Hversu oft er eðlilegt að hafa mök?

Samkvæmt rannsóknum er töfratalan þegar kemur að kynlífi, einu sinni ...
Samkvæmt rannsóknum er töfratalan þegar kemur að kynlífi, einu sinni í viku. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Er til eitthvað sem heitir eðlilegur fjöldi skipta á ári þegar kynlíf er annars vegar? Á vef MindBodyGreen kemur fram að fólk stundi að meðaltali kynlíf 54 sinnum á ári. Tíðnin virðist vera að minnka. Leigh Weingus sem stýrir samskiptahluta vefmiðilsins segir að kynhegðun fólks hafi breyst. 

„Nýlegar rannsóknir frá San Diego-ríkisháskólanum sýna að fólk hafði stundað kynlíf 16 sinnum sjaldnar á árunum 2010 - 2014 en á árunum 200 - 2004 að meðaltali. Eins er kynlíf góður mælikvarði á hamingju eftir því sem við eldumst. Rannsókn sem var gerð árið 1992 sýndi að fólk yfir sextugt sem stundar kynlíf einu sinni í viku mældist hamingjusamara og ástríðufyllra varðandi lífið sitt almennt. 

Árið 2015 var gerð stór rannsókn sem leiddi í ljós að töfratalan þegar kemur að kynlífi, er einu sinni í viku.  Þetta eru kannski ekki góðar fréttir fyrir alla. En úrtakið við þessa rannsókn var 30.000 pör og könnunin var gerð á 40 ára tímabili. Niðurstaðan leiddi í ljós að fólk var óhamingjusamt ef það stundaði ekki kynlíf vikulega, en kynlíf mörgum sinnum í viku eykur ekki á hamingju. Einu sinni í viku er töfratalan!“

Greinahöfundur fékk fólk til að svara nokkrum spurningum sem byggðar eru á niðurstöðum stærri rannsókna. Þetta var gert til að skoða hlutina dýpra. Það er ýmislegt sem hefur áhrif á kynlíf. Streita, vinna og börn eru hlutir sem skipta máli.

Hér kemur það sem fjallað er um í greininni byggt á svörum frá viðmælendum greinahöfundar. 

Kynlíf í nýjum samböndum

Rannsóknir sýna að fólk er mun duglegra að stunda kynlíf í nýjum samböndum, en hversu mikið er það?

Ben, sem er þrítugur, er búinn að vera með Ally í fimm mánuði. Parið hittist á Tinder og þau eru búin að vera saman fimm daga vikunnar á þessu tímabili að meðaltali. „Við stundum vanalega kynlíf öll kvöld þegar við erum saman. Kannski fjórum sinnum í viku. Ég held við séum mjög sátt við þessa tölu bæði. Ég er viss um að við munum ekki stunda svona oft kynlíf í framtíðinni, eða þannig hefur það verið í mínum samböndum áður. En eins og staðan er núna þá er ég bara mjög ánægður með kynlífið okkar.“

2 mánaða þurrkatímabil

Chloe er 35 ára og búin að vera með kærustunni sinni í 10 ár. Þegar hún er spurð um kynlífið þeirra segir hún að þetta sé versti tíminn til að fá svona spurningu. „Þetta er versti tíminn til að spyrja mig að þessari spurningu. Við höfum ekki stundað mikið kynlíf upp á síðkastið. Þegar við stundum kynlíf er það æðislegt, skemmtilegt og alltaf betra með árunum. 

Hvað veldur? „Streita ekki spurning. Þeim mun meiri streita sem við upplifum á fullorðinsárunum okkar, þeim mun minna kynlíf. Til að sporna við þessu, þá skipuleggjum við stefnumót, eða bara gerum meira af kynlífi. Það er bara að koma sér í gang, því kynlífið er alltaf æðislegt, það er bara að finna rétta tímann í það. Lengsti tíminn sem við höfum verið saman án þess að stunda kynlíf voru tveir mánuðir. Mér finnst það ekki æðislegt, en þannig er það bara.“

Að finna nýjar leiðir til að halda uppi ástríðunni

Þó fólk eigi ekki börn, þá getur verið áskorun að stunda reglulega kynlíf í langtímasamböndum. Samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var af háskólanum í Toronto sýndi að heiðarleiki þegar kemur að kynlífi skiptir meira máli heldur en allt annað. Sú sannfæring að kynlíf sé eins og að rækta garðinn, það þurfi skipulag, vinnu og natni ef vel á að vera. 

Lavender sem er 29 ára gifti sig í september á síðasta ári. Parið hafði verið að hittast í tíu ár fyrir utan eitt ár þar sem þau voru í sundur. Þau stunduðu kyníf að meðaltali einu sinni í viku. Hún er sannfærð um að til að kynlífið sé gott þurfi að vinna að því en trúir ekki á að stunda kynlíf ef manni langar ekki til þess. Heiðarleiki og það að báðum langi til er grundvallarforsenda að hennar mati. „Mér finnst óheiðarlegt ef annar aðilinn er bara að þóknast hinum.“

„Við tökum kynlíf í syrpum. Stundum erum við dugleg að stunda kynlíf og gerum það nokkrum sinnum í viku og svo stundum við minna kynlíf inn á milli.“

Hún segir að þau hafi tekið sér góðan tíma til að kynnast áður en þau byrjuðu að stunda kynlíf saman. „Það var mjög skemmtilegt. Við leyfðum okkur að kynnst og þorðum að vera smávegis ævintýraleg þegar kom að kynlífinu, sem við höldum enn þá áfram að gera.“

Lavender segir að þau hjónin séu nokkuð ánægð með kynlífið. Eiginmaður hennar hefur áhuga á að stunda meira kynlíf. 

Kynlíf þegar þú átt börn

Langtímasambönd og ný hjónabönd er eitt þegar kemur að kynlífi. Börn og barneignir er annað. Samkvæmt rannsóknum verður 67% minni ánægja á milli hjóna þegar börn eru komin í spilið. 

Anna er 41 árs, á þrjú börn og stundar kynlíf með eiginmanni sínum þrisvar sinnum í viku. Hún segir að það hafi haft mikil áhrif á kynlíf þeirra hjóna eftir að börnin komu í heiminn. Sér í lagi þegar börnin voru ung. 

„Við erum ekki hangandi í rúminu um helgar lengur. Þar sem kynlíf var hluti af því að kúra og kjarna sig. Við þurfum vanalega að koma börnunum fyrir við sjónvarpið með morgunkornið sitt eða að lauma kynlífi inn í dagskrána um miðja nótt.“ Hún segir að þó það hafi áhrif á hversu oft þau stunda kynlíf að eiga börn, þá er ákveðin nánd sem fylgir því að eiga börn saman. „Mér finnst ég mjög heppin að eiga maka sem hefur séð líkama minn breytast með barneignum, og langar enn þá í mig. Það er mjög kynþokkafullt að mínu mati.“

mbl.is

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

Í gær, 21:00 Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

Í gær, 16:50 Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti eða fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

Í gær, 15:30 Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

Í gær, 12:30 „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

Í gær, 09:30 Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

Í gær, 06:00 Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

Í gær, 05:39 Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

í fyrradag Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

í fyrradag Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

í fyrradag Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

í fyrradag Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

í fyrradag „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

í fyrradag Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

17.9. „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

17.9. Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

17.9. Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

17.9. Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

17.9. Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

17.9. Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

17.9. Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »

Allir geta lært nýja hluti

16.9. Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »