Er „græneygða skrímslið“ að stjórna þér?

Þegar við upplifum afbrýðissemi og við höfum skoðað okkar hlut ...
Þegar við upplifum afbrýðissemi og við höfum skoðað okkar hlut í því er gott að setjast niður með maka og ræða málin. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Að vera afbrýðisamur í samböndum er mjög algengt – stundum á afbrýðisemin rétt á sér. Á öðrum stundum er eins og afbrýðisemi okkar hafi ekkert með aðra að gera. Hvar drögum við línuna á milli afbrýðisemi sem er eðlileg og þeirrar sem er stjórnlaus; eins og græneygt skrímsli sem tekur yfir veröldina okkar?

Bustle birti nýverið grein um málið þar sem Lindsey Cristler, ástar- og stefnumótamarkþjálfi í  New York, segir að afbrýðisemi sé eðlileg tilfinning á meðan þú hefur stjórn á henni. En þegar afbrýðisemin verður stjórnlaus gæti verið áhugavert að skoða málið betur. 

„Það er ótrúlega vond tilfinning þegar þú getur ekki sofið, þú getur ekki unnið eða gert það sem þú þarft að gera yfir daginn með góðri athygli. Jafnvel þótt þú vitir að þú sért ekki að hugsa á rökréttan hátt, þá er eins og þegar afbrýðisemin tekur yfir að þú getir ekki komið þér út úr tilfinningunni. Slíkt ástand hefur áhrif á andlega líðan, heilsuna og samböndin sem við erum í.“

Það getur verið áskorun að takast á við slíkt ástand, en það sem er mikilvægast að gera hverju sinni er að skoða hvað af afbrýðiseminni á við rök að styðjast og hvað af henni snýst ekkert um það sem er að gerast í dag. 

Ef þú heldur að maki þinn sé að halda fram hjá þér eða að gera aðra hluti sem gefa þér ástæðu til þess að vera afbrýðisöm/afbrýðisamur þarftu að setjast niður og ræða við maka þinn. Ef þú ert að upplifa afbrýðisemi sem kemur jafnt og þétt upp og á ekki við nein rök að styðjast heldur er eins og eitthvað í umhverfinu ýti undir ástandið (triggers) mæla sérfræðingar með eftirfarandi atriðum sem gott væri fyrir þig að skoða:

1. Skoðaðu sálarlíf þitt fyrst

Ef þú getur ekki hætt að vera afbrýðisöm/afbrýðisamur, þá þarftu að líta inn á við. „Sumir makar eru einstaklega afbrýðisamir út af innbyggðu óöryggi,“ segir Alexis Nicole White, rithöfundur og sambandssérfræðingur. „Kannski hafa þessir einstaklingar lent í því að einhver hefur haldið fram hjá þeim, eða að þeir hafa verið í kringum aðila sem erfitt hefur verið að treysta á.“ Ef þú átt erfiða sambandssögu í fortíðinni þá er það allt í lagi, en þú hefur aldrei leyfi til að taka það út á makanum þínum í dag.

Það er mikilvægt að líta einnig á stóra samhengið. „Sumir geta verið afbrýðisamir vegna einhvers sem þeir upplifðu í stórfjölskyldunni sinni, eða á uppvaxtarárum sínum,“ segir Richard E Toney, sálgreinir frá Texas. „Eins getur fólk verið afbrýðisamt út af tilfinningalegu tengslarofi (attachment) úr æsku. Þá tengt öðru eða báðum foreldrum sínum.“

2. Lærðu að breyta tilfinningunni í líkamanum

Ef þú telur að afbrýðisemin sé til komin vegna einhvers sem býr innra með þér er mikilvægt að finna leiðir til að ná stjórn á tilfinningunni. Ein leið getur verið að taka eitt skref út úr sambandinu.

„Stundum getur tilfinningalega háð manneskja upplifað mikla afbrýðisemi í sambandinu sínu,“ segir Salama Marine sem er sálfræðingur og stefnumótasérfræðingur. Hún bendir á að ef við tökum betur ábyrgð á okkur sjálf getur það minnkað afbrýðisemi okkar í samböndum.

Ef þú finnur fyrir afbrýðisemi upp úr litlu gætir þú þurft á því að halda að hafa verkfæri til að takast á við það þegar tilfinningin kemur upp. Afbrýðisemi kemur vanalega fram í líkamanum og þegar hún kemur upp getur verið gott að hafa áhrif á líkamann með beinum hætti. 

„Afbrýðisemi er tilfinning og þú finnur fyrir henni á óþægilegan hátt í líkamanum,“ segir Chrisler. „Að fara út að hlaupa, í danstíma, eða eitthvað annað þar sem þú ert að rækta líkamann, getur hjálpað til við að losa út tilfinninguna og komið þér í eðlilegt ástand aftur.“

 3. Talaðu við maka þinn

Jafnvel þótt þú vitir að afbrýðisemin eigi ekki við nein rök að styðjast en þú átt erfitt með að losa þig við tilfinninguna getur verið kominn sá tími að þú þarft að setjast niður og ræða við maka þinn um málið. Það getur verið að það sé eitthvað í sambandinu sem þú þarft á að halda – sem þú ert ekki að fá.

Afbrýðisemi þarf ekki að vera neikvæð tilfinning, heldur viljum við líta á tilfinninguna þannig að hún sé að gefa þér vísbendingu um að þú þurfir að fá eitthvað sem þú ert ekki að fá nú þegar,“ segir Samantha Burns, sambandsráðgjafi og stefnumótamarkþjálfi. 

„Hvort sem þú ert að leita að öryggi eða samþykki frá maka þínum, eða að þú þurfir staðfestingu á því að þú sért í forgangi, er mikilvægt að skilja hver undirliggjandi þörf er áður en þú leyfir græneygða skrímslinu að taka yfir lífið þitt. 

Spurðu þig hvað þú getur séð um sjálf/sjálfur innra með þér og hvað það er sem þú þarft frá maka þínum. Þegar þú ert komin með þetta á hreint þá segðu þetta við maka þinn á heiðarlegan og fallegan hátt.“

Ef þú viðurkennir að þetta sé eitthvað sem þú ert að fást við, og þú þurfir stuðning með þetta og kröfur þínar eru innan eðlilegra marka, ætti ekki að vera neitt vandamál fyrir maka þinn að mæta þér í þessu.

„Í heilbrigðum samböndum ætti maki þinn ekki að ráðast á þig eða setja þig niður, eða að gera þig afbrýðisama/saman eða óöruggan,“ segir Burns. „Maki þinn ætti heldur að hlusta á þig, reyna að skilja þig, meta aðstæður og svo aðstoða þig með því að vera til staðar.“

mbl.is

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

15:00 Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

12:00 Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

09:00 „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

05:30 Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

Í gær, 23:47 Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

Í gær, 21:00 „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

Í gær, 18:00 Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

í gær Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

í gær „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

í gær Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

í gær Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

í fyrradag „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

í fyrradag Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

16.11. Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

16.11. Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

16.11. „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

16.11. Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

15.11. Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

15.11. Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

15.11. Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15.11. Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »