnauðsynlegt í langtímasamböndum. Þú verður að geta sagt hvað þú ert að hugsa og það sama á við um maka þinn. Ef þú getur tjáð þig á einlægan hátt, sagt hvað þú vilt og hvað þú þarfnast þá öðlastu lífshamingju sem ekki er hægt að bera saman við neitt annað. það sama má segja um að taka við hreinskilni og heiðarleika frá maka. Það þarf mikla auðmýkt og þroska til að geta gert það vel. En er alltaf þess virði. 

mbl.is

Fullt út úr dyrum hjá Jóhönnu Vigdísi

10:11 Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hvað er í matinn?, á Bergsson á föstudaginn.   Meira »

Fólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

05:30 Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

Í gær, 21:59 Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

Í gær, 18:00 Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

Í gær, 15:00 Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

í gær Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

í gær „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

í gær Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

í fyrradag Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

í fyrradag „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

í fyrradag Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

í fyrradag Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

17.11. „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

17.11. Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

17.11. Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

16.11. „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

16.11. Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

16.11. Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

16.11. Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

16.11. „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

16.11. Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »