Er „græneygða skrímslið“ að stjórna þér?

Þegar við upplifum afbrýðissemi og við höfum skoðað okkar hlut ...
Þegar við upplifum afbrýðissemi og við höfum skoðað okkar hlut í því er gott að setjast niður með maka og ræða málin. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Að vera afbrýðisamur í samböndum er mjög algengt – stundum á afbrýðisemin rétt á sér. Á öðrum stundum er eins og afbrýðisemi okkar hafi ekkert með aðra að gera. Hvar drögum við línuna á milli afbrýðisemi sem er eðlileg og þeirrar sem er stjórnlaus; eins og græneygt skrímsli sem tekur yfir veröldina okkar?

Bustle birti nýverið grein um málið þar sem Lindsey Cristler, ástar- og stefnumótamarkþjálfi í  New York, segir að afbrýðisemi sé eðlileg tilfinning á meðan þú hefur stjórn á henni. En þegar afbrýðisemin verður stjórnlaus gæti verið áhugavert að skoða málið betur. 

„Það er ótrúlega vond tilfinning þegar þú getur ekki sofið, þú getur ekki unnið eða gert það sem þú þarft að gera yfir daginn með góðri athygli. Jafnvel þótt þú vitir að þú sért ekki að hugsa á rökréttan hátt, þá er eins og þegar afbrýðisemin tekur yfir að þú getir ekki komið þér út úr tilfinningunni. Slíkt ástand hefur áhrif á andlega líðan, heilsuna og samböndin sem við erum í.“

Það getur verið áskorun að takast á við slíkt ástand, en það sem er mikilvægast að gera hverju sinni er að skoða hvað af afbrýðiseminni á við rök að styðjast og hvað af henni snýst ekkert um það sem er að gerast í dag. 

Ef þú heldur að maki þinn sé að halda fram hjá þér eða að gera aðra hluti sem gefa þér ástæðu til þess að vera afbrýðisöm/afbrýðisamur þarftu að setjast niður og ræða við maka þinn. Ef þú ert að upplifa afbrýðisemi sem kemur jafnt og þétt upp og á ekki við nein rök að styðjast heldur er eins og eitthvað í umhverfinu ýti undir ástandið (triggers) mæla sérfræðingar með eftirfarandi atriðum sem gott væri fyrir þig að skoða:

1. Skoðaðu sálarlíf þitt fyrst

Ef þú getur ekki hætt að vera afbrýðisöm/afbrýðisamur, þá þarftu að líta inn á við. „Sumir makar eru einstaklega afbrýðisamir út af innbyggðu óöryggi,“ segir Alexis Nicole White, rithöfundur og sambandssérfræðingur. „Kannski hafa þessir einstaklingar lent í því að einhver hefur haldið fram hjá þeim, eða að þeir hafa verið í kringum aðila sem erfitt hefur verið að treysta á.“ Ef þú átt erfiða sambandssögu í fortíðinni þá er það allt í lagi, en þú hefur aldrei leyfi til að taka það út á makanum þínum í dag.

Það er mikilvægt að líta einnig á stóra samhengið. „Sumir geta verið afbrýðisamir vegna einhvers sem þeir upplifðu í stórfjölskyldunni sinni, eða á uppvaxtarárum sínum,“ segir Richard E Toney, sálgreinir frá Texas. „Eins getur fólk verið afbrýðisamt út af tilfinningalegu tengslarofi (attachment) úr æsku. Þá tengt öðru eða báðum foreldrum sínum.“

2. Lærðu að breyta tilfinningunni í líkamanum

Ef þú telur að afbrýðisemin sé til komin vegna einhvers sem býr innra með þér er mikilvægt að finna leiðir til að ná stjórn á tilfinningunni. Ein leið getur verið að taka eitt skref út úr sambandinu.

„Stundum getur tilfinningalega háð manneskja upplifað mikla afbrýðisemi í sambandinu sínu,“ segir Salama Marine sem er sálfræðingur og stefnumótasérfræðingur. Hún bendir á að ef við tökum betur ábyrgð á okkur sjálf getur það minnkað afbrýðisemi okkar í samböndum.

Ef þú finnur fyrir afbrýðisemi upp úr litlu gætir þú þurft á því að halda að hafa verkfæri til að takast á við það þegar tilfinningin kemur upp. Afbrýðisemi kemur vanalega fram í líkamanum og þegar hún kemur upp getur verið gott að hafa áhrif á líkamann með beinum hætti. 

„Afbrýðisemi er tilfinning og þú finnur fyrir henni á óþægilegan hátt í líkamanum,“ segir Chrisler. „Að fara út að hlaupa, í danstíma, eða eitthvað annað þar sem þú ert að rækta líkamann, getur hjálpað til við að losa út tilfinninguna og komið þér í eðlilegt ástand aftur.“

 3. Talaðu við maka þinn

Jafnvel þótt þú vitir að afbrýðisemin eigi ekki við nein rök að styðjast en þú átt erfitt með að losa þig við tilfinninguna getur verið kominn sá tími að þú þarft að setjast niður og ræða við maka þinn um málið. Það getur verið að það sé eitthvað í sambandinu sem þú þarft á að halda – sem þú ert ekki að fá.

Afbrýðisemi þarf ekki að vera neikvæð tilfinning, heldur viljum við líta á tilfinninguna þannig að hún sé að gefa þér vísbendingu um að þú þurfir að fá eitthvað sem þú ert ekki að fá nú þegar,“ segir Samantha Burns, sambandsráðgjafi og stefnumótamarkþjálfi. 

„Hvort sem þú ert að leita að öryggi eða samþykki frá maka þínum, eða að þú þurfir staðfestingu á því að þú sért í forgangi, er mikilvægt að skilja hver undirliggjandi þörf er áður en þú leyfir græneygða skrímslinu að taka yfir lífið þitt. 

Spurðu þig hvað þú getur séð um sjálf/sjálfur innra með þér og hvað það er sem þú þarft frá maka þínum. Þegar þú ert komin með þetta á hreint þá segðu þetta við maka þinn á heiðarlegan og fallegan hátt.“

Ef þú viðurkennir að þetta sé eitthvað sem þú ert að fást við, og þú þurfir stuðning með þetta og kröfur þínar eru innan eðlilegra marka, ætti ekki að vera neitt vandamál fyrir maka þinn að mæta þér í þessu.

„Í heilbrigðum samböndum ætti maki þinn ekki að ráðast á þig eða setja þig niður, eða að gera þig afbrýðisama/saman eða óöruggan,“ segir Burns. „Maki þinn ætti heldur að hlusta á þig, reyna að skilja þig, meta aðstæður og svo aðstoða þig með því að vera til staðar.“

mbl.is

Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

Í gær, 23:47 Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Meira »

Misstum allt, en hann heldur áfram

Í gær, 20:00 „Mig langar að forvitnast varðandi manninn minn, en í hruninu misstum við allt. Þá hafði hann verið að fjárfesta í alls konar verkefnum, hlutabréfum og gjaldeyri. Vandinn var sá þá að þetta var allt meira og minna fjármagnað með skuldum,“ segir íslensk kona. Meira »

Formaðurinn lét sérsauma á sig kjól

Í gær, 16:36 Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til að sérsauma á sig kjól fyrir árshóf SI í Hörpu. Voru þær strax sammála um að hafa kjólinn ekki svartan. Meira »

Endurbættri útgáfu af hrukkubana fagnað

Í gær, 13:58 Dr. Björn Örvar, einn af stofendum Bioeffect, kynnti nýja tvennu fyrir fáum útvöldum í gær. Um er að ræða Bioeffect EGF+ 2A Daily duo sem eru húðdropar sem vinna saman. Meira »

Er bótox hættulegt?

Í gær, 10:30 Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox. Meira »

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

Í gær, 05:00 Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

í fyrradag Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

í fyrradag Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul, staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

í fyrradag Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, er hrærð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

í fyrradag Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

í fyrradag „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

í fyrradag Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

19.3. Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

19.3. Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

19.3. Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

19.3. Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

19.3. „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

19.3. „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

19.3. Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

18.3. Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

18.3. Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »