Hversu oft er eðlilegt að hafa mök?

Samkvæmt rannsóknum er töfratalan þegar kemur að kynlífi, einu sinni ...
Samkvæmt rannsóknum er töfratalan þegar kemur að kynlífi, einu sinni í viku. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Er til eitthvað sem heitir eðlilegur fjöldi skipta á ári þegar kynlíf er annars vegar? Á vef MindBodyGreen kemur fram að fólk stundi að meðaltali kynlíf 54 sinnum á ári. Tíðnin virðist vera að minnka. Leigh Weingus sem stýrir samskiptahluta vefmiðilsins segir að kynhegðun fólks hafi breyst. 

„Nýlegar rannsóknir frá San Diego-ríkisháskólanum sýna að fólk hafði stundað kynlíf 16 sinnum sjaldnar á árunum 2010 - 2014 en á árunum 200 - 2004 að meðaltali. Eins er kynlíf góður mælikvarði á hamingju eftir því sem við eldumst. Rannsókn sem var gerð árið 1992 sýndi að fólk yfir sextugt sem stundar kynlíf einu sinni í viku mældist hamingjusamara og ástríðufyllra varðandi lífið sitt almennt. 

Árið 2015 var gerð stór rannsókn sem leiddi í ljós að töfratalan þegar kemur að kynlífi, er einu sinni í viku.  Þetta eru kannski ekki góðar fréttir fyrir alla. En úrtakið við þessa rannsókn var 30.000 pör og könnunin var gerð á 40 ára tímabili. Niðurstaðan leiddi í ljós að fólk var óhamingjusamt ef það stundaði ekki kynlíf vikulega, en kynlíf mörgum sinnum í viku eykur ekki á hamingju. Einu sinni í viku er töfratalan!“

Greinahöfundur fékk fólk til að svara nokkrum spurningum sem byggðar eru á niðurstöðum stærri rannsókna. Þetta var gert til að skoða hlutina dýpra. Það er ýmislegt sem hefur áhrif á kynlíf. Streita, vinna og börn eru hlutir sem skipta máli.

Hér kemur það sem fjallað er um í greininni byggt á svörum frá viðmælendum greinahöfundar. 

Kynlíf í nýjum samböndum

Rannsóknir sýna að fólk er mun duglegra að stunda kynlíf í nýjum samböndum, en hversu mikið er það?

Ben, sem er þrítugur, er búinn að vera með Ally í fimm mánuði. Parið hittist á Tinder og þau eru búin að vera saman fimm daga vikunnar á þessu tímabili að meðaltali. „Við stundum vanalega kynlíf öll kvöld þegar við erum saman. Kannski fjórum sinnum í viku. Ég held við séum mjög sátt við þessa tölu bæði. Ég er viss um að við munum ekki stunda svona oft kynlíf í framtíðinni, eða þannig hefur það verið í mínum samböndum áður. En eins og staðan er núna þá er ég bara mjög ánægður með kynlífið okkar.“

2 mánaða þurrkatímabil

Chloe er 35 ára og búin að vera með kærustunni sinni í 10 ár. Þegar hún er spurð um kynlífið þeirra segir hún að þetta sé versti tíminn til að fá svona spurningu. „Þetta er versti tíminn til að spyrja mig að þessari spurningu. Við höfum ekki stundað mikið kynlíf upp á síðkastið. Þegar við stundum kynlíf er það æðislegt, skemmtilegt og alltaf betra með árunum. 

Hvað veldur? „Streita ekki spurning. Þeim mun meiri streita sem við upplifum á fullorðinsárunum okkar, þeim mun minna kynlíf. Til að sporna við þessu, þá skipuleggjum við stefnumót, eða bara gerum meira af kynlífi. Það er bara að koma sér í gang, því kynlífið er alltaf æðislegt, það er bara að finna rétta tímann í það. Lengsti tíminn sem við höfum verið saman án þess að stunda kynlíf voru tveir mánuðir. Mér finnst það ekki æðislegt, en þannig er það bara.“

Að finna nýjar leiðir til að halda uppi ástríðunni

Þó fólk eigi ekki börn, þá getur verið áskorun að stunda reglulega kynlíf í langtímasamböndum. Samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var af háskólanum í Toronto sýndi að heiðarleiki þegar kemur að kynlífi skiptir meira máli heldur en allt annað. Sú sannfæring að kynlíf sé eins og að rækta garðinn, það þurfi skipulag, vinnu og natni ef vel á að vera. 

Lavender sem er 29 ára gifti sig í september á síðasta ári. Parið hafði verið að hittast í tíu ár fyrir utan eitt ár þar sem þau voru í sundur. Þau stunduðu kyníf að meðaltali einu sinni í viku. Hún er sannfærð um að til að kynlífið sé gott þurfi að vinna að því en trúir ekki á að stunda kynlíf ef manni langar ekki til þess. Heiðarleiki og það að báðum langi til er grundvallarforsenda að hennar mati. „Mér finnst óheiðarlegt ef annar aðilinn er bara að þóknast hinum.“

„Við tökum kynlíf í syrpum. Stundum erum við dugleg að stunda kynlíf og gerum það nokkrum sinnum í viku og svo stundum við minna kynlíf inn á milli.“

Hún segir að þau hafi tekið sér góðan tíma til að kynnast áður en þau byrjuðu að stunda kynlíf saman. „Það var mjög skemmtilegt. Við leyfðum okkur að kynnst og þorðum að vera smávegis ævintýraleg þegar kom að kynlífinu, sem við höldum enn þá áfram að gera.“

Lavender segir að þau hjónin séu nokkuð ánægð með kynlífið. Eiginmaður hennar hefur áhuga á að stunda meira kynlíf. 

Kynlíf þegar þú átt börn

Langtímasambönd og ný hjónabönd er eitt þegar kemur að kynlífi. Börn og barneignir er annað. Samkvæmt rannsóknum verður 67% minni ánægja á milli hjóna þegar börn eru komin í spilið. 

Anna er 41 árs, á þrjú börn og stundar kynlíf með eiginmanni sínum þrisvar sinnum í viku. Hún segir að það hafi haft mikil áhrif á kynlíf þeirra hjóna eftir að börnin komu í heiminn. Sér í lagi þegar börnin voru ung. 

„Við erum ekki hangandi í rúminu um helgar lengur. Þar sem kynlíf var hluti af því að kúra og kjarna sig. Við þurfum vanalega að koma börnunum fyrir við sjónvarpið með morgunkornið sitt eða að lauma kynlífi inn í dagskrána um miðja nótt.“ Hún segir að þó það hafi áhrif á hversu oft þau stunda kynlíf að eiga börn, þá er ákveðin nánd sem fylgir því að eiga börn saman. „Mér finnst ég mjög heppin að eiga maka sem hefur séð líkama minn breytast með barneignum, og langar enn þá í mig. Það er mjög kynþokkafullt að mínu mati.“

mbl.is

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

05:15 Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

Í gær, 21:30 Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

Í gær, 17:30 Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

Í gær, 16:15 Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því það hafi fáir svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

Í gær, 11:19 Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

Í gær, 10:21 „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

í gær Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

í fyrradag Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

í fyrradag Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

í fyrradag „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

í fyrradag Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

í fyrradag Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

í fyrradag Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

í fyrradag „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

15.1. Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

15.1. Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

15.1. Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

15.1. Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

15.1. Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

15.1. Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

15.1. Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »