7 atriði sem skipta meira máli en kynlíf

Kynlíf er frábært, en ef það ríkir traust á milli …
Kynlíf er frábært, en ef það ríkir traust á milli fólks eykur það ánægjuna á öllum sviðum sambandsins. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Samkvæmt Bustle eru sjö atriði sem skipta meira máli en kynlíf í samböndum. Kynlíf skiptir öllu máli segir í greininni, er í raun og veru frábært, en það er ekki það eina. Þegar kemur að samböndum verða nokkur atriði að vera í lagi svo sambandið eigi sér möguleika inn i framtíðina. Að vera góður/góð í rúminu kemur þér bara visst langt í sambandi. 

Sum pör leggja of mikla áherslu á kynlífið en gleyma öðrum sviðum sem skipta ekki minna máli þegar kemur að hamingju og heilbrigði í samböndum. Þú munt vilja skoða þessi atriði vel og vandlega ef þú vilt að sambandið lifi um ókomna tíð.

Traust
Það er ekkert kynlíf sem virkar ef það ríkir ekki traust á milli einstaklinganna sem stunda það. Traust er eitt mikilvægasta atriðið í samböndum. Þú verður að geta treyst maka þínum. Geta treyst honum fyrir hjartanu þínu. Treyst því að hann muni aldrei særa þig. Kynlíf er frábært, en ef það ríkir traust á milli fólks eykur það ánægju á öllum sviðum sambandsins. 
Virðing
Sjálf Aretha Frankling söng lítið um kynlíf. Textarnir hennar voru um virðingu. Þú og maki þinn ættuð að virða hvort annað. Virða tíma hvort annars, gildi og mörk. Um leið og virðing er farin úr samböndum ertu búin að missa sambandið. Ekkert kynlíf, hversu gott sem það er, getur komið í staðinn fyrir virðingu. 
Ást
Þetta er eitthvað sem allir vita. Þú getur elskað kynlíf, en ef þú elskar ekki með öllu hjartanu manneskjuna sem þú ert að fara í rúmið með, þá ertu með lítið í höndunum. Ást er ólýsanleg tilfinning, sem erfitt er að setja í orð. En þú veist það þegar þú berð ást í hjarta fyrir einhverjum og þú veist þegar hún er ekki til staðar. Þú finnur það innra með þér. Ást og kynlíf fara mjög vel saman, en eru ekki það sama. 
Ástríða
Ástríðufullt kynlíf er ekki það sem verið er að tala um hér. Hér er verið að tala um ástríðu í sambandi við sambandið. Það skiptir öllu máli að þú og maki þinn séuð með ástríðufullar tilfinningar í garð hvort annars. Það þýðir að ástríða ykkar, gagnvart því að vera saman, mun leiða ykkur í gegnum erfiða tíma. Þú verður að hafa þessa ástríðu og einurð í að láta sambandið ganga því það verða ekki alltaf regnbogar og fiðrildi ykkar á milli. 
Tryggð
Sú tilfinning að vita að betri helmingur þinn sé til staðar fyrir þig getur skipt þig meira máli en að stunda kynlíf með honum. Þú vilt vita að maki þinn stendur upp fyrir þér í hvaða máli sem er. Þú vilt geta treyst á þann sem þú ert með í sambandi. Að þið tvö séuð teymi og þú sért ekki að sigla ein/einn í lífsins ólgusjó skiptir miklu máli. 
Stuðningur
Að eiga stuðningsríkan maka sem ýtir á þig að vera besta útgáfan af þér er lykilatriði. Hvert einasta samband sem er sterkt, er byggt á stöðugum grunni. Þá skiptir engu hvort maki þinn sé að segja þér að þú getir gert allt sem þú setur athygli þína í, eða að styðja við þig þegar á móti blæs. Það er fátt dýrmætara en að eiga góðan félaga í lífinu. 
Samskipti
Að tala dónalega í rúminu getur komið fólki til. En veistu hvað er einnig rosalega heitt þegar kemur að samböndum? Að tala út um hlutina almennt. Að skiptast á opnum og heiðarlegum skoðunum er lífsnauðsynlegt í langtímasamböndum. Þú verður að geta sagt hvað þú ert að hugsa og það sama á við um maka þinn. Ef þú getur tjáð þig á einlægan hátt, sagt hvað þú vilt og hvað þú þarfnast þá öðlastu lífshamingju sem ekki er hægt að bera saman við neitt annað. það sama má segja um að taka við hreinskilni og heiðarleika frá maka. Það þarf mikla auðmýkt og þroska til að geta gert það vel. En er alltaf þess virði. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál